Þjóðviljinn - 16.02.1985, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.02.1985, Qupperneq 1
SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING Ránskjaravísitalan Angi af vísitölu- vitleys- unni Forsœtisráðherra: Get ekki úttalað mig um hvað er skynsamlegast Þetta er einn anginn af þessari vísitöluvitieysu sem við þyrftum að losna út úr á öllum sviðum , sagði Steingrímur Hemannsson forsætisráðherra er Þjóðviljinn bar í gær undir hann dæmið um áhrif áfengis- og tóbakshækkana undanfarna mánuði til stórhækk- unar á verðtryggðum skuldum húsbyggjenda og kaupenda. „Það má lengi tala um það á hverju lánskjaravísitalan á að byggjast. Bæði bygginga- og, framfærsluvísitalan eru óum- deildar út af fyrir sig en kannski ætti lánskjaravísitalan að byggj- ast miklu meira á byggingavísi- tölu. Þá væru ekki þessi áhrif sem bent er á. Ég get ekki á þessari stundu úttalað mig um hvað er skynsamlegast en gagnvart hús- byggjendum er byggingavísitalan líklega eðlilegust." Steingrímur sagði að ekki hefði komið til tals að taka áfengi og tóbak út úr vísitölunni. Hins veg- ar kæmi vel til greina að taka vísi tölurnar úr sambandi ef verð- bólga næðist niður í 14-15%. „Ég vil stuðla að því að við afnemum verðbindingu á flestum ef ekki öllum sviðum“, sagði forsætis- ráðherra. -«g- Alþýðuflokkurinn Kven- fyrir- litning hluti af nýja stílnum? Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður og varaformaður Alþýðuflokksins situr á beininu í Sunnudagsblaðinu og er spurð um hinn nýja starfsstíl flokksins. Sjá bls. 4 Verkamaðurinn fékk 4,27 lítra fyrir tímakaupið sitt eftir febrú- arsamningana t fyrra en nú ári síðar fær hann aðeins 3,06 lítra. Það vantar sem nemur hálfu öðru mjólkurglasi í hvern mjólkurpott. Ljósm.: E.ÓI. Kjaraskerðingin Það vantar eitt og hálft glas í hvern mjólkurpott! Miðað við sama vinnutíma og í fyrra, vantar nú eitt og hálft mjólkurglas í hvern mjólkurlítra sem neytandinn kaupir. Kjaraskerðingin miðuð við mjólkurpottinn er með öðrum orðum 30% frá því í lok febrúar í fyrra. Eftir febrúarsamningana 1984 var tíma- kaup verkamanns miðaðvið lágmarkstekju tryggingu 73 krónur og þá kostaði mjólk- urlítrinn 17 krónur og 10 aura. Verkamað- urinn var því 28 mínútur að vinna fyrir lítr- anum en fyrir sama vinnutíma nú fær hann aðeins 0,7 lítra. Tímakaupið miðað við lág- markstekjutryggingu er 81,20 og mjólkur- lítrinn er kominn í 26.50. Kaupið íefur hækkað um tæplega 11,5% meðan mjólkin hefur hækkað um tæpfega 56%. Með sama hætti má reikna hvernig kjara- skerðingin hefur orðið gagnvart ýmsum öðrum vörum. Minnst er hún gagnvart bensíni, 8%, en hvað mest gagnvart mun- aðarvörunum áfengi og tóbaki eða 37 og 38%. Þannig vantar nú tæplega 8 sígarettur í hvern pakka og brennivínsflaskan er að- eins rúmlega hálf miðað við þá rúmu 5 tíma sem það tók verkamanninn að vinna fyrir henni eftir febrúarsamninga í fyrra. Hækk- unin á þessum munaðarvörum, sem ríkis- stjórnin ákveður einhliða þyngir sem kunn- ugt er byrði húsbyggjenda mun meira en hinna, sem kaupa þær til neyslu. - ÁI Skák Hæpin ráðstöfun Friðrik Ólafssonfyrrumforseti FIDE: Efast um að ég hefðifrestað heimsmeistaraeinvíginu á þessum forsendum Þetta er mjög erfið spurning og maður þarf að vita allt varð- andi málið til að geta svarað þessu af viti, en eins og málið snýr fyrir mér, efast ég um að ég hefiði frestað þessu heimsmeistara- einvígi ef ég væri forseti FIDE, sagði Friðrik Ólafsson fyrrver- andi forseti FIDE í samtali við Þjóðviljann í gær, eftir að fréttir bárust um að heimsmeistara- einvíginu I skák hefði verið frest- að til hausts. Eða sem réttara er, þessu er hætt og nýtt einvígi með breyttu fyrirkomulagi hefst í haust. Friðrik sagði að útaf fyrir sig væri hann ekkert hrifinn af því að líkamlegt atgervi réði úrslitum í skák, því hún væri hugaríþrótt. Friðrik Ólafsson skákmeistari og fyrrum forseti FIDE: efast um að ég hefði frestað skákeinvíginu í Moskvu En fyrst menn taka líkamlega þáttinn, úthaldið, inní dæmið eins og nú er, þá verður það líka að gilda. Að stöðva þetta einvígi nú á þeim forsendum að Karpov sé örmagna, væri líkast því að stöðva 20 lotu keppni í hnefa- leikum ef sá sem hærri væri á stig- um er orðinn þreyttur eftir 10 lotur eða svo. Án þess að ég sé að líkja þessum tveimur greinum saman, sagði Friðrik ólafsson. Mjög mikil ólga er nú í skák- heiminum vegna ákvörðunar forseta FIDE, hins umdeilda Campomanesar, að hætta einvíg- inu og hefja nýtt í haust. Vitað er að báðir Karpov og Kasparov hafa mótmælt þessari geðþótta- ákvörðun. _ s dór. Sjá bls. 6 Sjómenn Reynt til þrautar á morgun Guðlaugur Þorvaldsson sátta- semjari sleit fundi í sjómannadei) unni um ellefuleytið í gærkvöld, en fundurinn hafði staðið síðan kl. 2 um daginn. Sáttascmjari boðaði um leið deiluaðila til fund- ar á morgun, sunnudag, kl. 10. f.h. en ef ekki semst fyrir kl. 18 skellur á verkfall sjómanna á þeirri stundu. Lífeyrismál er það eina sem samkomulag hefur náðst um í deilu sjómanna og útvegsmanna. í gær lögðu útvegsmenn fram til- lögu um kaupliði og kauptrygg- ingarmál, en sjómenn höfnuðu henni. í framhaldi af því áleit sáttasemjari tilgangslaust að halda fundi áfram í gærkvöld. Þrátt fyrir sáttafund á sunnu- dag virðist þó útlit fyrir að verk- fall skelli á. Formenn SSÍ og FFSÍ gengu á fund ráðherra í gærmorgun útaf tveimur málum sem að ríkis- stjórninni snúa og var ákveðið að þeir hittust aftur síðdegis í gær. A/S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.