Þjóðviljinn - 16.02.1985, Page 5

Þjóðviljinn - 16.02.1985, Page 5
INN SÝN Margir þeirra sem fylgjast meö pólitíkinni þykjast skynja miklagerjun meðal hæstvirtra kjósenda. Þettaernokkuö semerekkiendilega áþreifanlegt í skoöanakönn- unum og túlkun á þeim, held- ur fremur byggt á tilfinningu manna fyrir því sem er að ger- ast. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að fólk brjóti af sér flokkaviðjar, enda fer streymi milli flokka áreiðanlega vaxandi með hverju kjörtímabilinu hér á landi, svo sem menn hafa þóst sjá m.a. í skoðanakönnunum. Að hinu leytinu til hljóta að verða hér á landi viðhorfsbreytingar meðal kynslóða einsog í öðrum löndum, þó aðstæðurnar hér kalli á öðru- vísi breytingar í afstöðu fólks. Tilfinningarót Þó „flökkufylgið" verði æ stærri hópur meðal kjósenda fer og miðstýrt stjórnkerfi - og þar- afleiðandi mætti máske segja að öll séum við kratar. Alþýðubandalagið hefur tekið af skarið og skorað á aðra stjórnmálaflokka í stjórnarand- stöðu að taka þátt í viðræðum um samvinnu félagshyggjuaflanna einsog kunnugt er. Draumur fé- lagshyggjumannsins er að sjálf- sögðu sá, að næst verði mynduð ríkisstjórn félagshyggjuflokk- anna. Nú hafa nokkrir, svo sem Jón Baldvin og Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri viðrað þá hug- mynd að mynduð verði ríkis- stjórn Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Þröstur hefur oft áður viðrað hugmyndir í þessa veru - og gerði það í Morgunblaðinu aftur á dög- unum. Nú er sá sem þetta skrifar kominn á þann aldur og orðinn slíkur krati að hann þorir ekki lengur að mæta slíkum hugmynd- um með aldrei aldrei! hrópum. En hafi þessi hugmynd einhvern tíma verið óaðlaðandi þá er það nú eftir margra ára ofurvald Aftur kemur vor í dal hitt heldur ekki á milli mála, að stór hópur áhangenda stjórnmálaflokka er bundinn sín- um flokki sterkum tilfinninga- böndum, - og enginn kastar trú sinni átakalaust. í Alþýðubanda- laginu eru slík tilfinningatengsl oft merkjanleg og auðsjáanlega býsna sterk. Þessu fylgja bæði kostir og gallar; annars vegar hlýtur tryggðin við málstaðinn að vera lofsverð og hins vegar er sá hængur á að fólki kann að sjást yfir hnökra, sem aðrir sjá. Sósíalisminn sem lífsskoðun á íslandi er nú farinn að fylgja kyn- slóðum í þriðja og fjórða lið, - og það er ekki nema von að sú lífs- skoðun taki breytingum með þjóðfélaginu. Sumir segja líka sósíalismann vera fremur greiningaraðferð heldur en hug- mynd um þjóðfélagsuppbygg- ingu, en flestir fallast á að mark- miðið sé eftir sem áður bræðra- lagsþjóðfélagiðhvað sem aðferð- arfræði líður. Ekkert er heldur eðlilegra en slíkar breytingar sem hér er verið að ýja að - kristni miðaldanna væri t.d. ekki vænleg tilhöfðunar eða almenningi þóknanleg í dag. Margir flokkar í flokki Sá tími er liðinn (sem betur fer) að stjórnmálaflokkar geti eða geri tilkall til að félagar þeirra og áhangendur séu sammála þeim í einu og öllu. Þvert á móti hefur orðið merkjanleg sú tilhneiging stjórnmálaflokka að leysa upp hinar „hreinu línur“,- máski til að ganga til móts við sem flesta skoðanahópa í þjóðfélaginu? í stórum stjórnmálaflokki eins- og t.d. Alþýðubandalaginu hefur sú þróun orðið að ýmsir hópar hafa afmarkast í umræðu og oft í raun um einhver tiltekin málefni eða hagsmuni; t.d. verkalýðs- hreyfingin, konur, ungt fólk, borgarmálahópur, flokksforyst- an, o.s.frv. Þegar sauð uppúr á dögunum á aðalfundi verklýðsmálaráðs mátti stundum skilja á fólki að rekinn hefði verið fleygur á milli flokksforystunnar og verkalýðs- hreyfingarinnar, þó staðreynd máls hafi verið sú, að verkalýðs- forystan (þeir sem hafa lifibrauð sitt af því að selja verkalýðshreyf- ingunni vinnuafl sitt) hafi lent uppá kant við ýmislegt annað fólkíverkalýðshreyfingunni. Það var því ekki verkalýðshreyfingin sem varð ósátt við einhverja hluta Alþýðubandalagsins, held- ur innbyrðis átök á einum hinna mörgu pólitísku vettvanga verk- lýðshreyfingarinnar. Styrkleika- merki Þó einhverjir hafi tekið „hall- arbyltingunni" með „beiskri pín“ þá leynir sér ekki á viðbrögðum fólks og fjölmiðla að mikill fjör- kippur hefur hlaupið í Alþýðu- bandalagið. Tæpast hefur meira um aðra flokka verið fjallað en Alþýðubandalagið á liðnum vik- um og engu er líkara en mikil skriða sé runnin af stað. Það hefur sjálfsagt vakið eftir- tekt Þjóðviljalesenda að auglýs- ingadálkur Alþýðubandalagsins er troðfullur á hverjum degi og mörg önnur merki vaxandi þátt- töku í hinu pólitíska starfi eru auðsæ. Meira að segja Morgun- blaðið er farið að segja fréttir af því þegar dáindis-menn úr Al- þýðubandalaginu koma saman í húmi kvöldsins. Sagt er að konur hafi ekki átt svo lítinn þátt í „hallarbyltingu“ verkaýðsmálaráðsins á dögun- um, og þær hafa greinilega eflt félagsstarf sitt í bandalaginu. Vilji til uppbrots Að sjálfsögðu standa átökin í Alþýðubandalaginu ekki um per- sónur heldur pólitík. Eins og Össur Skarphéðinsson ritstjóri Þjóðviljans sagði á dögunum þá er „blæbrigðamunur" á pólitískri meiningu manna og hópa innan Alþýðubandalagsins. Auðvitað eru liðsmenn Al- þýðubandalagsins óánægðir með að flokkurinn komi ekki betur útúr skoðanakönnunum en raun ber vitni þegar þess er gætt að flokkurinn var með yfir 20% fylgi í skoðanakönnun í haust - og vilji bæta um betur. Niðurstaðan gæti því verið sú að innan Alþýðu- bandalagsins verði barist fyrir pó- litík sem almennt launafólk skynjar betur sem sína eigin en verið hefur síðustu mánuði. í 'þessu ljósi má skoða þann vilja til uppbrots sem kosningin í verkalýðsmálaráði Alþýðu- bandalagsins ber vott um. Og hvarvetna á vinstri kantinum má sjá viðlíka gerjun. Fólk segir sem svo: Við höfum verið að ganga í gegnum tfmabil þeirrar niðurlæg- ingar sem versta ríkisstjórn frá lýðveldisstofnun hefur búið launafólki án þess að verulegum vörnum hafi verið við komið þar til sl. haust. Árangursleysið er í sjálfu sér næg pólitísk ögrun um að brjóta upp formið og innihald- ið. í tíð hægri stjórnarinnar hefur mörgu félagshyggjufólki orðið ljósara en áður hversu mikilvæg sjálf félagshyggjan er manni per- sónulega og þjóðfélaginu öllu. í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur hinn veiki og aldraði ekki búið við það félagslega öryggi sem fé- lagshyggjufólk krefst. Og viður- styggð frjálshyggjunnar, hinnar gegndarlausu gróðahyggju og Friedmannisma sem rétt er farið að slá á, hefur ýtt við félags- hyggjufólki í flestum flokkum. Félagshyggjufólk í Framsókn- arflokknum hefur átt sérstaklega erfitt, því í ríkisstjórninni hefur mestan part ekki verið hægt að sjá nokkurn mun á flokkunum. Þessi uppbrotsvilji sem ég er hér að vekja máls á, hefur einnig ver- ið sýnilegur meðal Framsóknar- manna. I leiðara NT einhvern fjörugan vetrardaginn, var fjall- að einmitt um að mikil gerjun væri innan flokkanna - og að menn ættu margir hverjir meira sameiginlegt á milli flokka en jafnvel innan flokka. Á dögunum var stofnað málfundafélag félags- hyggjufólks úr öllum flokkum (held ég nema Sjálfstæðisflokkn- um). Með því framtaki er auðsætt að samvinnuviljinn og uppbrots- er mjög mikill á vinstri vængnum. Allir kratar? Á stofnfundi málfundafélags- ins sagði einhver „öll erum við nú kratar“, - og hefur margt verið skringilegar sagt í pólitík. Mönnum finnst dálítið hart að þeir sem eiga mest sameiginlegt í pólitík geti ekki lagst saman á plóginn, „bera bý bagga skop- lítinn“. Og nú erum við að nokkru komin að því sem sagði um sósíalismann og breytingar hér í upphafi. Sósíalismi Alþýðu- bandalagsins á næsta lítið skylt við kommúnisma KFÍ á fjórða ár- atugnum (þó það nú væri) og ýmsar kreddur Sósialistaflokks- ins eru einnig löngu komnar á sögubækur til varðveislu. Hitt er svo annað mál hvort menn og hópar innan Alþýðu- bandalagsins og hinna félags- hyggjuflokkanna séu á svipuðu máli um skilning á sósíalisman- um. Flestir eiga þeir þó sameigin- legan skilninginn á nauðsyn blandaðs hagkerfis, fjölþátta- þjóðfélagi, félagslegu öryggi, jafnrétti, valddreifingu hafna miðstjórnarvaldi og að stefna að sífellt meira lýðræði. Um deildar meiningar í þjóðfrelsismálum er það að segja: hvaða munur er á því fyrir Natóandstæðing að heyra til 20% stjórnmálaflokki sem einungis getur tekið þátt í samsteypustjórnum og nær þar af leiðandi takmarki um úrsögn Nató ellegar vera þá í 45% bandalagi og vera þar í minni- hluta? Enginn áðumefndra flokka vill einsflokksræði, eða allsherjarríki Sjálfstæðisflokksins. Það er kom- inn tími til, lýðræðisins vegna, að sá flokkur fái orlof frá stjórnun- arstörfum. Hitt er svo annað mál, að Þröstur er virðingarverður fyrir að túlka slík minnihlutasjónarm- ið - og fátt sýnir víðáttu Álþýðu- bandalagsins betur en yfirlýsing- ar Þrastar í Morgunblaðinu. Það er hins vegar álitamál hvort túlk- un Össurar um „blæbrigðamun" eigi við um afstöðu Þrastar ann- ars vegar og Alþýðubandalagsins hins vegar. Sameiginleg Iramboð 1 framhaldi af viðræðum fé- lagshyggjufólks þvert á flokka hefur sú hugmynd oftar en einu sinni komið fram að höfð yrði samvinna um framboð. Skemmst er að minnast keðjuhugmynda Ólafs Ragnars í Innsýnarpistli ný- verið í því sambandi. Ekki held ég að shícar hugmyndir séu í raun- inni í nánd í alþingiskosningum. Hins vegar heyrist æ oftar sú hugmynd að allir félagshyggju- flokkarnir bjóði fram saman í næstu borgarstjórnarkosningum. Þeir sem eru því fylgjandi segja sem svo: Með fækkun borgarfull- trúa einsog Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið, er hann að hóta þvi að stjórna borginni áfram með meirihluta borgarfulltrúa en minnihluta kjósenda í Reykjavík á bakvið sig. Eini möguleikinn um aðra stjórn en Sjálfstæðis- flokksins á borginni er samstjórn allra hinna flokkanna og því væri rökrétt að þeir byðu fram saman. Hvað sem útúr slíkum vanga- veltum kemur, er hitt auðsætt að félagshyggjan er aftur komin í sókn. í Alþýðubandalaginu eins- og annars staðar sjá menn fortíð- ina oft fyrir sér í glæstri mynd. Ég minnist ræðu eldri félaga á fundi með þemanu „grænn varstu dal- ur“. Nýjustu tíðindi benda ótví- rætt til að nú megi kyrja stefið: aftur kemur - vor í dal. Óskar Guðmundsson Laugardagur 16. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5' l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.