Þjóðviljinn - 16.02.1985, Side 9
TÓNUST
MENNING
Framhald af bls. 7
skelfilegt ef manni gengur vel“. Er
það skelfilegt?
Margrét: Það getur verið
skelfilegt þegar draumurinn
verður að veruleika og þú allt í
einu búin að sanna eitthvað sem
þú veist ekki hvort þú getur stað-
ið undir. Þegar maður er tilfinn-
ingalega brotinn og óheill spyr
maður hvað velgengnin hafi kost-
að sjálfan sig og umhverfið. Mað-
ur hefur kannski stigið á margar
tær.
Ég hitti einu sinni óvenju
hreinskilinn pólitíkus sem sagði
við mig: „Ég vil ekki ná árangri
með því að ganga á gaddaskóm
upp eftir bakinu á fólki“. Það
verður að huga að því hvað vel-
gengnin kostar.
- Gríshildur œvintýrakona
fórnar miklufyrir ástina en hlýtur
að launum klœði úr skíragulli.
- Já, hún er úr ævintýri en
þetta á sér enn stað. Ungar stúlk-
ur lesa ástarsögur þar sem alið er
á afskaplega óraunhæfum hug-
myndum um ástina. Þar verður
gjarnan allt gott á ný eftir miklar
hremmingar. En þetta er líka allt
í kringum okkur, í bókum, kvik-
myndum og lífinu sjálfu. Það er
allt afsakað með ástinni, ótelj-
andi þau illvirki sem framin eru í
hennar nafni.
- Samrœður þeirra systra,
Margrétar og Betu, eru mjög pól-
itískar og um leið mjög enskar.
Eiga þœr við hér?
- Já, segir Inga, höfundurinn
dregur enga dul á sína pólitík.
Margrét er stéttsvikari. En þetta
á engu síður við hér á landi og
kom raunar mjög skýrt fram í
verkfallinu í haust. Ég þekki
kennara sem er úr yfirstétt og fór
í verkfallsvörslu. Fjölskylda
hennar varð alveg brjáluð og tal-
aði af sama ofstækinu og Margrét
í leikritinu. Og þótt stéttaand-
stæður séu skarpari í Bretlandi þá
fara þær vaxandi hér á landi ár frá
ári.
Hvar eru
karlarnir?
- Nú eruð þið að setja upp
verk, 8 konur, og undanfarið hef-
ur annar hreinn kvennahópur
sýnt Petru von Kant á vegum Al-
þýðuleikhússins. Hvar eru karl-
arnir?
- 80% af hlutverkum leikbók-
menntanna eru karlhlutverk en
meirihluti íslenskrar leikarastétt-
ar er kvenkyns. Það er því
auðvelt að manna hvert kven-
hlutverk mörgum sinnum meðan
erfitt er að finna karla í hlutverk.
Þeir hafa því ekki verið eins virkir
hjá okkur. En Alþýðuleikhúsið
er byggt upp á hópum og hafi ein-
hver hugmyndir getur hann feng-
ið stuðning til að koma þeim í
framkvæmd. Það hefur verið lítið
um að vera hjá körlunum undan-
farið en þó mun eitthvað vera á
leiðinni. Það er ekki ætlunin að
breyta Alþýðuleikhúsinu í
kvennaleikhús, það verður áfram
vettvangur fyrir forvitnileg og
góð verk sem annars koma ekki
fyrir almenningssjónir.
- Hvernig er það, eru vinnu-
brögð eitthvað öðruvísi þegar
konur vinna einar saman?
- Já, segir Inga, ég ræddi þetta
við enskan kollega minn sem var
hér á ferð fyrir skömmu. Hann
sagði að konur treystu leikstjór-
anum fyrirfram, hann þyrfti að
bregðast þeim til að þær hættu að
treysta honum. Maður þarf hins
vegar alltaf að sanna sig fyrir
körlum.
Þar endaði spjallið en auk
Margrétar leika í Klassapíum þær
Sigrún Edda Björnsdóttir,
Kristín Bjarnadóttir, Sigurjóna
Sverrisdóttir, Guðný Helgadótt-
ir, Sólveig Halldórsdóttir, Anna
Einarsdóttir og Ása Svavarsdótt-
ir. Aðstoðarleikstjóri er Elfa
Gísladóttir, ieikmynd og búning-
ar eru verk Guðrúnar Erlu Geirs-
dóttur, ljósameistari er Ámi
Baldvinsson og tónlist eftir Leif
Þórarinsson.
- ÞH
Verðlaunahafarnir. F.v. María Sigurðardóttir, Einar Jóhannesson, Álfrún Gunnlaugsdóttir, Hrafn Gunnlaugsson, Jón
Gunnar Árnason, Einar Sæmundsen, Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson.
Menningarverðlaun DV
Menningarverðlaun DV fyrir árið 1984 var út-
hlutað í fyrradag. Þeir, sem verðlaunin hlutu að
þessu sinni. voru þessir: Álfrún Gunnlaugsdóttir
hlaut bókmenntaverðlaun, fyrir skáldsögu sína Þel.
Tónlistarverðlaun hlaut Einar Jóhannesson, mynd-
listarverðlaun Jón Gunnar Árnason. Leiklistar-
verðlaunin hlaut Alþýðuleikhúsið, fyrir sýningu á
leikritinu Beísk tár Petru von Kant. Kvikmynda-
verðlaunin féllu í skaut Film hf. sem í samvinnu við
Viking film, og Sænsku kvikmyndastofnunina gerði
kvikmyndina Hrafninn flýgur. Verðlaun fyrir bygg-
ingalist hlutu arkitektarnir Stefán Örn Stefánsson,
Grétar Markússon og Einar Sæmundsen, fyrir ný-
byggingu og skipulag umhverfis á Bernhöftstorf-
unni.
Verðlaunagripina hannaði Ófeigur Björnsson
gulismiður.
Mikið úrval af bollum
Rjómabollur - púnsbollur
apríkósubollur - sólberjabollur - vatnsdeigsbollur
ALFHEIMABAKARI
Álfheimum 6 og Hagamel 67
Spunasmiðja
í Reykjavík
um nœstu helgi
Ásmundur
Jónsson
og Árni
Óskarsson
skrifa
Það verður mikið um dýrðir
fyrirtóniistaráhugafólk
föstudags- og laugardags-
kvöld í næstu viku. Margir
fremstu tónlistarmenn í evr-
ópskum nútímadjassi leika þá
fyrir landann í Félagsstofnun
stúdenta á djasshátíð sem
hlotið hefur nafnið „Spuna-
smiðja". Þessi einstæðitón-
listarviðburðurjafnastfylli-
lega á við helstu djasshátíðir
af þessu tagi erlendis og er
n.k. hápunktur á langri röð
tónleika erlendra spuna-
manna sem hófst með
ógleymanlegri heimsókn
Evans Parker árið 1978.
Gamlir kunningjar
En það eru fleiri en Evan Park-
er sem ættu að vera íslendingum
að góðu kunnir frá fyrri árum.
Vestur-þýski saxófónleikarinn
Peter Brötzmann hélt hér tvenna
einleikstónleika síðla sumars
1979. Bassaleikarinn Peter Kow-
ald hefur heimsótt okkur tvisvar
sinnum, fyrst 1980 og síðan í feb-
rúar á sl. ári. Núna kemur Kow-
ald beint af tónleikum í því fræga
tónlistarhúsi Carnegie Hall í New
York þar sem hann leikur í tríói
með David S. Ware og Beaver
Harris (sem þekktur er fyrir leik
sinn með Archie Shepp og Albert
Ayler).
Kowald kemur fram á föstu-
dagskvöldið með kvartett sem
skipaður er auk hans Heinz Beck-
er (trompet), Paul Lovens
(trommur) og Irene Schweizer
(píanó) sem margir muna eftir frá
tónleikum Feminist Improvising
Group hér á landi í nóvember
1978.
Tríó Alexanders
von Schlippenbach
Tríó vestur-þýska píanóleikar-
ans Alexanders von Schlippen-
bach, sem spilar á laugardags-
kvöldið, er án efa ein umtalað-
asta frjálsdjasssveit í Evrópu í
dag. Gagnrýnandi enska djass-
tímaritsins Wire, Richard Cook,
komst svo að orði í nýjasta heft-
inu að tríó Schlippenbachs væri
tvímælalaust djasssveit ársins
1984. Tríó þetta hefur starfað
með hléum í uppundir áratug og
er skipað auk Schlippenbachs
enska saxófónleikaranum Evan
Parker og þýska trommuleikar-
anum Paul Lovens.
Paul Lovens hóf feril sinn með
því að leika ýmsar tegundir af
hefðbundnum djass og rokktón-
list. Hann byrjaði að leika með
Schlippenbach árið 1969. „Hann
er leitandi tónlistarmaður en
jafnframt mjög íhugull", sagði
Ellen Brendt í djasstímaritinu
Coda. „Þögnin gegnir mikilvægu
hlutverki í leik hans og hann upp-
götvar hljóð af þeirri einlægni
leiksins sem venjulega aðeins
börn búa yfir. Það er þægilegt að
finna barnslega undrunina í
hljóðunum sem hann býr til.“
Evan Parker er að mestu leyti
sjálfmenntaður, byrjaði á því að
líkja eftir Paul Desmond en
kynntist síðan tónlist Johns Colt-
rane og fór fljótlega eftir það að
móta sinn persónulega stfl. Hann
beitir svokallaðri hringöndun
sem gerir það að verkum að hann
getur leikið sér að yfirtónakerf-
Evrópuúrvalið í
nútímadjassi
Peter Brötzmann; „Svo sannarlega einn fremsti frjálsdjassleikari álfunnar."
Ulrich Gumpert er fyrsti djassleikari frá austurblokkinni sem sækir (slendinga heim.
um sem breytast hægt og stöðugt
án þess að hlé séu gerð fyrir
öndunina. Þetta virðist kannski
erfið og flókin tækni en sjálfur
segir Parker að þetta sé eins og að
hjóla á reiðhjóli. Það virðist erfitt
þegar maður kann það ekki, en
þegar þú hefur einu sinni komist
upp á lag með það sé það afar
auðvelt.
Tilbrlgði
við tilbrigðin
Parker er einn af brautryðj-
endum spunatónlistarinnar svo-
nefndu og n.k. leiðtogi þeirrar
hreyfingar í Bretlandi ásamt gít-
arleikaranum Derek Bailey.
Sjálfur komst hann svo að orði
um upphaf tónlistarferils síns í
viðtali við tímaritið Svart á hvítu
árið 1978:
„Þá lék ég með tónlistar-
mönnum í London en það er bara
eitt ákveðið sjónarhorn, ein
landfræðileg staðsetning. Flestir
af þessum tónlistarmönnum
komu úr hefðbundnari djassi og
saman. Það gerðist að vissu
marki og nú er þetta orðinn sam-
stæðari hópur.
;eti leikið með
er bara hve
fórnar af grundvallar-
sjónarmiðum þínum, sumt reynir
þú að verja, sumu fórnar þú fyrir
heildina. Nú bregðast tónlistar-
mennirnir við af meiri sveigjan-
leika en oft áður. Að vissu leyti
ríkir nú grófari afstaða til spuna
en hjá Lundúnahópnum hér
áður. Tónlist hans var mjög fág-
uð og mikið lagt upp úr smáat-
riðum. Sumir hópar vinna þannig
ennþá, en önnur sjónarmið fá að
njóta sín líka, svo sem áhersla á
leikræna þætti, skoplega þætti
o.fl.“.
Margs konar áhrifa gætir í
spunatónlistinni. Þegar Parker
var spurður um áhrif fránútím-
atónskáldum svo sem John
Cage sagði hann spunamennina
sækja meira til tækninnar sem
Cage notaði, sérstaklega á tíma-
bilinu 1940-59, heldur en hug-
hann stórsveitina Globe Unity
Orchestra sem starfar enn. Það
var fyrsta stórsveitin í heiminum
tónlist
nær eingöngu. Á seinni árum hef-
ur hljómsveitin þó gert meira af
því að leika skrifaða tónlist. Næg-
ir þar að minna á hljómplötuna
„Compositions“. Globe Unity
hefur gefið út fjölda platna og
farið í langar tónleikaferðir um-
Bandaríkin og Austurlönd fjær
með styrk frá Goethe Institut.
Bæði Evan Parker og Paul Lo-
vens eru jafnframt meðlimir í
Globe Unity, ennfremur Albert
Mangelsdorff, Steve Lacy, Der-
ek Bailey o.fl. Globe Unity er
þannig n.k. úrvalssveit í þessari
tegund tónlistar og Schlippen-
bach ókrýndur fyrirliði hennar.
Brötzmann/Bennink
dúettinn
Á föstudagskvöldið kemur
fram dúett þýska saxófón- og
klarinettleikarans Peters Brötz-
ná sambandi við aðra þýska
djassleikara. En við kyhntumst
nokkrum Ameríkönum, þ.e.
Cöriu B!ey, Mike fvíantier, Steve
Lacy, og með þeim fórum við í
tónleikaferð um Evrópu. í gegn-
um Steve Lacy kynntist ég Don
Cherry og starfaði dálítið með
honum í París og það hjálpaði
mér talsvert, því Þjóðverjar
sýndu engin viðbrögð við þessari
tónlist. Arið 1967 var Alexander
von Schlippenbach falið að gera
músik fyrir Donaueshingen-
tónlistarhátíðina og þá var Globe
Unity Orchestra stofnuð upp úr
kvintetti hans og tríóinu okkar
ásamt nokkrum fleiri gestum. Þá
fór þetta að ganga betur, ég gaf út
fyrstu tríóplötuna á sama ári og
við lékum á nokkrum stærri tón-
listarhátíðum. Um þetta leyti
byrjaði samstarfið við enska tón-
listarmenn, Evan Parker, Paul
Rutherford, Derek Bailey.
Sömuleiðis fórum við að leika
með hollenskum tónlistar-
mönnum, svo sem Han Bennink.
Þannig hófst þetta alþjóðlega
Hollenski trymbillinn Han Bennink leikur á ásláttarhljóðfæri af öllum gerðum og frá öllum heimshlutum.
það var ákveðið umbreytingar-
skeið meðan þeir léku enn lög
eftir djassleikara og sömdu sjálfir
tónlist í þeim anda. Síðan
breyttist þetta smátt og smátt í
það horf að skrifaða efnið varð
óþarft. Það var engin þörf fyrir
skrifaða tónlist lengur. Áherslan
fluttist frá fyrirfram útsettri tón-
list til hópspuna. Nú voru ekki
lengur leikin tilbrigði við þetta
ákveðna stef eða hitt heldur til-
brigði við tilbrigðin sem leikin
voru þegar frá var horfið síðast.
Þetta er flóknari hugmynd um
það hvað tilbrigði eru.
Seinna hófst samstarf við aðra
evrópska tónlistarmenn, hol-
lenska og þýska, svo sem Han
Bennink og Peter Brötzmann.
Það veitti nýjum áhrifum inn í
tónlistina. Tónlistarmennirnir í
London höfðu haft mestan áhuga
á hinu hljómræna, en þeir hol-
lensku og þýsku lögðu oft meira
upp úr látbragði og það þurfti að
eiga sér stað einhver samruni
milli þessara ólíku hugmynda til
þess að menn gætu farið að leika
myndanna sem að baki verkun-
um lágu. Það er sú tækni sem
byggist á því að sniðganga venju-
legan hljóm hljóðfærisins og nota
eingöngu öfgakennd hljóð. En
Parker hefur einnig orðið fyrir
áhrifum frá kóreanskri og japan-
skri tónlist, brasilískri indíána -
tónlist, afrískri trompetmúsík,
skoskri sekkjarpíputónlist svo
eitthvað sé nefnt. Hann hefur
leikið með fjölda þekktra spuna-
og djassleikara, þ.á m. Banda-
ríkjamanninum Ánthony Brax-
ton sem heimsótti okkur á sl. ári.
Fyrsta stórsveitin
Fyrirliði tríósins, Alexander
von Schlippenbach, hóf ungur pí-
anónám í klassískri tónlist og
nam jafnframt tónsmíðar við
tónlistarháskólann í Köln.
Snemma varð hann fyrir áhrifum
frá Thelonious Monk og Bud
Powell, sem hann metur mikils
enn þann dag í dag. Þó var það
Cecil Taylor sem varð aðalfyrir-
mynd Schlippenbachs þegar fram
liðu stundir. Árið 1966 stofnaði
mann og hollenska slagverks-
leikarans Hans Bennink. Þeir
hafa nú leikið saman með hléum í
hátt í tvo áratugi. Lengst af störf-
uðu þeir saman í tríói með belg-
íska píanóleikaranum Fred van
Hove, sem leikur einleik á hátíð-
inni þetta sama kvöld. Brötz-
mann lék líka um tíma með Glo-
be Unity. Þegar hann kom hing-
að árið 1979 komst Vernharður
Linnet svo að orði að „hann væri
svo sannarlega einn fremsti
frjálsdjassleikari álfunnar“.
Hann er tvímælalaust einn af
brautryðjendum frjálsrar djass-
tónlistar í Evrópu og löngu orð-
inn heimsþekktur fyrir ofsafeng-
inn og litríkan saxófónleik. í við-
tali, sem tímaritið Svart á hvítu
tók við Brötzmann, ræddi hann
m.a. um aðstæður til tónlistar-
sköpunar í Þýskalandi þegar ferill
hans hófst:
„Þegar ég var að byrja var
eiginlega enginn vettvangur til
fyrir þessa spunatónlist. Þá starf-
aði ég með Peter Kowald í heima-
bæ mínum. Þá var mjög erfitt að
samstarf. Árið 1969 héldum við
fjölþjóðlega tónlistarhátíð í Berl-
ín sem var nýr valkostur við hina
hefðbundnu „Berliner Jazz
Tage“. Um svipað leyti var
ákveðið að stofna hljómplötufyr-
irtækið Free Music Production,
sem síðan hefur gefið út á annað
hundrað platna.“
Eftir Brötzmann liggja merki-
legar hljóðritanir með Albert
Mangelsdorff og Andrew Cyrille
svo eitthvað sé nefnt. Héðan
kemur Brötzmann frá New York
þar sem hann leikur í Carnegie
Hall í tríói með bassaleikaranum
William Parker (sem starfar með
Cecil Taylor) og slagverksleikar-
anum Milford Graves.
Hamslaus
í leik sínum
Það verður spennandi að heyra
þennan óvenjulega saxófón-
leikara spila með einum virtasta
slagverksleikara sem komið hef-
ur fram í álfunni sl. 20 ár. Han
Bennink vakti fyrst verulega at-
hygli í djassheiminum er hann lék
á síðustu hljómplötu hins fræga
bandaríska saxörónieikara Erics
Dolphy. Á þeim árum, um mið-
bik 7. áratugarins, var Bennink
einn eftirsóttasti djasstrymbill á
meginlandi Evrópu og lék með
mörgum heimsþekktum djass-
leikurum, svo sem Sonny Rol-
lins, Dexter Gordon, Marlon
Brown, Lee Konitz, Ben We-
bster, Don Cherry, Gato Barbi-
eri o.fl. En er frá leið breyttist
stíll hans á mjög afgerandi hátt og
síðan hefur trommuleikur hans
átt lítið skylt við hefðbundnar
hugmyndir um ryþmasveitir.
Bennink, sem leikur á ótrúlegan
fjölda af ásláttarhljóðfærum frá
öllum heimshornum, er hamslaus
í leik sínum og tilkomumikill á
sviði.
Píanóleikur
í austri og vestri
Það hefur varla farið framhjá
djassáhugafólki að víða í austan-
tjaldslöndunum er djasslíf mjög
blómlegt þrátt fyrir að yfirvöld
þar hafi verið mishrifin af því
starfi. En að minnsta kosti hafa
yfirvöld í Austur-Berlín séð á-
stæðu til að styrkja píanóleika-
rann Ulrich Gumpert til fararinn-
ar hingað á hátíðina, sennilega í
fyrsta sinn sem djassleikari
austan járntjalds sækir íslend-
inga heim. Hann leikur hér ein-
leik álaugardagskvöldið. Undan-
farinn áratug hafa töluverð sam-
skipti átt sér stað milli austur-
þýskra og vestui-þýskra frjálsd-
jassleikara. Gumpert, trommu-
leikarinn Gúnther Sommer og
saxófónleikarinn Ludwig Petr-
owsky eru frægastir þeirra
Austur-Þjóðverja sem leikið hafa
á tónleikum og inn á hljómplötur
í Vestur-Þýskalandi. Gumpert
stundaði tónlistarnám bæði í
tónlistarháskólanum í Weimar og
tónlistarháskólanum í Austur-
Berlín, en tónlist hans nú er ekki
kennd í neinum skóla.
Auk Schlippenbachs og
Gumperts koma tveir aðrir
píanóleikarar á hátíðina og þeir
ekki af lakara taginu. Svissneski
píanóleikarinn Irene Schweizer
leikur með kvartett fyrra kvöldið
og leikur einleik það síðara, en
hún hefur fyrir löngu getið sér
frægðarorð fyrir einleik sinn.
Fred van Hove leikur einleik á
föstudagskvöldið. Hann strafaði
lengi í tríói með Peter Brötzmann
og Han Bennink og hefur auk
þess leikið með Marion Brown,
Barre Phillips, Albert Mangels-
dorff o.fl.
Það er óhætt að fullyrða að
djasshátíð þessi er einstæður við-
burður fyrir alla tónlistarunnend-
ur og ber með sér ferskan andblæ
inn í íslenskt tónlistarlíf. Þetta
fólk hefur komið víða við í leit
sinni að nýjum tjáningarleiðum.
Á tónleikunum um næstu helgi
fáum við að heyra í tónlistarfólki
sem hefur skapað sér sérstöðu í
tónlistarheiminum og rutt nýjar
brautir.
Það er hljómplötuútgáfan
Gramm og Ulli Blobel Konzert-
búro í Wuppertal sem unnið hafa
að skipulagningu þessarar hátíð-
ar í rúmt hálft ár í samvinnu við
þýska bókasafnið í Reykjavík, en
Goethe Institut í Þýskalandi, Plo
Helvetia í Sviss og aðrar menn-
ingarstofnanir viðkomandi landa
hafa veitt styrki til hátíðarinnar.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1984
Laugardagur 16. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9