Þjóðviljinn - 16.02.1985, Blaðsíða 12
DÆGURMÁL
Van Morrison
Með tónlist sinni vekur hann upp í manni
tilfinningu fyrir því dósamlega og dularfulla í
tilverunni - A Sense of Wonder
Fyriru.þ.b. ári birtist hérásíðu
dægurmála örstutt grein um
Van Morrison og nýja plötu
hans, hljómleikaplötuna Live
at the Grand Opera House
Belfast. Gafst þá lítið færi til
umfjöllunar um þennan
merkatónlistarmann, en með
tilkomu nýrrar breiðskífu frá
snillingnum verður
Dægurmálasíðan nú helguð
Van Morrison.
George Ivan Morrison fæddist
31. ágúst 1945. Móðir hans var
djass- og blússöngkona og faðir
hans sem var mikill áhugamaður
um tónlist, safnaði djass og
blúsplötum af miklum móð. Ólst
Morrison upp við tónlist Rays
Charles, Leadbellys, Muddys
Waters o.fl. stórsála úr röðum
blússöngvara; í John Lee Hook-
er, Little Walter, Jesse Fuller og
Champion Jack Dupree heyrði
hann á tónleikum í Belfast á ung-
dómsárunum. Van varð snemma
fullfær hljóðfæraleikari, þrettán
ára gamall lék hann á gítar,
munnhörpu og saxófón, í skóla-
hljómsveitum og bílskúrs-
grúppum. Hann hætti í skólanum
fimmtán ára og ákvað að gerast
atvinnutónlistarmaður; stofnaði
hljómsveitina The Monarchs og
ári síðar voru Morrison og félagar
á fullu skriði á hljómleikaferða-
lagi um gervalla Evrópu, einkum
þó í Þýskalandi, léku lög Rays
Charles og fleiri gamalla sálar- og
blússöngvara og aldrei voru áhrif
frá Leadbelly langt undan.
Árið 1963 varð hljómsveitin
Them til. Sú átti eftir að gera
garðinn frægan á heimaslóðum
piltanna í Belfast og óx hróður
Them fljótt og örugglega eftir að
lag á fyrstu smáskífu hljóm-
sveitarinnar, Don’t Start Crying
Now, eldfjörugt, blátt ryþma- og
rokklag (eftir Moore og West),
sló í gegn á írlandi. Önnur smá-
skífa Them innihélt lag Joes Wil-
liam, Baby Please Don’t Go, og
það lag gerði hljómsveitina fræga
í Bretlandi, komst í áttunda sæti
breska vinsældalistans snemma
árs 1965. Þessum vinsældum
fylgdu búferlaflutningar þeirra
frá Belfast til Lundúna þar sem
þeir hittu upptökustjórann Bert
Berns (sem samdi m.a. Twist &
Shout, og frægt varð með Bítlun-
um, og Hang On Sloopy), og áttu
þau kynni eftir að verða víðtæk
fyrir Morrison þegar fram liðu
stundir. Þó svo að snemma hafi
slitnað upp úr Them, léku þeir
saman af og til og gerðu tvær
hljómplötur, þar sem reytingur af
stúdíó-hljóðfæraleikurum kom
saman m.a. Jimmy Page, sem átti
eftir að fara í hljómsveitina Yard-
birds og síðar Led Zeppelin, eins
og allir vita. Plöturnar Them
(’65) og Them Again (’66) inni-
héldu nokkur lög sem urðu geysi-
vinsæl, m.a. komst lagið Here
Comes The Night, sem Berns
hafði samið fyrir Them, upp í
annað sæti breska vinsældar-
listans og í það 24. í Ameríku.
Eitt mergjaðasta lag allra
tíma er lag Morrisons Gloria, sem
að vísu varð aldrei mjög vinsælt í
flutningi Them. Óteljandi sveitir
Van Morrison 1974
hafa flutt þetta lag en vinsælast er
Gloria líklegast í flutningi The
Doors með Jim Morrison í farar-
broddi. Sagan segir, að eitt sinn á
tónleikum í Bandaríkjunum,
(eftir að Van hafði endanlega
sagt skilið við Them ’67), hjá
hljómsveit sem síðar varð J. Geils
Band, þá kallaði söngvari sveitar-
innar, Peter Wolf, á Van Morri-
son, sem sat á meðal áheyranda,
og bað hann að taka lagið Gloria
með þeim. Urðu aðrir áheyrend-
ur fúlir við og búuðu Van niður af
sviðinu. Peter Wolf varð æfur og
öskraði reiður til pípandi fjöldans
og spurði hvort hann þekkti ekki
þennan mann, þetta væri sá sem
samið hefði Iagið.
Þessi saga er dæmigerð fyrir líf
og tónlistarferil Morrison. Það
væri synd að segja að líf hans hafi
verið dans á rósum. Líf alvöru
listamanns er iðulega dæmt til að
vera erfitt og átakasamt, og ber
líf Vans Morrison þess glögg
vitni. En við skulum gera langa
sögu stutta.
Árið 1967 tekur Bert Berns
Morrison undir sinn verndar-
væng og þeir fara til New York,
þar sem lag hins fyrrnefnda,
Bown Eyed Girl, kemst inná
topp tíu í flutningi Morrison, Þeir
fylgdu laginu eftir með þung-
lyndislegri plötu, Blowin Your
Mind, en þó skífan sú hafi verið
vönduð og góð féll hún engan
veginn inní þann létt yfirborðs-
kennda ástar- og friðarmóral sem
sveif yfir amerískum vötnum á
þessum tíma.
Morrison sneri aftur til írlands,
þjáður og þjakaður af þunglyndi.
Þar tók hann til við að semja lög
um barnæsku sína, kynlífið og
dauðann, sköpunarmáttinn og
önnur andans mál. Úr þessu varð
til platan Astral Weeks. Hún var
tekin upp á 48 tímum og er talin
vera ein af tíu mikilvægustu og
merkustu rokkplötum í heimin-
um í dag. Með þeirri plötu
skipaði Morrison sér á bekk með
bestu rokk músíköntum verald-
ar.
Seldist platan fremur dræmt en
fékk víðast hvar frábæra dóma
gagnrýnenda. Það var ekki fyrr
en með plötunni Moondance,
sem kom út ári síðar, 1970, að
fjöldinn fór að taka eftir þessum
frábæra söngvara og að hann
ávann sér stóran hóp aðdáenda.
Aragrúi hljómplatna liggur eftir
Morrison, þ.á.m. His Band And
His Street Choir (’70) en á þeirri
plötu má finna eitt vinsælasta lag
Morrison, Domino, Tupelo Hon-
ey (’71), var tileinkuð konu hans
og innihélt ástarsöngva til henn-
ar, Saint Dominics’ Preview
(’72), Hard Nose the Highway
(’73), Veedon Fleece (’74), en þá
plötu ásamt Astral Weeks og
Tupelo Honey taldi listamaður-
inn sjálfur vera hvað best lukk-
aða af verkum sínum. ’74 kom
svo tvöfalt hljómleikaalbúm, Itá
Too Late To Stop Now, með
hljómsveit er hann nefndi Cale-
donian Soul Orchestra, en þessar
plötur skipa þann veglega sess
enn þann dag í dag, að vera taldar
til bestu hljómleikaplatna sem
komið hafa út. A Period Of
Transition (’77), Wavelength
(’78), In To The Music kom út ári
síðar og Common One árið ’80.
Árið ’81 gaf Morrison út plötuna
... 1984
Beautiful Vision og er hún hrein
gersemi, því svo virðist sem hann
hafi fundið eitthvert jafnvægi hið
innra með sér, en hinar sífelldu
þreifingar listamannsins og leitun
að innri ró og friði í sálartetrinu
hafa sett mjög misjöfn spor á all-
ar hans plötur. Á Beautiful Visi-
on finnast mjög sterk áhrif frá
forn-írskri og keltneskri þjóð-
lagatónlist. 1984 kom svo hljóm-
leikaplatan Live At The Grand
Opera House Belfast, en tónleik-
arnir voru teknir upp ’83 og
undirrituð hefur áður minnst á.
Þessi upptalning á plötum
Vans Mornson segir harla fátt
um sjálfan listamanninn, en svo
sem áhugasamir geta séð þá hefur
maðurinn sent frá sér heilan her-
skara af hljómskífum og þótti
undirritaðri þess vert að minnast
á þær lítillega. Og enn á ný hefur
Morrison glatt hjörtu aðdáenda
sinna með útgáfu nýrrar plötu,
sem ber heitið A Sense Of Wond-
er. Það má eiginlega segja að hún
sé beint framhald frá síðustu
tveim plötum hans, rólegri að
vísu og textarnir bjartsýnni. En
það eru einmitt textarnir sem mér
finnast hreint út sagt frábærir,
Morrison sækir til að mynda texta
frá hinu sígilda skáldi, heimspek-
ingi, myndlistarmanni og rithö-
fundi William Blake, frá The
Price of Experience. Eitt lag á
gamli blúsarinn Mose Allison, If
You Only Knew, og lag Ray
Charles, What Would I Do, má
einnig heyra frá öruggum radd -
böndum Morrison. önnur lög
á Morrison sjálfur og þykja mér
þau hvert öðru betra. Hugljúfir
tónar í instrúmental lagi hans
Evening Meditation geta fengið
hvaða mann til að henda frá sér
stresstöskum og áhyggjum og
slappa af, jafnvel blunda.
Ekki skal ég tíunda frekar
ágæti þessarar plötu, A Sense Of
Wonder ber nafn sitt með rentu
og það væri grátlegt ef áhuga-
samir og tónelskir menn létu
þessa plötu framhjá sér fara. Van
Morrison er einfaldlega einn
besti og hæfileikaríkasti tónlistar-
maður sem uppi hefur verið, og
með stóra, stóra sál.
$
... og f hljómsveitinni Them áriö
1964 (annar frá hægri).
,12 StÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1984