Þjóðviljinn - 22.02.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 22.02.1985, Page 3
FRÉTTIR Sjómenn Hvikumekki frá kröfunum Ahöfnin á Jósef Geir AR einhuga um að útilokað sé að hvikafrá kröfunni um hœkkun á kauptryggingu uppí35 þúsund Tíðindamenn Þjóðviljans hittu fyrir áhöfnina á Jósef Geir ÁR vestur á Grandagarði í gær og var fyrst spurt hvort þeir væru ekki komnir í verkfall. Nei, við á Stokkseyri boðuðum verkfall viku síðar en aðrir og byrjum því ekki fyrr en á sunnudaginn kem- ur, var svarið. Baldur Birgisson skipstjóri sagði að vélin hefði bilað í bátn- um og væri hann kominn í slipp. Frystihús Stokkseyrar sem gerir bátinn út hefur því tekið bát á leigu, Halldóru Jónsdóttur RE og væru þeir að 'gera klárt til að fara með bátinn til Stokkseyrar. Þeir voru spurðir álits á gangi mála í samningunum og sögðu að ljóst væri að mikil harka væri hlaupin í viðræðurnar og ekki myndi það bæta úr skák að olíu- verðshækkuninni væri skellt á í miðjum samningaviðræðum. Að- spurðir hvort lækkun á kostnað- arhlutdeild sjómanna í olíunni myndi geta leyst málið sögðu þeir að sjálfsagt myndi það eitthvað liðka til, en höfuðkrafan, hækk- un á kauptryggingunni væri alger nauðsyn. Stór hluti bátasjó- manna væri mestan part ársins á kauptryggingu, næði ekki hlut. Og að hækka kauptrygginguna uppí 35 þúsund krónur á mánuði fyrir ómælda vinnu væri lágmark- ið. Þeir sögðust standa allir saman heilshugar með sjómönnum sem nú eru komnir í verkfall, við vor- um seinni til en þeir og byrjum í verkfalli á sunnudaginn, sögðu Stokkseyringarnir. Að sögn þeirra eru samningar sjómanna á Stokkseyri aðeins öðruvísi en annarra, þeir fá áhættuþóknun, sem sumir kalla hræðslupeninga vegna þess hve innsiglingin á Stokkseyri er hættuleg, eins og svo oft hefur sýnt sig. -S.dór Baldur Birgisson skipstjóri: Það hefur gengið illa sem af er vertíðinni (Ljósm —eik.). Iðnnemar Borgin Styðja kemara Iðnnemar í Reykjavík lýstu í gær yfir fullum stuðningi við kjarakröfur kennara sinna og segir í ályktun fundar sem þeir efndu til að ef til stöðvunar fram- haldsskólanna kæmi 1. mars nk. væri ábyrgðin alfarið stjórn- valda. Það var Málfundafélag iðn- nema sem efndi í gær til fundar í Iðnskólanum í gær í samráði við skólafélagið. Stefán Ólafur Jóns- son kom á fundinn fyrir hönd menntamálaráðuneytis en auk hans héldu framsögu þeir Kol- beinn Gíslason kennari og Krist- inn Einarsson formaður INSÍ. í ályktun fundarins segir að nemendur krefjist þess að ríkis- valdið gangi strax til samninga við kennara áður en 10.000 ne- mendur í landinu verði sendir út á guð og gaddinn. -v. Mótorskip Rannsókn að Ijúka Rannsókn er langt komin kringum meinta fjárglæfrastarf- semi í fyrirtækinu Mótorskip. Enn er málið í höndum Rannsóknarlögreglu ríkisins en „það fer að styttast í“ að ríkis- saksóknari fái send málskjöl að sögn Hallvarðar Einvarðssonar lögreglustjóra. -m Leiðrétting í frétt sem birtist í Þjóðv. 20. febrúar um firmakeppni í hjóla- stólaakstri slæddist inn sú prent- villa að keppnin yrði haldin 2. mars. Rétt dagsetning er sunnu- daginn 3. mars nk. Biðst blaðið velvirðingar á yfirgangi prentvill- upúkans. Groöinnaö leiöarijósi Stórhýsin við Stangarholt og Suðurgötu samþykkt í borgarstjórn Aborgarstjórnarfundi í gær var samþykkt að leyfa byggingu stórhýsa við Stangarholt og á hornlóðinni við Suðurgötu og Vonarstræti, - að Suðurgötu 7. Fulltrúar allra minnihlutaflokk- anna mótmæltu þessum fram- kvæmdum og var frestunartillaga frá þeim felld. Kristján Bene- diktsson framsóknarmaður sagði um Suðurgötuáætlanir að hér færi fyrir borgarstjórnarmeiri- hlutanum einsog áður .að gróða- sjónarmið réði ríkjum og því væri byggt alltof mikið á lóðunum í gamla bænum. Að auki mæltu Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Sigurður E. Guðmundsson og Sigurjón Pét- ursson gegn Suðurgötuáætlun- um. Húsið væri alltof stórt, nýt- ingarhlutfall miklu hærra en áður hefur verið gert ráð fyrir og að- staða til slökkvistarfs afleit. Fram hafa komið mótmæli frá íbúum næstu húsa enda þarf að aka slök- kvibílum um einkalóðir til að komast að eldi ef upp kemur í framtíðinni. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að áætlanir um byggingarn- ar við Stangarholt og Suðurgötu hefðu verið lengi á ferðinni. Væri hér ekki flanað að neinu. íbúar við Stangarholt sættu sig tiltölu- lega vel við breyttar teikningar að húsunum þar. Ellefu meirihluta- hendur reyndust samþykkar Dá- víð. -m Kærumál Útvarps- rað fær listaí dag Aðstoð Sex fara til Eþíópíu Fjöldi íslendinga við hjálparstörfá vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða krossins Hjálparstarf íslendinga á þurrkasvæðunum í Eþíópíu heldur áfram af fullum krafti og í dag fer sex manna hópur á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar til starfa i fæðugjafarstöðvum í norðurhluta landsins. í hópnum er Þórhallur B. Ólafsson læknir, hjúkrunarkonurnar Bóthildur Sveinsdóttir, Jóhanna Guð- laugsdóttir, Hildur Nílsen og Ragnhildur R Indriðadóttir auk Hreins Skagfjörðs Pálssonar hjálparsveitarmanns. Með hópn- Sigríður Guðmundsdóttir hefur verið við hjálparstörf í Eþíópíu á vegum Rauða krossins og mun hún dvelja ytra til loka marsmánaðar. Myndin er tekin í Bati í N-Eþíópíu. um fer Arni Gunnarsson sem mun halda áfram að skipuleggja hjálparstarfið og þau samvinnu- verkefni sem eru í undirbúningi. fslendingar eru víða starfandi í Eþíópíu. Fjórir hjúkrunarfræð- ingar og tveir hjálparsveitarmenn hafa verið í Vorgesa í norður- hluta landsins, tveir í Massawa og Rauðahafsströnd Eþíópíu við fiskveiðiverkefni, tveir kristni- boðar eru þar starfandi auk þess sem hjúkrunarkona og verkfræð- ingur er starfandi á vegum Rauða krossins. Nú er Hjálparstofnun kirkjunnar að kanna möguleika á aðstoð við boranir eftir vatni og eru væntanlegir tveir fulltrúar frá Eþíópíu til að ræða þau mál við íslenska sérfræðinga. Þess má geta að í Jarðhitaskóla SÞ verða þrír Eþíópar á næsta skólaári. -v. Ég ræddi þetta mál við starfs- menn Sjónvarpsins í dag og það er verið að taka saman lista yfir þingfrétúr Sjónvarpsins þann tíma sem Ingibjörg Hafstað tiltók í bókun sinni, sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í gær þegar Þjóðviljinn innti hann eftir hvað liði þeirri úttekt á þingfrétt- um Sjónvarpsins sem Ingibjörg fór fram á að gerð yrði og sagt var frá í blaðinu í gær. - Ég vonast til að hægt verði að leggja fyrir útvarpsráð á fundi þess í morgun yfirlit yfir þing- fréttir Sjónvarpsins frá því í apríl og maí og frá þingsetningu í haust fram til 9. nóvember. Þetta var tíminn sem Ingibjörg tiltók í bókun sinni. Hún talar um úttekt og það er á valdi útvarpsráðs að ákveða hvers kyns úttekt verður gerð á þessum fréttum, bætti Markús við. Hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins fékk blaðið það staðfest að Ingibjörg hefði mætt til yfir- heyrslu 28. janúar sl. og fengið frest til að skila greinargerð um málið. Sá frestur stendur enn. Gísli Pálsson lögreglumaður sagði að rannsókn málsins stæði enn yfir og vildi ekki tiltaka hve- nær málið yrði sent aftur til ríkis- saksóknara. -ÞH Föstudagur 22. febrúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.