Þjóðviljinn - 22.02.1985, Side 4
LEIÐARI
Linka Alexanders
Húsnæðismálin standa í brennidepli þjóð-
málaumræðunnar um þessar mundir. Hrakleg
frammistaða ríkisstjórnarinnar og svik á loforð-
um hafa gersamlega gengið fram af fólki. Efndir
kosningaloforðanna um 80 prósent húsnæðis-
lán til 42 ára eru hvergi í sjónmáli og sama
gegnir um efndir þeirra orða sem Alexander
Stefánsson, félagsmálaráðherra viðhafði um
síðustu mánaðamót varðandi úrbætur í málefn-
um húsbyggjenda.
Á opnum fundi hjá Félagi ungra Framsóknar-
manna hvaðst hann hafa lagt fyrir ríkisstjórnina
tillögur um sérstaka fjáröflun til að standa
straum af aðstoð við húsbyggjendur í nauðum.
Orðrétt sagði ráðherra: „Hugmynd mín er að
afla fjár til þessarar sérstöku aðstoðar við
þá húsbyggjendur sem standa höllum fæti
með skyldusparnaði félaga og stofnana á
svipaðan hátt og gert var á árunum 1977 og
1978 og gafst vel. Einnig er gert ráð fyrir
hækkun eignaskatts á stærstu eignir“.
Þrátt fyrir loforóin kom ekkert af þessu fram.
Alexander lét ráðherra Sjálfstæðisflokksins og
formann síns eigin flokks, Steingrím Hermanns-
son, brjóta sig á bak aftur. Hann kom engum
tillögum fram um tekjuöflun handa húsbyggj-
endum. Hann lét beygja sig eins og gúmmí-
slöngu og enginn varð var við að hann hefði
uppi nokkurt viðnám. Þetta er þeim mun merki-
legra sem fáir hafa tuðað jafn mikið og Alexand-
er um nauðsyn þess að aðstoða húsbyggjendur
og íbúðakaupendur.
Orð Alexanders Stefánssonar félagsmála-
ráðherra hafa reynst illa stöddum húsbyggjend-
um gersamlega einskis virði. Og það er óvíst
hvort hann verður, með sama áframhaldi, miklu
meira virði fyrir Framsóknarflokkinn þegar
dregur að kosningum. Því miður er ekki hægt
annað en taka undir með leiðarahöfundi Morg-
unblaðsins á miðvikudag, þar sem sagði:
„Staðreynd er, að Alexander Stefánsson,
félagsmálaráðherra, hefur alls ekki haldið á
þessum málaflokki sem skyldi“.
Tillögur Alþýðubandalagsins
Þrátt fyrir dugleysi ríkisstjórnarinnar og
augljóst ráðleysi hennar andspænis húsnæðis-
vandanum, þá er stjórnarandstaðan sem betur
fer ekki jafn rúin úrræðum. Alþýðuflokkurinn
hefur lagt fram gott húsnæðisfrumvarp og fyrir
skömmu lagði Alþýðubandalagið einnig fram
velunnið frumvarp til lausnar vandanum.
Tillögur Alþýðubandalagsins eru í grófum
dráttum þessar:
- Skattur verði heimtur af bönkum, verslun og
stóreignum þannig að næstu fimm árin verði
1400 miljóna aflað árlega handa byggingar-
sjóðunum.
- Þúsund miljónir af þessu fari árlega til ný-
bygginga, en 400 miljónunum sem eftir eru
verði veitt til að létta skuldir húsbyggjenda.
- Jafnframt verði afborganir og vextir ekki
miðaðir við hina svokölluðu ránskjaravísitölu
(lánskjaravísitöluna) heldur þá af byggingar- og
lánskjaravísitölunni sem lægri er hverju sinni.
Þannig væri eyðilögð sú skuldagildra sem mis-
gengi kaupgjalds og framfærslu hefur lagt í leið
húsbyggjenda síðustu árin.
- Þessi tekjuöflun myndi gera kleift að byggja
1000 íbúðir á ári fyrir ungt fólk með 75 prósent
lánum.
- Þetta myndi þýða 500 þúsund króna lán að
meðaltali til þeirra sem hafa byggt eftir 1980.
- Jafnframt færu 300 miljóniráári til húsnæö-
issamvinnufélaga og 300 miljónir á ári til við-
bótar í Verkamannabústaði, þar af 100 miljónir í
leiguíbúðir.
Þessar yfirgripsmiklu tillögur Alþýðubanda-
lagsins myndu leysa flest þau vandamál sem í
dag hrjá þá sem af stórhug hafa ráðist í að reisa
þak yfir höfuð sitt. Ríkisstjórninni hefði auðvitað
verið í lófa lagið að afla tekna með svipuðum
hætti og lagt er til í frumvarpi Alþýðubandalags-
ins. Innan hennar er hins vegar ekki pólitískur
vilji til þess. Hún hefurengin úrræði handa hús-
byggjendum í nauðum.
ös
KUPPT OG SKORHÐ
Geir Hallgrímsson utanríkis-
ráðherra var heldur svona vand-
ræðalegur í viðtali við sjónvarpið
á dögunum um hernaðarfram-
kvæmdir Bandaríkjanna hér á
landi. Ekki svo að skilja að spyrill
væri vondur við Geir. Þvert á
móti - hann fór um hann elsku-
legum silkihönskum. En það var
samt eitthvað að. Það hafði alltaf
verið gengið út frá því, að ekki
yrðu flutt kjarnorkuvopn til ís-
íands. Nú er eins og sú afstaða
hafi gufað upp. Nú er barasta
lögð á það áhersla, að slík vopn
verði ekki hingað flutt nema með
samþykki íslendinga sjálfra.
Það er töluverður munur þar á.
Og skýrir meðal annars, hvers
vegna Sjálfstæðismenn allskonar
verða snakillir hvenær sem
minnst er á hugmynd eins og
kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd. Og segja meðal annars að
hún sé óþörf af því að Norður-
lönd séu kjarnorkuvopnalaus
fyrir.
Tilhneigingar
leppsins
Það er ekki síður athyglisvert í
þessu sambandi, að hver greina-
og dálkahöfundurinn á fætur öðr-
um hefur tekið það fram, að þeir
hafi ekki mikla trú á því, að fs-
lendingar verði í raun og veru
spurðir um tilflutning kjarnorku-
vopna. Iss, segja þeir, hver hald-
iði að fari að spyrja blækur í ís-
lensku ráðuneyti um eitt eða neitt
þegar stríð er ícannski í nánd? Og
þetta eru alls ekki menn sem eru
andvígir herstöð og Nató. Þvert á
móti: þeir fá aldrei nóg af svo
góðu. Þeir eru barasta búnir að
sætta sig við það hlutskipti sem
kemur fram í svofelldum ummæl-
um ritstjóra DV í leiðara í fyrra-
dag:
„Stundum gœtir tilhneigingar
hjá bandarískum herforingjum,
embœttismönnum og einkum þó
herforingjum að líta á banda-
menn sem eins konar leppríki“.
Jónas ritstjóri segir í framhaldi
af þessu, að á íslandi hafni menn
því alfarið að vera leppríki - en
því miður: eins og ótal dæmi
sanna er skammt í þá auðmjúku
afstöðu hjá fjölda áhrifamanna.
Lof sé Arkin
Leiðarinn í DV ber reyndar
mikið lof á höfuðfjandmann
þeirra á Morgunblaðinu, William
Arkin, fyrir:
„að Ijóstra upp um bandarískar
kjarnorkuáœtlanir sem í tíu ár
hafði verið haldið leyndum fyrir
stjórnvöldum þeirra ríkja sem
koma við sögu í ráðagerðum þess-
um... Íþvífelst óviðeigandi fyrir-
litning á bandamönnum Banda-
ríkjanna... Robert Falls, fyrrum
yfirmaður kanadíska hersins, hef-
ur sagt, að það sé siðlaust að gera
áætlanir um notkun annarra
landa í viðkvœmum tilfinninga-
málum á borð við kjarnorkuvopn
án þess að hafa um það samráð“.
Og nú ætlar Geir Hallgríms-
son, eins og komið hefur fram í
fréttum, að komast út úr þessum
leiðindum öllum með því að
senda íslending til starfa hjá
hermálanefnd Nató í Brussel.
Menn eiga væntanlega að trúa
því, að það reynist eitthvað erfið-
ara að skammta honum upplýs-
ingar eða skilning á hermálum en
hingað til heilli varnarmáladeild
og svosem tug utanríkisráðherra
uppi á íslandi.
Ríkir menn
Það var í Morgunblaðinu á
sunnudaginn dálítið spaugileg
samantekt um fjögur hundruð
ríkustu menn Bandaríkjanna,
sem og er skrifuð af þeirri vin-
samlegu andakt sem grípur aðdá-
endur einkaframtaksins þegar
þeir mæta hundruð miljón dollur-
um á tveim fótum eða þaðan af
fleiri núllum. Þar segir til dæmis
frá dæmum af því, hvaða ráð
þetta veslings fólk grípi til í vand-
ræðum sínum ómældum til að
„losna við peninga“ - sumir
kaupa listaverk, aðrir fara út í pó-
litík:
„Prír með Rockefellernafni
hafa verið ríkisstjórar og á ný-
liðnu hausti varði Jay Rockefeller
um 10 miljónum dollara í baráttu
sínafyrir kjöri til öldungadeildar.
Mótframbjóðandi hans hafði ekki
úr eins miklu að spila og Jay náði
kjöri. „Ég borga það sem það
kostar," sagði hann, og er nú
nefndur sem hugsanlegt forseta-
efni demókrata í forsetakosning-
unum 1988. Kosningabarátta er
fjárfrekt fyrirtœki og það er því
ákjósanlegt að vera ríkur ef hún á
að bera árangur“.
How much?
Samantektir af þessu tagi eru
einatt fróðlegar, ekki fyrir það
sem þær segja, heldur það sem
ósagt er látið. Og í þessu sam-
hengi verður það einna merki-
legast, að þeir sem saman taka
efnið eru fullkomlega blindir
fyrir því, að það sé eitthvað at-
hugavert við það pólitíska kerfi
sem gerir þá að stórpólitíkusum
og kannski forsetum sem hafa
efni á að kaupa sér völd: „ég
borga það sem það kostar,“ segir
Rockefellerslektið. Þeim dettur
ekki í hug að í þessu felist einhver
háski fyrir lýðræðið og - þegar
allt kemur til alls - skoðanafrelsi.
Það er jafnan mikið einkenni
hægriblaða að láta sem lýðræði
stafi aldrei nein umtalsverð hætta
af því mikla valdi sem safnast upp
á fáar hendur með miklum auði.
Þau hin sömu blöð leiða það líka
jafnan hjá sér sem best þau geta,
hve beint og sterkt samband er
milli slíks auðvalds og valds yfir
fjölmiðlum, sem á markaðslög-
málum lifa. Meðan Morgunblað-
ið og SUS og það lið allt hamast
við að reyna að koma nýjum út-
varpslögum sem næst bandarísku
ástandi berst einkar merkileg
frétt að vestan um íhaldsmenn,
sem eru óánægðir með þá
gagnrýni sem vart verður í sjón-
varpsstöðinni CBS á Reagan og
stjórn hans. Þessir menn, þing-
menn sumir, hafa fullan hug á að
safna fé til að kaupa meirihlutann
í CBS og losna svo við óþæga
menn. Og vitanlega mun engum
hinna frjálshuga Morgunblaðs-
manna til hugar koma að leggja
út af slíku dæmi meðan þeir ham-
ast sem mest þeir mega við að
sýna fram á það, að íslendingar
séu ófrjáls þjóð og múlbundin
meðan þeir búa við ríkisfjöl-
miðla. ÁB.
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson.
Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörö.
innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Utkeyrsia, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setníng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN , Föstudagur 22. febrúar 1985