Þjóðviljinn - 22.02.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 22.02.1985, Qupperneq 5
Frá setningu Búnaðarþings. Ásgeir Bjarnason í ræðustól. Mynd: -eik Landbúnaður Ekki sofið á verðinum Úr rœðu Ásgeirs Bjarnasonar, formanns B.Í., við setningu Búnaðarþings Við setningu Búnaðarþings flutti formaður stjórnar Búnað- arfélags ísiands; Ásgeir Bjarnason bóndi í Asgarði, at- hyglisverða ræðu. Ekki er unnt að birta ræðuna í heild en hér fara á eftir nokkrir kaflar úr henni. í ljós hefur komið að bændur og fyrirtæki þeirra eiga í miklum fjárhagserfiðleikum. Það er margt samverkandi, sem veldur þessu. Meðal annars hefur breyting sú sem gerð var á lána- málum 1978 sagt til sín, þar sem upp var tekin sú megin regla að veita lán með 100% verðtrygg- ingu og raunvöxtum í stað óverðtryggðra lána með lágum vöxtum áður. Sjálfsagt hefur ráð- stöfun þessi verið ill nauðsyn eins og á stóð. En það sem þurfti að gera í leiðinni var, að lengja láns- tíma og hafa lánin afborgunar- laus fyrstu árin. Þetta á að vera framkvæmanlegt þar sem spari- fjáreigendur hafa nú verðtryggð- ar innistæður á háum vöxtum. Guðinn, sem brást Þá voru með bráðabirgða- ákvæði, er sett var í jarðræktar- lögin 1979, skert framlög til jarð- ræktar og átti það fjármagn, sem þannig sparaðist, að koma bænd- um að notum við að koma á fót nýjum búgreinum, t.d. loðdýra- rækt. Á það hefur skort að við þetta hafi verið staðið, þar sem 77 milj. kr. af þessu fjármagni hafa orðið innlyksa hjá ríkinu. Sam- tímis hefur mótframlag ríkisins til Stofnlánadeildar landbúnaðarins verið skert og á sl. ári nam sú upphæð rúmum 50 milj. kr., enda þótt framlagið sé lögbundið. Stofnlánadeildin hafði til útlána 1984 226 milj. kr. og skiptust lán- in eins og hér greinir: Hefðbundnar búgreinar 33,2%, jarðkaupalán 20,9%, loðdýrabú 17,0%, vinnslustöðv- ar 14,6%, dráttarvélar 7,9%, svína- og alifuglarækt 5,7% og fiskirækt 0,7%. Þess er vert að geta að Framkvæmdastofnun rík- isins veitti kr. 20 milj. að láni til fiskiræktar á sl. ári. Af framansögðu sést að hefð- bundnar búgreinar eru aðeins með 1/3 af lánum deildarinnar og er þar um mikinn samdrátt að ræða á fáum árum. Þótt búfé fækki þá verður samt sem áður að endurnýja byggingar ef allt á ekki að drabbast niður. Ég get hér þessa af því að þær raddir eru háværar sem segja að hætta eigi allri lánafyrirgreiðslu til hefðbundinna búgreina og auka lán til nýbúgreina að sama skapi. í lánveitingum hefur verið reynt að fara hinn gullna meðal- veg. Varasjóður Stofnlánadeildar var í árslok 1984 kr. 270 milj. og hækkaði á árinu um 95 milj. Þá var lausaskuldum 680 bænda breytt í föst lán og skiptast lánin þannig: Bankavaxtabréf 173 milj., peningalán 70 milj., lán vegna vanskila við Stofnlándeild og veðdeild 15 milj., alls 258 milj. kr. Nokkrir bændur eiga eftir að skila gögnum varðandi lánsum- sóknir sínar og fá þeir lán þegar gögnin koma og vitað er hvað þeim ber að fá mikla lánafyrir- greiðslu. Lífeyrissjóður bænda Hann starfaði samkv. tvennum lögum á sl. ári og olli það ýmsum vandkvæðum. Sem kunnugt er þá var ein aðalbreyting lífeyrissjóðs- laganna í því fólgin að nú öðlast hjón og sambúðarfólk hvort sinn lífeyrisrétt og greiða því iðgjöld hvort í sínu lagi nema þau óski annars. Á þessu ári er fyrirhugað að sjóðurinn láni 162 milj. kr., sem er 40% hærra en í fyrra. Bústofnslán hækka á þessu ári meira til loðdýrabúa en annarra búgreina. Lánað verður mest út á 50 refa- og tilsvarandi minkalæð- ur hjá byrjendum. Bjargráðasjóður endurlánaði harðindalán til kartöflubænda, kr. 27 milj., og vegna fóðurkaupa 3,5 milj. Þá tók sjóðurinn upp nýjar reglur um fyrirgreiðslu úr Búnaðardeild. Lánveitingum var hætt en veittur 60% styrkur af hverju tjóni, mínus 25.000 kr. samkvæmt þessari reglu. Fær tjónþoli enga fyrirgreiðslu vegna tjóns, sem er undir 43 þús. kr.. Margt er óráðið með framtíð Bjargráðasjóðs vegna þess að fjárveitingar til hans hafa að mestu verið felldar niður. Skipulagning búvöru- framleiðslunnar Skipulagning búvörufram- leiðslunnar, sem tekin var upp 1979, hefur að mínu viti tekist vonum framar, ekki síst þegar haft er í huga að þeir voru ekki margir, sem við því voru búnir að breyta um stefnu, hvorki bænd- ur, sölufélög þeirra, ráðunautar, bændaskólar né búvísindadeild. Þessi mál þurftu því nokkurn að- lögunartíma en þó er árangur á þeim 6 árum sem liðin eru frá lagasetningunni mikill, þegar litið er á aðstæður allar. 15% samdráttur í mjólkurframleiðslu og 20% í kindakjötsframleiðslu er ekki lítill þegar á það er horft samhliða því að nýjar búgreinar hafa eflst og aukist. Þekking manna og reynsla er miklu meiri nú en áður. Menn eru betur undir framtíðina búnir, bæði í skipul- agningu á framleiðslu og í leiðbeiningum í nýjum búgrein- um. Þetta er staðreynd. En það er margs að gæta í skipulagningu búvöruframleiðslu svo að byggðaröskun verði sem minnst. Áfskekktari byggðir geta ekki haldist áfram í byggð án þess að þar sé megin greinin sauðfjár- rækt og sums staðar mjólkurframleiðsla einnig. Víða hagar þannig til á þessum svæð- um, að þar er loðdýrarækt útilok- uð. Samdráttur í framleiðslu kindakjöts verður því að tengjast betur en er nýbúgreinum og sama máli gegnir allvíða með mjólkurf- ramleiðslu. Þessi sjónarmið þarf að virða í verki ef við meinum það að byggðaröskun verði sem minnst. Það er rætt um sambandsleysi milli Stéttarsambands bænda og ráðunautaþjónustu Búnaðarfé- lags íslands og búnaðarsamband- anna. Mér er ekki kunnugt um að það sé sambandsleysi þar á milli, öðru nær. Þar ræðast menn við og leitast við að leysa vandamálin eins og þekking og aðstæður best leyfa. Af gefnu tilefni tek ég þetta fram, því hafa skal það, sem sannara reynist. Heildarverðmæti 4,6 miljarðar Landbúnaðurinn hefur nú sem fyrr miklu hlutverki að gegna fyrir land og þjóð. Heildarverð- mæti hans verðlagsárið 1983-’84 var talið vera 4,6 miljarðar. Langmestur hluti framleiðslunn- ar fer til innanlandsneyslu og sparar því mikinn gjaldeyri en í vaxandi mæli eru unnar vörur úr ull og skinnum og nemur útflutn- ingur þeirra á sl. ári sem næst 1,2 miljörðum kr. og fer vaxandi. Ánnar útflutningur landbún- aðarvara var kr. 441,5 milj. Framhald á bls. 6 UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON Föstudagur 22. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.