Þjóðviljinn - 22.02.1985, Qupperneq 8
GLÆTAN
Af hverju er Ungfrúin í rusli?
Lífið er lygi og blekking...
Ljósm. Gísli hirðljósmyndari MS.
að vera í stjórnmálaflokki að vera
í leiklist, við tölum ekki um ann-
að. Skólafélagarnir segja að við
séum á einkaflippi, það er ekkert
skrýtið. Við leggjum í uppsetn-
inguna brjálæðislega vinnu, okk-
ur dreymir um leikritið og það er
komið á sálina í okkur. En allt
þetta er þess virði og vel það. Við
kvíðum hálfpartinn fyrir þegar
þetta er búið. Pá kemur yfir
mann tómleikatilfinning, það
vantar eitthvað. Allt verður til-
gangslaust, þetta góða samband
sem hefur myndast leysist upp,
við tvístrumst.
- En nóg um það, hvað sýning-
una varðar vantar ennþá herslu-
muninn. Við erum búin að gera
plaggat, Hermína Dóra Ólafs-
dóttir og Björn Jónsson teiknuðu
það, og prógrammið er í prentun.
Við þurfum að setja upp ljósin en
eftir nokkur rennsli eða æfingar
verður þetta komið, við erum á
miljón núna við að fá þetta til að
falla hvað að öðru“.
Sýningin er öllum opin og nem-
endur framhaldsskóla fá afslátt.
Við reiknum með um 14 sýning-
um. Undanfarin ár hefur þetta
gengið mjög vel og við þurft að
bæta við sýningum. Það komast
um 7o manns á hverja sýninngu,
við viljum ekki troða inn fólki
þannig að þeir sem fjærst sitja
heyra ekki neitt og njóta ekki
sýningarinnar. Þetta er svo
magnað verk, ætli við verðum
bara ekki með sýningar fram á
vor?„ —aró
Gamall maður og ungur stúdent.
Framhald af bls. 7
inu í geymslu. Við höfum alltaf
verið í húsnæðishraki. Það er
eiginlega hvergi pláss fyrir okkur.
Sem betur fer koma sumir kenn-
arar á móts við okkur í náminu
því þetta er tómstundastarf og al-
veg utnvið námið. Þó er þetta
inná leiklistarsviði en öll vinnan
við uppsetningu er ekki metin
sem einingar í námi. Það er synd
því þetta kemur óneitanlega nið-
ur á náminu. Við erum að æfa öll
kvöld og allar helgar. Þetta krefst
ótakmarkaðrar vinnu og
leikstjórinn hún Hlín er ströng,
enda gengi þetta ekki öðruvísi.
Leikstjórinn leggur líf sitt og sál í
þetta og gengur á undan með
góðu fordæmi".
Þroskandi
og tímafrekt
Af hverju við erum að þessu?
Við bara fáum svo mikla ánægju
útúr þessu, þetta er þroskandi,
við kynnumst fullt að fólki, kynn-
umst leiklistinni almennt og fáum
innsýn í svo margt. Bæði aðra
hluti og aðra nemendur. Við
kynnumst stússinu í kringum
leiksýningar, lærum að bjarga
okkur sjálf og það er meinholt. í
hópnum lærum við að aðlagast
hvert öðru, taka tillit til annarra.
Það sem er skemmtilegt núna er
að það er nóg af karlmönnum í
leiklistinni. Við höfum alltaf átt í
erfiðleikum með þá hingaðtil og
reynt að króa þá af og múta þeim.
En nú hefur átt sér stað hugarf-
arsbreyting og þeir streyma að af
sjálfsdáðum.
Leiklistarfélagið Talía er gam-
alt og datt niður í nokkur ár en
hefur verið á stöðugri uppleið
síðustu árin. Við þökkum það
meðal annars ieikstjóranum okk-
ar, hún kom með kraftinn. Undir
hennar stjórn setti leiklistarhóp-
urinn upp Galdra-Loft ’83 og Að-
laðandi er veröldin ánœgð í fyrra
en það leikrit skrifaði Anton
Helgi sérstaklega fyrir okkur.
Leiklistarfélagið er líka með upp-
ákomur í lok námskeiðsins á hau-
stönn, bæði ljóðakvöld og
draugakvöld.
Þó stöndum við að vissu leyti
utan við skólalífið. Það.er eins og
Erum við dáin eða lifandi?
Vinsældalistar Þjóðviljans
Fellahellir ( 1) 1. Forever Young - Alphaville ( -) 2. 1 know Him so well - Elain Page og Barbara Dickson ( -) 3. One Nigh in Bangkok - Murray Head ( -) 4. Method ofModern Love-Hall & Oates ( —) 5. Sounds like a Melody - Alphaville ( -) 6. Invlsible - Alison Moyet ( -) 7. Suger Don’t Bite - Sam Harris ( 5) 8. Power of Love -Frankie Goes To Hollywood ( -) 9. Don’t Look Any Further - Dennis Edwards ( -) 10. Neutron Dance - Pointer Sisters. Rás 2 ( 1) 1. Moment of truth - Survivor ( 3) 2. Safe a Prayer - Duran Duran ( -) 3. Love and Pride - King ( 2) 4.1 want to know what love is—Foreigner (4) 5. Everything she wants — Wham! ( 9) 6. Shode -Tears and fears ( 5) 7. Forever young - Alphaville ( 7) 8. We belong - Pat Benatar ( 6) 9. Búkalu - Stuðmenn (10) 10. Easy lover- Philip Bailey/Phil Collins Grammió ( 1) 1. Hateful of Hollow - Smiths ( 2) 2. Treasure -Coucteau Twins ( 4) 3. Pop- Tones On Tail ( -) 4. Dreamtime - Cult ( -) 5. Aura- King Sunny Adé and African Beats. ( 3) 6. The Walking Hours - Dali’s Car ( -) 7. It’s My Life - Talk Talk ( 8) 8. The Wonderful and Frightening World of the Fall - Fall (10) 9. Lili Marlene - Das Kapital ( 7) 10. Zoolook - Jean Michel Jarre