Þjóðviljinn - 22.02.1985, Side 9
GLÆTAN
Fer Frankie til Hollywood?
f heilt ár réði hljómsveitin Fra-
nkie Goes to Hollywood lögum
og lofum í poppheimi Bretlands
með lögunum „Relax" og „Two
Tribes“. Þá höfðu þeir ekki gefið
út stóra plötu en þegar hún loks-
ins kom var hún tvöföld og hét
„Welcome To The Pleasure
Dome“. Umslag plötunnar vakti
mikið umtal, þótti sérstætt og allt
að því ósiðlegt. Þetta var ekki í
fyrsta skipti sem þeir félagar í
Frankie voru umdeildir. Þeir
höfðu þá getið sér orð fyrir opin-
skáan texta í „Relax“ og ein-
dregna pólitíska afstöðu í „Two
Tribes“. Aðalsöngvari hljóm-
sveitarinnar Holly Johnson, sem
er ljúfur í viðmóti og fyndinn,
svarar því til að það hafí aldrei
verið meining þeirra að móðga
neinn.
Framabraut félaganna í Fra-
nkie Goes To Hollywood hefur
verið eins og gerist og gengur.
Hljómsveitin stökk ekki al-
sköpuð út úr höfði forráðamanna
ZTT plötuútgáfunnar. Dúettinn
Johnson og Paul Rutherford hef-
ur þekkst í tíu ár og spilað saman í
fjölda hljómsveita á þeim tíma.
1982 léku þeir Johnson, Ruther-
ford, Brian Nash, Mark O’Toole
og Peter Gill á hinum og þessum
næturklúbbum. „Við spiluðum
ekta norðlenska næturklúb'ba-
músík“, segir Johnson, „í Liverp-
ool, Coventry og Leeds. Við
komum fram í sjónvarpsþætti
(sem heitir „The Tube“) og spil-
uðum lagið „Relax“. Á þessum
tíma vorum við að leita að samn-
ingi við plötuútgefendur en hafði
ekkert orðið ágengt. Þegar Tre-
vor Horn, framkvæmdastjóri
ZTT plötuútgáfunnar, sá okkur
sagði hann við aðstoðarmann
sinn Paul Morely: „Náðu í þessa
hljómsveit fyrir mig“. Síðan eru
liðin rúm tvö ár“. Trevor Horn
hefur verið þakkaður skjótur
frami hljómsveitarinnar en John-
son neitar því alfarið. „Ef fólk
þekkti Trevor eða Paul kæmist
það fljótt að raun um að þeir eru
ekki færir um að gera fólk að
leikbrúðum. Þeir eru góðir í sínu
starfi en það felst ekki í að kippa í
spotta".
Að sigra heiminn
Johnson þvertekur líka fyrir
það að frægðin sé að þakka um-
tali í fjölmiðlum. Hann segist
ekki hafa mikið álit á skríbentum
rokkblaða. „Ef þú ert að byrja
geta rokkblöðin hreinlega drepið
þig niður með óheiðarlegum
Skagaströnd?
Guðmundur og Ágúst frá Skagaströnd.
Við erum hér tveir strákar frá
Skagaströnd og erum í starfs-
kynningu á Þjóðviljanum. Við
vorum beðnir um að skrifa
eitthvað um Skagaströnd. Hér
kemur það:
Eins og flestir vita (eða allir),
er maður einn á Skagaströnd sem
skemmtir alþjóð með svokölluð-
um Kántrísöngvum. Heitir hann
Hallbjörn Hjartarson og er
stundum nefndur Hallbjörn
kántrý.
Eftir að hann gaf út fyrstu
plötuna setti hann á stofn veit-
ingahús sem heitir Kántríbær.
Þar geta þreyttir og óþreyttir
ferðamenn komið og bragðað á
ýmsum vestrænum réttum eins og
slappa kúrekanum og rétti gresj-
unnar. Hefur þetta hleypt miklu
lífi í áður tilbreytingarlaust líf
Skagastrandarbúa. Ber þar hæst
að nefna Kántrýhátíðina sem
haldin var síðastliðið sumar, og
þangað komu margir ferðalangar
til að skemmta sér. Komu á stað-
inn kvikmyndamenn og mynd-
uðu þeir það sem gerðist á staðn-
um. Var þessi mynd sýnd núna
síðastliðið haust.
En fyrir utan þetta er lítið um
að vera á Skagaströnd nema fá-
eina daga á ári, þegar það er bíó
og svoleiðis. Það mætti bæta
þetta mikið, að okkar áliti.
Nú segjum við þessu lokið.
P.S. Sjáumst á næstu Kántrý-
hátíð.
Guðmundur Oddson
og Ágúst Ómarsson.
Hér er f jörið
Föstudagur 22. febrúar
Ársel: Diskótek kl. 8-11.30
Bústaðir: Diskótek kl. 8-12
Fellahellir: Diskótek kl. 8-12
Tónabær: Diskótek kl. 8-11
Þróttheimar: Diskótek kl. 8-12
Laugardagur 23. febrúar
Agnarögn: Diskótek kl. 9-1
Traffic: Diskótek föstudags- og laugardagskvöld kl. 10-3
Skátafélagið Hraunbúar í Hafnarfirði heldur upp á 60 ára af-
mæli sitt með blysför oa kvöldvöku í Víðistaðaskóla í dag,
föstudaginn 22. febrúar. Á laugardagskvöld verður ball í Æsku-
lýðsheimili Hafnarfjarðar kl. 9-1. Veislunni lýkur á sunnudag
24. febrúar með kaffidrykkju í íþróttahúsi Hafnarfjarðar.
umskrifum. Ég er ekki viss um að
þeir geri sér grein fyrir ábyrgð-
inni sem á þeim hvílir". En er það
ekki rétt að hljómsveitin Frankie
Goes To Hollywood hafi að ein-
hverju leyti notið góðs af þeim
skrifum sem Johnson fordæmir?
„Ég man ekki til þess að hafa
nokkurn tíma lesið greinar um
okkur, ég þori það ekki, er of
viðkvæmur til þess“, er svar Jo-
hnsons.
Næsti áfangi á frambraut þess-
arar óvenjulegu hljómsveitar
(hverjir aðrir gætu leikið lög eftir
Bruce Springsteen og Burt Bac-
harach á sömu plötu) er að sigra
Nýja heiminn. Sú sigurför byrj-
aði ágætlega því miðar á fyrstu
tónleika þeirra í Bandaríkjunum
og Kanada seldust upp á svip-
stundu. Þeir gerðu líka nafn
hljómsveitarinnar að spádómi
sem rættist með því að koma fram
í kvikmynd eftir Brian De Palma.
Myndin heitir „Body Doble“ og
þeir félagar léku hljómsveit sem
spilar lagið „Relax“. Og hvernig
var svo þessi fræga Hollywood?
Er Hollywood eitthvað í líkingu
við þá mynd sem birtist á forsíðu
tímarits af Frank Sinatra að stíga
út úr flugvél? Sú forsíðumynd er
einmitt kveikjan að nafni hljóm-
sveitarinnar. „f mínum augum er
Hollywood aðeins hugmynd. Það
er staðurinn þar sem Marilyn
Monroe og Montgomery Clift
búa. Hollywood er Helheimar“,
er svar Johnson. Mun hljóm-
sveitin Frankie Goes To Holly-
wood leggja Bandaríkin að fótum
sér, eru tónlistarunnendur þar til-
búnir til að taka á móti Frankie?
Þeirri spumingu svarar Johnson
með uppgerðar- eða alvöru
skeytingarleysi: „Ég veit það
ekki og mér er líka alveg sama. Ef
þeir hafa engan smekk er það
þeirra vandamál og ekki mitt“.
Þýtt og endursagt,
aró.
ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 9