Þjóðviljinn - 22.02.1985, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 22.02.1985, Qupperneq 10
SKÁK SPENNA OG FJÖR Larsen er hreint óstöðvandi á afmælisskákmótinu. Mikill fjöldi manna var mættur á Afmælismót Skáksambandsins á Loftleiðahótelinu í gærkvöldi. Fullyrða má að áhorfendur hafi fengið heilmikið fyrir snúð sinn því að mikil spenna og fjör var ríkjandi. Það voru einkum tvær skákir sem héldu þessu fjöri uppi, annars vegar viðureign Karls Þorsteins og Van der Wiel og hins vegar skák Margeirs og Jóns L. Van der Wiel beitti kóngs- indverskri vörn gegn Karli. í 12. leik fórnaði hann manni fyrir tvö peð og fékk mikið spil í staðinn. Staðan var mjög vandtefld og Karl eyddi miklum tíma. Eftir gífurlegt tímahrak Karls kom upp staða þar sem andstæðingur hans hafði aðeins eitt peð upp í mann- inn. Hins vegar hafði honum tek- ist að koma frípeðum sínum upp á 2. og 3. línu. Skákin fór í bið og er biðstaðan erfið hjá Karli. Skák Margeirs og Jóns L. var stórskemmtileg á að horfa. Jón L. beitti drottningar-indverskri vörn. Margeir, sem hafði hvítt, tefldi byrjunina ónákvæmt og varð á eftir í liðsskipan. Hann tók þá á það ráð að fórna manni fyrir peð og fékk einhver færi í stað- inn. En í framhaldinu gerðust undarlegir hlutir. Jón fórnaði hrók fyrir kóngssókn og virtist það líta vel út í fyrstu. En eftir tímahrak og miklar flækjur var komin upp staða þar sem Margeir hafði tvö peð yfir í hróksenda- tafli! Skákin fór í bið. Ef Margeir vinnur biðskákina eru mögu- leikar hans á áfanga að stór- meistaratitli ennþá fyrir hendi. Larsen vann snemma peð eftir Semi-Tarrasch-vörn Jusupovs og virtist staðráðinn í því að auka enn forskot sitt í mótinu. Upp kom biskupaendatafl þar sem Larsen hafði frípeð á a-línunni og gerði það út um skákina. Fátt virtist geta stöðvað Larsen en ekki er hægt að segja að Jusupov hafi teflt þessa skák vel. Byrjunin hjá Jóhanni og Spas- sky var Katalan. Sá síðarnefndi meðhöndlaði svörtu stöðuna á fremur óvenjulegan máta og náði frumkvæðinu eftir byrjunina. Spassky ætlaði sér greinilega sigur og æddi með peðin áfram á kóngsvængnum. Honum tókst þannig að sprengja upp kóngs- stöðu hvíts og varð Jóhann að gefast upp þegar mátið blasti við. Áreynslulaus sigur hjá Spassky. Jóhann hefur ekki fundið sjálf- an sig í þessu móti en þó er ekki ástæða til að örvænta; allir eiga jú sín slæmu mót. Katalan-byrjun varð einnig uppi á teningnum hjá Helga og Hort. Helgi hafði hvítt og tókst að skapa sér frípeð á d-línunni. Hort heppnaðist hins vegar að skorða frípeðið og eftir að hann þvingaði fram mislita biskupa með peðsfórn var jafntefli samið. Hansen og Guðmundur tefldu drottningar-indverska vörn. Hansen fékk rýmri stöðu út úr byrjuninni en náði þó aldrei hættulegu frumkvæði. Skákin fór í bið og hefur Hansen ennþá ör- lítið betra tafl. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Van der Wiel Kóngs-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 Van der Wiel velur kóngs-indverska vörn enda hentar hún áhættuskákstfl hans vel. 3. Rf3 Bg7 4. g3 0-0 5. Bg2 d6 6. 0-0 Rc6 Panno-afbrigðið. Það hefur mikið verið teflt á síðustu árum. „Gamla“ leiðin er 6. - Rbd7 ásamt e5. 7. Rc3 a6 8. h3 Hb8 Svartur undirbýr framrásina b7 - b5. 9. e4 b5 10. eS Þetta er hvassast. Annað framhald er 10. cxb5 axb5 11. Hel o.s.frv. 10. - Rfd7 11. cxb5 axb5 12. Rg5 Rxd4!? Algengara er 12. - dxe5 13. Bxc6 exd4 14. Rxb5 Hb6! með flóknu tafli. 13. Dxd4 Rxe5 14. Dh4 h6 15. Rf3 Rxf3+ 16. Bxf3 64 17. Re4 g5 18. Dh5 Bf5 Hótar 19. - Bg6 ásamt 20. - f5 og drottningin lokast inni. 19. Bg2 d5 20. Hdl e6 21. f4 Bg6 22. De2 De8 23. RÍ2 Db5 24. Dxb5 Hxb5 Þótt hvítur hafi komist út í endatafl er staðan enn tvísýn vegna þess. hve svörtu miðborðspeðin eru sterk. 25. Bfl Ha5 26. Bd3 Bxd3 27. Rxd3 c5 28. fxg5? Þetta hefði Karl betur látið ógert. Nú verður hvíta staðan erfið. Betra er28. Re5 með óljósu tafli. 28. - b3! 29. Bd2 Hxa2 30. Hxa2 bxa2 31. gxh6 Bd4+ 32. Kfl Karl er í miklu tímahraki og næstu leikir eru tefldir með leifturhraða. Svörtu miðborðspeðin rúlla nú áfram. 32. - c4 33. Rb4 Bxb2 34. Rxa2 Ha8 35. Rc3 d4 36. Re4 c3 37. Bf4 c2 38. Hel d3 39. Rc5 Ha3 40. Bd2 Bc3 41. Re4 Bxd2 42. Rxd2 Ha5! Hér fór skákin í bið og er hvíta staðan erfið. Svartur hótar 43. - He5! ásamt 44. - He2. Úrslit í 8. umferð: Larsen - Jusupov: 1-0 Karl - Van der Wiel: bið Helgi - Hort: Vz-Vi Margeir - Jón L.: bið Hansen - Guðmundur: bið Jóhann - Spassky: 0—1 Úrslit biðskáka úr 7. umferð: Jusupov - Spassky: V2-V2 Hort - Kari: V2-V2 Hansen - Jóhann: Vi-Vl2 Margrét Geir Rísum gegn ránskjörum - Lyftum lífekjöninum á ný Opnir fundir þingmanna Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördœmi Hafnarfjörður fimmtudaginn 28. febrúar Þingflokkur Alþýðubandalagsins heldur opinn fund í Hafnarfjarðarbíói kl. 20.30, fimmtu- daginn 28. febrúar. Fundarstjórar: Hilmar Ingólfsson formaður kjör- dæmisráðs og Magnús Jón Árnason bæjarfull- trúi. Þingmennirnir Garðar Sigurðsson, Geir Gunn- arsson, Guðrún Helgadóttir, Guðmundur J. Guð- mundsson, Helgi Seljan, HjörleifurGuttormsson, Ragnar Arnalds, Skúli Alexandersson, Stein- grímur J.. Sigfússon, Svavar Gestsson og Elsa Kristjánsdóttir varaþingmaður sitja fyrir svörum. Tvö stutt framsöguávörp. - Fyrirspurnir. - Lokaorð. Guðrún Helgi Þingmenn Alþýðubandalagsins og varaþingmenn halda opna fundi í: Garðabæ mánudaginn 4. mars. Keflavík þriðjudaginn 5. mars. Kópavogi miðvikudaginn 6. mars. Mosfellssveit fimmtudaginni7. mars. Grindavík fimmtudaginn 7. mars. Magnús Jón Hilmar Ragnar Garðar Guðmundur J. Svavar Guðrún Elsa Skúli Hjörleifur 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.