Þjóðviljinn - 22.02.1985, Page 20
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
HIÚÐVIUINN
Föstudagur 22. febrúar 1985 44. tölublað 50. örgangur
Byggung
Tóku lóðimar sjálfir
Forystumenn Byggungs úthlutuðu sjálfum sérfjórum einbýlishúsalóðum við Seilugranda á
sínumtíma. Þorvaldur Mawby: Þessar lóðir voruhálfgerð olnbogabörn
Einbýlishúsin sem Byggung er aö reisa við Seilugranda verða fullsmíðuð í sumar. „Olnbogabörn", segir framkvæmdastjórinn sem sjálfur á eitt þeirra.
Mynd: eik.
Fiskmat
Leyfislaus saltfiskur
SÍF skilaði ekki matsgögnum -fékk ekki vottorð hjá
Ríkismatinu. Saltfiskreglugerð enn ósamin
Við Seilugranda hafa í nokkur
ár verið í byggingu 4 einbýlis-
hús á vegum Byggung. Þessar lóð-
ir voru aldrei auglýstar meðal fé-
lagsmanna, heldur úthlutað af
stjórn til tveggja stjórnarmanna
og tveggja stofnfélaga.
„Nei, það held ég ekki,“ svar-
aði Þorvaldur Mawby fram-
kvæmdastjóri Byggungs í gær,
aðspurður hvort lóðirnar hafi
verið auglýstar til úthlutunar á
sínum tíma. Þorvaldur er einn
þeirra sem er að byggja við
Seilugranda ásamt þeim Arna Þ.
Árnasyni stjórnarmanni og
stofnfélögunum Hjörleifi Kvaran
og Jóni G. Kristjánssyni.
„Þessar framkvæmdir hafa
dregist á langinn. Það var byrjað
á þessu árið 1981 og stóð til að
klára árið 1983 en við stefnum að
því að klára húsin í sumar,“ sagði
Þorvaldur.
Upphaflega var gert ráð fyrir 6
einbýlishúsum á skikanum sem
Byggung byggir á við Seilugranda
en tvö hús féllu út þar sem þau
voru teiknuð ofan á skólplögn.
Þessi skiki var hluti af lóð sem
Byggung keypti á sínum tíma af
Hafskip fyrir fjölbýlishús. „Þetta
urðu svona hálfgerð olnbogabörn
þarna,“ sagði Þorvaldur. Hann
sagði að þetta mál hefði verið
rætt á aðalfundi Byggung á sínum
tíma og þá gagnrýnt að þessi
húsasmíði myndi hugsanlega
tefja aðrar framkvæmdir félags-
ins en raunin hefði orðið önnur.
Smíði einbýlishúsanna hefði
dregist á langinn.
-Ig-
Kappræða
um bjór?
Stórstúka íslands hefur sent út-
varpsráði bréf þar sem hún krefst
þess að kappræður um áfengis-
bölið fái að fara fram í sjónvarps-
sal á milli stúkumanna og flutn-
ingsmanna bjórfrumvarps á Al-
þingi. Stjórnandi verði Ómar
Ragnarsson fréttamaður en'frá
Stórstúku íslands mæti Hilmar
Jónsson og sr. Björn Jónsson en
frá bjórfrumvarpsmönnum þeir
Jón Baldvin Hannibalsson og Jón
Magnússon. Útvarpsráð hefur
málið til athugunar.
Eftir hádegisfund samninga-
nefndar ríkisins og fulltrúa úr
Launamálaráði BHM í gær virðist
Ijóst að samninganefndin ætlar
sér ekki að semja við kennara
fyrren öll BHM-félögin hafa
mótað kröfur sínar og hafið
samningaviðræður. Að sögn
Birgis Björns Sigurjónssonar hjá
BHM munu sérkjarasamningar
annarra félaga en framhalds-
skólakennara varla hefjast fyrren
r
Utflutningsvottorð til saltflsk-
útflytjenda lágu óundirrituð
hjá Ríkismati sjávarafurða yfir
hclgina vegna misklíðar um hver
gögn SIF-menn skyldu leggja
fram; þeir munu hafa viljað
undirritun án þess að lcggja fram
matspappíra. Málið kom til kasta
sjávarútvegsráðuneytisins og var
málamiðlunin sú að vottorð feng-
ust gegn loforði um tilskilin gögn
síðar.
„Samkomulagið sem við gerð-
um við Ríkismatið var þannig,“
sagði Sigurður Haraldsson skrif-
um miðja næstu viku. „Við teljum
vinnubrögð samninganefndar-
innar furðuleg" sagði varafor-
maður HÍK, Gunnlaugur Ást-
geirsson við Þjóðviljann í gær.
Kennararnir lögðu kröfur sínar
fram á fundi á þriðjudag og hafa
ekki fengið önnur viðbrögð frá
samninganefndinni en að kröf-
urnar geti ekki orðið grundvöllur
umræðu. Uppsagnir framhalds-
skólakennara taka gildi 1. mars.
stofustjóri SÍF, „að við leggjum
fram öll þau gögn sem ráðuneytið
ætlast til að við leggjum fram.“
Hjá ríkismatinu hafa menn áður
gefið út vottorð án þess að
matsgögn fylgdu umsókn, en nú
vildu þeir „leggja áherslu á þessi
mál“ að sögn Njáls Mýrdals og
töfðust því vottorðin þangaðtil
SÍF kom ráðuneytinu í málið.
Samkvæmt nýlegum lögum
hafa framleiðendur umsjón með
ýmsu matsstarfi sem áður var í
höndum Ríkismatsins. Hinsveg-
ar er enn ósamin reglugerð um
- Næsti samningafundur hefur
ekki verið boðaður, sagði Gunn-
laugur, og samninganefndin virð-
ist ætla sér að semja við öll BHM-
félögin í einu. Samninganefndin
hefur ekki sett fram neinn nýjan
umræðugrundvöll og sýnir þann-
ig engan vilja til að hraða samn-
ingaviðræðum við okkur. Þannig
er öllu skólahaldi í marsmánuði
stefnt í hættu.
Þetta er furðulegt miðað við yf-
saltfiskmat og málsmeðferð um
það því „í lausu lofti“ einsog Ein-
ar Jóhannesson forstöðumaður
Ríkismatsins komst að orði.
„Þetta er erfitt tímabil og kannski
hætt við misskilningi meðan
reglugerðin er ókomin,“ sagði
Jón Arnalds ráðuneytisstjóri um
saltfiskmálin.
Heimildir Þjóðviljans herma
að misklíð SÍF og ríkismatsins
hafi verið borin undir lagapró-
fessor og álit hans verið sam-
hljóða skoðunum ríkismats-
manna. - m
irlýsingar ráðherranna, sagði
Gunnlaugur. „Sé samninga-
nefndin að vinna eftir fyrirmæl-
um frá yfirmönnum sínum er ljóst
að ábyrgðin er stjórnvalda.
Kennarar hafa eindregið stefnt
að því að ná samkomulagi fyrir
fyrsta mars.“
Menntamálaráðherra og að-
stoðarmaður hans voru á fundum
í gær og tóku ekki síma.
-m
Amundamálið
Gerði upp
við HSÍ
í gær
Jón Baldvin gekk í
málið og lét rótara
sinn Amunda
Ámundason gera upp
reikninga við Hand-
knattleikssambandið
Gjaldkeri HSÍ, Þórður Sig-
urðsson kom að máli við Þjóðvilj-
ann í gær og sagði að á fundi í
gærmorgun hefði Amundi
Amundason, umboðsmaður gert
upp skuld sína við HSÍ.
Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í
fyrradag sá Ámundi um fjáröflun
fyrir HSÍ fyrir einu ári síðan.
Hann gerði svo upp með inni-
stæðulausum ávísunum og þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir, hafði
HSÍ ekki tekist að fá hann til að
gera málið upp fyrr en nú að frétt
um það birtist í Þjóðviljanum.
Þjóðviljinn hefur öruggar
heimildir fyrir því að Jón Baldvin
formaður Alþýðuflokksins hafi
heldur betur hrokkið við er hann
sá fréttina um rótara sinn og
gengið í málið og látið Ámunda
gera hreint fyrir sínum dyrum.
-S.dór
Sjá bls. 2
y Kennarar
Abyrgöin er stjómvalda
Aðeins vika íl. mars, samningafundur við kennara óboðaðurog
varla á dagskráfyrren um miðja nœstu viku