Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 2
FLOSI \iku skammtur Stundum, þegarmérfinnstoröiöfull umhleypinga- samt í sálarlífinu hjá mér, hugsa ég sem svo: - Ætli ég sé ekki aö veröa tjúllaöur? Því sem ég ætla aö segja næst trúir auðvitað enginn, og þá auðvitað útaf því hvaö þaö er ótrúlegt, en ég læt það nú bara gossa samt. Ég held aö ég sé ekki nógu lukkulegur meö sjálfan mig. Það er nefnilega heila málið. Lunginn af svefn- inum og vökunni hjá mér hefur alla tíð farið í það aö hugleiða og ígrunda það fram og til baka, hvað ég sé nú djöfull asnalega ófullkominn og mislukkaður. Auðvitað kæri ég mig ekkert um að fólk komist að þessu og þess vegna fer ég ekki með veggjum á almannafæri, né græt í samkvæmum, heldur legg ég mig allan fram um að láta alla halda að ekki sé nóg með að ég sé afbragðs vel lukkaður, heldur finnist mér það líka sjálfum. Allt tómt plat, tómt plat. Þegar ég var lítill grét ég oft dægrin löng ofaní treyjuna hennar ömmu minnar útaf því hvað ég væri lítill, en þá sagði hún: - Vegir guðs eru órannsakanlegir og ég fór að hata guð fyrir vikið. En amma, sem vildi ekki fyrir nokkurn mun að upp kæmu sambúðarörðugleikar hjá okkur guði sagði: - Hvernig voru ekki Napóleon, Hitler og Helgi Hjörvar? Og þá grét ég svo mikið að amma varð að skipta um treyju. Nú er ég hættur að sífra ofaní treyjuna hennar ömmu minnar útaf því hvað ég sé lítill, enda er hún löngu dáin blessunin og ég orðinn stór, eða svo ég vitni í það sem sálfræðingurinn minn sagði um dag- inn, þegar ég sagði honum að ég hefði alltaf haft komplexa útaf því hvað ég væri lítill. Þá sagði sál- fræðingurinn: - Þú ert ekkert lítill. Að minnsta kosti ekki miðað við búskmenn. Þá munaði nú litlu að ég beygði af, sáralitlu. Maður er nefnilega alltof viðkvæmur, allt of djöfull viðkvæmur. Sannleikurinn er sá að ég var ekki kom- inn til sálfræðingsins útaf því hvað ég er lítill, heldur útaf því hvað ég er lítill og feitur. - Þú ert ekkert lítill og feitur, sagði sálfræðingur- inn, þú ert bara þrekinn, hnellinn og riðvaxinn og tiltölulega lítið afskræmdur af spiki, þegar það er haft í huga að þú ert dæmigerð ofæta. - Ofæta, át ég eftir sálfræðingnum, af því ég hafði ekki heyrt orðið fyrr. - Já ofæta, endurtók sálfræðingurinn. Ofæta er maður, sem haldinn er sjúklegri matarfíkn, eins og ofdrykkjumaður. Á sama hátt og ofdrykkjumaðurinn leggst í ofdrykkju, þá verður ofætan ofátinu að bráð, hann bara heldur áfram að éta og éta þar til ekki verður aftur snúið. „Of“ er þarna herðandi forskeyti, hélt hann áfram og þá sá ég í hendi mér að hann hafði verið í máladeild. - Á ég mér þá enga bjargarvon út úr þessu fitu- böli? sagði ég í örvæntingu minni. Hann svaraði engu en dáleiddi mig, eins og stund- um er gert við sinnisveikt fólk. Þegar hann svo var búinn að vekja mig úr dáinu, sagði hann mér að í kómanum hefði ég klifað á því að ég vildi verða eins í laginu og Klint Eastwood eða Kobbi Magg. Eftirsvo- lítið vandræðalega þögn sagði hann svo: - En það er borin von að þú náir því héðanaf. Enda tekur því varla að reyna, þú átt ekki það langt eftir. - Þetta er vondur sálfræðingur, hugsaði ég og gekk út. Og síðan hef ég verið að garfa í því að komast sjálfur yfir komplexana útaf því að ég sé mislukkaðri og verri en annað fólk. Ég geri það með því að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu: ofbeldi, pyntingar, fjölda- morð, nauðganir, rán, gripdeildir og umsvif vondra manna, sem hafa það helst fyrir stafni að sprengja allt og alla í loft upp og helst heimsbyggðina sjálfa. Og þá hugsa ég sem svo: - Þetta er nú meira skítapakkið. Svo set ég vídeóið í gang, þegar íslenska sjón- varpið er búið og horfi á „Blóðsuguna í Boston“, „Mannæturnar í klaustrinu", „Hjólsagarmorðingj- ann“ og „Barnanauðgarann". Við þetta grípur mig undarleg gleðitilfinning og ég hugsa sem svo: - Guð ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn. Og ég sofna vært, nokkurnveginn um leið og ég legg höfuðið á koddann, borinn þeirri Ijúfu hugsun inní draumalandið, að ég sé nú bara nokkuð vel lukkaður, miðað við marga aðra. Ameríkaniserað Framsóknarfélag? Alfreð Þorsteinsson forstjóri Sölunefndar hersins, var kjör- inn formaður Framsóknarfé- lags Reykjavíkur á dögunum. Úti á landsbyggðinni telja margir Framsóknarmenn að þessi kosning sé tákn um veldi hægri sinnaðra Varð- bergsframsóknarmanna í þéttbýlinu og að líkurnar á því að Framsókn komi inn þing- manni á þéttbýlissvæðinu syðra fari ekki vaxandi. Meðal annarra öndvegis- manna sem kosnir voru í hina nýju stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur voru Kristinn Finnbogason bankaráðs- maður, Jónas Guðmunds- son, skáld, stýrimaðurog sér- legur útsendari andstæðinga sauðkindarinnar, Örn Er- lendsson lagmetisforstjóri, Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir útvarpsmaður og er hún eina konan í aðalstjórn félagsins.* Engin hlutabréf til Ihaldsmönnum í Hafnarfirði hefur gengið erfiðlega að sannfæra bæjarbúa um kosti þess að leggja Bæjarútgerð- ina niður og stofna þess í stað sérstakt hlutafélag um rekst- urinn. Hlutafélagið var stofn- að fyrr á árinu á lokuðum fundi bæjarstjórnar og einu hluthaf- arnir eru flestir bæjarfulltrúa auk bæjarstjóra. Þessi hinir nýju stjórnar- menn fyrirtækisins hafa hvatt starfsfólkið til að kaupa sér hlut. Eitthvað hefur það hlotið dræmar undirtektir en á dög- unum tóku tvær fiskverkun- arkonur sig til og hugðust fjárfesta hvor/ sínu hlutabréf- inu. Bönkuðu þær uppá hjá bæjarstjóra og báru fram er- indi sitt. En „því miður", sagði bæjarstjóri. „Það eru engin hlutabréf til, það á eftir að prenta þau-“* Gott á þá að fá Ámunda Morgunblaðið birti síðustu helgi ágætt viðtal við popp- tónskáldið Gunnar Þórðarson og er komið víða við. Þar kem- ur sögu að Gunnar ræðir um íslenskt skemmtanalíf og má þá lesa þetta: „Það hefur verið alltof mikið um það í skemmtanabrans- anum hér, að menn eru ein- göngu að hugsa um að græða sem mest með því að leggja sem minnst í það sem þeir eru að gera.Það hefur líka vantað einhverja miðstöð hér, sem skipuleggur starf skemmti- krafta. Menn koma úr hinum og þessum skúmaskotum með þá einu hugsun að reyna að græða. - Gunnar verður hugsi um stund en bætirsíðan glottandi við: Það var mátu- legt á Alþýðuflokkinn að fá Áma.“« Þjóðverjinn Eitt skemmtilegasta blað sem gefið er út herlendis heitir Vík- urblaðið og á heima á Húsa- vík. Þjóðviljinn hefur átt góð samskipti við aðstandendur blaðsins en orðið það á nokkr- um sinnum að misrita nafn blaðsins þegar í það hefur verið vitnað. Nú hyggja vorir norðlensku bræður á hefndir, einsog lesa má í nýjasta tölu- blaði Víkurfr... nei, Víkur- blaðsins: „Dagblaðið Þjóðviljinn, eins og fleiri, vitnar oft í Víkurblað- ið, og erum við að sjálfsögðu ánægðir með það. Hitt er öllu verra að Þjóðviljinn fer gjarnan rangt með nafn okkar ágæta Víkurblaðs og nefnir það Víkurfréttir. Víkurfréttir er hinsvegar prýðilegt rit sem gefið er út í Keflavík og er að sönnu langur vegur þaðan og til Húsavíkur. Víkurblaðið hefur ákveðið að héðan í frá verður Þjóðvilj- inn æfinlega nefndur Þjóð- verjinn á síðum Víkurblaðs- ins þ.e. þangað til Þjóðverjinn hættir að nefna Víkurblaðið Víkurfréttir."* Vökumenn á opinberu fylleríi Um síðustu helgi hélt Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, uppá 50 ára afmæli sitt með því að boða alla helstu gullrassa Sjálfstæðis saman í ræðuhöld og drykkjuskap. Og er í sjálfu sér nauðaómerki- legt. Hitt kann ýmsum að þykja merkara að hátíðahöld Vökumanna hófust í sam- komusal ríkisins, Rúg- brauðsgerðinni gömlu, með hanastéli í boði utanríkisráð- uneytisins. Var þar sopið glatt úr gnægtarhorni skattgreið- enda.« Ámundi fastráðinn Á fundi framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins í vikunni var ráðning Ámunda Ámunda- sonar í stöðu „útbreiðslu- stjóra" (í stað framkvæmda- stjóra) Alþýðuflokksins. Nokkrum tíðindum þótti sæta að þessi staðfesting var gerö mótatkvæðalaust en fyrirfram var við því búist innan flokks- ins að þessi staðfesting gengi ekki þegjandi og hljóðalaust fyrir sig. Síðustu vikur hefur komið fram í fjölmiðlum að nýi fram- kvæmdastjórinn þyki heldur óáreiðanlegur í peningamál- um og aldeilis ábýrgðarlaus í pólitíkinni. Og eftir að Jó- hanna Sigurðardóttir sem aldrei hefur áður í sögunni sýnt nokkur viðbrögð gagnvart því sem er að gerast j Alþýðuflokknum, bar sig op- inberlega undan fatafellu- flumbruganginum í formann- inum og framkvæmdastjóran- um, þótti fokið í flest skjól fyrir nýja stílinn. En allt kom fyrir ekki. Ámundi mun áfram vera vörumerki Alþýðuflokksins ásamt Jóni Baldvin.a Enntapar Þorsteinn Sagt er að Þorsteinn Pálsson átti sér kandidat í forstjórastól Áburðarverksmiðjunnar. Sá heitir Garðar Ingvarsson frjálshyggjumaður er er úr toppi Seðlabankans. Mikið vár unnið á bak við tjöldin til að koma honum að. Steinþór Gestsson stjórnarformaður verksmiðjunnar og flokks- bróðir Þorsteins vildi ógjarnan verða í minnihluta þó hrifning- in væri ekki allt of mikil. Þá brá hins vegar svo við að sögn, að fulltrúar Alþýðu- bandalags, Framsóknar og Alþýðuflokks í stjórn Áburðar- verksmiðjunnar studdu ann- an mann, Sjálfstæðismann- inn Hákon Björnsson (forstj. Kísiliðjunnar) til starfans. Þar með varð frambjóðandi Þor- steins frjálshyggjumanns að láta í minni pokann fyrir Sjálf- s'æðismanninum að norðan. Kunnugir segja þetta hafa hvorki verið fyrsti né síðasti ósigur Þorsteins Pálssonar.B Bræðrasett á ríkisfjölmiðlum Athygli vekur eftir nýjustu ráðningu Markúsar Arnar á útvarpinu að nú eru komin upp ein þrjú bræðragengi á ríkisfjölmiðlunum: Helgi Pét- urs og Gissur Péturssynir báðir á útvarpinu, Ólafur Sig- urðsson sjónvarpinu og Giss- ur Sigurðsson útvarpinu, - og loks Helgi Helgason á sjón- varpi og Sigurður Helgason á útvarpi." 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.