Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 12
ÆTTFRÆÐI RAUÐI KROSS ÍSLANDS efnir til námskeiös fyrir fólk sem hefur hug á aö taka að sér hjálparstörf erlendis á vegum félgsins. Mámskeiðiö verður haldiö í Munaðarnesi dagana 8.-14. apríl nk. Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði sem sett eru af Alþjóða rauða krossinum og RKÍ og eru m.a.: 1. Lágmarksaldur 25 ár. 2. Góð menntun. 3. Góð enskukunnátta. 4. Gott heilsufar. 5. Reglusemi. 6. Nauðsynlegt er að geta farið til starfa með stutt- um fyrirvara ef til kemur. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða frá Alþjóða- sambandi rauða kross félaga, Alþjóðaráði rauða krossins og Rauðakrossi íslands. Kennslaferfram á ensku. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ að Nóa- túni 21. Þar eru einnig gefnar nánari uþþlýsingar, sími 26722. Námskeiðið er ókeypis en fæðis- og húsnæðis- kostnaður er kr. 3000 sem þátttakendur greiða sjálfir. Umsóknum ber að skila fyrir 8. mars nk. ÚTBOÐ A Tilboð óskast í girðingu, skúra og áhorfendastúku á Melavelli vegna hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar. Niðurrifi og brottflutningi skal aö fullu lokið fyrir 1. maí nk. B Jafnframt óskast tilboð í 32 Ijósastaura sem notaðir hafa verið til flóðlýsing- ar á vellinum. Athygli er vakin á að starfsmaður hreinsunardeildar verður á Melavelli mánu- daginn 4. mars nk. frá kl. 14.00-15.00. Tilboðin skulu berast skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3 og verða opnuð fimmtudaginn 7. mars nk. kl. 15.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf skrifstofumanns (skjalavarsla, vélritun og um- sjón með telexi). Verslunarskóla- eða sambærileg menntun æskileg. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf send- ist deildarstjóra starfsmannahalds fyrir 15. mars nk. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík. Atvinna Hitaveita Hveragerðis óskar eftir að ráða starísmann. Skilyrði er að viðkomandi hafi járniðnaðar- eða pípul- agningarmenntun. Allar upplýsingar veitir undirritaður. Umsóknarfrestur er til 11. mars nk. Sveitarstjóri. 'w'- Fóstrur ÍMfförður Forstöðumaður og fóstra óskast að leikskóla við Hlíðarveg á ísafirði. Upplýsingarveitirforstöðumaðurí síma 94-3185. Óskum einnig eftir forstöðumanni og fóstrum að nýju dagheimili við Eyrargötu frá 1. júlí nk. Húsnæði til staðar. Upplýsingar veitir félagsmálafulltrúi eða bæj- arstjóri í síma 94-3722. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐA FERÐ! |UMFERDAR IRÁÐ /Ettfrœðigetraun 8 Ættfræðigetraun 8 er með því sniði að finna út hverjir eru teng- dafeður 6 karla og einnar konur. Á myndum 1-6 eru tengdafeð- urnir en á myndum 7-12 eru tengdasynirnir og tengdadóttirin. Svo er það bera spurningin hver er tengdafaðir hvers. Er t.d. Jón Helgason tengdafaðir Björgólfs Guðmundssonar eða einhvers annars? Dregið verður úr réttum lausnum ef margar berast. Þær sendist Þjóðviljanum, Síðamúla 6, merktar Ættfræðigetraun 6, og er nauðsynlegt að setja þær í póst fljótlega eftir helgi því að dregið verður úr réttum lausnum nk. föstudag og rétt svör birtast í næstasunnudagsblaði. Ef blaðið berst mjög seint til staða úti á landi má hringja inn lausnir til Guðjóns Friðrikssonar í síma 81333. 1. Benedikt Gíslason 2. Garðar Gíslason frá Hofteigi stórkaupmaður 3. Hallgrímur Fr. Hallgrímsson fv. forstjóri Shell 4. Jón Helgason prófessor 5. Páll Zophamasson alþingismaður 6. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra Verðlaunabókin Ofvitinn hans Þór- bergs í verðlaun veitum við að þessu sinni Ofvitann Þórbergs Þórðar- sonar. Meistarinn fór sjaldan á meiri kostum en í þessari sjálf- hæðnu lýsingu æskumanns sem um leið geymir í mörgum fín- legum og nákvæmum og spaugi- legum myndum stórmerkar vís- bendingar um heilt menningará- stand, um sálartetur tímans, hvikult en þó höndlanlegt gáfuð- um höfundi. Það var líka Ofvitinn sem varð Kjartani Ragnarssyni og Leikfélaginu efni í einhverja vinsælustu leiksýningu sem hér hefur komið á fjalir á seinni árum. 7. Adda Bára 8. Baldvin Halldórsson 9- Bjarni Guðnason Sigfúsdóttir leikari prófessor borgarf ulltrúi 10. Björgólfur Guðmundsson forstjóri Hafskipa 11. Halldór H. Jónsson 12. Jón Nordal tónskáld arkitekt Lausn á œttfrœðigetraun 7 Dregið hefur verið úr réttum lausnum á ættfræðigetraun 7 og kom upp nafn Lofts Baldvins- sonar Efstasundi 21, 104 Reykja- vík. Verðlaunin eru bókin Grænn varstu dalur eftir Richard Llew- ellyn í þýðingu . Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöfundar. Rétt svör voru þessi:' 1. Eiríkur Tómasson lögfræð- ingur og Vaigeir Guðjónsson Stuðmaður eru synir systkinanna Tómasar Árnasonar seðlabanka- stjóra og Margrétar Árnadóttur. 2. Erró myndlistarmaður og Þuríður Sigurðardóttir söngkona eru börn systkinanna Guðmund- ar Einarssonar myndhöggvara og Ingu Valfríðar Einarsdóttur frá Miðdal. 3. Friðrik Guðni Þórleifsson kennari og skáld og Guðmundur Hallvarðsson verkamaður eru synir hálfbræðranna Þórleifs Bjarnasonar námsstjóra og rithö- fundar og Hallvarðs Guðlaugs- sonar byggingarmeistara. 4. Garðar Halldórsson húsa- meistari ríkisins og Þóra Krist- jánsdóttir listfræðingur eru börn systkinanna Margrétar Garðars- dóttur Gíslasonar og Kristjáns Garðarssonar Gíslasonar stór- kaupmanns. 5. Helgi Guðmundsson tré- smiður og SveinnRúnar Hauks- son læknir eru Förn systkinanna Huldu Sveinsdóttur og Hauks Sveinssnar póstafgreiðslumanns. 6. Ólafur B. Thors forstjóri og Thor Vilhjálmsson rithöfundur eru börn systkinanna Hilmars Thors lögfræðings og Kristínar Jensen Vilhjálmsson. Auglýsiö í ÞjóðvHjanum 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN i Sunnudagur 3. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.