Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 20
Churchill
og vindillinn
Fyrir skömmu var sovésk
sendinefnd í viðskiptaheim-
sókn í Lundúnum og hélt
meðal annars lítið sam-
kvæmi. Þangað var boðið
þingmanninum Winston
Churchill, dóttursyni gamla
Churchill sem frægur var fyrir
vindilinn sinn. Churchill yngri
hóf sem vænta mátti djúpar
samræöur við Rússana og
annað veifið stakk hann upp í
sig saltstöngum sem voru í
skál við hlið hans. í hita sam-
ræðnanna greip hann annars
hugar ofan í öskubakka og
stakk óvart upp í sig hrúgu af
vindlastubbum.
Nú var úr vöndu að ráða.
Enginn virtist hafa tekið eftir
þessu. Hinn snarráði Churc-
hill sá fram á, að spýtti hann
stubbunum út úr sér myndi
gestgjöfunum stórum mislíka
og taka sem grófa móðgun
við sig og bisnessinn fjúka.
Svo hann ákvað bara aö bíta
á jaxlinn og tyggja stubbana
og kyngja. Sem hann gerði
með miklum herkjum og
drjúgum viskídrukk. Þegar því
var loksins lokið án þess að
nokkur tæki eftir, að Churchill
hélt, tók hann eftir því að þing-
maður úr Verkamannaflokkn-
um sat til hliðar og horfði á
hann með miklum hrolli. Sá
teygði sig loks yfir borðið og
sagði með viðbjóði í rómnum:
„Þennan viðbjóð hefurðu
ábyggilega lært af afa þín-
um“. ■
Komiði sæl
Margir íþróttamenn vilja feta í
fótspor Sigurðar Sigurðs-
sonar og Ragnars Arnar Pét-
urssonar sem nú ætla að
opna veitingastað í Keflavík.
Þeir sem sóttu um starfið hjá
útvarpinu eru m.a.: Hörður
Hilmarsson íþróttablaðið -
(Frjálst framtak), Samúel Örn
Erlingsson (NT - er yfir
íþr.deild), Skúli Sveinsson
(afleysingamaður í íþr. Mbl.),
Ingólfur Hannesson (Sjón-
varp), Þorsteinn Sívertsen
(Útvarp - afleysingamaður).
Einsog í Kína
Þegar fjórmenningaklíkan í
Kína féll í ónáð voru þau
þurrkuð út af mörgum opin-
berum myndum. Þessi aðferð
þekkist víðar úr alræðisríkjum
og flestir muna svipaða til-
hneigingu úr skáldsögu Orw-
ells 1984.
Leslie H. Gelbs sérfræðing-
ur New York Times í hernað-
armálefnum má njóta hlið-
staeðrar meðferðar í því landi
sem kennir sig oftast við „lýð-
ræði og frelsi". Hann var áður
háttsettur embættismaður í
utanríkisráðuneyti Carters og
því var stór Ijósmynd af hon-
um á tilheyrandi stað í ráðu-
neytinu. DV gerir grein fyrir
því í gær, að myndin af honum
hafi verið fjarlægð og skrifað í
rammann að það hafi verið
gert „af ástæðu". Viðurkennt
hefur verið á æðstu stöðum
að ástæðan sé sú að hann
hafi skrifað grein um kjarn-
orkuvopnaáform Bandaríkja-
stjórnar á íslandi og víðar um
heiminn. Ástæðan: greinar-
skrifin eru sögð hafa verið
„skaðleg öryggi ríkisins", en
það er alþjóðleg framsetning
á upplýsingamiðlun sem
kemur sér ekki vel fyrir vald-
hafa. En það er fróðlegt fyrir
íslenska vígbúnaðarsinna að
skoða þessi viðbrögð Reagan
stjórnarinnar. ■
í dag, laugardag kl. 11:30 setjum viö nokkra kassa
fulla af gimtlegum bókum undir hamarinn.
Uppboðshaldari verður
Hjalti Rögnvaldsson,
leikari
Bókamarkaðurinn er í fullum gangi á öllum hæðum.
íslenskar og erlendar bækur á gjafverði.
Opið til kl. 16:00
Bókaveisla fjölskyldunnar
Bókabúð
LMÁLS & MENNINGAFL
LAUGAVEG118-108 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242
VERÐTRYCGÐUR
i vaxtareikningu
ávaxtar fé þitt
á arðbæran hátt
Betri kjör bjóðast varla
Samvinnubankinn
Hiólastólarall
í Laugardalshöll
36 þekktir stjórnmálamenn, íþróttamenn og
hjólastólanotendur keppa á stórkostlegu
hjólastólaralH, sem Sjálfsbjörg, landssamband
fatlaðra, stendur fyrir í tilefni 25 ára afmælis
síns, í Laugardalshöll sunnudaginn 3. mars.
Keppnin verður sett kl. 14:00 en Lúðrasveitin
Svanur mun leika frá kl. 13:30.
Á miHi umferða verður sýndur breakdans,
Rúrik Vignir Albertsson og fél.,
Þjóðlágakvartettinn Frost syngur.
Sjálfsbjörg
landsaamfcanrt fadaðm