Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 16
UEIÐARAOPNA Lifir ríkisstiórnin Það er með ríkisstjórnir eins og heimilisgestina, þœr koma og fara. Aufúsugestir staldra sjaldnast við of lengi. Stuttviðvera hinna hrút- leiðinlegu, getur hins vegar orðið heimilisfólkinu til skap- raunar og leiðinda, að ekki sé nú talað um ef viðkom- andi sest upp til langframa. Það hefur væntanlega ekki far- ið fram hjá lesendum Þjóðvilj- ans, að blaðinu þykir ríkisstjórn- in heldur hrakleg heimsókn á heimilum launafólksins. I sam- ræmi við það teljum við að sjálf- sögðu heppilegast, að hún taki pokann sinn sem skjótast. A síðustu mánuðum hafa ann- að slagið sést teikn á lofti, sem gætu bent til þess að stjórnin ætti ekki langt eftir. Hún situr enn, og ráðherrarnir láta ekki eins og þeir séu að búa sig til brottferðar, þó ágreiningur kunni að vera um einstök mál. Landsfúndur Sjálfstæðis- flokksins verður í vor. Menn velta vöngum yfir því hvort hann muni taka af skarið, stappa af- dráttarlaust stálinu í ríkisstjórn- ina eða afhenda henni reisupass- ann. Þeir sem hallast að hinu síð- ar nefnda telja óánægjuna í Sjálf- stæðisflokknum svo mikla að flokkurinn verði að fara úr ríkis- stjórninni. Benda hinir sömu á það, sem einu færu leiðina fyrir Þorstein Pálsson að „verða aftur formaður Sjálfstæðisflokksins" þá er ekki átt við endurkjör hans, heldur hitt, að hann öðlist þann sess í flokki sínum sem gerir formannsnafnið meira en orðin ^tóm. Því er svo bætt við, að nú sé lag fyrir Viðreisnarstjórn Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, enda haldi nú sá um stjórnart- aumana í Alþýðuflokknum, sem treystandi sé til „góðra“ verka. Að öllu samanlögðu, virðast meiri líkur á að Sjálfstæðismenn muni leita útgönguleiða á næstu mánuðum en Framsókn. Eftir að stjórnin hefur staðið af sér hrem- mingar síðasta árs, virðist þó ástæða til að taka undir með þeim, sem halda hana ekki í fall- hættu í bráð. En hvað skyldu þingfrétta- menn annarra fjölmiðla segja um þessa spurningu. „Mun ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sitja enn á sama tíma að ári“ Þórunn Gestsdóttir DV Kraftlaus ríkisstjórn 70% líkur ó kosningum Þórunn Gestsdóttir DV. Nei. Mér sýnist ríkisstjórnin orð- in þreytt, ólgan á vinnumarkað- inum er orðin mikil og ég held að ríkisstjórnin hafi ekki kraft til að lægja þær öldur. Astæðan fyrir hugsanlegum dauðdaga ríkisstjórnarinnar eru ágreiningsmál innan ríkisstjórn- arinnar sjálfrar t.d. landbúnað- armálin og breytingar á sjóða- kerfinu sem eru í deiglunni. Stjórnarandstaðan er slöpp og hún verður ekki þessari ríkis- stjórn að falli. Einn stjórnarliði sagði við mig fyrir mánuði síðan að líkurnar á kosningum í vor væru um 50%. Mér sýnist sú tala hafa stigið í 70% Póll Magnússon sjónvarpinu Stjórnarslit Páll Magnússon sjónvarpinu Það er ekkert sem bendir til þess nákvæmlega núna, að kosn- ingar séu í nánd, síst af öllu frammistaða stjórnarandstöð- unnar. Hins vegar gæti óánægja margra sjálfstæðismanna með stjórnarsamstarfið brotist fram með þvílíkum krafti á landsfundi í vor, að Sjálfstæðisflokknum verði ekki lengur sætt í ríkis- stjórninni, og að kosningar yrðu „innan fró“ þá í haust. Hins vegar held ég að Framsóknarflokkurinn muni ekki undir nokkrum kringum- stæðum eiga frumkvæði að stjórnarslitum. Ekki má heldur gleyma fyrirsjáanlegum viðsjám í kjaramálum, en samt sem áður held ég að hugsanleg stjórnarslit komi „innan frá“. Ef ég ætti að svara spurningunni með já eða nei myndi ég kasta upp krónu og það getur hver gert fyrir sig. LEIÐARI sljórn - óheillastjóm Heilsulaus Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur glataö trausti þorra landsmanna. Þegar ríkisstjórnin settist aö völdum réöst hún aö mannréttindum fólksins í landinu; afnam samningsrétt og verkfallsrétt launamannasamtakanna og afnam verötrygg- ingu launanna. Stjórnarherrarnir drógu tæpast sjálfir dul á að launafólk haföi greitt niöur veröbólguna en aðr- ar „efnahagsráöstafanir“ voru ekki gerðar. Á grundvelli verðbólguhjöönunar naut ríkisstjórn- in til að byrja með stundarbyrs, en einmitt launaskerðingin hefur þegar á hefur liöið stjórn- artímabilið oröiö ríkisstjórninni helsti fjötur um fót. Þarsem launin eru ekki verðtryggð hækkar vara og þjónusta langt umfram launahækkanir, - og þaö sem einna verst hefur leikiö þúsundir manna er aö fjármagnið, og þarmeö talið lánsf- jármagn, er verðtryggt aö fullu. Þetta þýðir t.d. aö húsnæðislán vaxa þorra íbúöakaupenda upp fyrir höfuö. Þessi þróun mála hefur meö öðrum orðum orðið til þess aö innan stjórnarherbúðanna fara efasemdir um ágæti ríkisstjórnarinnar vaxandi og skemmst er aö minnast spurningar Morgun- blaðsins: hver er siðgæðisvitund þessara manna? Á fyrsta stjórnarári ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar mátti gjörla sjá aö vofa lék lausum hala við landsstjórnina, vofa frjálshyggj- unnar. Og meö dyggri hjálp einræðisherrans í Reykjavík fengu hinir veiku og hrjáöu, börn og gamalmenni að finna fyrir stjórnarstefnunni. j Lagðir voru á sjúklingaskattar, meö veröhækk-1 unum á lyfjum, og dregiö úr samfélagslegri að- stoð viö byggingar fyrir gamalmenni og fatlaöa, og þannig mætti áfram rekja stefnu kaldlyndis; og lítilmennsku. Meðan kaupiö lækkaöi hjá launafólki jafnt og1 þétt, ögraði ríkisstjórnin landsmönnum meö því j að veita stóreignarmönnum allra handa ívilnan- ir; tívolíafslætti af sköttum og peningabraski. Hinir ríku urðu ríkari og þeir fátæku fátækari. Viöbrögö almennings og samtaka þeirra voru til aö byrja meö afskaplega hógvær, þannig að ríkisstjórnin taldi sig geta gengiö á lagið. En sl. haust fékk hún loks aö mæta þeirri fyrirstöðu sem hún hafði sjálf hlaðið upp. I verkfalli BSRB sl. haust fékk þessi ríkisstjórn þann stóra skell, sem ráöherrabotnana svíður enn undan. Ríkisstjórnin missti þau tök sem hún hélt sig hafa á íslenskri launaþjóð sl. haust. Um leiö glataöi hún tiltrú jafnvel þeirra sem dyggilega höfðu stutt hana innan beggja stjórnarflokk- anna. Hún var þá enda komin inná brautir hins hreina barbarís; hélt aö leiftursóknarútvarp Hannesar Hólmsteins væri síðasta vörnin gegn íslensku Gúlagi sem kennarar væru aö koma upp. Þá kom í Ijós aö íslenskt launafólk þurfti ekki aö hlaða götuvígi til að koma ríkisstjórn ríka fólksins í bobba, þaö nægöi aö blása. Þegar litið er yfir pólitíska sviðið í dag sést glöggt aö ríkisstjórnin er aö tærast upp; sjó- menn eru í verkfalli, fiskvinnsla liggur niöri og undirstööuatvinnuvegurinn er í lamasessi. Kennarar hafa sagt upp vegna þess aö launin þeirra nægðu ekki til framfærslu, skólunum hef- ur nánast verið lokað. Tugþúsundir manna eru nú í biöstööu vegna aðgeröarleysis og ráðleysis ríkisstjórnarinnar. Það er Ijóst aö samtök launa- fólks gætu komið þessari ríkisstjórn í burt. Þaö gæti einnig landsfundur Sjálfstæðisflokksins gert. En þaö er fyrst og fremst ríkisstjórnin sjálf sem verður sjálfri sér aö fjörtjóni. Hún hefur gjörspillt heilsu sinni. En einsog Stefán Friö- bjarnarson á Morgunblaöinu segir í viðtali viö Þjóðviljann í dag, þá eru þess dæmi aö heilsu- lausar ríkisstjórnir lafi lengur en útlitið segir til um. En andbyr ríkisstjórnarinnar er hinsvegar svo stríður í dag, aö þessi óheillastjórn gæti rokið um koll hvenær sem er. Því fyrr, þeim mun betra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.