Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 10
mmi tuh.il"' Sunnudagur 3. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. mars 1985 frestun einvígisins. Niðurstaðan varð sú að einvígið hófst hálfum mánuði síðar en upphaflega hafði verið ákveðið. Varst þú ekki í neinum vafa um að þeir myndu standa við loforðið? Ég var ávallt bjartsýnn á að málið fengi farsælar lyktir. Hann segir svo margt Ég minnist þess að Kortsnoi var með yfirlýsingar um eitt og annað varðandi málið, meðan þú varst að leysa það? Ja, hann segir svo margt sem mót- ast fremur af tilfinningum en rökum. Hann gerði sér örugglega grein fyrir því síðar, að ýnrislegt sem hann hélt franr átti sér enga stoð í raunveru- leikanum. Um það ber vitni bréf sem ég fékk frá honunr síðar. Mótmæli hans voru oft tekin hrá upp í fjöl- miðlum. Kannski var hugnryndin nreð þessurn vinnubrögðum sú að setja á mig þrýsting, en þá var ég í nriðjum klíðum að vinna að lausn málsins. Alla vega kom þetta sér afar illa fyrir mig og jók á vandann frekar en liitt. Eins og ég sagði á ég bréf og skeyti frá honum, Bellu fyrrum eiginkonu hans, Igor syni þeirra og móður Bellu, þar sem þau þakka mér fyrir alla hjálpina, og segja að án nrinnar aðstoðar væru þau ekki komin frá Sovétríkjunum. Reyndi þessi tími ekki bœði á taugar og þrek? Hvort hann gerði. Þetta var fjarri því að vera auðvelt eða skemmtilegt. En verst var að ég gat ekki einbeitt mér sem skyldi að málefnum FIDE, þetta tók mikinn tíma og var alltaf að koma upp á yfirborðið. Baktjaldamakk hjá Campomanes Þrátt fyrir allt hljóta þessi 4 ár þín hjá FIDE að hafa verið dýrmœt reynsla fyrir þig? Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þetta er gagnleg reynsla, sem ég öðlaðist þarna. Hinu er ekki að leyna að sumt var ekki svo auðveldlega meðtekið. Þegar ég kom til FIDE leit ég á málin frá sjónarhorni skák- mannsins og geri raunar enn. En • vindarnir blésu ekki alltaf áir áttum sem voru beinlínis skáklistinni í hag. ’ Því hefur verið haldið fram að Campomanes htfi beitt mútum til að ná forsetakjöri hjá FIDE, hvað segir þú um það? Það er enginn vafi á að hann gerði það. Fulltrúar Grikkja og Möltubúa sógðu mér frá því að hann hefði bor- ið í þá fé og þess vegna ætluðu þeir ekki að kjósa hann. Því rniðúr voru þeir fleiri sem ekki hugsuðu svona. Slíkar aðferðir eru sumsstaðar frem- ur regla en undantekning. Hjá Cam- pomanesi siðferðilegt vandamál. Þótti þér hann koma aftan að þér við forsetakjörið? Já, hann gerði það vissulega. Hann sagði mér, alveg fram á síðustu stundu, að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram. Samt sá maður það í öllum hans gerðum að hann var að búa sig undir framboð. Hann heimsótti á milli 60 og 70 lönd, færandi gjafir til lítilla landa, smá eyríkja í Karabíska- hafinu og í Kyrrahafinu. Maður sér það einnig nú, að hann hefur gefið loforð til Arabalandanna að útiloka fsrael í skákinni, það er nú komið fram þar sem hann hefur ákveðið að næsta Ólympíumót verður haldið í Dubai í Sameinuðu furstadæmun- um. Þetta verður til þess að margar aðrar þjóðir en ísrael taka ekki þátt í mótinu. Þarna er eitt ljóst dæmi um hvernig heimspólitíkin spilar inní starf FIDE. Ég er viss um að Sovétmenn á- kváðu að styðja Campomanes þótt þeir væru kannski ekki fýsilega ánægðir með hann, vegna þess að þeir gátu ekki fyrirgefið mér fram- göngu mína í Kortsnoi-málinu. Og það reið vissulega baggamuninn, þegar upp var staðið. Ég er í engum vafa um að Kortsnoi-málið skipti sköpum í kosningunum. - S.dór. að fjölskylda Kortsnois fengi að fara úr landi þá tók ég viljayfirlýsingu þessa fyrrnefnda embættismanns al- varlega. En svo gerðist ekki neitt í málinu. Ég hafði bent Sovét- mönnum á það að þeir gæfu honum þau vopn í hendur sem hann hefði notað í einvíginu á Filipseyjum og setti þar allt í bál og brand. Hann hefði að sjálfsögðu samúð allra á Vesturlöndum meðan kona hans og sonur fengju ekki til að fara hans, hvað sem öllum lögum og reglum í Sovétríkjunum liði í þessu máli. Þeg- ar svo einvígið nálgaðist og ekkert gerðist sá ég að eitthvað róttækt varð að gera í málinu. Ég hafði fengið jákvæð svör, en ekkert orðið úr framkvæmdinni af sovéskra hálfu. Ég ákvað að fresta einvíginu. Ég lýsti því yfir að ég gerði mér grein íyrir því að málið væri þungt í vöfum fyrir þá og að ég vildi koma til móts við þá og gefa þeim tíma til að leysa málið áður en einvígið hæfist. í því sambandi hefði ég ákveðið að fresta einvíginu til að byrja með um einn mánuð. Með því hélt ég opnum möguleikan- um á að fresta því aftur. Allt fór í bál og brand vegna þessa. Sovétmenn brugðust ókvæða við. Mótmælin frá þeim og fleiri löndum A-Evrópu dundu yfir og svo einstaka hjáróma hljóð annarsstaðar frá, eins og frá einum af varaforsetum FIDE, Cam- pomanes, sem nú er forseti sam- bandsins. Hann var sá eini af emb- ættismönnum FIDE sem gaf út slíka yfirlýsingu. Þar strax mátti sjá að hverju hann stefndi. Gefið eftir Þrátt fyrir allan gauraganginn vegna frestunarinnar, þá fór það svo að beiðni barst til mín í gegnum so- véska sendiráðið hér á landi um við- ræður. Áður höfðu þeir óskað eftir sérstökum fundi í 12 manna fram- kvæmdaráði FIDE um málið. Ég svaraði því til að ástæðulaust væri að kalla það saman, þar sem fyrir dyr- um stæði þing FIDE og þá yrði þetta mál tekið fyrir. Ég tók hins vegar boðinu um viðræður, sem svo fóru fram í Amsterdam. Þar kom það fyrst fram að sökinni var komið yfir á Kortsnoi. Hann hefði aldrei sótt lögformlega um brottfararleyfi fyrir fjölskyldu sína. Þeir sýndu mér^im- sókn frá hc*um sem ekki uppfyllti þau skilyrði sem um slíkar umsóknir væru settar. Þar sagði Kortsnoi m.a. að hann hefði fyrir sitt leyti ekkert við það að athuga, að fjölskylda hans fengi að fara frá Sovétríkjunum. Dá- lítið undarlegt orðalag. Ég svaraði því til, að ég skyldi sjá til þess að hann sendi inn umsókn sem uppfyllti öll skilyrði. Ég hafði svo samband við lögfræðing Kortsnois og bað hann að ganga frá málinu. Hann gerði það og því var heitið af hálfu Sovétmanna að mál fjölskyldunnar yrði tekið fyrir og afgreitt. Ekki var því þó lofað að þetta gæti gerst, áður en einvígið hæfist. Það væru ýmis vandamál í veginum. Á grundvelli þeirra yfirlýsingar sem gefnar höfðu verið og Kortsnoi fyrir sitt leyti hafði samþykkt, féllst ég loks á falla frá ... það var jafnve! gefið í skyn aðég væri hallur undir Sovétmenn. Sumir fjölmiðlar gerðu mér satt að segja erfitt fyrir... Ný lokið er stórmóti í skók í Reykjavík. Þar voru mœttir til leiks nokkrir heimsfrœgir stórmeistarar, sem og okkar bestu skókmenn, allir nema einn. Friðrik Ólafsson stórmeistari var ekki með. Hann er hœttur keppni, og.þetta er fyrsta stórmótið innanlands síðan hanrígaf útyfirlýsingu um að hann vœri hœttur keppni og tók við stöðu skrifstpfustjóra Alþingis;JÉg ó von ó því að mörgum hafi þótt tómlegra ó skókmötinu ó dögunum, þar sem Friðrik Ólafsson var ekki meðal keppenda. Allt frá því Friðrik hóf skáklistina til vegs og virðingar hér á landi fyrir meira en 30 árum síðan hefur hann verið sá skákmaðurinn, sem vonirn- ar voru bundnar við hvenær sem er- lendir stórmeistarar komu til íslands að etja kappi við okkar menn. Og hversu oft hefur ekki Friðrik uppfyllt þær vonir manna og hversu oft hafa ekki fslendingar gengið aðeins beinni í baki, stoltir á svip eftir að hafa orðið vitni að eða frétt um afrek Friðriks við skákborðið. Þegar nú Friðrik er hættur keppnþ má segja að séu tímamót í skáklífi íslendinga. Hjá Friðrik hafa einnig tvenn önnur tímamót átt sér stað. Hann tók við nýju ábyrgðarmiklu embætti sl. haust og fyrir nokkru átti hann fimmtugsafmæli. Það er því ærin ástæða fyrir því að biðja Friðrik um viðtal á þessum tímamótum. Hann var fyrst spurður hvernig honum lík- aði nýja starfið, skrifstofustjóri Al- þingis. Margþœtt st@rf Mér líkar í alla stað* mjög vel við starfið. Það er margþætt og verkefn- in margvísleg og heillandi, ekki síst þau sem lúta að framtíðarskipulagi Alþingis og starfsemi þess. í því sam- bandi nægir að minna á tölvuvæðing- una og alla þá möguleika sem hún gefur til bættrar þjónustu í hvívetna. En að sjálfsögðu er þarna margt fleira sem taka þarf á. Oft er erilsamt á Alþingi, ekki síst fyrir jól og í þing- lok á vorin og þá kemur fyrir að lagður sé dagur við nótt. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að maður hafi ekki nóg fyrir stafni. Þetta er við- kunnanlegur vinnustaður og mér lík- ar vel þarna. Ein scmviskuspurning Friðrik, var ekkert erfitt fyrir þig að segja skilið við skákina og taka við þessu starfi? Nei, mér þóttí það í rauninni ekki mjögerfitt. Ég hafði gert það uppvið mig að nóg væri komið. Ég var búinn að fá vænan skammt af skákinni á meira en 30 ára ferli og segja má að það hafi svalað þörf minni á þessu sviði. En auðvitað hefur skákin veitt mér heilmikla ánægju á þessum árum, því er ekki að ieyna. Ég er ekki að segja skilið við hana fyrir fullt og allt, en hér eftir verður hún aðeinstómstundagaman. Um leiðog ákvörðun er tekin verður málið allt einfaldara. Þú varstforseti FIDE í 4 ár og gast þar af leiðandi ekki fylgst eins vel með í skákinni sjálfri og áður. Var útilokað fyrir þig að vinna það upp sem þú hafðir farið á mis við þennan tíma? Já, eiginlega þótti mér það, og ég hafði aldrei í hyggju að verða æva- gamall í skákinni. Sumir skákmenn eru í skákinni af lífi og sál allt sitt líf. Ég hygg að ég hafi aldrei verið þann- ig gerður. Vera má að það hafi verið ókostur, ég veit það ekki. Ég hef alla tíð átt mér fleiri áhugamál, sem mér hafa þótt skipta máli. Fór enginn fiðringur um þig þegar þú sást þetta sterka skákmól í gangi á dögunum? Ja, ég vissi af því og gaf mér tíma til að fara þangað og heilsa uppá gamla.kunningja og fylgjast með. Én eins og ég sagði áðan, ég er búinn að taka mína ákvörðun. Með því er á- kveðinn kafli í lífi manns að baki og þá gerir maður sér enga rellu útaf því. Mig langar í þessu sambandi að Mál Kortsnoi skipti sköpum Rœtt við Friðrik Ólafsson gtórmeistara og skrifstofustjóra alþingis skjóta hér inhí, þú lókst þátt í sterku hraðskákmóti um síðustu jólog náðir 2. sceti?- Já, það gekk ágæflega, ætli það megi ekki segja að það sem verið hefur svo snar þáttur í lífí manns gleymist ekki svo auðveldlega. Dýrmœt reynsla Ef við snúum okkur að öðru, árin þín fjögur hjá FIDE, voru þau strangur skóli? Vissulega voru þau mikil reynsla fyrir mig. Maður kynntist þarna al- veg nýrri hlið á skákheiminum. Þau kynni urðu kannski ekki eins ánægjuleg og ég hefði viljað. Hjá FIDÉ eiga að vera saman komnir allir þeir sem eiga að stjórna málum skákmanna, vinna að eflingu skák- listarinnar, og bera velferð hennar fyrir brjósti. En eftir á sér maður að það sem þarna fer fram, ber oft keim af annarlegum sjónarmiðum og við- miðunúm. Þetta leiðir til flokka- drátta og myndunar þrýstihópa, sem hver fyrir sig reynir að ota sínum tota. Segja má að FIDE sé einskonar vasabókarútgáfa af Sameinuðu þjóðunum. Hjá FIDE eru svipaðir straumar og hjá SÞ. Ég er ekki að segja að þetta hafi komið mér á óvart, sem skákmaður hafði ég orðið var við þetta, en ekki í svo miklum mæli. Þegar ég var beðinn að taka að mér forsetastarfið var mér efst í huga að ég gæti komið ýmsu góðu til leiðar fyrir skákmennina sjálfa. Hjá þeim hafði maður alltaf orðið var við óá- nægju að FIDE gerði ekki nóg fyrir þá og væri að vasast í öðrum hlutum. Tókst þér það? Friðrik Ólafsson stórmeistari í skSk og skrifsfofustjóri Alþing»6 Mér . tókst einnig að koma því í kring, að settar voru reglur um hverniglkjör skákmanna skulu vera í skákmótum, þ.e. mótum sem eru fyrir ofan ákveðið styrkleikastíg. | Þessar reglur eru í gildi núna og eru vissulega til hins betra frá því sem var. FIDE er heimssamband, erþá ekki þungt í vöfum að koma svona málum fram? Það .er afar þungt í vöfum. Þar koma alltaf inn sérhagsmuna sjón- armið, sem oft á tíðum eru dragbítar á allar framfarir. Ég get nefnt sem dæmi, að ef lagt er til að hækka með- limagjöldin, þá eru strax uppi raddir | um að það sé ekki hægt vegna þess að mörg skáksambönd berjist í bökkum fjárhagslega. Skáksambönd úr 3ja . heiminum og öðrum þeim löndum, þar sem skáklistin er ekki hátt skrif-1 uð, segja meðlimagjöldin dragbít á i allt þeirra starf. Og það er miklu frekar að þau biðji um fjárstuðning frá FIDE í stað þess að greiða gjöld sín til sambandsins. Þetta háir starf- semi FIDE og gerir það að verkum að oft er erfitt að koma þörfum mál- um fram. Þá er það og staðreynd að til eru ýmsar „blokkir" sem sjá sér hag í því að FIDE sé ekki fjárhags- 1 lega sterkt því um leið og svo væri, yrði sambandið sjálfstæðara og óháðara. Eins og að tefla erfiða skák I þinni forsetatíð hjá FIDE tefldu þeir Karpov og Kortsnoi einvígi um heimsmeistaratitilinn í Merano á ítal- íu. 1 sambandi við það einvígi barðist þú fyrir því að eiginkona og sonur Kortsnois fengju að fara frá Sovét- ríkjunumjiversu stóran þátt heldurðu aðþú eigir íþx^áðþaufengu aðfára? Eg hygg að á því leiki enginn vafi að án minna: afskipta sem forseti FIDE hefði málið ekki fyngið ,far- sæla lausn. Ég tel að allar þper sanin- ingaviðræður sem ég átti við ýfírvöld í Sovétríkjunum og sá þrýstipgur sem mér tókst að setja áSovétménn- ina hafi ráðið úrslitum. En tilráunir mínar til að leysa þetta vandamál byrjuðu alls ekki í sambandi við þetta einvígi, þær hófust um léið og ég tók við forsetaembætti hjá FIDE einu og hálfu ári fyrr. Ég valdi þá leið í byrjun að reyna viðræður við Sovét- menn, án þess að fjölmiðlar væru með puttana í málinu. Þetta gekk þannig fyrir sig að ég notaði þau tækifæri sem gáfust þegar ég fór til Sovétríkjanna til að ræða málið og eins stóð ég í stöðugu sambandi við þá fyrir milligöngu sendiráðs Sovét- ríkjannahér á landi.Um þetta vissu fjölmiðlar lítið. Ég taldi það myndi gera illt verra ef þeir væru að fjalla um málið á meðan. Vegna þessarar ákvörðunar minnar varð ég oft að sitja undir ámælum þess efnis, að ég aðhefðist ekkert í málinu. Því miður verð ég að segja það, að sumir ís- lenskir fjölmiðlar og ýmsir aðrir voru ekki aftast á vagninum hvað þetta snertir og þeir gerðu mér satt að segja mjög erfitt fyrir. Það var jafnvel gefið í skynað ég væri hallur undir Sovétmenn og hefði engan áhuga á að leysa málið. Mér sárnaði þetta að sjálfsögðu en reyndi að láta þetta sem vind um eyrun þjóta því ég vildi leysa málið í kyrrþey. Hvernig var þér tekið af Sovét- mönnum fyrst þegar þú byrjaðir að leysa málið? Ég byrjaði hjá Skáksambandi So- vétríkjanna og þar var mér vinsam- lega tekið. Þeir sögðu að fyrir sitt leyti væri þeirh ekkert kepptkéfli ,að halda þessu fólki íiandinu. Hinsveg- ar væri þaðekki áþeirrá færi að leysa málið. Það heyrði ekk* undir.þá, heldur stjórnvöld. Þeir eins og ýttu málinu frá .sér, en ég hélt því fram að skáksambandið gæti lagt sitt lóð á vogarskálina og það myndi vega nokkuð þungt. Ég fór þess svó á leit við forráðamenn Skáksambandsins að koma mér í samband við þá aðila í Sovétríkjúnum, sem hefðu tök á því að ieysa málið. Það gerðu þeir. Ég ræddi við æðsta mann þeirrar stofn- unar sem annast um fararleyfi sov- éskra borgara. Sá maður tók mér mjög vel. Hann lýsti fyrir mér þeim reglum sem gilda um svona mál. Samkvæmt þeim hefði Kortsnoi gerst sekur um alvarlegan glæp, að yfirgefa land sitt á þann hátt sem hann gérði. Væri máliðþvílitið mjög alvarlegum augum í Sovétríkjunum og nánast útilokað að koma til móts við óskir manns sem hefði framið slíkan verknað. En með sérstöku til- liti til hinnar háu stöðu minnar í skákheiminum og velvildar í minn garð persónulega og virðingar fyrir mínu embætti þá myndi verða reynt að greiða fyrir því að fjölskyldan fengí að fara' úr landi. Ékki beint loforð, en viljayfirlýsing um það að reyna allt sem hægt væri. Ég vil taka það fram að allt þetta karp tók eitt og hálft ár. Hjólin snúast ekki af neinum ógnarhraða í svona málum. Þá er einvígið farið að nálgast? Já, það nálgaðist og mér var mikið í mun að skrípaleikurinn frá Filips- eyjum endurtæki sig ekki í þessu ein- vígi. Og þótt ég hefði ekki Íoforð um Að mörgu Ieyti tókst mér að bæta hag þeirra, en ef til vill ekkj eins mikið og ég hefði viljað. Ég reyndi mikið að efla hag FIDE fjárhags- lega, því lítið er hægt að gera fyrir skákmennina án þess að FIDE sé fjárhagslega sterkt. Því miður reyndist það torvelt, skákin á ekki jafn greiðan aðgang að fjölmiðlum, til að mynda sjónvarpi, svo dæmi sé néfnt, og aðrar íþróttagreinar. Skákin er ekki með því sniði að hún sé spennandi sjónvarpsefni. Það er lítið púður í því að horfa á tvo menn að tafli í sjónvarpi eða á kvik- mynd. Samt tókst mér að þoka fjár- hagnum vel uppá við og þrátt fyrir stór orð núverandi forseta Campom- anesar, þá er fjárhagur FIDE mun lakari nú en meðan ég var þar for- seti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.