Þjóðviljinn - 03.03.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 03.03.1985, Page 3
Tímatal Ragnhildar Hæstvirlur tíundi þingmaöur Reykvíkinga er ekki frægur aö skapstillingu. Þingmaðurinn varð að menntamálaráðherra eftir síðustu kosningar og á nú íslandsmet í niðurskurði í ménnta- og menningarmál- um. Síðasta afrekið er að hrekja mikinn hluta fram- haldsskólakennara úr starfi og leggja skólakerfið þarmeð í rúst. Meðan Róm brennur hefur ráðherrann það helst sér til dundurs að hringja niðrá útvarp í hverjum frétta- tíma og fjargviðrast útí orða- lag kringum kennar- auppsagnirnar. Þeir hafa sagt upp frá og með 1. mars, en ráðherrann heldur ennþá að 1. mars sé 1. júní og reynir að koma þessu sérkennilega tímatali í gildi með leiðréttingu í lok allra útvarpsfrétta. Okkur á Þjóðviljanum skortir því ekki tækifærin til að kveða oft góða vísu eftir skáldjöfur úr menntageiran- um: Ragnhildur er söm við sig til loka og siglir yfir veldi sitt og ríki í eðlislægum yfirstéttar- hroka sem öðru hverju blandast móðursýki.* Fyrir aðeins 390 kr. Frábærar tertur Af hverju metsala Bókaforlög eru nú sem óðast að gera upp jólavertíðina 1984 enda eiga bóksalar að skila af sér til útgefenda í fe- brúar. Af þeim fréttum sem við höfum heyrt má draga þær ályktanir að bókaforlögin standi betur eftir þessa vertíð en þau hafa lengi gert. Mörg voru komin á heljarþröm í haust sáu vart út úr skuldun- um. Eitt forlagið sem Þjóðvilj- inn hafði spurnir af hefur í krafti hinnar miklu jólabóka- sölu getað losað sig úr skuld- aklípu og hreinsað verulega til. Ef svo fer sem horfir verður talsverð aukning á útgáfunni næsta haust, en hvað þá ger- ist veit enginn. Menn í bóka- heiminum hafa mikið velt vöngum yfir því hvað olli þeirri miklu söluaukningu sem varö um jólin en ekki fengið neina haldgóða skýringu. Sumir hafa bent á að vídeóæðið sé um garð gengið en aðrir segja að það geti ekki veriö skýring- in því aukningin um jólin varð einna mest í svonefndum „betri bókum" sem hefðu síst átt að gjalda vídeóbylgjunnar. Dularfullt." Helmingi ódýrara Vasabrotsbækur hafa ekki átt upp á pallborðið hjá landan- um til þessa, amk. ekki ís- lenskar. Eins og kunnugt er gerði Mál og menning tilraun með útgáfu slíkra bóka um síðustu jól og gafst hún afar vel. Einn hængur er á þessari útgáfu en hann er sá að ís- lenskur prentiðnaður ræður ekki við prentun vasabrots- bóka úr þunnum pappír eins og tíðkast erlendis en meö því að nota hann er hægt að koma verðinu enn meira nið- ur. í því samhengi líta menn hýru auga þau tilboð sem hafa verið að berast erlendis frá um bókaþrentun. Höfum við heyrt dæmi þess að tilboð- in hafi hljóðaö upp á innan við helming þess sem íslenskar prentsmiðjur taka fyrir prent- un á bókum. Munu margirforl- eggjarar vera farnir að hug- leiða utanlandsreisur til að kanna málið.« Wv\ ov-'ð 5» Sítf" 3 Bakaríið KRINGLAN Starmýri 2 STORSYNING Laugrarclagr frá kl. 10-4 og sunnudag frá kl. 1-5 Sýndar verða 1985 árgerðirnar af: Mazda 323 Mazda 626 Mazda ESeries Mazda TSeries mam IAíb Mazda 929i Sérstaklega kynnum við nýjan MAZDA 929 EGI með nýrri 120 hestafla vél með tölvustýrðri beinni innspýtingu. Ennfremur sýnum við úrval af notuðum MAZDA bílum, sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð. Gerið ykkur dagamun og KOMIÐ OG SKOÐIÐ ÞAÐ NÝJASTA FRÁ MAZDA, og auðvitað verður heitt á könnunni. BÍLABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.