Þjóðviljinn - 03.03.1985, Side 7

Þjóðviljinn - 03.03.1985, Side 7
Frímúrarar Leyndin bindur menn saman Frímúrarareglan hefurmjög verið í sviðsljósinu ó Norður- löndum síðustu mónuði eftir að reglubróðir brauttrúnað sinn við regluna og lýsti fyrir fjölmiðlum því sem fram fer f þessum leyniklúbbum. Við athugun á félagaskrám frímúrara hefur síðan komið í ljós, það sem flestir þóttust áður vita, að þar sitja upp til hópa helstu valda- og embættismenn viðkomandi landa. Þá hefur ekki síður vakið athygli lýsing á inngöngu í regluna og upphafn- ing á hin ýmsu víglustig, þar sem hauskúpur, beinagrinur, líkkist- ur, sverð og kjólföt, uppbrettar buxnaskálmar og hálfnaktir regl- ubræður eru meðal þess sem fyrir augu ber og mestu skiptir. Ulfar Þormóðsson fyrrv. blaðamaður hefur gefið út merki- legt rit, Bræðrabrönd, í tveimur bindum, sem fjallar um sögu, starfsháttu og siði frímúrara auk þess sem birt er félagaskrá sem stuðst er við hér að neðan. Úlfar bendir á í bók sinni að völd frím- úrara í íslenskí þjóðfélaginu séu minni nú en áður var og valdaþ- ræðir þeirra liggja ekki eins víða og á árunum 1930-70 þegar völd þeirra og áhrif voru sem mest, en þó séu þau í dag bæði mikil og víðtæk. „Hér er um einstaklinga að ræða sem eiga sér sameiginlega heimspeki sameiginlegar laun- helgar, játast undir sameiginleg boð og bönn og lúta í sameiningu einum yfirstjórnanda. Og þessi samstaða er ekki bundin við ís- land eitt. En meðal annars vegna þess að allt þetta er leynilegt, heimspekin, launhelgarnar og svardagarnir, koma þeir fram sem einstaklingar, opinberlega og minnugir þess æ og ævinlega hverjar reglur hinn alþjóðlegi fé- lagsskapur setur þeim. Þetta er óumbreytanlegt og ævarandi, gerir þá að bræðrum dag hvern utan stúku sem innan, utan lands sem innan. Þessi leynd bindur bræðurna saman, styrkir regluna, eykur áhrif hennar og viðheldur völdum bræðranna,“ segir Úlfar. Hér að neðan eru tíndir til nokkrir af bræðrunum sem sam- tals telja um 2000 hérlendis. Pað er fróðlegt að sjá hversu prestar eru fjölmennir í þessum hópi og eins fer ekki á milli mála að helstu valdamenn þjóðarinnar bæði á fjármálasviði, lögreglu og dómsmálum hafa fundið sér sam- eiginlegan starfsvettvang í frí- múrarareglunni. - lg Fjölmennt lið lögreglumanna Hallvarður Einvarðsson, rann- sóknarlögreglust j óri. Helgi Daníelsson, yfirlögreglu- þjónn RLR. Sveinn Björnsson, yfirrannsókn- arlögreglum. Hafnf. Borgþór Þórhallsson, rannsókn- arlögreglum. Halldór Sigurðsson, rannsóknar- lögreglum. Lárus A. Helgason, rannsóknar- lögreglum. Sveinbjörn Bjarnason, rannsókn- arlögreglum. Benedikt Lárusson, yfirlögreglu- þj. Keflav.flugv. Bjarni Júlíus Gestsson, lögregl- uþj. Keflv.flugv. Guðni M. Sigurðsson, lögreglu- varðstj. Keflavík. Svanur Geirdal, yfirlögregluþj. Akranesi. Björn Sveinbjörnsson, hæstarétt- ardómari. Sigurgeir Jónsson, hæstaréttar- dómari. Jónas Thoroddsen, borgardóm- ari. Ókeypis fyrir presta Prestar, prófastar og biskupar hafa um alla tíð verið fjölmennur hópurí Frímúrarareglunni, hvort sem ástæðan er sú að reglan segist byggja á kristinni lífsskoðun eða sú staðreynd að prestar þurfa hvorki að greiða inntökugjald í regluna sem kostar stórfé, né að greiða gjald fyrir upphafningu á æðri viskustig. Nú eru í reglunni rúmlega hálft hundrað prestvígðra manna þar á meðal biskupinn. Rétt er að geta þess að ka- þólska kirkjan bannfærir alla þá kaþólikka sem starfa í frímúrar- areglu og á dögunum ítrekaði páfi þessa skoðun og sagði að ka- þólikkar sem gengu á hönd regl- unni væru að drýgja alvarlega synd og gætu ekki tekið við heil- ögu sakramenti. Þá er grísk- ortodoxa kirkjan mjög andsnúin frímúrarareglunni og útilokar alla presta sem hafa komið ná- lægt henni. Til fróðleiks birtum við hér nokkur nöfn þeirra prestvígðu sem starfa eða störfuðu í hinni íslensku frímúrarareglu. Jón Auðuns. Friðrik A. Friðriksson, Húsavík. Jakob Jónsson. Sigurður Haukdal. Helgi Konráðsson, Sauðárkrók. Róbert Jack, Tjörn, Vatnsnesi. Jón Ólafsson, Holti, Önundar- firði. Kristján Róbertsson. Ólafur Lárusson. Pétur T. Oddsson, Hruna, Dölum. Pétur Sigurgeirsson, biskup. Sigurgeir Sigurðsson, fyrrv. bisk- up. Sigurður Stefánsson, Möðru- völlum. Friðrik J. Rafnar, fyrrv. vígslu- biskup. Sveinn Víkingur. Hreinn Hjartarson. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Þórir Ó. Stephensen. Bjarni Sigurðsson, Mosfelli. Ragnar Fjalar Lárusson. Jakob A. Hjálmarsson. Lárus Þ. Guðmundsson, Holti. Þorbergur Kristjánsson, Kópa- vogi. Bolli Þ. Gústafsson, Laufási. Sigurður Guðmundsson, prófast- ur. Úlfar Guðmundsson, Eyrar- bakka. Bragi Benediktsson, Hafnarfirði. Vigfús Þ. Árnason, Siglufirði. Fóir þingmenn Aðeins þrír núverandi þing- menn eru meðal félaga í reglunni, en fyrr á árum var nokkru fjöl- mennara þinglið meðal reglu- bræðra. Samtals munu um 50 frí- múrarar hafa setið á alþingi í lengri eða skemmri tíma og lang- flestir þeirra fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. ALÞINGISMENN Fyrrverandi: Alfreð Gíslason, Keflavík D. Alfreð Gíslason, Rvík. G. Björn Hallvarður Sveinbjörnsson. Einvarðsson. Ásgeir Ásgeirsson, A. Bergur Jónsson, Hafn.fj. B. Björn Ólafsson, ráðherra D. Friðjón Skarphéðinsson, A. Sigurður Hlíðar, D. Jón Árnason, D. Lárus Jóhannesson, D. Pétur Ragnar Fjalar Sigurgeirsson. Lárusson. Jakob Jónsson. Bjarni Sigurðsson Magnús Jónsson frá Mel, D. Magnús Jónsson prófessor, D. Jakob Möller, D. Páll Hallgrímsson, Selfossi B. Pétur Magnússon, D. Sigurður Óli Ólafsson, D. Jón G. Sólnes, D. Sverrir Júlíusson, D. Gunnar Thoroddsen, D. Axel Jónsson, D. g I fs Albert Guðmundsson. Eiður Guðnason. Núverandi: Albert Guðmundsson, D. Eiður Guðnason, D. Guðmundur H. Garðarsson, (varaþ.) D. Bankastjórar óberandi Fyrr á öldinni voru banka- stjórar fjölmennir í frímúrara- stétt, en þó að nokkuð hafi dregið úr mætti peningavaldsins í félags- skapnum við endurnýjun í bank- astjórastöðum eru stjórarnir enn áberandi BANKASTJÓRAR Halldór Guðbjarnarson, Útvegs- bankinn. Helgi Briem, Útvegsbankinn (fyrrver.). Bjarni Magnússon, Landsbank- inn (Mjóddinni). Höskuldur Ólafsson, Verslunar- bankinn. Valur Valsson, Iðnaðarbankinn. Ragnar Önundarson, Iðnaðar- bankinn. Jakob J. Hafstein, Iðnaðarbank- inn (Selfossi). Gunnlaugur Kristjánsson, Landsbankinn. Jósafat Líndal, Sparisjóður Kóp- avogs. Jón Júlíus Sigurðsson, Lands- bankinn (Vesturbær). Ásgeir H. Sigurðsson, Samvinnu- bankinn (Vopnafirði). Valur Valsson. Jón Bergs. Þór Guðmundsson, Landsbank- inn (ísafirði). Steingrímur Berharðsson, Bún- aðarbankinn (Akureyri). Topparnir sameinaðir SÍS-topparnir, olíufélögin, skipafélögin og stærstu verslun- arfyrirtækin og útgerðaraðilar hafa ætíð átt sína fulltrúa innan frímúrarareglunnar. Þar tekur sonur við af föður. Hér eru til- greind fáein dæmi um forstjóra- veldið í reglunni. FORSTJÓRAVELDIÐ Vilhjálmur Jónsson, Esso. Indriði Pálsson, Shell. Önundur Ásgeirsson, Olís (fyrrv. forstj.). Óttar Möller, Eimskip (fyrrv. forstj.). Ragnar Kjartansson, Hafskip. Erlendur Einarsson, SÍS. Valur Arnþórsson, KEA. Jón Bergs, SS. Ebenezar Ásgeirsson, Vörumark- aðurinn. Sigfús Sigfússon, Hekla. Árni Gestsson, Globus. Einar Birnir, stórkaupm. Guðlaugur Björgvinsson, MS. Aðalsteinn Jónsson, Eskifirði. Einar Guðfinnsson, Bolungar- vík. Það vekur óneitanlega athygli þegar félagaskrá frímúrara er skoðuð hversu fjölmennt lið Erlendur Valur Arnþórsson Einarsson. Ragnar Vilhjálmur Kjartansson. Jónsson. rannsóknarlögreglumanna er þar að finna. Fyrir utan þá dómara sem hér eru einnig upptaldir er ótalinn fjöldi sýslumanna, sýslufulltrúa og annarra dómsembættismanna að finna í félagaskránum. Sunnudagur 3. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.