Þjóðviljinn - 03.03.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 03.03.1985, Qupperneq 5
Líftœkni FURÐUR Verða útdauð dýr endursköpuð? Nútíma erfðatœkni gerir kleiftað endurskapa gen úr útdauðum dýrum séu einhverjar líkamsleifar til. í framtíðinni er ekki útilokað að unnt verði að „endurskapa" löngu útdauð dýr, svo fremi sem Kornabörn Ófœdd böm heyra einhverjar líkamsleifar þeirra séu fyrir hendi. Mammútarnir sem af og til finnast í sífrera Síberíu og dínósárusar sem uppgötvast í set- lögum kunna þannig að öðlast líf að nýju fyrir atbeina ótrúlegrar tækniþróunar. Þessi fjarlægi möguleiki er nú í brennidepli sökum þess að vís- indamönnum við háskólann í Kaliforníu hefur tekist að nota húðleifar til að búa til nákvæma eftirmynd af genum kvaggans, tegundar sem var nokkurs konar sambland af hesti og sebradýri og dó út fyrir hundrað árum. Á grundvelli rannsókna sem síðar voru gerðar á þessu erfða- efni tókst meðal annars að úkljá gamalt deilumál: var kvagginn skyldari hesti en sebradýri? Gagnstætt því sem vísindamenn höfðu upphaflega trúað var kvagginn skyldari sebradýrinu. Þess má geta að kvagginn lifði á grassléttum þess hluta Afríku sem nú er kallaður Suður-Afríka og var eftirsóttur af hinum evróp- Kvagginn, einskonar sambland af sebra og hesti, dó út á sléttum Suður Afríku fyrir meir en 100 árum. Nú hefur vísindamönnum tekist aö endurskapa gen úr frumum kvaggans með því að notast við gamlar húðleifar. sku innflytjendum sökum sér- öðrum útdauðum dýrum eins og stæðrar húðar og kjötgæðanna. mammút og dínósárusum með Nú vonast starfsmenn há- því að nota tennur og beinleifar skólans til að geta beitt sömu sem til eru. tækni til að framleiða erfðaefni úr -ÖS Þegar nýfœdd böm voru látin velja milli Stígvélaðokattarins sem móðirþeirra ■ hafði lesiðþeimfyrir fceðingu og annarrar sögu völdu þau Stígvélaðaköttínn Um langt skeið hafa sumir sálfrœðingar talið að fóstur í legi móðurinnar geti „hlust- að“ á hljóð sem berast utan frá og jafnvel vanist á þann hátt rödd móðurinnar. Ant- ony DeCasper, sálfrœðingur við háskólann í Norður Karó- línu í Bandaríkjunum hefur gert tilraunir sem styðja þetta. Hann setti í upphafi fram þá vinnutilgátu að nýfædd börn myndu fremur kjósa að hlusta á rödd móður sinnar en rödd ann- arrar konu. Hann gaf nýfæddum ungabörnum kost á að sjúga túttu sem var þannig útbúin að sygju kornabörnin hægt spilaði tengt segulband rödd móður þeirra - sem þau höfðu ekki heyrt eftir fæðinguna. Sygju börnin hratt heyrðu þau rödd annarrar konu. Kornabörnin tóku tiltölulega fljótlega upp á drykkjusiðum sem framkölluðu rödd móður þeirra. Næst bað DeCasper sex feður að tala eins mikið við börnin sín og þeir mögulega gætu tvo fyrstu dagana eftir fæðinguna. Þó í ljós kæmi að ungabörnin gátu greint á milli radda karlmanna, þá völdu þau ekki rödd föður síns. Af þessu ályktaði DeCasper að líklega kysu börn fremur að heyra hljóð sem þau hefðu heyrt fyrir fæðingu sína. Þannig myndu þau fremur vilja hlusta á hjart- slátt móður sinnar af segulbandi en rödd föður síns, taldi sáf- fræðingurinn. Tilraunir sýndu, að svo var einmitt. Þegar hér var komið sögu var DeCasper orðinn sannfærður um að tilgátan væri rétt og hófst handa um að sýna fram á að börn gætu í raun og veru þekkt aftur hljóð sem þau höfðu heyrt fyrir fæðinguna. Hann bað sextán þungaðar konur að lesa fyrir ófædd börn sín söguna af Stígvél- aða kettinum, tvisvar á dag síð- ustu sex vikurnar fyrir fæðing- una. Um leið og börnin voru fædd gaf hann þeim kost á að velj a með soghraða á milli segulbandsupp- töku af lestri móðurinnar á Stíg- vélaða kettinum og sögunnar af Stóra Kláusi og Litla Kláusi. Börnin völdu Stígvélaða köttinn! fcláznclrctr IraH-fifltwr íslenska kartaflan er m'ös M9M%^MMSMÍkiMM jHLmÆ UMMMIMM auðug af C vítamíni. Með gera krakkana stóra og sterka! því að hafa hana reglulega á borðum sem meðlæti eða aðalrétt sjáum við börnunum fyrir stórum hluta af C vítamínþörf þeirra og tryggjum þeim heilbrigðari líkáma en ella. Islenska kartaflan inniheldur líka vítamín, sem hindrar hörguleinkenni, B2 vítamín sem vinnur að heilbrigðum vexti og efna- skiptum, niasin, sem stuðlar að eðlilegum þroska, kalk, járn, fosfór, eggjahvítuefni 02trefiaefni. ■ •• ✓ x . Geno bomunum gooan mat Gefum þeim íslenskar kartöflur Grœnmetisverslun llandbúnaðarinsl Síðumúla 34 - Sími 81600 f Kartöflueggjakaka fyrir 4-5_____________________________________________________________________ • 350 g kartöflur • 150 g hangikjöt • Va tsk. basilikum »Eggjakaka: •3 stk. egg • Vi tsk. salt • örl. pipar • 1 dl vatn • 3 msk hveiti _______________________________________________________ Skrælið kartöflurnar og rífið á rifjárni. Skerið hangikjötið í smáa bita. Þeytið eggin ásamt salti og pipar, hristið saman vatn og hveiti og hellið þvf saman við eggjahræruna. Bræðið smjörlíkið á pönnu. Blandið rifnum kartöflum saman við eggjahræruna og bakið við vægan hita. Stingið af og til í eggjakökuna með gaffli svo eggin sem fljóta ofan á komist niður á pönnuna. Þegar kartöflurnar eru gegnsteiktar eftir 15-20 mín. þá er hangikjöti og basilikum dreift yfir kökuna og látið hitna vel. Borið fram sem sjálfstæður réttur með soðnu grænmeti. AUGLÝSINGAPJÓNUSTAN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.