Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 4
Á BEININU Elsa Kristjánsdóttir Gjöldum nábýlis við herinn og höfuðborgina Elsa Kristjánsdóttir er oddviti í Sandgerði og varaþingmaður Alþýðubandalagsins fyrir Reykjaneskjördæmi. Hún á jafnframt sæti í stjórn Iðnþró- unarfélags Suðurnesja. At- vinnumál á Suðurnesjum hafa verið í brennidepli að undanförnu, og því er Elsa Kristjánsdóttirá beininu hjá okkurídag. Elsa, hvað er að gerast í at- vinnumálum Suðurnesja? Eru þau að taka nýja stefnu? Nei, það held ég ekki. Breytingar eru ekki sjáanlegar nema til hins verra í sjávarútveg- inum. Þar hefur orðið samdrátt- ur, sem valdið hefur atvinnuleysi, sérstaklega meðal kvenna. Hér eru engar atvinnugreinar sem geta tekið við þeim sem hafa at- vinnu af sjávarútvegi og allra síst konunum. Samdrátturinn í sjáv- arútveginum hefur einnig orsak- að stórfellda erfiðleika hjá þeim sveitarfélögum, sem byggja á sjávarútveginum. Hvað veldur þessum sam- drætti? Þar eru fleirri orsakir, en nefna mætti að lánafyrirgreiðsla til tog- araútgerðar hefur verið minni hér en í öðrum byggðarlögum. Gott dæmi um þetta er togarinn Guðmundur Jónsson, sem byggður var fyrir Rafn hf. hér í Sandgerði. Þeir Ientu í erfið- leikum með að halda honum og þurftu að fá fyrirgreiðslu, sem þeir fengu ekki, svo að skipið var selt til Vestmannaeyja. Þeir í Eyjum fengu hins vegar helmingi meiri fyrirgreiðslu til þess að geta keypt skipið en farið hafði verið framá héðan. Það er staðreynd að Suðurnesin hafa verið afskipt hjá lánasjóðum miðað við aðra landshluta. Baggi sveitarfélaganna Hvernig kemur samdrátturinn og rekstrarerfiðleikarnir í sjávar- útveginum við sveitarfélögin? Einfaldlega þannig að þau hafa ekki getað náð inn tekjum sínum af útsvari, aðstöðugjöldum og öðrum þjónustugjöldum hjá þessum fyrirtækjum. Til þess að halda atvinnunni hefur þessum fyrirtækjum verið hlíft í inn- heimtu á rafmagns- og hafnar- gjöldum og fyrir síðustu áramót fóru 5 fyrirtæki hér í Sandgerði fram á skuldbreytingu við sveitarfélagið. Þessar vanskila- skuldir námu nærri 30% af heild- artekjum sveitarfélagsins það árið. A sjávarútvegurinn á Suður- nesjum í slag við bankakerfið? Málið er að það hafa ekki aðrir en Útvegsbankinn og Lands- bankinn verið skyldaðir til þess að sinna sjávarútveginum, sem er afarfjármagnsfrekur. Þegar þessi viðskipti eru orðin óeðlilega stórt hlutfall af útlánum og þau fara framyfir innlánin, þá lenda þessir bankar í bullandi yfirdrætti og refsivöxtum hjá Seðlabankanum og tapa þannig á þessum við- skiptum. Á meðan geta einka- bankarnir valið sér viðskiptavini. Því er það að þegar menn eru að tala um gróða bankanna, þá er honum afar misjafnt skipt eftir því hver á í hlut, hvar bankarnir eru staðsettir og hvaða uppbygg- ingu þeir standa á bakvið. Fiskverkakonur réttlausar Hvernig kemur vandi sjávarút- vegsins við fiskverkakonurnar? Nú, þær eru atvinnulausar. Ég veit ekki til þess að það tíðkist annars staðar í þjóðfélaginu að hægt sé að segja fólki upp með vikufyrirvara og kalla svo í það þegar henta þykir. Hjá mörgum fiskverkakonum hefur atvinna verið það stopul síðasta árið að þær hafa nú þegar fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta, en bæt- urnar miðast við þá vinnu sem unnin hefur verið síðustu 12 mán- uðina. Þar fyrir utan er þessi vinna ekkert sældarbrauð, eins og glögglega kom fram í skýrsl- unni sem nýlega var gefin út um atvinnusjúkdóma í greininni. Hún lýgur sko engu um það. Vinnuálagið í bónusvinnunni, kuldanum og slabbinu hefur leikið marga konuna grátt. Nú standa yfir miklar fram- kvæmdir á vegum bandaríska hersins og við flugstöðvarbygg- inguna á Keflavíkurflugvelli. Eru þessar framkvæmdir ekki þáttur í atvinnulífi Suðurnesja? Jú, við höfum reyndar haft þennan söng dynjandi yfir okkur alla tíð að það sé svo mikið fjár- streymi hingað vegna þessara framkvæmda hjá hernum, að við þurfum ekkert meira. Sann- leikurinn er hins vegar sá að þess- ar framkvæmdir eru fyrst og fremst hemill á eðlilega þróun at- vinnulífs hér. Það er rétt að hafa það í huga þegar menn eru að tala um hinn mikla gróða Suðurnesja- manna af hernaðarframkvæmd- um, að hann skilur býsna lítið eftir sig hér. Eins og allir vita, þá hafa Aðalverktakar flutt sinn hagnað til Reykjavíkur og mikið af undirverktökum sem hér vinna koma annarsstaðar frá og flytja með sér vinnukraft. Þetta á einn- ig við um ístak og Hagvirki, sem hafa verið með flugstöðvarbygg- inguna. Hins vegar eru Aðal- verktakar með fastan kjarna starfsfólks héðan, sem að undan- förnu hefur unnið við flugskýla- byggingarnar og hernaðarfram- kvæmdirnar í Helguvík. Eiturlyf Annars má segja um hernað- arframkvæmdirnar, að þær virka að nokkru leyti eins og eiturlyf. Þegar sveiflur verða missir fólk vinnuna og þá er bæði meðvitað og ómeðvitað kallað á meiri hernaðarframkvæmdir. Gagn- vart fyrirtækjunum virkar þetta þannig að þau vita ekki hvort hægt er að fara út í einhverja upp- byggingu, því kannski kemur allt í einu mikið framkvæmdatímabil, og þá er bara boðið í fólk og menn hópast eitthvað annað. Það er heldur ekki óeðlilegt miðað við þau kjör og þá vinnuaðstöðu sem nú býðst á sjónum að menn leiti heldur í þetta. En það á ekki síður við um iðnfyrirtæki en út- gerðina, að þau kvarti undan samkeppni við herinn um vinnu- aflið. Það á þó eingöngu við um karlmenn, því konur vinna ekki við þessar framkvæmdir. í þessu sambandi er líka rétt að geta þess að þrjú sveitarfélög hér á Suðurnesjum, Grindavík, Sandgerði og Garðurinn, byggj- ast svo til eingöngu á sjávarút- vegi. Því hættir mönnum oft til að gleyma þegar rætt er um Suður- nesin og menn sjá ekki annað fyrir sér en Keflavík, flugvöllinn og framkvæmdirnar hjá hernum. Framtíðin Hvaða augum lítur þú á fram- tíðarmöguleika atvinnuþróunar á Suðurnesjum? í fyrra var stofnað.hér Iðnþró- unarfélag, og hér hefur verið starfandi iðnaðarráðgjafi í 3 ár. Þá er einnig í bígerð að stofna hér sérstakan iðnþróunarsjóð. Hér er að hefjast sókn til þess að auka fjölbreytnina í atvinnulífinu og aðstoða fólk við að koma upp fyrirtækjum. Hér er ekki átt við iðnað í þrengsta skilningi orðsins, heldur höfum við hugsað okkur að taka líka þarna inn það sem snýr að fiskiðnaði, og þá sérstak- lega nýjungum á því sviði. Menn binda vonir við að hægt verði að nýta þær náttúruauð- lindir sem hér eru í formi jarð- hita. Mikið er rætt um það að koma hér upp fiskeldisstöðvum, stórum og mörgum, og binda menn nokkrar vonir við það, þótt slík starfsemi skaffi í sjálfu sér ekki ýkja mikla atvinnu. Bæði hjá Sjöstjörnunni í Njarðvík og hjá Oskari Árnasyni í Sandgerði eru menn nú að gera tilraunir með fjölbreyttari fram- leiðslu á sjávarafurðum og leita nýrra leiða í fiskverkun. Skilningsleysi En það verður að segjast eins og er, að þessi starfsemi virðist ekki njóta mikils skilnings eða áhuga hjá lánastofnunum eða þeim sjóðum sem þar eiga að koma til. Menn eru alltaf að tala um að þurfi að koma meiri fjöl- breytni í atvinnulífið, en svo þeg- ar til á að taka og einhverjir vilja gera þetta, þá er eins og vanti bæði undirbúning og skilning. Þessar rannsóknar- og þróunar- stofnanir sem við eigum virðast ekki vera tilbúnar, né heldur að þeir sem ráða fjármagninu þekki sinn vitjunartíma. Það er því eins og hugur fylgi ekki máli og hlut- irnir eru ekki útfærðir til enda. Þetta verður meira almennt snakk. Við íslendingar erum frægir fyrir hvað við veitum lítið til rannsóknar- og þróunarstarf- semi. Ef við ætlum okkur að byggja hér upp nýjar atvinnu- greinar og koma á tæknivæddum iðnaði, þá þarf að sjálfsögðu að byggja það upp frá grunni, meðal annars með því að miða menntakerfið við hinar nýju kröfur og búa vel að hvers konar rannsóknar- og þróunarstarf- semi. Sjóefnavinnslan Bunduð þið vonir við Sjóefna- vinnsluna? Já, Sjóefnavinnslan er dæmi um þróunarverkefni, sem menn virðast ætla að henda frá sér rétt í þann mund þegar búið er að sigr- ast á helstu tæknilegu erfið- leikunum og forsendur eru að skapast fyrir því að leggja mat á árangurinn. Og ráðherra lýsir því yfir að færa eigi einkaaðilum ork- una frá fyrirtækinu á silfurfati án þess að ráðfæra sig við með- eigendur sem eru sveitarfélögin á Suðurnesjum. Þetta er auðvitað hrein lögleysa og gæti hvergi við- gengist nema hér á Suðurnesjum. Allavega hefðu svona aðferðir ekki liðist í kjördæmi iðnaðar- ráðherrans. Sjóefnavinnslan er einmitt dæmi um það hvernig við íslendingar tímum ekki að leggja vinnu og fjármuni í þróunarverk- efni og hlaupum frá hálfunnum hlut. Hvers vegna gæti þetta hvergi gerst nema á Suðurnesjum? Vegna þess að í augum flestra landsmanna teljast Suðurnesin með Reykjavíkursvæðinu og á okkur dynur sífellt þessi sama lumma að við eigum að láta okk- ur nægja „Völlinn" og það sem þar er að hafa. Þetta er sú mynd sem menn gera sér af Suðurnesj- um. Telur þú að þið gjaldið nábýlis- ins við Völlinn og höfuðborgina? Já. ólg. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.