Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 5
. *,V»Wv\V»V»\Vv\Vt vA\ s Margt hefur breyst en alls ekki nóg Vilborg Harðardóttir svarar nokkrum spurningum um árangur kvennaáratugarins Árið í ár, 1985, er lokaárið í kvennaáratugnum sem svo vartilgreindurá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1975. Það ár var kvennaár og ákvörðun allsherjarþingsins var tekin í Ijósi niðurstaðna frá ráðstefnu um málefni kvenna sem SÞ efndu til í Mexíkó fyrr um árið. Þar var einn fulltrúi (slands Vilborg Harðardóttir. Á fáar telst hallað þó sagt sé að engin kona hafi verið virkari íjafnréttisbaráttu kvenna hér á landi allt frá því um 1970 þegar Rauðsokkahreyfingin var stofnuðog „nýja kvennahreyfingin" hleypti nýju blóði í framsókn kvenna til aukinna réttinda. Vilborg var meðal stofnenda Rauðsokkahreyfingarinnar, hún átti sæti í nefnd þeirri sem vann að endurskoðun löggjafar um fóstureyðingar og kynferðisfræðslu, hún tók þátt í undirbúningi kvennaársins, sat ráðstefnu SÞ í Mexíkó og einnig þá sem haldin var „á miðri leið“ árið 1980 í Kaupmannahöfn, var reyndar I undirbúningsnefnd hennar. Ognúerhúní undirbúningsnefnd fyrir kvennaráðstefnu sem haldaá í Nairobi í Kenýa síðar á þessu ári þar sem lagt verður mat á árangur kvennaáratugarins. Hún er einnig í Jafnréttisráði. Vilborg er núverandi varafor- maður Alþýðubandalagsins og nú um helgina situr hún Kvenn- astefnu sem konur f flokknum hafa boðað til. Á fimmtudagskvöldið leit ég inn hj á henni á Laugaveginum og bað hana að segja lesendum Þjóðvilj- ans hvað henni fyndist hafa áunnist á kvennaáratugnum. -Það hefur mikið breyst, en þó alls ekki nóg. Það er sniðugt að þú skuldir spyrja um þetta nú, því eftir kvennaárið var líka haft við mig viðtal. Þá var ég sannast sagna orðin dálítið þreytt á kvennaárinu, einkum á því að standa í þverpólitísku starfi sem þá var mjög ríkjandi. Við í nýju kvennahreyfingunni vorum rót- tækastar í kvennapólitíkinni og landsmálapólitíkinni og við vor- um talsvert efins um að þetta þverpólitíska starf hefði fært okk- ur eitthvað áleiðis. Okkur fannst vanta baráttu. Þegar ég lít til baka núna finnst mér ég sjá að kvennaárið hafði mikil áhrif. Auðvitað hafði nýja hreyfingin sín áhrif og það er erfitt að greina sundur áhrif hennar og áhrif hins þverpólitíska starfs. En á því er enginn vafi að við náðum til fleiri kvenna en við gátum náð til ein- ar. Ekki síst kvenna sem hvergi voru virkar í félagsmálum, jafnvel þótt þær ynnu úti og greiddu gjöld til verkalýðsfélaga. Ég sé líka mikla breytingu þeg- ar ég horfi á ungar konur í dag. Fyrir þeim eru hlutir sem kostuðu okkur mikla baráttu alveg sjálf- sagðir. Þeir eru svo sjálfsagðir að fólk skilur ekki að þeir hafi kost- að baráttu. Þetta er svipað og með réttindi verkafólks. Við finnum ekki fyrir þeim fyrr en ráðist er á þau, líkt og átt hefur sér stað undir núverandi stjórn. - Hvað er það sem er svona sjálfsagt í dag? - Það er ýmislegt, en ég vil nefna frelsi til fóstureyðinga og aukna möguleika kvenna í lang- skólanámi. Nú telst miklu sjálf- sagðara en fyrir 15 árum að konur fari í langskólanám og konur eru t.d. í meirihluta í menntaskólum. Samt er margt eftir, konur eru t.d. sárafáar í tæknifögum. Enda eru konur sjaldnast þar sem gróð- inn liggur og þar með valdið í þjóðfélaginu. Verkfallið breytti miklu - Finnst þér viðhorfin hafa breyst mikið? - Já, sú vitundarbreyting sem orðið hefur meðal kvenna er helsti árangurinn sem áratugur- inn hefur skilað okkur. 24. októ- ber 1975, þegar konur fóru í alls- herjarverkfall, breytti ansi miklu. Líttu á BSRB-verkfallið í haust, hverjir báru það uppi? Konur. Þetta hefði ekki getað gerst fyrir 10 árum. Konur eru orðnar miklu meðvitaðri um sjálfar sig sem þátttakendur í þjóðfélaginu. Árið 1976 gekkst kvennaárs- nefnd fyrir könnun á stöðu og viðhorfum kvenna. Nú er verið að endurtaka þessa könnun á vegum Jafnréttisráðs. Endan- legar niðurstöður liggja ekki fyrir, en ég veit nú þegar að hún mun leiða í ljós mikla viðhorfs- breytingu meðal kvenna. Annað sem hún leiðir í ljós er að atvinnu- þátttaka kvenna hefur stóraukist, bæði í heilsdags- og hlutastörf- um. Það eru mjög fáir sem eru eingöngu heimavinnandi núna. Á þessum áratug hefur verið sett löggjöf um jafnrétti og Jafnréttisráð stofnað. Þessi tæki hafa því miður ekki reynst eins öflug og skyldi. Það felst í því að löggjöfin gengur út á það að stuöla að jafnrétti og viðhalda því en í raun stuðlar hún að því að viðhalda ríkjandi ástandi. í sumum löndum hefur verið sett í jafnréttislöggjöf ákvæði um vissa jákvæða mismunun sem stuðlar að því að bæta hag kvenna. Ég á sæti í nefnd sem vinnur að endur- skoðun jafnréttislaganna og við höfum lagt til að svona ákvæði verði bætt inn í þau. Þetta ákvæði má að sjálfsögðu endurskoða seinna, ef jafnrétti næst. Upplausn ekki endilega vond - En hvað með okkur karlana, höfum við breyst? - Nei, ekki nóg. Karlamir hafa setið eftir í þessari þróun. Ég verð fimmtug í ár og ég verð að segja eins og er að karlmenn á mínum aldri eiga mjög erfitt með að breyta til og hugsa eftir nýjum brautum, þeir eru staðnaðir. Ýmsir yngri menn, en alls ekki allir, eru betur staddir og falla inn í lífsmynstur sem hæfir jafnrétti kynjanna. Það eru kannski upp- eldisáhrif meðvitaðra mæðra og eiginkvenna. - Þegar þið fóruð afstað skorti ekkert á illspárnar. Því var m.a. spáð að barátta ykkar myndi leiða til upplausnar heimila og fjöl- skyldna. Finnst þér þessir spá- dómar hafa rœst? - Að sumu leyti, já. En ég segi ekkert endilega því miður. Upp- lausn getur verið jákvæð, það er full þörf á að hrista upp í ýmsu. Ég get nefnt sem dæmi að af þeim konum sem voru virkar í barátt- unni fyrstu árin er aðeins ein gift sama manninum núna. Með þessu er ég ekki að mæla með skilnuðum, en þeir þurfa ekkert endilega að vera verri fyrir fólkið sem í þeim lendir. Það er sagt með réttu að skilnaðir foreldra séu erfiðir fyrir börnin, en það eru vond hjónabönd líka. Það skiptir ekki öllu máli hve lengi foreldrar eru með börnum sínum heldur hvernig sá tími er. Þessi upplausn hefur kannski orðið til þess að karlar eru meira með börnin sín og njóta þess sem það gefur. Upplausn er alitaf erfið en hún þarf ekki að vera vond. Hún getur skilað okkur fram á við og hreinsað til. Konur og karlar - Þegar þið fóruð af stað var það undir kjörorðinu: konan er maður. Nú á seinni tímum er eins og þetta hafi breyst í: konan á að fá að vera kona. - Við meintum ekki að konan ætti að verða karlmaður, heldur að hún væri líka manneskja og ættiþvíheimtingu á jafnrétti. Það er mikill misskilningur að við höf- um viljað að konur yrðu eins og karlar. Við vildum að konan fengi sömu tækifæri og sömlu laun og karlinn.. Við vildum líka að þau gætu verið félagar. Þetta síðastnefnda var dálítið sérstakt fyrir kvennahreyfinguna hér á íslandi. Við vorum öðruvísi en víða í öðrum löndum, t.d. á Norðurlöndunum, að því leyti að hreyfingin var opin körlum. - Heldurðu, svona eftirá, að það hafi tafið ykkur? - Það er erfitt að segja til um það. Ef við hefðum útilokað karl- ana hefðum við e.t.v. skoðað sjálfar okkur betur og meira en við gerðum. En öðrum þræði var ætlun okkar með því að hafa hreyfinguna opna sú að þá yrðum við að vinna með þeim. Við viid- um æfa okkur í því. En þeir voru nú aldrei margir. Ekki klofningur - Árið 1982 klofnar svo nýja kvennahreyfingin. Það er stofnað Kvennaframboð og síðar Kvennalisti en þú og ýmsar fleiri eruð í Alþýðubandalaginu. - Þetta var ekki endilega klofn- ingur. Rauðsokkahreyfingin hafði skilað sínu og ég var t.d. hætt að starfa í henni. Svona hreyfingar eru sterkar meðan baráttan er vaxandi en þegar hún nær hámarki öðlast hreyfingin ákveðna viðurkenningu og verð- ur eins og hvert annað félag þar sem fólk hefur ekki mikið frum- kvæði. Ég vil hins vegar ekki vera í hreyfingu nema ég hafi eitthvað að gera þar. Eg skil konurnar á Kvennalist- anum fullkomlega þótt ég hafi valið aðra leið. Eg hef alltaf haft pólitískan áhuga og þótt kvenna- baráttan sé mér rík í huga þarf ég ekki heilan stjómmálaflokk bara til þess að sinna henni. Auðvitað á öðruvísi reynsla kvenna að fá að njóta sín við ákvarðanatöku, en ég hef talið og tel að hún geti notið sín innan flokkanna. Ég hef unnið að því að gera þátt kvenna í Alþýðubandalaginu mun sterkari og það hefur breytt ýmsu. Við vinnum þar sem hópur á kvenn- apólitískum forsendum. Svo ég vitni til frægra orða Juliet Mit- chell: við spyrjum kvennapólití- skra spurninga til að fá marxísk svör. Að leysa upp kynskiptinguna - En svo við víkjum aftur að árangri kvennabaráttunnar, hvernig hefur kvennaáratugurinn skilað sér erlendis? - Það hefur alls ekki áunnist nóg. Það á sérstaklega við í þró- unarlöndunum. Fjöldi einstæðra mæðra þar hefur aukist og ólæsi kvenna er hlutfallslega meira en það var í byrjun áratugarins. En slælegur árangur í þriðja heimin- um á þó ekki bara við um konur, það hefur miðað sorglega lítið fram á við. Þar eiga iðnríkin sinn þátt. Þegar þau veita þróunarað- stoð er alltaf eins og að baki henni sé sú hugsun að selja sína þekkingu og sínar vörur. Þetta er eins konar arðrán í nýjum bún- ingi. Og flest vont kemur verst niður á konum og börnum af því þau hafa veikasta stöðu. Það er því mjög langt frá því að raunverulegur jöfnuðu ríki. Iðn- ríkin em nú að ganga í gegnum það sem nefnt hefur verið þriðja iðnbyltingin. Þar gæti ísland átt ýmsa möguleika því þessi bylting byggir ekki á stóriðju heldur hug- viti. En í þessari byltingu felst sú hætta að konumar sitji eftir, að þær verði á botninum eins og í svo mörgu öðru. - Hvernig eiga konur að bregð- ast við þessari hcettu? - Það skiptir mjög miklu máli að leysa upp kynskiptinguna sem ríkir á vinnumarkaðnum. Það þarf að dreifa kynjunum betur á störfin, karlar þurfa líka að koma í þau störf sem konur hafa setið einar að. Að þessu leyti er ég ó- sammála Kvennalistanum sem vill að konur haldi fast utan um sín störf. Það þarf líka að breyta matinu á þeim störfum sem kon- ur em í meirihluta í. Það em fyrst og fremst störf sem stuðla að vell- íðan fólks, umönnun sjúkra, aldraðra og barna, ræsting oþh. Ég er hrifin af þeirri stefnu sem Frakkar em að velta fyrir sér. Þeir vilja nota gróðann af tækni- væðingunni til þess að fjölga störfum í umönnun og stytta vinnutímann. En til þess þarf að hækka launin fyrir þessi störf. Ég hef af ásettu ráði sleppt því að tala um konurnar í fiskinum. Þær eru þegar á allt er litið aðeins 9% af vinnuaflinu og störf þeirra eiga líka eftir að breytast og jafnvel hverfa. Fn það verður alltaf þörf fyrir umönnun, hún verður ekki unnin með vélum. Og ég vil fá karlana í þau störf líka. -ÞH Hvað hefur áunnist? Hér heima: Konur á þingi Konur í sveitarstjórnum 1975 3 (5%) 42 (3,1%) 1985 9 (15%) 149 (12,5%) „ . ,. af 1.162 af 1.192 Erlendis: • 2/3 af ólæsum í heiminum em konur og hlutfall þeirra fer hækkandi. • 1/3 af öllum fjölskyldufyrirvinnum em konur (einstæðar mæður). • 1/3 kvenna í heiminum hefur engar upplýsingar um getnaðarvarnir né aðgang að þeim. • í þróunarlöndunum eru m 50% 15 ára kvenna orðnar mæður. • Konur í iðnríkjunum fá aðeins helming til 3/4 af launum karla í hliðstæðum störfum. Þær hafa minnst atvinnuöryggi og er fyrstum sagt upp störfum. • Konur í Evrópu og Norður-Ameríku eru yfir 40% af vinnuafli. • Af flóttaflólki eru skv. yfirliti SÞ um 90% konur og börn. Vilborg Harðardóttir: Karlarnir hafa staðnað. Sunnudagur 10. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.