Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 17
LEIÐARAOPNA Sigurbjöm Sörensson t.v. og Hallgrímur Jónasson. Hallgrímur Jónasson Tel fyrirvara í vinnslu- leyfinu nœgilega Hallgrímur Jónasson starfs- maður í Kísiliðjunni sagði; Ég tel að það hafi verið í lagi að veita vinnsluleyfi til 15 ára með þeim fyrirvara sem á því var hafð- ur. Ég tel auknar rannsóknir nauðsynlegar og að þeim loknum verður að meta það hvort Kísil- iðjan verður stöðvuð eða ekki. Mitt álit er að það að stöðva beri reksturinn ef í ljós kemur að hann og kísilgúrtakan í vatninu eru skaðleg lífríki þess. Ef svo færi, þá gefur auga leið að illa fer fyrir því fólki sem sest hefur að í Reykjahlíð vegna vinnu sinna í verksmiðjunni. Ég lít svo á að það séu stjórnvöld, sem verða að leysa þann vanda ef upp kemur. Verksmiðjan var reist á þeirra ábyrgð og verði hún lögð niður verður það líka stjórnvaldsá- kvörðun og því ber stjórnvöldum að leysa vanda fólksins hér. Hefur þú orðið var við breytingar á lífríki vatnsins eftir að hafa átt hér heima alla œfi? Já, það er enginn vafi á því að breytingar hafa átt sér stað. Margir telja að jarðhræringar þær sem verið hafa hér af og til síðan 1975 eigi stóran þátt í þeim breytingum. Silungi hefur fækk- að í vatninu, rykmý hefur varla sést sl. 3 ár en bitmý hefur sjaldan verið jafn mikið og í fyrra. Sveiflur í silungsstofninum og rykmýsstofninum hafa oft áður átt sér stað, þannig að þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. En ég legg áherslu á að allar rannsóknir verði stórauknar og þeim hraðað sem kostur er. - S.dór. Halldóra Jónsdóttir Að fara í Syðriflóa kemur ekki til greina Halldóra Jónsdóttir húsfreyja ó Arnarvatni sagði: Mér þykir það svo sjálfsagður hlutur að lífríki Mývatns verði ekki skaðað, að það er eiginlega óskaplegt að menn skuli vera að deila um það mál. Ég hefði haldið að allir væru sammála um að vemda þá perlu sem Mývatn er. Þannig að þú ert algerlega and- vígþvíaðfarið verði meðpramm- ann í Syðri flóa? Hér eru allir sammála um að það myndi verða eyðilegging á lífríkinu ef farið væri að taka gúr úr Syðri flóa, þar af leiðandi álít ég að það komi ekki til greina. Mér skilst að allur fugl sé farinn af þeim svæðum sem þeir hafa verið með prammann á í Ytri flóa. Rykmý hefur ekki sést í 3 ár við Mývatn og silungur hefur minnkað, halda menn að gúr- takan geti átt þátt í þessu? Menn eru hræddir, en hitt er líka að orsakir fyrir þessu geta verið fleiri en ein og fleiri en tvær. Þess vegna álít ég að rannsóknir verði að stórefla. Þær sem fram hafa farið hafa gefið ákveðnar vísbendingar og því eru frekari rannsóknir nauðsynlegar. Ég er einnig hrædd um að fyrirvari iðn- aðarráðherra sé heldur lítils virði ef á reynir, orðalagið er loðið og meira að segja er talað um stór- vægilegan skaða, eins og minni röskun á lífríki vatnsins geri ekk- ert til. - S.dór. Arinbjörn Hjálmarsson Sigurbjörn Sörensson Taka verður tillit til fólksins líka Að mínum dómi gerir það ekk- ert til að veita vinnsluleyfi í 15 ár eða jafnvel 50 ár, með þeim fyrir- vara sem iðnaðarráðherra hefur á því, sagði Sigurbjörn Sörensson starfsmaður við Kísiliðjuna, þeg- ar hann var inntur álits á vinnslu- leyfistímanum. Og hann hélt áfram: Ég legg alveg sérstaka áherslu á að það verði metið hvaða áhrif kísilgúrvinnsla og starfsemi verk- smiðjunnar hefur á lífríki vatnsins þegar rannsóknir hafa farið fram. Ég tel að nauðsynlegt sé að fá enn frekari rannsóknir en þegar hafa farið fram. Sumt af því sem þeir menn segja sem fram- kvæmt hafa rannsóknirnar til þessa tel ég vera tóma vitleysu og hver maður sér í gegnum það sem þeir hafa látið frá sér fara um þær. Ég treysti því hinsvegar að sú nefnd sem nú verður skipuð og á að sjá um rannsóknirnar vinni vel. Telurðu óhœtt að fara með pramma í Syðri flóa? Já, og ég tel að það hefði átt að gera fyrr. Ytri flóinn er grynnri og því meiri hætta á röskun lífrík- is þar heldur en í þeim syðri sem er mun dýpri og hann er þar að auki stærri og þar er aðal gúrnám- an. Hversu dýru verði vœrir þú til- búinn til að kaupa rekstur Kísil- iðjunnar varðandi lífríki vatnsins? Ég tel að það geri ekkert til þótt álft eða gráönd fækki á vatn- inu. Landið er morandi af þess- um fuglategundum. Menn tala um að þessum fugli megi ekki fækka, en hvað um það fólk sem flust hefur hingað og á sína lífsaf- komu undir starfsemi Kísiliðj- unnar? Ég tel að það verði pólit- ísk ákvörðun sem taka verður á sínum tíma um þetta mál þegar niðurstöður rannsókna liggja fyrir. - S.dór. Jóhanna Steingrímsdóttir Víðtœkar rannsóknir og þeim verði hraðað Flokkast undir fljótfœrni Laxá f Þingeyjarsýslu verður ekki skilin frá Mývatni. Allt sem varðar vatnið, hvort heldur það er lífríki þess eða annað, kemur Laxá við. Þess vegna fórum við á fund Jóhönnu Steingrímsdóttur í Arnesi í Aðaidal og spurðum hana álits á Mývatnsmálinu. Vissulega eigum við sömu hagsmuna að gæta og Mývetning- ar að því er viðkemur ánni. Eg hef fylgst með þeim rannsóknum sem þegar hafa farið fram í gegn- um skýrslur sem gefnar hafa ver- ið út um þær og það sem frá Nátt- úruverndarráði hefur komið í fjöimiðlum og við fylgjumst vel með málinu öllu. Stjórn land- eigendafélags Laxár og Mývatns hefur yfirlýst sig standa með Náttúruverndarráði. Óttast þú um lífríki Mývatns vegna gúrtökunnar og Kísiliðj- unnar? Já, ég geri það og raunar mjög mikid. Ég óttast að lífríki Mý- vatns og þá um leið Laxár, þar sem um sama vatnakerfi er að ræða, beri skaða af þessu. Mest óttast ég mengun frá Kísiliðj- unni. Manni verður á að spyrja: hvað verður um þau hreinsiefni og allt það sem fer niður við Kísil- iðjuna, olíu og fleira? Það fer nið- ur í jarðveginn og hvað verður það mörg ár að síast út í vatnið? Þetta eru leikmannsþankar, en samt er ekki hægt að verjast þess- um spurningum sem á mann sækja. Þar fyrir utan er svo ótti um að gúrtakan sjálf raski lífríki vatnsins. Ég vil einnig taka fram að ég lít á leyfi iðnaðarráðherra sem hreina markleysu. Eitt það erfið- asta sem einn stjórnmálamaður á að búa við er fljótfærni og þessi leyfisveiting var mikil fljótfærni. Ég fæ ekfti séð að þeir fyrirvarar sem hann nefnir haldi fyrir dómi. - S.dór. Arinbjörn Hjálmarsson starfs- maður í Kísiliðjunni sagði: Að mínum dómi eru frekari rannsóknir í og við vatnið alveg númer eitt. í raun er ekki mikið meira um málið að segja á þessu stigi meðan ekki liggja fyrir neinar marktækar niðurstöður og maður hefur í raun ekkert til að styðjast við. Ég tel að þær rann- sóknir sem þegar hafa verið fram- kvæmdar gefi ekki nógu skýra mynd né afgerandi niðurstöðu til þess að mega kallast marktækar. Nú ert þú fœddur og uppalinn hér í sveitinni, finnst þér þú hafa orðið var við breytingar á lífríki Mývatns á síðari árum? Já, það hafa orðið hér ýmsar breytingar, en maður hefur ekk- ert í höndunum um að það sé vegna Kísiliðjunnar. Þær geta til að mynda stafað af þeim elds- umbrotum sem verið hafa hér. Eftir að þau byrjuðu kemur miklu heitara vatn hér undan hrauninu en áður. Vatnið hefur grynnkað; er það vegna landriss? Allt þetta þarf að rannsaka til að fá úr þessu skorið. Við viljum víðtækar rannsóknir og að þeim verði hraðað. - S.dór. Sunnudagur 10. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.