Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 20
Kostakaup Notaður gervihnöttur til sölu Síðar á þessu ári verður í fyrsta sinn í sögunni hægt að kaupa not- aðan gervihnött - fyrir 30 miljón- ir sterlingspunda! Þessi kostakaup standa til boða vegna þess að í febrúar síð- astliðnum urðu mistök því vald- andi að tveir gervihnettir sem geimskutlan Challenger flutti út í geiminn töpuðust. Þetta voru hnettirnir Palapa B og Westar 6, sem áttu báðir að sinna fjarskipt- um. Ekki er vitað hvað olli því að þeir hurfu á braut þegar þeim var skotið frá geimskutlunni. Um nokkra hríð var óttast að þeir væru tapaðir að fullu, þar sem ekki tókst að staðsetja þá í geimnum í nánd við jörðu. Um síðir tókst það þó, og þeir voru ekki það fjarri móður jörð að björgun væri óhugsandi fengist önnur geimskutla til fararinnar. Tryggingarfélög hafa þegar borgað yfir 140 miljón pund til eigenda gervihnattanna tveggja, sem voru Westem Union er átti Westar og indónesíska ríkis- stjórnin, sem átti Palapa B. Eigendumir hafa jafnframt skrif- að undir skjal þar sem þeir afsala sér öllu tilkalli til gervihnattanna. -ÖS Hér hefur gerst mikil tónlistarsaga Dresdenóperan endurbyggð Fjörutíu árum eftir loftárásirnar miklu Nú I febrúar, fjörutíu árum eftir loftárásirnar miklu á Dres- den, sem lögðu borgina í rúst, gerðist sá menningaratburður að lokið var við að endurbyggja Samperóperuna, eitt frægasta óp- eruhús álfunnar. Þegar húsið var opnað á ný var flutt þar ópera Webers, Der Freischiitz, sem var einmitt samin í Dresden, en þar starfaði Weber á sínum tíma. Samperóperan var hirðópera konungsins af Saxlandi og er kennd við byggingarmeistarann Gottfried Samper. Húsið var tekið í notkun árið 1841. Það varð snemma frægt, ekki síst vegna þess að vinur Sampers, Richard Wagner, fékk þar inni með fyrstu óperur sínar - þar vom Rienzi, Hollendingurinn fljúgandi og Tannháuser frum- fluttar á ámnum 1842-1845. Þeg- ar byltingin 1848 kom til Saxlands lentu þeir báðir á götuvígjunum Samper og Wagner og urðu að flýja land. Engu að síður fékk Samper það verkefni síðar að endurbyggja ópemna, sem hafði bmnnið árið 1869. Samperóperan starfaði svo aft- ur frá 1878 til 1944, en 31. ágúst það ár var sýningum hætt í öllum óperuhúsum Hitlers-Þýskalands. Operuhúsið var svo skotið í rúst í loftárásunum miklu í febrúar 1945. Stjórnvöld í Þýska alþýðu- veldinu hafa lengi áformað að endurreisa húsið. Um tíma var deilt um það, hvort líkja ætti eftir því húsi sem var, og varð sú stefna ofan á. Endurbyggingin er talin hafa tekist mjög vel. -áb Glæsilegu belgtsku svefnherbergis- húsgögnin úr kirsu- berjaviði nýkomin aftur. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 1 i nn Húsgagnadeild — Sími 28601 BEINT FLUG I SOLSKINIÐ Benidorm er á Costa Blanca ströndinni — ströndinni hvítu — sem telst vera besta baðströnd Spánar. Strendurnar eru hreinar, sandurinn hvítur, sjórinn tær og hér er sólrikasti staður landsins. Benidorm er fiskimannabær með hvítkölkuð hús uppi við fjallshlíðarnar — og nútíma ferðamannabær með breiðgötum, nýtísku verslunum, veitinga- og gistihúsum. Eins og alþjóðlegum ferðamannastað sæmir hefur staðurinn úrval næturklúbba og veitingahúsa, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Hér geta lífsglaðir landar — á öllum aldri — notið lífsins og látið drauminn um vel heppnað frí rætast. Það segir hreint ekki svo lítið, að Beni- dorm er vinsælasti ferðamannastaður Spánverja sjálfra. A vorin leggur ilminn af sítrusávöxtum og blómstrandi trjám yfir allt, sumarið er eitt hið sólríkasta í Evrópu. haustið langt og hlýtt. Benidorm liggur 60 km norður af Alicante og í 140 km fjarlægð frá Valencia, á þrjár hliðar umlukt fjallahring. Því er auðvelt að leita á náðir gamla tímans og kynnast hjarta landsins. Margir láta sér nægja að liggja flatir í sandinum og baða sig í bláu Miðjarðarhafinu. Aðrir smella sér í golf (tveir golfvellir í nágrenni Benidorm), minigolf, tennis, keiluspil, leigja sér hjól eða fá sér göngu upp í hæðirnar fyrir ofan borgina og njóta kyrrðarinnar Ef þú ert feiminn við sólarlandaferð, farðu þá til Benidorm! Brottfarardagar: 3/4, 17/4, 8/5, 29/5, 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9, og 2/10. Gisting í íbúðum eða hótelum-, með eða án fæðis. Ath: Beint dagflug BENIDORM-STRÖNDIN HVÍTA FERÐAMIÐSTÖDIN AÐALSTRÆTI 9 SÍMI28133

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.