Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 6
Fatasaumur llla launað kvennastarf Helmingur kýs bónuslnn, launanna vegna í liðinni viku kom út í bœklingi síðari áfangi bónuskönnunarinnar svokölluðu, en fyrri áfang- inn, sem fjallaði um vinnuskilyrði, kjör, heilsufar og félagaslegar aðstœður verkafóiks í fiskiðnaði vakti mikla athygli á liðnu ári. Viðfangsefni síðari áfangans er verkafólk í fata- og vefjariðnaði og fór könnunin fram haustið 1982. Hana önnuðust Gylfi Páll Hersir og Sigurlaug Gunnlaugsdóttir. Verkefni þetta er hluti af samnorrænu verkefni sem ber heitið „Akvæðisvinna og jafnrétti“ og var fjármagn- að af Jafnréttisnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar. Fyrir tilhlutan Alþýðusambands íslands, Verkamanna- sambands íslands og Landssambands iðnverkafólks studdi félagsmálaráðuneytið könnunina fjárhagslega og það eru ASÍ, VMSÍ og LI sem gefa niðurstöðurnar út. Á þessum síðum fjöllum við aðeins um afmarkaðan híuta könnunarinnar, nokkur atriði, sem varða störf, kjör og aðbúnað saumakvenna og ræðum við Sigurlaugu Gunnlaugsdóttur, Hildi Kjartansdóttur, stjórnarmann í Iðju og saumakonu í Sjóklæðagerðinni, Sigurlaugu Bald- ursdóttur, saumakonu í Hagkaupum og Sigurlaugu Sveinsdóttur, stjórnarformann í LI og saumakonu í Karnabæ. -ÁI „Fata- og vefjariönaðurinn er fyrst og fremst kvennastarfs- grein“, segirSigurlaug Gunnlaugsdóttir, verkakona, sem ásamt Gylfa Páli Hersi annaðistfyrrgreindakönnun. „Könnunin náði til rúmlega 200 manns og þar af voru 99 konur sem unnu við fatasaum á saumastofum úti um allt land. Enginn karl lenti íþessu úrtaki þó nokkrir karlar vinni á saumastofum, aðallegavið sníðar". „Pað sem einkennir fatasaum- inn og reyndar vefjariðnaðinn hka er að launin eru lág, en það vissu nú allir fyrir“, segir Sigur- laug um niðurstöður könnunar- innar. „Annað einkenni er hár meðalaldur kvenna sem vinna við saumaskap, tæp 60% þeirra eru 45 ára eða eldri en aðeins 35% þessa aldurshóps er úti á vinnu- markaðnum í heild. Þessi tvö atr- iði eru nátengd. Yngri verkakon- ur leita í önnur störf vegna lélegra launa við saumaskapinn.“ Mismunandi launakerfi „Við notumst við ferns konar launakerfi í fatasaumi, fasta- kaup, yfirborgun, einstaklings- bónus og hópbónus eða premíu. Þessi skipting svarar ekki alveg til raunveruleikans, t.d. er nokkuð um að konur telji að þær séu á tímakaupi enda þótt samningar geri aðeins ráð fyrir fastakaupi. Það virðast því brögð að því að þeir séu ekki virtir. Rúmlega 40% kvennanna vinna ákvæðisvinnu af einhverju tagi, 27% í einstaklingsbónus og 14% í hópbónus. 19% kvenn- anna eru yfirborgaðar en 40% eru á fastakaupi. í fatasaumi er lítil yfirvinna og engin vakta- vinna. Konurnar vinna annað hvort 40 eða 20 stundir á viku. Konur í ákvæðisvinnu hafa nokkru hærri tekjur en hinar. Það er athyglisvert að fastakaup og einstaklingsbónus er greitt fyrir svipaða vinnu, en þessi launakerfi eru oft bundin við á- kveðin landsvæði. Þannig er fast- akaup greitt á mörgum stöðum í dreifbýlinu fyrir svipuð störf og unnin eru í ákvæðisvinnu á Akur- %ri og á Reykjavíkursvæðinu. itæðan getur verið mismunandi tækni og kannski ekki síður mis- munandi ástand á vinnumarkaði, en þær sem vinna í bónus eru al- mennt nokkru yngri en þær sem eru á fastakaupi.“ Skiptar skoðanir um bónusinn „Meira en helmingur kvenn- anna vill bónusinn, mest megnis vegna hærri launa. Það er ljóst að það er almennt viðhorf þessara kvenna að bónusinn sé leiðin til að bæta launin, því hér er ósk um launakerfi ekki grundvölluð á á- kveðinni reynslu eins og var í fiskvinnslunni. Þar voru það einkum konur sem unnu of hratt og höfðu fundið fyrir streitu eða vinnusliti, sem vildu tímakaup, en í fatasaumi eins og fiskvinnslu hefur bónusvinna sömu ein- kenni: Það er unnið mikið hraðar, vinnan krefst stöðugrar einbeitingar, hreyfingar eru ein- hæfar og bundnar kyrrstöðu, en 84% kvennanna í fatasaumi vinna alltaf sitjandi. Tæplega helmingur kvenna í einstaklingsbónus telur vinnu- hraðann of mikinn, rúmlega 20% í hópbónus en aðeins 10% þeirra sem vinna á fastakaupi eða eru yfirborgaðar kvarta undan of miklum vinnuhraða. Það gerist alltaf að ákvæðisvinna ýkir hin neikvæðu einkenni kvennastarfa og það hefur sín áhrif bæði á lík- ama og sál. Þannig eru þrisvar sinnum fleiri konur í ákvæði- svinnu en á fastakaupi óánægðar með samheldni á vinnustaðnum, enda gefur vinnuhraðinn lítið svigrúm til samræðna.“ Heilsufar „í könnuninni kom fram sam- band milli vinnu við ákveðin launakerfi og heilsufars, þó ekki eins greinilegt og í fiskvinnslunni. Það hefur ótvírætt komið fram að konur í Iðju óttast að bónusvinn- an hafi slæm áhrif á heilsuna og trúlega mun bónusvæðingin hafa þau áhrif að elstu konurnar helt- ast úr lestinni, hópurinn yngist upp. Þegar spurt vár um aðstæður á vinnustað var einkum kvartað undan hávaða, en önnur algeng atriði sem konur í fatasaumi nefna er léleg loftræsting, hita- sveiflur, ryk og þurrt loft. Þegar hár meðalaldur og miklar kyrr- setur við vinnuna bætast við, koma helstu sjúkdómseinkennin, þ.e. slit í stoð- og hreyfikerfi svo og truflanir á blóðrás, ekki á óvart. Rúmlega 60% kvenna í könn- uninni í heild (þ.e. bæði fata- og vefjariðnaður), hafði leitað til læknis sl. 12 mánuði á móti 46% karla. Algengasta ástæðan var vöðvabólga, einkum í herðum, en einnig þrálátt kvef og háls- bólga. Þessu næst komu ýmiss konar truflanir á blóðrás, hækk- aður blóðþrýstingur, æðahnútar, bjúgur og fótkuldi sem rekja má til kyrrsetunnar. Um 14% kvenn- anna kvarta undan verk eða þreytu í augum og 6% þeirra hafa leitað lækninga sl. ár vegna þess, enda reyna 91% mikið á augun við vinnuna að eigin mati. Eins og ég sagði áðan þá geta þau ein- kenni sem hér er lýst stafað af hækkandi aldri, þó orsaka þeirra sé eflaust líka að leita í vinnutil- Saumakonur Við erum á botninum Bónusinn er nútímaþrœlahald Rœtt við þrjár Iðjukonur um starfið og kjörin Kjörin eins misjöfn og fyrirtækin eru mörg. Hildur Kjartansdóttir. „Ég hef sagt það áður og segi það enn, að þónusinn er ekkert annað en nútíma þrœlahald. Það œtti að þurrka hann út, en meðan launakjörin eru eins og þau eru nú í landinu, þá er slíkt vonlaust" sagði Sigurþjörg Sveinsdóttir, saumakona í Karnaþœ og stjórnamaður í Landssamþandi iðnverka- fólks. Undir þetta taka aðrir viðmœlendur okkar í dag, þœr Hildur Kjartansdóttir, saumakona íSjóklœða- gerðinni og stjórnarmaður f Iðju og Sigurþjörg Sveinsdóttirsaumakona og trúnaðarmaður í Hag- kauþum. Bónusinn er ill nauðsyn. Allar vita þær stöllur um hvað þær eru að tala. Sigurbjörg Sveinsdóttir hefur unnið sam- fleytt við saumaskap frá 1972, en hafði áður saumað mikið heima. Hún vann líka á saumastofu í 2 ár þegar hún var ung, en hefur verið í öðrum störfum á milli. Hildur Kjartansdóttir hefur unnið sam- fleytt við sauma frá 1980 í þessari lotu en vann áður við saumaskap fyrir mörgum árum. Sigurbjörg Baldursdóttir hefur verið sam- Það er samstaðan sem blífur. Án hennar næst ekkert fram. Sigurbjörg Sveinsdóttir. fleytt við sauma frá 1981, en hafði einnig verið á saumastofu áður. Þær hafa allar verið á fleiri en einni saumastofu og það sem hér fer eftir af spjalli okkar á þess vegna ekki endilega við þann stað sem þær vinna á nú.. Við byrjum að ræða bónuskerfið sem nú hef- ur rutt sér til rúms í fatasaumi hérlendis. Hildur: Þetta kerfi, GSD, sem byrjað var að nota uppúr 1980 er hannað fyrir saumaiðnaðinn í Bretlandi og keypt hingað rán- dýrt. Þetta er ekki klukkumælt ákvæði heldur nákvæm mæling á hverju handtaki, þannig að ef maður notar einhverja auka- hreyfingu dettur maður niður í bónus. Maður má ekki líta upp! Sigurbjörg S: Þetta er svo ná- kvæmt, að mínútunni er skipt niður í 1667 einingar! Það eru 100 þúsund einingar í hverri klukku- stund. Kerfið er hannað fyrir allt aðrar aðstæður en okkar, það er hannað fyrir mikið stærri eining- ar, þar sem konur eru kannski alltaf að sauma sama sauminn árið út. Hér erum við alltaf að byrja á nýju verki enda markað- urinn smærri og náum því aldrei þeirri fullþjálfun í einum saumi, sem þetta kerfi byggir á. Hildur: Atvinnurekendur kunnu líka ekkert á að láta vinna eftir kerfinu til að byrja með, en það hefur þó verið aðlagað að vissu marki hjá hverjum atvinnu- rekanda fyrir sig. Því hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir af okk- ar hálfu nægilega vel. Sigurbjörg B: Það verður líka að tryggja að konurnar fái fulla verkkennslu og að þær séu ekki alltaf að skipta um verk, því ann- ars ná þær engu út úr bónusinum. Þessu er víða mjög ábótavant. Sigurbjörg S: Það er kannski of mikið sagt að GSD kerfið sé alómögulegt. Það þarf hins vegar að aðlaga það okkar smáa mark- aði og fjölbreytilegum verkefn- um á hverri saumastofu. Það er í samningum gert ráð fyrir því að gerður sé sérstakur bónussamn- ingur við hvert fyrirtæki fyrir sig, en það hefur ekki verið gert. Sigurbjörg B: Það var sérstak- ur samningur milli Iðju og Hag- kaupa en honum var fljótlega sagt upp af báðum aðilum. Það er ekki ennþá búið að ljúka gerð nýs samnings, en maður heyrir þó alltaf að hann sé að koma. Sá fyrri var alveg ómögulegur. Hildur: Hitt ákvæðiskerfið, þetta gamla var nú ekki skárra. Verkin voru ýmist vel uppmæld eða illa og maður gat verið hepp- inn einn mánuðinn og fengið góð- an bónus og óheppinn þann næsta. Það versta var að maður gat ekki fundið þetta út sjálfur og það var jafnvel undir verkstjóra komið í hvaða verk hann setti hverja konu. GSD kerfið er að þessu leyti mikið réttlátara en gamla klukkumælingin, ef farið er eftir því og það aðlagað ís- lenskum aðstæðum. Sigurbjörg S: Manni finnst það nú oft hart að sitja í þessum bón- us og hafa svo ekkert upp; iaunin eru það lág. En án bónussins yrðu þau enn verri. Hildur: Miðað við það sem við leggjum á okkur er uppskeran rýr. En bónusinn borgar sig. Við myndum ekki gera þetta annars, álagið er það mikið. Sigurbjörg S: Nei, það er ekk- ert um yfirvinnu. Konurnar kæra sig yfirhöfuð ekkert um auka- vinnu þegar þær eru búnar að vinna í fullum bónus til klukkan fjögur. Þrekið er alveg búið og ég öfunda svo sannarlega ekki ungu konurnar sem eru með börn og þurfa að fara að hugsa um þau og heimilið þegar vinnunni lýkur. Hildur: Bónusinn gefur ansi mismikið í aðra hönd. Hann get- ur verið allt frá 3000 krónur á mánuði í 11000 krónur. Þetta fer eftir mánuðum, eftir fyrirtækj- um, eftir því kerfi sem unnið er eftir og loks eftir konunum sjálf- um. Sumar eru í einstaklingsbón- us, aðrar í hópbónus, og svo eru konurnar mislagnar, því er ekki að neita, en það er mjög erfitt að bera þetta saman á milli vinnu- staða, jafnvel inni á sama vinnu- staðnum. Breyturnar eru svo margar. Sigurbjörg S: í hópbónusinum er það í raun þannig að þær fljót- ustu gefa sitt, og þó maður sé illa fyrirkallaður, verður maður að leggja enn harðar að sér, því maður vill auðvitað ekki draga hinar niður. í einstaklingsbónus- inum getur maður slakað betur á og þá koma afleiðingarnar bara niður á manni sjálfum. Það er þess vegna mikið meira álag sem fylgir því að vinna í hópbónus. En þú gleymdir vélunum, - þær geta líka verið misjafnar, sumar eru gamlar og kannski alltaf að bila og það getur lfka komið niður á bónusinum. Hildur: Já, ein af afleiðingum þessa GSD kerfis var að aðbún- aður að þessu leyti hefur stór- batnað. Það kom reyndar fljótt og vel, stólar eru orðnir betri, borðin og vélarnar líka. Maður hugsaði ekkert út í þetta áður, sat kannski á púðum, en kerfið krefst þess að tækin séu í lagi og verkið geti gengið sem best fyrir sig- Sigurbjörg S: Eg held og veit 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.