Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 12
ÆTTFRÆÐI ILAUSAR STÖÐUR HJÁ _____S REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinrja starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Háskólamenntaður starfsmaður óskast til að vinna að rannsóknarverkefni við Árbæjarsafn. ( fyrstu er ráðið til sex mánaða. • Staða æskulýðs- og tómstundafulltrúa er laus til umsóknar. Menntun á sviði æskulýðs- og félags- mála æskileg og jafnframt reynsla af stjórnunar- störfum. • Staða íþróttafulltrúa er laus til umsóknar. Menntun á sviði íþrótta- og félagsmála æskileg og jafnframt reynsla af stjórnunarstörfum. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri íþrótta- og æskulýðsráðs Reykjavíkur í síma 21769 og 15937. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 18. mars 1985. Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27, Reykjavík. Óska eftir að ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Fulltrúi. Starfið er m.a. fólgið í almennum skrifstof- ustörfum, launaútreikningum, bókhaldi og afleys- ingum fyrir forstöðumann. 50% staða. • Vakstjóri við íbúðir - dagvinna. Staðan er m.a. fólgin í daglegri stjórnun vakta og skipulagi á vinnu starfsmanna. • Hárgreiðslumeistari. Hárgreiðslustofan er opin 4 daga í viku. Starfið er mjög sjálfstætt. • Leiðbeinendur í föndurstofur hússins. Um er að ræða hlutastörf. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 685377, milli kl. 13 og 15 daglega. Umsóknum ber að skilatil Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 20. mars 1985. Skatteftiriit Lausar eru til umsóknar stöður eftirlitsfulltrúa á skatt- stofum í Reykjanesumdæmi og Norðurlandsumdæmi eystra. Umsækjendur þurfa að hafa góða þekkingu á bókhaldi og skattskilum, eða hafa lokið embættisprófi í lögfræði eða viðskiptafræði. Umsóknir berist fjár- málaráðuneytinu fyrir 29. mars nk. Reykjavík, 22. febrúar 1985. Fjármáiaráðuneytið. mm Laus staða Staða aðalkennara í hagfræði við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu fyrir 20. apríl nk. Landbúnaðarráðuneytið 5. mars 1985 Rafvirki óskast Óskum að ráða rafvirkja á rafmagnsverkstæði okkar. Allar nánari upplýsingargefur Björn Jónsson rafvirkja- meistari í síma 97-8959 eftir kl. 19.00. Kaupfélag Berufjarðar Djúpavogi Verkamannafélagið Hlíf Sumarorlof Vegna sívaxandi eftirspurnar eru þeir félagsmenn Hlífar sem hug hafa á að dvelja í orlofshúsum félags- ins í Ölfusborgum og Húsafelli eða íbúðinni á Akureyri, á tímabilinu frá 15. maí til 30. september 1985, beðnir að sækja um það fyrir 1. apríl nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hlífar, Reykjavík- urvegi 64, Hafnarfirði. Símar 50987 og 50944. Stjórnin. /íttfrœðigetraun 9 Ættfræðigetraun 9 er með því sniði að finna út hverjir eru tvímenningar á myndunum, (systkina-, bræðra- eða systra- börn). Hér er semsagt um 6 pör af tvímenningum að ræða. Svo er bara spurningin hver er tví- menningur við hvern? Eru t.d. HEVGÐU MlTf HUARTA ¥10 _ UNDAÐ HNÉ SAGA AMEHlSKA VESTURSINS FRA SJÓNARHÓLI indIAna Verðlaunabókin Heygðu mitt hjarta Verðlaunin að þessu sinni eru bókin „Heygðu mitt hjarta við Undað Hné“ eftir Dee Brown í þýðingu Magnúsar Rafnssonar. Útgefandi er Mál og menning. Þessi bók hefur um margt gjörbreytt hugmyndum manna um frumbyggja Ameríku, Ind- jána og viðureign þeirra við hina hvítu landnema sem í áföngum rændu þá landi þeirra og sviptu þá mögu- leikum til mannsæmandi lifs. Þessi saga er sögð frá sjónar- hóli Indjána sjálfra og kemur ekki aðeins á óvart þeim sem hafa vanist því að líta á þá sem blóðþyrsta villimenn - hún veitir og innsýn í hugarheim fólks sem kunni að lifa í sátt við náttúriegt umhverfi sitt. 1. Björn Friðfinns- son fjármálastjóri Reykjavíkur 2. Einar Ólafsson formaður Starfs- mannafél. ríkisstofn- ana 3. Guðrún Jónsdótt- | ir arkitekt 4. Halldór Jónat- ansson forstjóri Landsvirkjunar 5. Hallvarður Ein- varðsson rannsóknar- lögreglustjóri 6. Hulda Valtýsdótt- ir borgarfulltrúi 7. Jón Baldvin Hannibalsson alþing- ismaður 8. Jórunn Viðar 9- Ólafur Ólafsson landlæknir 10. Tryggvi Gíslason skólameistari 11. Þórhallur Vil- mundarson prófessor 12. Þuríður Pálsdóttir ópierusöngkona Jón Baldvin Hannibalsson og Þórhallur Vilmundarson tví- menningar? Eða Hulda Valtýs- dóttir og Jórunn Viðar? Dregið verður úr réttum lausnum ef margar berast. Þær sendist Þjóðviljanum, Síðu- múla 6, merktar Ættfræðiget- raun 6, og er nauðsynlegt að setja þær í póst fljótlega eftir helgi því að dregið verður úr réttum lausnum nk. föstudag og rétt svör birtast í næsta sunnudagsblaði. Ef blaðið berst mjög seint til staða úti á landi má hringja inn lausnir til Guðjóns Friðrikssonar í síma 81333. Lausn á œttfrœðigetraun 8 Dregið hefur verið úr réttum lausnum á ættfræðigetraun 8 og kom upp nafn Gríms Jósafats- sottar VíOimel 30, Reykjavík. Verðlaunin eru bókin Ofvitinn eftir Meistara Þórberg. Rétt svör voru þessi: 1. Adda Bára Sigfúsdóttir borg- arfulltrúi átti Bjarna, son Bene- dikts Gíslasonar frá Hofteigi. 2. Halldór H. Jónsson arkitekt á Margréti, dóttur Garðars Gísla- sonar stórkaupmanns. 3. Björgólfur Guðmundsson for- stjóri Hafskipa á Þóru, dóttur Hallgríms Fr. Hallgrímssonar forstjóra. 4. Jón Nordal tónskáld á Sól- veigu, dóttur Jóns Helgasonar prófessors í Kaupmannahöfn. 5. Baldvin Halldórsson ieikari á Vigdísi lektor, dóttur Páls Zop- honíássonar alþm. 6. Bjami Guðnason prófessor á Önnu Guðrúnu, dóttur Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra. Auglýsið í Þjóðviljanum 12 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN I Sunnudagur 3. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.