Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 7
Sigurlaug Gunnlaugsdóttir: Brýnt að verkalýðshreyflngin styðji við alla viðleitni þessara kvenna til að bæta kjör sin. höguninni og vinnuaðstæðun- um.“ Skárra en í Dan- mörku „Þessi könnun er aðeins þver- skurður, sem í raun gerir ekkert annað en að kortleggja ástandið, en hann má síðan nota til að bera saman við seinni tíma kannanir og við önnur lönd, eins og við reyndar gerðum varðandi Dan- mörku. í þeim samanburði kemur í ljós að fataiðnaðurinn er tæknivædd- ari í Danmörku, en þar hefur reyndar orðið mikill samdráttur frá 1960. Vinnuumhverfið er á margan hátt óþægilegra þar, vinnusalirnar stærri, hávaðinn og dragsúgur meiri og vinnan er ein- hæfari og hraðari en hér. Þetta segir okkur að ástandið í fataiðn- aðinum er skárra hér á landi, þrátt fyrir allt og að fataiðnaður- inn er skárri heilsunnar vegna en fiskvinnslan. Mikilvægast er þó að huga að þróuninni í þessum starfsgreinum og því sem alvar- legast er, lágum launum þessara kvenna.“ Hlutur verkalýðs- hreyflngarinnar „Á seinni hluta þessarar aldar hafa íslenskar konur orðið æ stærri hluti af vinnumarkaðnum og þátttaka þeirra í atvinnulífinu er nú mun meiri en á hinum Norðurlöndunum, svo dæmi sé tekið. Engu að síður eru þær verr settar, bæði hvað launin og vinn- uaðstæður varðar og verkakonur í iðnaði og fiskvinnslu eru meðal þeirra sem lakast eru settar. Þaðj er því brýnt að styðja við alla við-i leitni þessara kvenna til að bæta kjör sín og mikilvægast er að verkalýðshreyfingin standi við bakið á þeim og geri sérstakar ráðstafanir til að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaðinum“, sagði Sigurlaug Gunnlaugsdóttiri að lokum. -ÁI, DLW er vestur-þýskt gæðamerki á gólf- og veggdúkum. VMJ hefurá boðstólum margar gerðir af þessum vönduðu gólfdúkum, t.d. Royal-dúka fyrir stigaganga, vinnustaði, og þar sem mikið mæðir á. Vinyl-dúka ætlaða á baðherbergi, eldhús og ganga á heimilum, og síðast en ekki síst Línoleum-dúka, sem henta næstum hvar sem er, á heimilum eða vinnustöðum. Fjölmargir litir í boði. 5í 3 „Ég vildi gjarnan vera virkari í starfi lðju“, sagði. Sigurbjörg Baldursdóttir. „Ég er bara með lítil börn og eitt fatlað og það er erfitt að fá pössun." að það er erfitt að ná samstöðu meðal saumakvenna um breytingar á bónusinum eða hætta við hann. Þar kemur margt til. Fyrir það fyrsta þá eru þær á mjög misjöfnum launum eins og við vorum að tala um og sumar eru bara part af degi úti á vinn- umarkaðnum, fremur sér til til- breytingar en vegna launanna. Svo eru enn aðrar sem ekki treysta sér til þess að standa í bar- áttu á vinnustað eða fyrir félagið, þær óttast að missa vinnuna. Sigurbjörg B: Þær eldri eru samt miklu harðari en þær ungu, þó þær eigi oft meira á hættu gagnvart atvinnurekandanum. Annars er lítið af ungum konum í saumaskap og það er eðlilegt. Kaupið er lélegt og vinnan mjög slítandi. Þær flýta sér í burt um leið og eitthvað annað býðst og afleiðingin er nýtt og nýtt fólk. Maður skilur ekki þessa lág- launastefnu atvinnurekenda, að reyna ekki að halda í fólkið, því það er lengi verið að þjálfa upp góða saumakonu. Við erum á botninum. Meira að segja fiskurinn er með miklu betri bónus og ég þekki dæmi þess að kona sem er í fiski var með sama bónus á einni viku og ég hafði í bónus á heilum mánuði. Eg er ekki að segja að kaupið í fiskinum sé of hátt. Þær eiga virkilega skilið sitt kaup þar og við skulum ekki gleyma óörygg- inu sem þær búa við. Það sem ég er að segja er að við erum á botn- inum. Sigurbjörg S: Það er ekki of- sagt að þetta sé slítandi vinna enda sést það á niðurstöðum þessarar könnunar að þriðja hver kona þjáist af vöðvabólgu og jafnmargar af vinnustreitu. Sigurbjörg B: Það er líka þetta með pásurnar. Okkur er það í sjálfsvald sett hvort við förum í pásu, en það eru margar konur sem standa ekki upp allan daginn nema í matartímanum. Og því miður eru það oft sömu konurnar og eru síðastar í mat og fyrstar úr mat. Þetta hlýtur að hefna sín og koma niður á skrokknum. Hildur: Það er brýnast að reyna að koma á bónussamning- um við hvert fyrirtæki eftir eðli vinnunnar. Það er verið að vinna að endurnýjun á rammasamn- ingnum en það gengur reyndar ekki of vel. Síðan er ætlun félags- ins að fara af fullum krafti í bón- ussamningana, en kjörin eru eins misjöfn og fyrirtækin eru mörg, þannig að það getur tekið langan tíma. Sigurbjörg B: Það er líka brýnt að konurnar fái kennslu t.d. í að skrifa verkin sín niður og líka varðandi réttu handtökin. Það er ekki nóg að segja við nýja konu sem kemur inn, sestu bara þarna. Sigurbjörg S: Þetta þarf að fara inn í rammasamninginn, með námskeið fyrir iðnverkafólk. Iðnfræðsluráð hefur ekki staðið sig sem skyldi í þessu efni. En það breytist ekki neitt nema við séum samtaka í því. Það er samstaðan sam blífur. Án hennar næst ekk- ert fram! -ÁI Afhverjueriðn- verkafólkífata- og vefjariðnaði ekki virkaraífélags- starfinu?Þaðsést áþessari töfluúr könnun þeirra Sigurlaugarog GylfaPáls: Hömiur á þátttöku í félagsstarfsemi. Konur % Karlar % Skortur á sjálfttrausti ........................................... 11 14 Þreyta ........................................................... 9 16 Langurvinnudagur ................................................... 6 14 Annir við heimilisstörf ........................................... 12 5 Vegna fjolskyldu ................................................... 8 3 Andstaðamaka ....................................................... 1 0 Annað .............................................................. 4 16 Sunnudagur 10. mars 1985 ÞJÖÐV4LJINN - SÍÐA 7 DELTEX er tákn fyrir úrvals alullarteppi, níðsterk og áferðarfalleg. Auk þess býður VMJ hin vinsælu Berber-teppi í mörgum litum. Thomsit THOMSIT er vestur-þýskt dótturfyrirtæki HENKEL, sem þekkt er af góðu hér heima. THOMSIT sérhæfir sig í framleiðslu margra límtegunda, grunna og á sparsli. Ihompson THOMPSON á, eins og THOMSIT, ættir að rekja til HENKEL, og leggur áherslu á gerð sérstaklega áhrifaríkra hreinsiefna og bóna. THOMSIT og THOMPSON hafa verið leiðandi merki í um 100 ár. er merkið okkar, það er samnefnari fyrir góðar vörur, ekki aðeins veggfóður, málningu og járnvörur. Við bjóðum örugga og góða þjónustu byggða Síðumúla 4, símar 687171 og 687272 . ÓSA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.