Þjóðviljinn - 13.03.1985, Síða 6
ÞJÓÐMÁL
Framhald af bls. 5
Löndunarbannið 1952
Langstærsta vinnslugreinin í ís-
lenskum sjávarútvegi er frysti-
iðnaðurinn. Helsu kaupendur
okkar eru Bandaríkin eins og allir
vita, sem er langstærsti markað-
urinn og verðmestur. Þá Bret-
land og Sovétríkin. í frystimark-
aðinum hefur orðið mikil þróun
síðustu 30 árin. Áður seldum við
mest af frystum fiski til Bret-
lands, ísfiski, ýsu fyrst og fremst.
En þegar löndunarbann var sett á
íslenskan fisk í Bretlandi vegna
stækkunar landhelginnar í 4 mfl-
ur árið 1952, tókst okkur að gera
mjög stóra samninga um sölu á
frystum fiski til Sovétríkjanna.
Bretunum hefði sennilega tekist
áform sín að kúga íslendinga til
hlýðni í landhelgismálum hefðu
þessir samningar ekki náðst við
Sovétríkin.
En sennilega hafa Bretar gert
okkur stóran greiða! Þetta varð
til þess að við fórum að snúa okk-
ur að vinnslu sjávarafla í mun
stærri stfl heldur en hafði verið
áður.
Á síðari árum hefur salan til
Sovétríkjanna minnkað og er nú
að mestu bundin við karfaflök og
heilfrystan fisk. Ein happasæl-
asta aðgerð sem framkvæmd hef-
ur verið í markaðsmáium ís-
lenskrar fiskvinnslusögu er þegar
Jón Gunnarsson, forstjóri Cold-
water í Bandaríkjunum lét reisa
fiskverksmiðju þar í landi og
braust inn á bandarískan fisk-
markað. Upphaflega var aðeins
um fiskblokkina að ræða, en síð-
an í vaxandi mæli flakaðan fisk og
svokallaðar neytendapakkning-
ar. Þessi markaður greiðir lang-
hæsta verðið fyrir frystan fisk.
Beint á diskinn!
Frekari möguleikar á hinum
bandaríska markaði byggjast á
því að við getum nýtt til fullnustu
framleiðslu og sölu á dýrustu
pakkningum. Því nær sem við
komumst matardiskum neytand-
ans því örari verður hækkunin á
vörunni.
Enginn skal halda, að það sé
ekki fyrir hendi í Bandaríkjunum
enn frekari og dýrari vinnslu- og
sölumöguleikar en nú er. Frekari
vinnsla á frystum fiskafurðum
okkar er leiðin að aukinni verð-
mætasköpun.
íslendingur sem er búsettur í
Bandaríkjunum og er þrautkunn-
ugur sölu á íslenskum fiski þar í
landi, segir mér að það veki oft
undrun sína hve mikið af fiski sé í
frystum blokkum og það af góð-
um fiski. En verð á þeim er mikið
lægra en í svokölluðum neytend-
apakkningum. Því sé jafnan svar-
að til í höfuðstöðvum íslenskra
söluaðila, að ekki sé vinnuafl til
að vinna í vinnslufrekari
neytendaumbúðir. Þá segir hann
mér einnig, að svokallaðar
neytendapakkningar séu minnst
5 punda öskjur, fyrst og fremst
ætlaðar fyrir hótel, mötuneyti
o.s.frv. Hins vegar séu sérfrystar
minni pakkningar, t.d. eins
punda, ófáanlegar, en þær væri
hægt að selja í kjörbúðum um öll
Bandaríkin og komast þannig
nær hinum almenna neytanda.
Það sé óþekkt. Þarna hafi Kan-
adamenn verið fljótari á ferðinni
með slíkar pakkningar, en
sannfæring hans séu sú að hægt sé
að stórauka sölu á Bandaríkja-
markaði á slíkum pakkningum.
Þá segir hann mér einnig, að hægt
sé að stórauka sölu á grálúðu í
minni og dýrari pakkningum en
nú tíðkast. Grálúðan sé að vinna
verulega á á Bandaríkjamarkaði.
Var einhver að tala um, að amer-
íski markaðurinn væri gjörnýtt-
ur?
Aður en Bretar misstu físki-
miðin við ísland, Færeyjar og
Noreg fískuðu þeir um 1 millj.
tonna af bolfíski og flatfiski. Eftir
að þeir töpuðu þessum miðum
físka þeir aðeins tæp 500 þús.
tonn en flytja inn um 400 þús.
tonn af þessum tegundum. Þarna
höfðum við möguleika á aukinni
sölu á frystum físki. Hins vegar
hefur gengi enska pundsins verið
mjög lágt og fer sífellt lækkandi.
Þessi markaður hefur því ekki
verið hagstæður, en hafa verður í
huga, að hann er stór, því Bretar
eru um 56 millj. og miklir físk-
neytendur.
Við seljum Bretum fyrst og
fremst blokkir. Hluti af þcirri
framleiðslu er skorinn niður í litl-
ar sneiðar og selt sem fiskborgar-
ar. Niðurskurður í blokkirnar og
frekari vinnsla fer að miklu leyti
fram í fískverksmiðjum. í físk-
verksmiðjum SH í Grimsby vinna
um 200 manns við niðurskurð á
fiskblokk steikingu og frekari
vinnslu og einnig við pökkun á
islenskri rækju. Athyglisvert er,
að bæði Dönum og Norðmönnum
hefur tekist að framleiða og selja í
Evrópu fullunna fískrétti og þar
gildir lögmálið, sem ég gat um
áðan: Því nær matardiskunum
sjálfum, því örari verðmyndun.
Þarna liggjum við Islendingar
algerlega eftir og ég veit ekki til að
neinar tilraunir að ráði hafí farið
fram í þessum efnum. Við höfum
komist einna lengst í framleiðslu á
fískibollum og seljum þær alla
leið til Ástralíu! Enn kemur aftur
skortur á tilraunum, lítil matar-
gerðarlist og sölutækni á lágu
stigi.
Því er haldið fram að tollmúrar
Efnahagsbandalagsins hindri að
slíkir hlutir séu framkvæman-
legir. Má ég þá aðeins benda á að
Norðmenn eru ekki í Efnahags-
bandalaginu, að kaup er helmingi
lægra hér en í Danmörku og Nor-
egi og að fiskverð uppúr sjó er
lægra hér. Þarna er miklu meiri
munur en sem nemur tollunum.
Þurr eða blautur
saltfiskur
Söltun hefur verið önnur
stærsta vinnslugrein í íslenskum
sjávarútvegi. Útflutningur á
saltfiski hefur numið 35-60 þús.
tonnum árlega að undanförnu.
Nær allur saltfiskur er fluttur úr
landi blautverkaður gagnstætt
því sem áður var, því fram yfír
heimsstyrjöldina síðari var nær
allur saltfiskur fluttur út þurrkað-
ur. Athyglisvert er, að aðrir
helstu framleiðendur saltfisks,
Norðmenn og Kanadamenn,
þurrka megnið af framleiðslu
sinni. T.d. nam útflutningur
saltfisks frá Noregi um 69 þús.
tonnum árið 1982. Þar af voru 53
þús tonn af þurrkuðum fiski og
tæp 16 þús. tonn af blautfiski.
Saltfiskur léttist um rúmlega
þriðjung við þurrkunina, mis-
jafníega þó og samsvarar magnið
af útfluttum þurrfiski Norð-
manna því um 71 þús. tonnum af
blautverkuðum fiski.
Á íslandi nam útflutningur á
blautverkuðum saltfiski rúmum
56 þús. tonnum árið 1982, en á
þurrkuðum fiski tæpum 1500
tonnum eða 3-4% Árið 1983 nam
útflutningur blautverkaðs
saltfisks á íslandi um 45 þús tonn-
um, en þurrfisks um 2800 tonn-
um, 7-8%. Hvernig stendur á
þessum gífurlega mismun á verk-
unaraðferðum á íslandi annars
vegar og í Noregi og Kanada hins
vegar? Norðmenn og Kanada-
menn telja sig fá meiri gjaldeyri-
sverðmæti með því að flytja út
þurrkaðan saltfisk. Þess vegna
þarf sérstakt leyfi þjóðbankans í
NÍ)regi til að flytja fiskinn út
blautverkaðan.
Meirihluti þess blautverkaða
saltfisks, sem við flytjum út, er
þurrkaður í kaupendalöndunum.
Sá fiskur sem þurrkaður er á ís-
landi, er einkum ódýrari fiskteg-
undir, svo sem ufsi, keila, langa,
svo og smáfiskur og fiskur í
lægstu gæðaflokkum, jafnvel
úrkast. Af þessum ástæðum er
óraunhæft að bera saman meðal-
verð á útfluttum tonnum af
þurrkuðum og blautverkuðum
fiski. Talið er að meginástæðan
fyrir því að íslenski saltfiskurinn
er fluttur út blautverkaður sé sú,
að hægt sé að afskipa honum
þannig mun fyrr og spara með því
mjögóhagstæð afurðalán. Gjald-
eyrislega er þetta hins vegar
óhagkvæmt að dómi Norðmanna
og Kanadamanna.
Nú mundi einhver segja: Er
þetta ekki byggðastefna til að
skapa atvinnu í Norður-Noregi,
það að þurrka saltfiskinn? Þetta
gæti virst trúleg skýring. En ef
betur er að gáð, er megnið af
þeim afla, sem fer í
saltfiskverkun blandað og saltað í
Norður-Noregi. En þá kemur
það furðulega, að saltfiskurinn er
fluttur blautverkaður til
Sunnmæris, aðallega Álasunds
og þar er hann þurrkaður. 75% af
norskri saltfiskþurrkun fer fram í
Álasundi og í héraðinu öllu,
Sunnmæri, er þurrkað um 90% af
allri saltfiskframleiðslu Norð-
manna.
Mér er nær að halda, að
Norður-Noregur sé þarna að
styðja Suður- eða Mið-Noreg.
Það er fróðlegt fyrir íslenskt físk-
verkunarfólk að kaup er helmingi
hærra í Álasundi heldur en á Is-
landi.
Portúgal
Það er fleira athyglisvert við
saltfiskverkun Norðmanna. Þeir
selja þurrkaðan saltfisk til a.m.k.
25 landa. Þar er nú s.l. ár í fyrsta
sinn stærsti kaupandinn Portúgal
sem keypti 13 þús. tonn 1984.
Brasilía, sem hefur verið stærsti
kaupandinn, er með svipað
magn, örlítið lægra. ísland selur
hins vegar til helmingi færri
landa, og þar af seljum við röskan
helming til eins lands, Portúgals.
En það sem er nýtt, er að Por-
túgal er orðinn jafnstór kaupandi
og Brasilía á þurrkuðum saltfiski
fyrir Norðmenn, og Norðmenn
virðast leggja óhemju áherslu á
að komast inn á þann markað.
Þeir hafa nýlega gert nýjan samn-
ing fyrir árið 1985 við Portúgal
um kaup á 10 þús. tonnum af
þurrkuðum saltfíski og 9 þús.
tonnum af blautverkuðum fiski.
Þeir hafa ekki selt blautverkaðan
saltfisk til Portúgals um árabil.
Portúgal er hins vegar langstær-
sta markaðsland okkar fyrir
sömu vöru. Á s.l. ári keyptu Port-
úgalir af okkur 25 þús. tonn, en
það er meira en helmingur af allri
íslenskri saltfiskframleiðslu.
Hvað Norðmenn einhenda sér á
viðskipti við Portúgal, án þess að
það verð, sem þeir fá sé nokkuð
sérstakt umfram aðra, staðfestir
aðeins þann grun og reyndar
vissu, að þeir leggja sig fram í að
bola hættulegum keppinautum
og ekki síst Islendingum út af
mörkuðum.
Það er einnig fróðlegt þótt á
öðru sviði sé að íslenskir
saltfiskframleiðendur segja, að
þeir hafi ekki vinnuafl til
saltfiskverkunar hér á landi. Aft-
ur kemur þetta í sífellu, það er
ekki til vinnuafl. Æskilegt væri
að ýtarleg rannsókn færi fram á
þjóðhagslegri hagkvæmni þess að
þurrka stærri hluta saltfiskfram-
leiðslunnar í landinu. Ýmsir
möguleikar virðast vera til fjöl-
breyttari framleiðslu á söltuðum
afurðum, þó e.t.v. sé ekki í stór-
um stíl. Þá mætti leita nýrra
markaða í Bandaríkjunum þar
sem innflytjendur frá Ítaiíu,
Spáni, Portúgal og eyríkjum í
Karabíska hafinu og niðjar þeirra
neyta saltfisks. Saltfiskur þessi er
yfirleitt seldur í kjörbúðum í litl-
um neytendaumbúðum. Ekki er
vitað til að við höfum nokkru
sinni reynt í alvöru að komast inn
á þennan markað þó verð sé
áberandi hærra en í hefðbundn-
um markaðslöndum okkar. Fisk-
ur þessi kemur að mestu leyti frá
Kanada, þó eitthvað frá Norð-
mönnum. Þeir selja þangað um
800 tonn af þurrkuðum saltfiski.
Þorskur í skreiö
Fyrir eru í landinu skreiðar-
birgðir fyrir 1.6 milljarða að ætl-
að er. Það er öllum kunnugt,
hvað mikið er í húfi, að við getum
selt þær. Þarna er um að ræða
Afríkuskreið, sem eingöngu er
hægt að selja í Nígeríu. Megin-
uppistaðan af þessum fiski er
þorskur. í þessu sambandi hlýtur
að vakna sú spurning, hvers
vegna í ósköpunum við fórum að
framleiða Áfríkuskreið í jafn
stórum mæli og gert hefur verið
úr þorski, mikilvægustu fiskteg-
undinni, sem hægt er að vinna á
mun dýrari markað í formi ann-
arra afurða. Gjaldeyrislega er
þetta hreint brjálæði. Við verð-
um að standa þannig að fiskmeð-
ferð, að við séum ekki háðir
framleiðslu á Afríkuskreið svo
nokkru nemi. Fyrir getur komið,
að fiskur verði lélegur af óviðráð-
anlegum orsökum, t.d. netafisk-
ur í miklum ógæftum. Og það eitt
ættum við að framleiða af Afrík-
uskreið, ef við erum háð þessum
markaði að einhverju marki.
Loðnan er sá fiskur sem við
veiðum hvað mest af og afli hefur
verið sveiflukenndur eins og allir
þekkja. S.l. ár og það sem af er
þessu ári hefur afli verið góður.
Afkoma þessara veiða byggist á
því, hvenær eða hvort við getum
gert stóran sölusamning við Jap-
an á frystri loðnu eða loðnu-
hrognum. Ef það tekst eru gjald-
eyristekjur allt aðrar og meiri.
Hrognafrysting úr loðnu er nokk-
uð vandasöm, og Japanir kröfu-
harðir um gæði og heilnæmi vör-
unnar.
Megihluti af loðnunni er
bræddur. Loðnuverksmiðjur á
íslandi hafa ekki fylgt þeirri þró-
un, sem átt hefur sér stað erlendis
og t.d. eru hráefnisgeymslur víða
ekki fullnægjandi og svo hitt, að-
við höfum tekið upp gufuþurrkun
á mjölinu eins og nágrannar og
samkeppnisþjóðir okkar hafa
gert. Við notum ennþá nær ein-
göngu eldþurrkara, þar sem eld-
gusum er blásið á pressukökuna
til að þurrka hana. Ekki nóg með
það að ýmiss konar mengunar-
efni geta komist í mjölið, heldur
verður nýting á mjölinu lægri og
næringargildi þess minna en við
gufuþurrkun. Þá mætti benda á
að mengun frá loðnuverksmiðj-
um hefur verið mjög á dagskrá
undanfarin ár, en mengunar-
vandamál eru mun auðleystari
þar sem gufuþurrkun er viðhöfð.
Að skipta yfir í gufuþurrkun í
öllum loðnuverksmiðjum á ís-
landi kostar stórfé, sem við get-
um ekki ráðist í í öllum verks-
miðjum í einu. En að þessu ber
að vinna. Árangurínn verður
betri nýting, betra mjöl, minni
mengun.
Lærum af
síldarsöltuninni
Frá því um aldamót og fram til
ársins 1968 voru sfldveiðar og
sfldarvinnsla einn veigamesti
þátturinn í íslenskum sjávarút-
vegi. Eins og allir vita gilti um
sfldina frekar en aðrar fiskteg-
undir: Svipull er sjávarafli. Ekki
ætla ég hér að fara að rekja sögu
íslenskra sfldveiða, en hún var
ýmist ein gjöfulasta atvinnu-
greinin eða tími vonbrigða og afl-
abrests. Ég get þó ekki stillt mig
um að minnast á, að árið 1966
fengust 44% af gjaldeyristekjum
þjóðarinnar fyrir sfldarafurðir.
Aðeins 3% þjóðarinnar veiddu
þetta og verkuðu á þremur mán-
uðum. Ég efast um að nokkra
hliðstæðu sé hægt að finna í ver-
öldinni.
Allir vita hvernig fór með
norsk-íslenska og íslenska sfldar-
stofninn, sem voru mjög hætt
komnir. En með vísindalegum
fríðindum tókst okkur að ná upp
íslenska sfldarstofninum, þ.e.
sumargotsfldinni, sem sfldveiðar
íslendinga byggjast nú á. Síld-
veiðar og sfldarvinnsla er nú aftur
orðin snar þáttur í íslenskri þjóð-
arframleiðslu og er sfldin fyrst og
fremst nýtt til söltunar sem hefur
farið vaxandi og nemur um 220-
240 þús. tunnum. Aðalmarkaðs-
landið fyrir saltsfld er Sovétríkin,
og kaupa þau allt að 80% af
saltsflsarframleiðslunni. Næst
stærsti kaupandinn er Svíþjóð en
aðrir kaupendur eru smáir.
Markaðir fyrir saltsfld eru mjög
þröngir og takmarkast að mestu
við þau lönd, er liggja að Eystra-
salti. Áður fyrr var Pólland stór
kaupandi á íslenskri saltsfld.
Vegna þeirra efnahagsörðug-
leika, sem landið hefur átt í, hef-
ur salan þangað nú dottið niður,
en íbúar Póllands eru milli 35 og
40 millj.
Það sem skiptir sköpum um af-
komu saltsíldariðnaðarins er sal-
an til Sovétríkjanna. Án markað-
ar í Sovétríkjunum væri þarna um
að ræða litla atvinnugrein. Við
seljum allt að 200 þús. tunnur til
Sovétríkjanna. Eftirspurn meðal
neytenda þar í landi er mun meiri
en þessu magni nemur. Sfldin er
það eftirsótt fæðutegund og nýtur
slíkra vinsælda þar í landi, að
möguleikar ættu að vera á enn
meiri sölu þangað. Þarna eigum
við í harðri samkepni við Norð-
menn. Þau sölusamtök íslensk,
sem tvímælalaust mests trausts
njóta, bæði innanlands og utan er
Sfldarútvegsnefnd. Hún hefur
staðið sig frábærlega vel í öllum
sölum og afurðum og lagt gífur-
lega áherslu á vöruvöndun.
Þrátt fyrir það að við höfum
ekki lengur þetta besta hráefni til
sfldarsöltunar, sem við höfðum
með Norðurlandssfldinni, þá
framleiðum við bestu saltsfld sem
er á mörkuðunum. Hvers vegna?
Verkmenning við söltun, verkun
og sfldarmat er hér á hærra stigi
en í nokkru öðru landi. Þetta
ásamt góðri sölumennsku og
samningatækni hefur tryggt okk-
ur sovéska markaðinn.
Viðskiptin við Sovét
Úr ákveðnum hópum heyrast
stundum þær raddir að við sem
vestrænt land höfum of mikil við-
skipti við Sovétríkin. Þess vegna
vil ég endurtaka að án sovéska
markaðarins mundi saltsfldarsal-
an hrynj a. En það spaugilega - og
þó er þetta kannske ekki mjög
spaugilegt - er að Norðmenn,
sem hafa tekið undir í þessum kór
í fordæmingu á Sovétviðskiptum
- hafa sjálfir gert ýtarlegar til-
raunir til að komast inn á sovéska
markaðinn. Þegar sfldarsölu-
samningar voru að hefjast í haust
buðu Norðmenn 30% lægra verð
en ísland. Og þegar samningar
voru u.þ.b. að takast kom frá
þeim tilboð til Sovétríkjanna um
40% lægra verð heldur en íslend-
ingar voru að semja um. Ja, þetta
er nú sovésk fordæming í lagi hjá
þeim Norðmönnum!
Ég er alinn upp á heimili togar-
asjómanns, og alltaf þegar karl
faðir minn kom af sjónum þá gat
hann ekki fyrst um aflann, heldur
hversu margar tunnur af lifur
hefðu verið í túrnum. Aðalhlutur
togarasjómanna fyrir stríð var
lifrarhlutur en þá var lifrarlýsið
verðmætt og eftirsótt, enda einn
helsti vítamínsgjafi og mikils-
verður vítamínsgjafi vítt um
heim. Með tilkomnum verk-
smiðjuframleiddum vítamínum
lækkaði verðið á lýsi og hafði þá
ekki neitt svipað gildi og áður
var.
Nýlegar rannsóknir á vegum
Lýsis h.f. og Raunvísindastofn-
unar Háskólans gefa tilefni til
bjartsýni með fjölþættari og
verðmætari vinnslu úr lýsi. Fram-
tak þetta er virðingarvert og
dæmi um þá möguleika sem eru á
vinnslu úr íslenskum sjávarafurð-
um.
Ég hef hér reynt að benda á
nokkra þætti til aukningar verð-
mætasköpunar í íslenskum sjáv-
arútvegi en það er aðeins fátt eitt
talið. Möguleikarnir í íslenska
sjávarútveginum eru miklu meiri
og á hinum ótrúlegustu sviðum.
Spurningin er aðeins sú hvort við
höfum framsýni og hyggindi til að
hagnýta okkur þá eða ekki.
Erum við í svona miklum vand-
ræðum að við sjáum ekki hvaða
möguleikum við stöndum frammi
fyrir? Höfum við gleymt hvar við
búum? Þetta er síður en svo sagt
til þess að gera lítið úr öðrum
atvinnugreinum eða draga úr
gildi þeirra.“
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. mars 1985