Þjóðviljinn - 13.03.1985, Qupperneq 7
Leíklist
Piaf lifir
Lcikféiag Akureyrar sýnir
EDITH PIAF
eftir Pam Gems
Leikstjórn: Sigurður PálsSon
Hljómsveitarstjórn: Roar Kvam
Leikmynd: Guðný Björk Richards
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Það var einhvern tímann á
menntaskólaárunum að við upp-
götvuðum Milord með Piaf í
djúpboxinu í kaffihúsi sem í þann
tíð var í Uppsalakjallaranum;
skömmu seinna komumst við í
kynni við Je ne regrette rien, og æ
síðan hefur söngur þessarar pínu-
litlu, veikbyggðu og ógnarsterku
konu staðið nær hjarta mínu en
flest annað. Hún var engum öðr-
um lík, bæði í lífi sínu og list var
hún einstök. Hún bókstaflega
fæddist í göturæsinu, og má segja
að hún hafi á vissan hátt haldið
tryggð við þann stað alla ævi.
Hún ólst upp innanum hórur og
glæpamenn, elskaði fjölmarga
karlmenn, varð stórkostleg söng-
kona, fræg og rík, drakk brenni-
vín, sprautaði sig með morfíni,
lenti í hroðalegum bflslysum,
barðist við sjúkdóma, en alltaf
stóð hún aftur upp til að syngja.
Um ævi þessarar konu hefur
enski rithöfundurinn Pam Gems
skrifað leikrit sem fer gegnum líf
hennar í mörgum stuttum at-
riðum og hefur söngva hennar í
þungamiðju. Söngvarnir eru
reyndar órofa tengdir lífi hennar,
hún var ævinlega að tjá sjálfa sig
beint í söng sínum, og er því hæg-
ur vandi að tengja þetta tvennt
saman á leiksviði þannig að hvort
styðji annað.
En auðvitað veltur allt á fram-
kvæmdinni og þá fyrst og fremst á
þeirri leik- og söngkonu sem fer
með hlutverk Piaf, en það gerir
alveg óvenjulegar kröfur. Ég
held að hárrétt hafi verið valið í
þetta hlutverk og get ekki hugsað
mér hver hefði getað gert þetta
betur hérlendis en Edda Þórar-
insdóttir, sem bæði er mjög góð
söngkona og afar vaxandi leik-
kona. Edda reynir auðvitað ekki
að stæla söng Piaf, það væri
óhugsandi, en hún reynir að
koma til skila samskonar beinum
tilfinningum, opna í söng sínum
samskonar kviku og Piaf gerði.
Og það tekst henni, og það þeim
mun meira sem líður á sýning-
una. Það er ákveðin og hárrétt
stígandi í túlkun hennar, söngur-
inn verður sífellt opnari og sárari
eftir því sem Piaf verður líkam-
lega verr á sig komin, og nær stór-
fenglegu hámarki í söngnum dá-
samlega um að hún iðrist ekki
neins, en þar hrifust áhorfendur
svo sterkt með að þeir voru allt í
einu orðnir beinir jsátttakendur í
sýningunni. Eddu tókst líka frá-
bærlega að sýna þróun Piaf frá
lífsglaðri og sterkri ungri stúlku
þar til hún er algert flak undir
lokin, og hún kom vel til skila
þeirri blöndu af ruddaskap og
blíðu sem Piaf er samsett af. Hún
bar þessa sýningu uppi af
sannkölluðum glæsibrag, vann
ótvíræðan sigur.
Fjölmargar aðrar persónur
koma fram í sýningunni, en falla
mjög í skuggann af Piaf og gefa
fæst tilefni til mikilla átaka. Helst
er það hlutverk aldavinkonunn-
ar, hórunnar Toine, sem er nokk-
ur mergur í, og Sunna Borg
skilaði því ágætlega með hæfilega
grófgerðu skopi og mikilli lífs-
gleði. Hlutverk annarrar vin-
konu, Marlene Dietrich, er dá-
lítið vandræðalegt. ■ Guðlaug
María Bjarnadóttir hefur sannar-
lega fótleggi til að leika það, en
var að öðru leyti dálítið stíf og of
mikil eftirherma. Emilía Bald-
ursdóttir fór afar hógværlega og
innilega með hlutverk ritarans,
Madeleine.
Karlmennirnir í sýningunni
þurfa að dreifa sér á ansi mörg
hlutverk og gerir það þeim
óneitanlega erfitt fyrir að skila
þeim með eftirminnilegum hætti.
Pétur Eggerz var töluvert skop-
legur sem hinn misheppnaði
söngvari Angelo og hann fór líka
fallega með hlutverk Theos, unga
mannsins sem var ástmaður Piaf
undir lokin. Theodór Júlíusson
var kraftmikill í hlutverki annars
ástmanns, Jacko söngvara. Þrá-
inn Karlsson, Gestur E. Jónasson
og Marínó Þorsteinsson voru dá-
lítið litlausir í sínum fjölmörgu
hlutverkum.
Leikstjórinn, Sigurður Páls-
son, og liðsmenn hans hafa unnið
mikið og gott verk með þessari
sýningu. Hér ræðst lítið leikfélag
í viðamikið og erfitt verkefni af
stórhug og djörfung og vinnur
fullan sigur. Sigurður hefur stýrt
leiknum af næmum skilningi og
meðal annars tekist að ná fram
þeim nánu tengslum milli söngv-
anna og framvindu leiksins sem
áður var getið um. Leikmynd og
búningar Guðnýjar Bjarkar sýna
smekkvísi og hugkvæmni. Sviðið
ber með sér kulda stórborgarinn-
ar og stfl þess tíma sem lýst er, en
er um leið mjög haganlega gert
þannig að það býður upp á fjöl-
mörg leiksvæði, sem Sigurður
notar mjög hugkvæmnislega í
sviðsetningu sinni. Miðpunktur
sviðsins er söngpallurinn þar sem
Piaf treður upp, og þá er áhorf-
endasalurinn um leið orðinn sal-
urinn þar sem þetta gerist.
Áreiðanlega er þáttur Roars
Kvam ekki sá minnsti. Honum
tekst að láta tónlisti.na hljóma
undursamlega og samstillingin
milli hljómsveitar og söngkonuer
óaðfinnanleg. Þá á þýðing Þórar-
ins Eldjárns drjúgan þátt í að
söngvarnir skiluðu sér eins vel og
raun ber vitni. Textar hans eru
liprir og skýrir, falla mjög vel að
lögunum, og í flutningnum tap-
aðist ekki eitt einasta orð, en það
er mjög mikilvægt í þessu tilviki,
vegna þess að list Piaf byggðist
ekki síst á inntaki textanna sem
hún söng. Um franskan vísna-
söng gildir það sama og um klass-
ískan ljóðasöng, að það er sam-
runi texta, tónlistar og túlkunar
sem allt veltur á. Þessi samruni
náðist í sýningunni á Akureyri.
Það sem geymist í huganum
eftir þessa sýningu er stórbrotin
mynd af mikilli manneskju og
listakonu, sem lætur allt í sölurn-
ar fyrir ástina og listina og svíkur
aldrei. Hún deyr fyrir list sína, en
fyrir tilverknað hennar lifir hún
líka áfram - líka á Akureyri.
Sverrir Hólmarsson
Myndlist
Teiknarinn Jóhanna
Jóhanna Bogadóttir sýnir í Norrœna húsinu
Jóhanna Bogadóttir heldur
um þessar mundir einkasýn-
ingu í kjallara Norræna húss-
ins. Þar sýnir hún 32 verk, olí-
umálverk, teikningarog
grafík. Sýning Jóhönnu
stendureinungistil
næstkomandi sunnudags.
Engar skarpar breytingar eru á
list Jóhönnu frá síðustu sýningu
hennar. Hún heldur áfram að
draga fram sína persónulegu
ævintýraveröld, turninn, fiskinn,
svanina og vafningsviðinn.
Táknmálið er á sínum stað;
draumaheimarnir sem birtast
áhorfendum líkt og eitthvað séð
milli svefns og vöku. Heimur Jó-
hönnu er að vissu leyti súrrealísk-
ur, sprottinn hálft í hvoru úr
martröð og sæludraumi. Jafnvel
þar sem hún tekur fyrir landslag
eða stemmningar úr náttúrunni,
verður útkoman að einhverju
leyti yfirskilvitleg og fjarræn.
E.t.v. er það vegna þess að
ekkert snertir jörðina. Verkin
vaxa einhvern veginn út frá miðju
og komast aldrei út að jöðrum,
þ.e. endimörkum flatarins og því
verður allt svo ójarðneskt og óá-
þreifanlegt eins og gömul minn-
ing.
Þó hefur ýmislegt skýrst í að-
ferðarfræði Jóhönnu og er það
vissulega breyting og sú breyting
er til góðs. Jóhanna hefur fundið
ákveðinn miðil til að túlka sig
með, miðil sem hentar mjög vel
viðfangsefnum hennar. Hér á ég
við hinar stóru teikningar, sem
gerðar eru með blandaðri tækni á
pappír. Pastell, akrýlmálning og
krít eru kjörin efniviður og virðist
henta listamanninum mun betur
en olían eða grafíkin.
Jóhanna er nefnilega fyrst og
fremst teiknari og er því ekki
undarlegt að hún skyldi leggja
fyrir sig grafík á sínum tíma. En
grafíkin er ekki nægjanleg
teiknaranum til lengdar, því
efniskennd grafíkverka er engin
þótt áferðin komi í ljós sem nokk-
urs konar effekt efniskenndar.
Því hefur Jóhanna sótt í sig veðrið
með krít, pastel og akrýlmáln-
ingu að vopni og útkoman er
óvenjulega þróttmikil í bestu
myndunum.
Olían hentar henni síður og er
það e.t.v. vegna þess að hún er of
efnismikil fyrir svo loftkenndar
myndir. Olíulitir eru jarðbundn-
ir, þykkir og áþreifanlegir, en
eins og Jóhanna brúkar þá, njóta
þeir sín frekar illa. Akríllitir sem
hægt er að þynna og meðhöndla
sem vatnsliti, henta mun betur
tjáningarmáta Jóhönnu og raun-
ar mundu vatnslitir og þekjulitir
einnig gera sama gagn.
Þar sem liturinn er ekki hin
sterka hlið Jóhönnu, er milt litróf
teikninganna heppilegra og
harmónískara en sterk litameð-
ferðin í olíuverkunum. Það er því
fyrst og fremst í stórum og dauf-
litum teikningum sem styrkur Jó-
hönnu er fólginn og þar liggja
möguleikar hennar til frekari
þróunar.
Því miður er það svo að íslend-
ingar hafa lítinn áhuga á teikning-
um og skilja raunar illa þessa
grundvallarlist allra sjónrænna
lista. Þeim sést meira að segja yfir
snillinginn Kjarval, nema ef vera
skyldi Tolli í Sfld og fisk, sem fatt-
aði að með teikningum hans
mátti prýða skuggsælar vínstofur.
Gegn þessu vanmati á teikning-
unni þarf að berjast eins og öðru
þekkingarleysi landsmanna á
sviði myndlistar. Þegar slík bar-
átta hefur verið til lykta ieidd,
munu þeir listamenn sem kjósa
sér einhvem annan miðil en
olíuliti, loks fá verðskuldaða at-
hyg1'- HBR
Miðvikudagur 13. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7