Þjóðviljinn - 13.03.1985, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 13.03.1985, Qupperneq 9
MENNING Tónlist Glœsilegur flutningur meistaraverks Frá f lutningi Sinfóníuhljómsveitar fslands, Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Karlakórs Reykjavíkur á óperu Wagners, Hollendingnum fljúgandi. (Mynd: E.ÓI.) Sinfóníuhljómsveit íslands Hollendingurinn fljúgandi, Ópera eftir Richard Wagner í þrem þáttum, konsertflutningur. Loksins kom að því að íslenskir tónlistarunnendur fengju að heyra eina af óperum Wagners þó ekki væri nema í konsertupp- færslu, en óperur Wagners hafa aldrei verið fluttar hérlendis fyrr. En stjórn S.í. reið á vaðið og úr því varð stórkostlegur flutningur á Hollendingnum fljúgandi með útlendum stórstjörnum í söng- hlutverkunum, Fílharmoníuk- órnum og Karlakór Reykjavíkur, undir stjórn Klauspeter Seibel. En áður en ég fer fleiri orðum um flutninginn, er ekki úr vegi að minnast nokkuð á tildrög verks- ins. Hollendingurinn fljúgandi var fjórða óperan sem Wagner samdi. Fyrstu tvær voru æskuverk sem nú eru gleymdar, en þú þriðja, Rienzi, er uppfærð stöku sinnum og forleikurinn að þeirri óperu er vel þekktur og oft leikinn á sinfóníutónleikum. Hugmyndina að Hollendingnum fljúgandi fékk Wagner er hann lenti í miklu illviðri á skipi, en hann var þá á flótta frá Riga vegna skulda og lá leiðin til Eng- lands. Þessi sjóferð og ekki síður saga eftir Heine sem fjallar um líkt efni, varð til þess að óperan Hollendingurinn fljúgandi varð til. Óperan hefir notið mikilla vinsælda og verið sýnd heimshornanna á milli, en eins og áður segir, er hún nú flutt hér í fyrsta sinni. Efnið er í stuttu máli: skipstjóri á hollensku skipi er dæmdur til þess af yfirnáttúrulegum öflum, að sigla að eilífu á skipi sínu, nema að hann hitti konu sem elskar hann. í óperunni kemur fram skipshöfn á norsku skipi ásamt skipstjóranum (Daland) og stýrimanni, en atburðurinn skeður í Noregi. Pangað kemur draugaskipið en því er leyft að koma að landi á sjö ára fresti. Skipstjórinn, Hollendingurinn, er boðinn heim til Dalands, en þar er fyrir Senta dóttir Dalands, Mary fóstra hennar og vinkonur sem eru að spinna og syngja þær hinn fræga spunasöng (sópran og alt fjórraddað). Það verður Senta sem leysir Hollendinginn og skipshöfn hans frá þessum hræði- legu álögum með því að henda sér fyrir björg og sanna þannig ást sína til Hollendingsins og sekkur þá skipið í miklum iðusvelg. Hol- lendingurinn og Senta sjást síðast stíga til himins í örmum hvors annars. Þannig eru í fáum orðum útlínur textans. Með hlutverk Sentu fór danska söngkonan Lisbeth Balslev. Það kom fljótlega í ljós að Lisbeth Balslev er stórsöngkona og gerði óhægt væri um vik. Eins má segja um þýska söngvarann Manfred Schenk sem söng hlutverk Da- iands. Hin fallega og kraftmikla bassarödd hans fyllti út í hvern krók og kima í salnum og gerði hann hlutverki sínu afbragðs skil. okkar Björnssyni sé ekki fisjað saman, því hann hljóp í skarðið fýrir annan söngvara með mjög litlum fyrirvara. Hann söng hlut- verk stýrimannsins og gerði það af miklu öryggi og listrænum til- þrifum. Röddin er enn ótrúlega fnsk og óslitin, en að grípa svona inní á síðustu stundu er ekki á allra færi. En Sigurður stendur á gömlum merg sem óperusöngvari eins og allir íslendingar vita. Skyldu margir framkvæmda- stjórar sinfóníuhljómsveitar í heimi geta leikið þetta eftir? Eini ljóðurinn á þessari annars frábæru uppfærslu var söngur Sylviu Stone í hlutverki fóstrunn- ar. Það var of mikill skjálfti í röddinni sem orsakaði að hún var ekki nógu hrein og auk þess frek- ar hljómlítil og barst ekki nógu vel út í salinn. Fílharmoníukór- inn söng alveg prýðilega, t.d. spunasönginn sem var verulega áhrifamikill og karlaraddirnar úr Fflharmoníukórnum og Karlakór Reykjavíkur hljómuðu ágætlega. Það voru þeir Guðmundur Em- ilsson (Filh.k.) og Páll P. Pálsson (K.R) sem áttu veg og vanda af að æfa þessa kóra. Kór draugask- ipsins var látinn heyrast í hátalara sem verkaði dálítið kynduglega. En síðast og ekki síst var það sjálf Sinfóníuhljómsveit íslands sem átti hið mesta hrós skilið fyrir magnaðan Wagnerleik undir af- bragðsstjórn Klauspeter Seibel sem var rétti maðurinn á réttum stað. Hann hélt öllum flutningn- um saman af miklu öryggi sem er hún hlutverki Sentu frábær skil með glæsilegri og dramatískri rödd og sviðsframkomu. Það meir að segja örlaði á leik þó Og þá er komið að sjálfum Holl- endingnum sem var í höndum Hartmut Welker baryton. Hann hefir frábæra baryton rödd sem hann beitti af mikilli kunnáttu og var túlkun hans á þessu hlutverki hins ógæfusama manns stór- mögnuð og hrífandi. Hlutverk Eriks söng Ronald Hamilton og söng hann með sinni glæsilegu tenorrödd af mikilli reisn og inn- lifun. Það má segja að Sigurði ekki á færi nema þeirra sem eru aldir upp við gamlar evrópskar hefðir í túlkun á slíkum meistara- verkum eins og Hollendingnum fljúgandi. Að lokum skal þess getið að Sinfónían minntist með þessum glæsilegu tónleikum 35 ára afmælis síns, en fyrstu tón- leikar hennar voru þann 9. mars 1950 undir stjórn hins merka stjórnanda Róberts A. Ottós- sonar. r.s. Ný landssýn Georg Guðni sýnir í Nýlistasafninu Georg Guðni, ungur Reykvík- ingur sýnir um þessar mundir í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Hann hefur stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands síðan 1980 og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Þetta er einkasýning Georgs Guðna. Á sýningunni eru 11 lands- lagsmálverk, máluð á árunum 1984-1985. Öll eru þau af þekkt- um fjöllum á Suð-Vesturlandi, s.s. Akrafjalli, Esju, Snæfells- jökli, Hestfjalli, Botnssúlum og Skjaldbreið. Hvert málverk er af einu ákveðnu fjalli og eru fjöllin dregin upp á skýran og ákveðinn hátt, þannig að þau mynda eina formræna heild móti himninum. Litir eru gráir og afmarkast formin af mismunandi tónum og birtu, þannig að skil fjalla og him- ins eru aðgreind með blæbrigðum öðru fremur. Áferðin er jöfn en malerísk og hálfglansandi. Þetta er rómantísk sýn, tilvísun til klassískrar og mónumentalskrar málaralistar. Allt byggir á stemmningunni sem geislar frá hverri mynd, hverju fjalli og hin- um óumbreytanlega svip þess móti óumbreytanlegum himni. Við erum komin langt frá hinu cézanníska landslagsmálverki sem íslenskir listamenn hafa iðk- að gegnum áratugina. Hér er ekki teflt á síð-impressioníska skala, heldur akademískan skala dansk-þýska 19. aldar skólans þar sem skýr teikning og mettað- ur, eða dempaður litaskali var notaður. Merkir þetta afturhvarf til for- impressionískra vinnubragða? Eitt er víst að frá þessum mynd- um stafar undarleg ró og yfir þeim hvflir sérkennilegur blær angurværðar og drunga, eitthvað sem minnir á Caspar Fredrich og þá Hölderlin, Novalis og Kleist. E.t.v. eru ísienskir listamenn að upptötva í sér streng þýskrar dul- hyggju eða getur það verið að hann hafi alltaf verið þar til stað- ar, undirokaður af franskri raun- hyggju hins formalíska landslags- skóla? Eitt er víst að þessar myndir fylgja manni út úr salnum, prent- aðar í hugann og er það merki j þess að hér sé á ferð sérstæð túlk- un á íslensku landslagi, gerð af alúð og einlægni, óvenju þroskuð sé þess gætt að listamaðurinn er aðeins hálfþrítugur. | Sýningu Georgs Guðna lýkur um næstu helgi, eða 17. mars. Sinfónían Kammertónleikar í MH Annað kvöld, fimmtudag, heldur Sinfóníuhljómsveit íslands þriðju kammertónleika sína á þessu starfsári. Verða þeir í sal Menntaskólans við Hamrahlíð og hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru að þessu sinni Brandenborgarkons- ert nr. 3 eftir J.S.Bach, Sinfónía nr. 29 eftir Mozart og konsert fyrir fiðlu, píanó og 13 blásara eftir Alban Berg. Einleikarar á tónleikunum eru þau Edda Erlendsdóttir píanó- leikari, sem starfar í Frakklandi, og Einar Grétar Sveinbjörnsson Tónleikar Einleikurá flautu Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tónleika að Kjarvalsstöð- um miðvikudaginn 13. mars 1985 kl. 21:00. Þórunn Guðmunds- dóttir leikur einleik á flautu og er það fyrri hluti einleikaraprófs hennar frá skólanum. Dagný Björgvinsdóttir leikur með á pí- anó og Elín Guðmundsdóttir á sembal. Á efnisskrá eru verk eftir J.S.Bach, John Speight, Georges Enesco og Prokofieff. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. fiðluleikari sem er kons- ertmeistari borgarhljómsveitar- innar í Málmey í Svíþjóð. Stjórn- andi á tónleikunum er vestur- þjóðverjinn Klauspeter Siebel sem hefur þann starfa að stjórna sinfóníuhljómsveitum í Num- berg og Hamborg auk þess sem hann er prófessor við tónlistarhá- skóla í síðartöldu borginni. Hann hefur stjórnað Sinfóníunni nokkrum sinnum í vetur og er skemmst að minnast flutningsins á Hollendingnum fljúgandi í síð- ustu viku. -ÞH Vestrœnir og norrœnir ellihúsavinir Fimmtudaginn 14. mars kl.21.00 verða sýndar þrjár kvikmyndir urn endurbætur á gömlum húsum og varðveisla eldri borgarhluta í bæjum og borgum í Bandaríkjun- um. Kvikmyndasýningin er ókeypis, en hún er á vegum sam- starfsverkefnisins sem Arkitekt- afélagið og Menningarstofnun Bandaríkjanna hafa komið á fót. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.