Þjóðviljinn - 19.04.1985, Side 1

Þjóðviljinn - 19.04.1985, Side 1
apríl 1985 föstu- dagur ■ 88. tölublað 50. örgangur ÞJÓÐMÁL GLÆTAN UM HELGINA Sigurfari Sleginn á 187 miljónir Uppboð fór fram hjá sýslu- mannsskrifstofunni í Stykkis- hólmi í gær á togaranum Sigur- fara frá Grundarfirði. Að sögn Jóhannesar Arnasonar sýslu- manns barst eitt tilboð í skipið frá Fiskveiðasjóði, og hljóðaði það upp á 187 miljónir króna. Upp- hæð þessi mun vera jafngildi Annað uppboð fer fram 27. jum framt síðasta uppboðið á togar- tryggingarupphæðarinnar fyrir skipið. Krafa Fiskveiðisjóðs á hendur útgerðinni nemur hins vegar 280 miljónum króna, en þar af munu um 100 miljónir vera í vanskilum. Jóhannes sagði að upphaflega hafi verið tekið lán til kaupa á skipinu að upphæð 5,1 miljón bandaríkjadala. Það var í ágúst 1981, þegar gengi dollarans var rúmar 7 ísl. krónur. Útgerðarfélagið fór fram á að annað uppboð yrði haldið, og mun það fara fram þann 27. júní næstkomandi. Það verður jafn- anum. Hjálmar Gunnarsson útgerð- armaður sagði að þetta hefði far- ið eins og við var að búast. Sigur- fari væri dýrt skip og vandað og það væri ljóst að Fiskveiðisjóður ætlaði ekki að láta það í hendur hvers sem væri. Hjálmar sagði að kröfurnar á skipið væru frá Byggðasjóði og Fiskveiðisjóði og samanlagt gætu þær numið um 280 miljónum. Hjálmar sagði að ekki væri far- ið að ræða hvaða möguleika heimamenn hefðu á því að halda skipinu. ólg. gerir Framsóknarflokkurinn? Hvað Fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd alþingis Har- aldur Ólafsson, fylgir Sjálfstæðis- flokki og krötum í byggingu rat- sjárstöðva fyrir norðan og vest- an. Haraldur mun skila séráliti um málið í dag. í gær kom fram það meirihluta- álit utanríkismálanefndar að fella beri tillögu Steingríms J. Sigfús- sonar og Kolbrúnar Jónsdóttur um að hætt verði við að reisa rat- sjárstöðvarnar. Það vakti mikla athygli að nafn Haraldar var ekki á því blaði, aðeins nöfn þeirra Kjartans Jóhannssonar, Alþýðu- flokki og þriggja Sjálfstæðis- manna. Iálitinu kemur fram að þeir telja ratsjárstöðvarnar „til góða bæði fyrir íslensku þjóðina og varnarbandalagið sem við erum og viljum áfram vera aðilar að“. í minnihlutaáliti þeirra Hjör- leifs Guttormssonar og Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur kveður við annan tón. Þau benda á að bygging stöðvanna tákni óum- deilanlega aukin hernaðarumsvif hér á landi og að mikill meirihluti aðspurðra séu henni mótfallnir. Telji þau að virða ben óskir heimamanna um að slík mannvirki verði ekki reist við bæjardyr þeirra. Þá átelja þau þá málsmeðferð að tengja þessi hernaðarmannvirki nauðsyn- legum úrbótum vegna farþega- flugs. Flugöryggi sé og eigi að vera hlutverk lslendinga sjálfra. -Á1 Sjá bls. 3. Geir Hallgrímsson Yfirlýsing- in vekur heims- athygli Steingrímur J. Sig- fússon: Geirgetur ekki borið hana til baka Yfirlýsing Geirs Hallgríms- sonar utanríkisráðherra hér á Alþingi um bann við skipaumferð með kjarnorkuvopn í íslenskri lögsögu og íslenskum höfnum var ótvíræð, og hann getur ekki borið hana til baka eða túlkað hana með öðrum hætti nema Alþingi sé gerð grein fyrir túlkun ráðherr- ans. sagði Steingrímur J. Sigfús- son alþingismaður í samtali við Þjóðviljann í gær. Ráðherrann lýsti því yfir að þau skip sem bera kjarnorku- vopn megi ekki vera í íslenskri lögsögu eða höfnum. Ef Banda- ríkjamenn hafa þá stefnu, eins og komið hefur fram, að segja hvorki af né á um vopnafarm her- skipa sinna hlýtur þetta að þýða að þær tegundir bandarískra her- skipa, sem vitað er að hafa búnað til að bera og skjóta kjarnorku- vopnum eiga ekki aðgang að ís- lenskri lögsögu eða íslenskum höfnum. Geir Hallgrímsson lýsti því yfir í fyrrakvöld að yfirlýsing hans á Alþingi væri staðfesting á stefnu íslenskra stjórnvalda áratugum saman og „væri ekkert í tengslum við yfirlýsingu Nýja Sjálands“. Steingrímur Sigfússon sagði í samtali við Þjóðviljann að ekki væri hægt að túlka yfirlýsingu ráðherrans á Alþingi öðruvísi en svo að hún markaði sömu stefnu og Nýsjálendingar hafa tekið upp: að setja hafnbann á öll her- skip sem hafa kjarnorkuvopn innanborðs. xi„ Höfundur íslandsklukkunnar mættur á æfingu og sést hér á tali við Snæfríði Islandssól sem Tinna Guðlaugsdóttir leikur. Að baki hennar er Þorsteinn Gunnarsson sem leikur Arnas Arneus en til hægri er snærisþjóðfurinn af Skaga, sá armi Jón Hreggviðsson frá Rein, en meö hlutverk hans fer Helgi Skúlason. Þjóðleikhusið 35 ara íslandsklukkan í þriðja sinn I haust verða liðin 30 ár síðan Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin H ganginn á leið inn í sviðsljós- ið. Ekki með því að lesa Passíu- sálmana heldur fyrir það að Þjóð- leikhúsið ætlar að halda upp á 35 ára afmæli sitt í næstu viku með frumsýningu á einni helstu perlu Laxness, Islandsklukkunni. Þetta verður í þriðja sinn sem Þjóðleikhúsið færir upp íslands- klukkuna en leikgerð hennar var einmitt fyrsta verkefni hússins og sýnt við vígslu þess í apríl 1950. I þeirri lotu var það sýnt af og til í heil sjö ár en árið 1968 var það aftur tekið til sýninga. Alls munu tæplega 70 þúsund manns hafa séð þessar tvær uppfærslur og er því ekki að örvænta að áhorfend- afjöldinn fari yfir 100 þúsund. Það skemmir svo ekki fyrir hátíðarhöldunum að í haust verða liðin 30 ár síðan Halldór Laxness var sæmdur æðstu viður- kenningu sem rithöfundi getur hlotnast í henni veröld, bók- menntaverðlaunum Nóbels. Þess verður væntanlega minnst við hæfi þegar þar að kemur. En Þjóðleikhúsið ætlar sumsé að . þjófstarta á sumardaginn fyrsta. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.