Þjóðviljinn - 19.04.1985, Side 7

Þjóðviljinn - 19.04.1985, Side 7
Nú í vikunni var opnuð ný félagsmiðstöð á 2. hæð íþróttahúss Hagaskóla. Ekki gat Glætan látið sig vanta á staðinn til að óska vesturbæ- ingum til hamingju með þeirra fyrstu félagsmiðstöð. Hún er enn sem komið er star- frækt í tilraunaskyni meðan beðið er eftir félagsmiðstöð sem á að opna í KR- heimilinu. En það er ennþá langt í það. Hingað til hefur tilfinnanlega vantað svona starfsemi í vesturbæinn sem hefur yngst upp og breytt um svip með tilkomu nýja hverfis- ins. Þeir sem voru mættir á staðinn þetta kvöld voru allir sammála um að það væri tími til kominn að eitthvað væri gert fyrir krakkana í vestur- bænum - en er ekki best að leyfa þeim sjálfum að komast að?... Kristín og Guðrún: Ætlarðu ekki að taka við okkur viðtal? Okkur finnst fé- ' lagsmiðstöðin vera bara ágæt og allt í lagi. Ljósm.: Valdís. Sigurður og Arnar: Okkur líst æðislega vel á þetta og ætlum að sækja staðinn á hverju kvöldi. / Guðmundur: Mér líst mög vel á þetta. / Það vantaði svona í Vesturbæinn. En / það vantar betri spilakassa og betri / skemmtiatriði í nýju félagsmiðstöðina. / Af hverju geri ég það ekki sjálfur? Nú, ég er að æfa 3 atriði fyrir karnivalið í Laugardalshöll. Ég er með í leikriti, „grís“atriði og Duran Duran atriði. Upp- áhaldshljómveitin er auðvitað Duran Duran. Föstudagur 19. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.