Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 2
FLOSI
Miku
skammtur
af Mósebók
Það kvað vera bjargföst skoðun margra að leiðin
til lífshamingju sé að losna við lífsbaráttuna. Mér er
nær að halda að mannskepnan hafi í aldaþúsundir
verið að berjast uppá líf og dauða fyrir því að losna
við að berjast fyrir lífi sínu og tilveru í von um að
hafna að lokum í því góssenlandi Eldóradó, sem
nútildags er stundum kallað velferðarríki.
Þó mikið hafi verið barist og lengi, hefur víst
engum tekist þetta nema svíum og það fyrir nokkru.
Nú mætti ætla að við þetta hefðu svíar orðið
fjárhagslega og þá ekki síður félagslega fullnægðir,
sælir og síglaðir. En það er nú eitthvað annað.
í Ijós hefur komið að við það að missa lífsbarátt-
una skapast tómarúm í tilveru svía, tómarúm sem
mannsandinn verður að fylla eða brúa bara svona
einsog gert er í vegavinnu til að auðvelda þjóðinni
að komast leiðar sinnar.
Uppfyllingin sem svíar hafa notað eru „problem”,
stundum hérlendis kölluð vandamál.
Um hábjargræðistímann sitja sviar í miljónavís
með sveittan skallann við að upphugsa próblem
fyrir hinar miljónirnartil að reifa, rannsaka og kryfja
- eins og stundum er sagt - til mergjar.
Nútíma félagsfræði virðist vera óþrjótandi
gnægtabrunnur próblema, sem endalaust er hægt
aö ausa af og verður það sennilega með síðari
próblemum svía að bjarga sér frá drukknun í prób-
lemum.
Kirkjan hefur til skamms tíma staðið utanvið
sænska próblem-stóriðju enda bæði eldri og byggð
á traustari grunni en félagsfræðin, en nú fáum vér
ekki betur séð en að þetta höfuðvígi guðsríkis á
jörðinni sé líka fallið. Próblemin hafa semsagt hald-
ið innreið sína inní sænsku kirkjuna í bæði eigin-
legum og óeiginlegum skilningi.
Próblemið er semsagt það að Mósebók er orðin
próblem í sænsku kirkjunni. Vantar að því er manni
skilst mikið á að hún fullnægi þeim félagsfræðilegu
kröfum sem gera verður í dag í sænsku samfélgi.
Meginmálið er það hvort hommar og lespíur séu
fólk, guði þóknanlegt eða ekki.
Það var semsagt á dögunum að sjálfur Stokk-
hólmsbiskupinn sté í stólinn í Dómkirkjunni og kvað
atferli kynhverfra guði þóknanlegt í einu og öllu,
enda væri það skárri andskotinn ef himnafaðirinn
færi að afneita eigin sköpunarverki, því ekki er það
neinn annar en hann, sem hefur gert þetta fólk
svona úr garði, hefur að því er manni skilst hönd í
bagga með þessu öllu.
Undir ræðu biskupsins varð Stokkhólmsdóm-
kirkjan einsog drykkjubúlla í vilta vestrinu, slagsmál
og hasar. Hommarnir sungu hástöfum „We shall
overcome”, en fylgjendur Mósebókar voru snúnir
niður og varpað á dyr.
Raunar virðast allir biskupar svía á einu máli um
það að hommar megi, án þess að það fari tiltakan-
lega í taugarnar á himnafeðgunum, vera hommar
og lespíur lespíur, bara ef lespíur geri ekki hitt við
lespíur og hommar geri ekki hitt við homma. Bisk-
upinn á Skáni benti á það að í raun og veru væri
eðlilegt að vera hommi, ef það væri kona sem væri
það og sömuleiðis væri það guði afar þóknanlegt
að karlmenn væru lespískir. Þetta væri eðlilegt og
heterósexúelt ástand.
Hvað Biblíuna áhrærir, þá virðast sænskir kenni-
menn helst á því að hana beri að taka með fyrir-
vara, einsog önnur mannanna verk, hvort sem er
Mósebók eða bréf Páls postulatil rómverja. í Róm-
verjabréfinu 1. kap. 23.-28. versi segir beinlínis að
guð hafi gert fólk kynhverft í hefndarskyni fyrir hé-
gómaskap, heimsku og skepnuskap, en í Mósebók
segir orðrétt:
„Leggist maður með karlmanni sem kona
væri, þá fremja báðir viðurstyggð; þeir skulu
líflátnir” (Mós. III. 20. kap. 13.).
En þá er bent á það að ef farið væri að Móse-
lögum um hegningu fyrir ýmsar syndir, væru allir
svíar í fyrsta lagi dauðir níu sinnum og í öðru lagi
löngu útdauðir, því einsog segir í Mósebók III. 20.
kap. 9-17:
„Því að hver sá sem bölvar föður sínum eða
móður skal líflátinn verða og hver sá sem drýg-
ir hór með konu náunga síns skal líflátinn
verða, bæði hórkarlinn og hórkonan og leggist
maður með konu föður síns þá skulu þau bæði
líflátin verða og leggist maður með tengdadótt-
ur sinni þá skulu þau bæði líflátin verða og taki
maður bæði konu og móður hennar skal
brenna hann í eldi ásamt þeim og eigi maður
samlag með skepnu, þá skal hann líflátinn
verða og skepnuna skuluð þér drepa og ef kona
kemur nálægt einhverri skepnu til samræðis
við hana, þá skaltu deyða konuna og skepnuna
o.s.frv. o.s.frv.”
Ja ég segi nú bara að það væri lítið eftir af
íslendingum ef þessi lög væru hér við lýði, hvað
sem segja má um svía.
Svo ef það á að fara að krefjast þess að Móselög
séu tekin góð og gild gagnvart hommum og lespí-
um, er þá ekki rétt að láta þau gilda yfir alla línuna?
Samkvæmt þeim virðist mér varla nokkur uppáferð
hugsanleg nema maður gjaldi hana með lífinu,
brenndur á báli, grýttur, útskúfaður eða það væg-
asta; gerður barnlaus.
Varðandi kynhverfa, þá gleymi ég aldrei svarinu
sem hún amma mín gaf mér þegar ég spurði hana
hvort það væri ekki alveg voðalegt að vera „sódó”,
eihs og það var þá kallað. Þá sagði hún:
Æ, ég held þeir megi toga í typpið hver á öðrum,
ef þeir hafa gaman af því. Þeir eru þá ekki að drepa
kellingarnar sínar á meðan.
Og ef einhvern langar til að vita hvernig messan í
Stokkhólmi endaði, þá er því best lýst með þessari
litlu og vinalegu vísu, sem birtist í sænsku press-
unni:
Bisköpinn í stólinn sté
snöri sér veð og prömpaðe
Allt fólkið orgaðe
einn hommi kafnaðe
Lætin á NT
Stjórn NT á förum
Blaðstjóm NT þykir hafa með-
höndlað uppsagnir á starfs-
fólki NT af óhemju lítilli takt-
vísi, svo mjög að meira að
segja áhrifamenn í Fram-
sóknarflokknum eru gáttaðir.
Nú mun afráðið að á næstu
mánuðum verði skipt um
blaöstjórn, og segja menn að
þeir Einar Birnir stórkaup-
maður, Hákon stjórnarfor-
maður og Haukur Ingibergs-
son, óvinsælasti maðurinn í
gervöllum Síðumúlanum eftir
NT ævintýrið og verkfallið í
haust, verði látnir fjúka fyrst.
Þess má geta að eftir allt
havaríið á NT hefur SÍS loks-
ins ákveðið að rétta „hjálp-
andi hönd" og nú mun í bígerð
að gera dágóðan auglýsing-
asamning við SÍS, sem hefur
haft mikinn ímugust á blaðinu.
Þannig munu auglýsingar
þess hjá NT hafa verið mun
minni en hjá gamla Tímanum
áður fyrri.■
Halldór í hættu
Halldór. Blöndal þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra á ekki
sjö dagana sæla um þessar
mundir. Meðal yngri manna í
flokknum ríkir mikil reiði í hans
garð fyrir það sem þeir kalla
óþolandi blaður í húsnæð-
ismálum og heima í héraði er
nú verið að undirbúa brottfall
hans af þingheimi. Halldór
hefur aldrei verið tiltakanlega
vinsæll af flokksmönnum fyrir
norðan, einsog Jón G. Sólnes
greindi ýtarlega frá í ævisögu
sinni sem kom út um síðustu
jól. Nú munu stuðningsmenn
Björns Dagbjartssonar íhuga
að festa Björn endanlega á
þingi með því að ýta Halldóri
út í kuldann. Útslagið gerði
sumsé klén frammistaða Hall-
dórs í húsnæðismálunum, þar
sem hann er talinn vera
ábyrgður að verulegu leyti
fyrir þeim loðmullulega ó-
skapnaði sem tillögur stjórn-
arinnar í húsnæðismálum
eru.«
Húsvísk
■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■
kaldhæðni
Það er orðin hefð hér á Þjóð-
vilja að stela sem allra mestu
efni út hinu ágæta Víkurblaði
sem gefiöer út á Patreksf....
fyrirgefið Húsavík. Nú er það
Vísnaþáttur Brynhildar sem
verður fyrir barðinu:
„Einsog flestir vita er verið
að byggja smáhýsi upp við
Hvamm (elliheimilið). Gert er
ráð fyrir að á þeim verði torf-
þök. Ekki eru allir jafn hrifnir af
því. Þorgrímur Björnsson
kveður:
Arkitektinn af því mið
eflaust tók í könnun sinni
að gamla fólkið vendist við
að vera undir gras-
torfunni.a
Eitt ríkasta bæjarfélag á
landinu greiðir vel fyrir vinnu-
afl toppanna hjá bænum eins-
og kom fram í blaðafregnum á
sl. ári. Hins vegar er bæjarfé-
lagið ekki alveg jafn höfðing-
legt við hinn almenna launa-
mann. Þá er það taxtinn ber-
strípaður sem látinn er duga.
Þó kastar tólfunum í sam-
iskiptum við sumarafleysinga-
Ifólk. Þess eru meiraðsegja
dæmi að bæjarfélagið hafi
ekki greitt í lífeyrissjóð fyrir
starfsfólk fyrr en eftir þrjú ár-
og þá með eftirgangsmun-
um.«
Gárungamir á NT segja létta
sögu af einum starfsmanni
blaðsins sem var búinn að
vinna blaðinu svo vel að hann
var að niðurlotum kominn fyrir
síðustu helgi. Yfirmenn blaðs-
ins aumkuðu sig þá yfir hann
og gáfu honum launað frí og
sendu hann í veiðitúr upp á
heiði. Þar var vesalings blað-
amaðurinn í góðu yfirlæti,
veiddi vel og kom til byggðá í
endurheimtu jafnvægi. Það
stóð ekki lengi. Á ganginum
hjá honum beið hans bréf frá
blaðstjórn NT. Blaðamannin-
um vöknaði um augu og hélt
að hinir umhyggjusömu yfir-
stjórnendur á NT heföu sent
honum „Velkominn-heim-
-kort.“ Því var ekki að heilsa. í
bréfinu stóö:
„Þér er hér með sagt upp
störfum með venjulegum 3
mánaða uppsagnarfresti.
Blaðstjórn NT“.»
inu þar sem þeir tóku saman
höndum við íhaldið í meirihlut-
anum um að leggja BÚH nið-
ur. Verkalýðshreyfingin í
bænum og Alþýðubandalagið
hafa lagst harðlega gegn
vinnubrögðum meirihlutans.
Á 1. maí efndi Alþýðubanda-
lagið til opins fundar um BUH-
málið þar sem m.a. nokkrir
forystumenn úr verkalýðs-
hreyfingunni mættu og var
fundurinn vel sóttur. Meðal
fundarmanna var sérlegur
sendimaður frá Alþýðuflok-
knum, Eyjólfur Sæmundsson
forstöðumaður Vinnueftirlits-
ins. Hann hélt ágætis ræðu og
skýrði sjónarmið sinna flokks-
manna. Meðal annars lýsti
hann því yfir að nú væri svo
komið að Alþýðuflokksmenn
væru hræddir um að íhaldið
ætlaði að svíkja í málinu
þannig að hið nýstofnaða fyr-
irtæki sem taka á við af BÚH
jfæri aldrei af stað. Þetta væri
m.a. vegna mikillartogstreitu í
bænum um þessi mál og
hætta væri á því að illa færi ef
Alþýðubandalagið og Verka-
lýðshreyfingin létu ekki af
mótmælum sínum. Skilaboð
krata til Alþýðubandalagsins
voru sumsé að tæki það ekki
upp haltu-kjafti línuna hlyti
bæjarfélagið verra af...»
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. maí 1985
Haltu-kjafti
línan
Alþýðuflokksmenn í Hafnar-
firði eru nú í mikilli klípu vegna
afstöðu flokksins í BÚH mál-
______Gleymdu
lífeyrissjóðnum