Þjóðviljinn - 05.05.1985, Page 9
ár
frá
stríðslokum
Margra beið slík heimkoma.
Stríðslok Bandamenn og Þjóðverjar
Fyrir fjörutfu árum gafst
þýski herinn upp á öllum víg-
stöðvum - styrjöldinni í Evr-
ópu var lokið. Sovéskar og
Pandarískar hersveitir höfðu
nokkrum dögum fyrr náð
saman við EIÞufljót - ríki Hitl-
ers hafði skroppið saman og
var aðeins nokkur skiki í
Norður-Þýskalandi, stœrra
svœði hinsvegar í suður-
hluta landsins og allt til
Norður-ítalfu. Hitler sjálfur, sá
maður sem mest hefur verið
formœlt á þessari öld, var
dauður. Bardögum hafði
reyndar verið haldið áfram
ótrúlega lengi, þvf allir vissu
fyrir löngu að stríðið var tap-
að. En nasistaforingjarnir
þrjóskuðust við - af ótta við
endalokin eða pá vegna
falsvona um að peir gœtu á
síðustu stundu gefist upp fyrir
Vesturveldunum einum.
Það var dansað á götunum í
Moskvu, París og London þenn-
an friðardag og það voru haldnar
fallegar hátíðaræður. Fögnuður-
inn var samt þungri sorg
blandinn. Talið er að um 55 milj-
ónir manna hafi látið lífið í styrj-
öldinni, flestir voru sovéskir
þegnar eða um 20 miljónir. Stór-
borgir lágu í rústum - Stalíngrad
og Varsjá, Dresden og Kiel og
Rotterdam, ótal þorp, ótal
mannvirki. Það hafði verið barist
af heift í lofti yfir Bretlandi, í
höfunum umhverfis álfuna og allt
suður í Afríku. Stærstu orrust-
urnar höfðu verið háðar á
Austurvígstöðvunum - við Mos-
kvu þegar framsókn þýska hers-
ins var fyrst stöðvuð í alvöru, við
Stalíngrad og við Kúrsk. Júgó-
slavar höfðu komið sér upp
skæruher sem bar af öllum öðr-
um. Innrásin í Normandie vorið
1944 hafði verið mesta landganga
allra tíma. Sex miljónir gyðinga
höfðu látið lífið í einhverri
djöfullegustu tilraun til þjóðar-
morðs sem sögur fara af.
Fyrirheit
Víða um löndín og ekki síst í
Þýskalandi sjálfu beið miljóna
manna hungur og farsóttir og
skortur á flestum nauðsynjum.
Rústahaugarnir voru víða svo
hrikalegir að endurreisnarstarfið
hlaut mörgum að sýnast óvinn-
andi verk. Samt var einhver
bjartsýni í lofti. Var ekki búið að
lofa öllum þjóðum frelsi undan
áþján, ótta og skorti?
Jú. Það var búið að gefa mörg
fyrirheit og vonir risu hátt. En
þeir sem höfðu lagst á eitt um að
sigra Hitlers-Þýskaland, þeir
voru sannarlega ekki á einu máli
um það hvað við tæki. Hvers-
konar „frelsi“ þeir vildu út breiða
yfir löndin. Þeir höfðu til dæmis
að taka skipt Þýskalandi í fjögur
hernámssvæði. En engin sam-
eiginleg áætlun var til um það
hvað ætti að verða um Þýskaland.
Slík áætlun varð ekki heldur til
síðar og reyndar hefur ekki verið
saminn formlegur friður við
Þýskaland enn þann dag í dag og
verður það varla gert úr þessu.
Ekki svo að skilja: um þetta
leyti var mörgum hugmyndum
hreyft um framtíð Þýskalands og
álfunnar allrar.
Hver í sína áttina
Rétt eftir stríðslok sátu höfð-
ingjar Bandamanna á ráðstefnu í
Potsdam skammt frá Berlín: Stal-
ín, Truman (Roosevelt var
látinn) og Churchill - svo beið
Churchill ósigur í kosningum
heima fyrir og Clement Atlee,
leiðtogi Verkamannaflokksins
kom í stað hans. í Potsdam átti
svo að heita að menn væru sam-
mála um að refsa stríðsglæpa-
mönnum, útrýma nazisma og
hernaðarstefnu í landinu og að
leysa upp þá auðhringi sem staðið
höfðu undir hernaðarmaskínu
Hitlers. Og þó fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, Morgenthau,
hefði lagt til að skipta Þýskalandi
milli nágrannanna og í smáríki
sem fengjust aðallega við land-
búnað, þá átti svo að heita í Pots-
dam að Þýskaland yrði eitt ríki.
En sigurvegararnir fóru í reynd
hver í sína áttina. Frakkar höfðu
mestan áhugaaðtryggja til lang-
frama yfirráð sín yfir þeim héruð-
um við frönsku landamærin sem
urðu hernámssvæði þeirra - því
de Gaulle ætlaði að gera Frakk-
land að stórveldi aftur. Á her-
námssvæði Sovétmanna var fyrst
farið mjög varlega, heitið
fullkomnu lýðræði og átti með að
fylgja að ekki yrði um verulegar
eignaupptökur að ræða. En áður
en langt um leið var farið að „so-
vétiséra“ þau héruð sem síðar
urðu DDR, byggja upp það for-
ræði eins flokks (SED, sem til var
orðinn úr kommúnistaflokki og
sósíaldemókrataflokki sovéska
hernámssvæðisins) sem tók síðan
við sérstöku ríku þar eystra.
Bretar treystu sér ekki til að
leggja margt til mála - þeir höfðu
unnið stríðið, en þeir voru stór-
skuldugir frændum sínum í
Bandaríkjunum og heimsveldi
þeirra var byrjað að liðast í sund-
ur. Þeir höfðu, eins og reyndar
Bandaríkjamenn, sýnt umtals-
verðan lit í að leysa upp
auðhringa eins og Krupp eða IG
Farben. En ekki leið á löngu þar
til forstjórarnir voru aftur komnir
á sinn stað og hjól mikillar fram-
leiðsluvélar voru farin að snúast
aftur. Bandaríkjamenn virtust í
fyrstu ætla að ganga einna lengst í
að hreinsa nasista burt úr
stjórnkerfinu. En snemma bar á
því, að stungið varondan þunga-
vigtarmönnum úr ríki Hitlers sem
mátti nota til annars - kannski til
að gefa upplýsingar um eld-
flaugasmíði (von Braun), kann-
ski til að berjast gegn Rússum og
kommúnistum.
Hvað vildi
fólkið
Hér skal að öðru leyti ekki rak-
in sú saga, hvernig upp úr her-
námssvæðunum í lok stríðsins
urðu til tvö ríki - Sambandslýð-
veldið og Alþýðulýðveldið -
hvort um sig skapað í mynd sigur-
ÞJÓÐVIUINN - SfÐA 9