Þjóðviljinn - 05.05.1985, Síða 12

Þjóðviljinn - 05.05.1985, Síða 12
ÆTTFRÆÐI Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf í tónmenntakennaradeild veröur 29. maí nk. og fer fram í húsakynnum Tónlistarskólans aö Skipholti 33, kl. 1 e.h. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu skólans og þar eru einnig gefnar upplýsing- ar um prófkröfur og nám í deildinni. Umsóknarfrestur er til 21. maí. Skólastjóri. Frá menntamálaráðuneytinu Laus staða Laus er til umsóknar kennarastaða í viðskiptagreinum við Fjölbrautaskólann á Akranesi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 25. maí. Menntamálaráðuneytið. St. Jósepsspítaii Landakoti Lausar stöður Hjúkrunarfræöingar óskast til starfa við eftirtaldar deildir: Svæfingadeild Lyflækningadeildir Handlækningadeildir Barnadeild Göngudeild (gastro), dagvinna. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. Sjúkraliðar óskast til starfa við: Handlækningadeild Skurðstofu (dagvinna). Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsing- ar í síma 19600 kl. 11-12 og 13-14 alla virka daga. Reykjavík 3. maí 1985 Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. Skrifstofuhúsnæði óskast Óskum eftir 180-250 m2 húsnæði til leigu í Reykjavík fyrir endurskoðunar- og lög- mannsskrifstofur. Kaup á húsnæði koma til greina. Nánari upplýsingar í símum 11070, 29010 og 31517, milli kl. 10 og 16 virka daga. Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldinn í Hreyfilshúsinu sunnudaginn 12. maí kl. 14. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin. Meinatæknir Heilsugæsla Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða meina- tækni í fullt starf. Um laun fer samkvæmt kjarasamningum við Starfs- mannafélag Hafnarfjarðar. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Heilsugæslunn- ar. Umsóknum þarf að skila til Heilsugæslunnar fyrir 15. maí n.k. Heilsugæsla Hafnarfjarðar Ættfrœðigetraun 16 Að þessu sinni er getraunin fólgin í því að fínna út tengdasyni og eina tengdadóttur 6 þekktra manna. Á myndum 1-6 eru tengdapabbarnir en á myndum 7- 12 tengdasynirnir og tengdadótt- irin. Getur það t.d. hugsast að Ogmundur Jónasson sé tengda- sonur Haildórs Laxness? Dregið verður úr réttum lausnum ef margar berast. Þær sendist Þjóðviljanum, Síðumúla 6, merktar Ættfræðigetraun 16, og er nauðsynlegt að setja þær í póst fljótlega eftir helgi því að dregið verður úr réttum lausnum • nk. föstudag og rétt svör birtast í næsta sunnudagsblaði. Ef blaðið berst mjög seint til staða úti á landi má hringja inn lausnir til Guðjóns Friðrikssonar í síma 81333. 1. Andrés Björnsson fv. útvarpsstjóri. 2. Björn Jónsson fv. forseti ASÍ. 3. Geir Hallgrímsson| utanríkisráðherra. * 4. Guðmundur J. Guðmundsson al- þingismaður 5. Halldór Laxness rithöfundur. 6. Ólafur Jóhannes- son fv. forsætis- ráðherra. Verðlaunabókin Milli skinns og hörunds Verðlaunabókin að þessu sinni er MilTf skinns og hörunds eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þetta er þrfleikur; Milli skinns og hörunds, Skakki turninn í Písa og Brimlending. Fyrstu tveir hlut- arnir voru framlag Þjóðleikhúss- ins til listahátíðar í fyrra og vöktu þá verðskuldaða athygli. Verkið er gefið út af Máli og menningu í samvinnu við Bandalag íslenskra leikfélaga. Þetta er nútímaverk, áhrifa- mikið og miskunnarlaust... 7. Elísabet Haralds- dóttir myndlistar- maður á Hvann- eyri. 10. Guðmundur Karl Jónsson lögfræð- ingur. 12. ögmundur Jón- asson fréttamað- ur. œttfrœðigetraun 15 Lausn ó Dregið hefur verið úr réttum lausnum sem bárust við ættfræð- igetraun 15 og kom upp nafn Sigurðar B. Guðbrands- sonar í Borgarnesi. Rétt svör voru þessi: 1. Árni ísleifsson hljóðfæra- leikari og Gísli J. Ástþórsson blaðamaður eru synir systranna Soffíu og Jóhönnu Sigríðar en þær voru dætur Gísla J. Johnsen stórkaupmanns í Rvík. 2. Bjarni Bragi Jónsson að- stoðarseðlabankastjóri og Jó- hann Einvarðsson aðstoðar- bankastjóri eru synir bræðranna Jóns sýslumanns og Einvarðs starfsmannastjóra Hallvarðs- sona. 3. Bogi Nilsson lögfræðingur og Ólafur G. Einarsson alþingis- maður eru synir systkinanna Nils ísakssonar skrifstofustjóra og Ólafar ísaksdóttur. 4. Gísli Alfreðsson Þjóð- leikhússtjóri og Ævar Kvaran leikari eru synir systkinanna Al- freðs Gíslasonar bæjarfógeta í Keflavík og Sigrúnar Gísladótt- ur. 5. Guðjón Lárusson læknir og Matthías Johannesson ritstjóri eru synir systkinanna Lárusar Jó- hannessonar alþingismanns og hæstraréttardómara og Önnu Jó- hannesdóttur. 6. Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri og Þórir Bergsson tryggingastærðfræðingur eru syn- ir systkinanna Ólafar Jónsdóttur og Bergs Jónssonar sýslumanns. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN | Sunnudagur 5. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.