Þjóðviljinn - 05.05.1985, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 05.05.1985, Qupperneq 17
LEIÐARAOPNA Sauðfjárbœndur Hugmyndinni hreyft á hrútasýningu Fyrir nokkru var haldinn undirbúningsstofnfundur Landssamtaka sauðfjár- bænda. Einn þeirra, sem beittu sér fyrir því fundahaldi, var Jó- hannes Kristjánsson, bóndi að Höfðabrekku í Mýrdal og ef undirritaður man rétt, þá var Jóhannes kosinn formaður bráðabirgðastjórnar samtak- anna. Við spurðum Jóhannes um aðdragandann að fundi og félagsstofnun og tilganginn með samtökunum. milli sauðburðar og sláttar, verða svo væntanlega stofnaðar deildir víðsvegar um land og svo gengið frá endanlegri stofnun landssam- taka á aðalfundi í haust. Nú þegar hefur verið stofnuð deild í A- Skaftafellssýslu og í undirbúningi mun vera deild í V- Barðastrandarsýslu. Félagsmenn geta allir þeir orðið, sem reka meiri eða minni sauðfjárbúskap á lögbýlum. Tilgangurinn með stofnun þessara samtaka er að sjálfsögðu sá, að vinna að hagsmunamálum sauðfjárbænda í víðtækum skiln- ingi. Þar koma til verðlagsmálin, aukin kynning á íslenska dilka- kjötinu, sem er sérstæð og framúrskarandi eðlisgóð vara og um það viljum við mjög gjarnan hafa samvinnu við neytendur, verslanir og matsölustaði. Sam- tökunum er ætlað að vera eins- Mjókurbœndur konar fulltrúi félagsmanna gagnvart heildarsamtökum bændastéttarinnar, þó að því fari fjarri að við hyggjum á einhverja aðför að þeim, síður en svo. Við leggjum sérstaka áherslu á sölu- og markaðsmálin, en þar teljum við að ekki hafi verið nógu vel að verki staðið á undanförnum árum, sagði Jóhannes Kristjáns- son. -mhg. Eigum í vök að - Það mun hafa verið Einar E. Gíslason, bóndi á Syðra- Skörðugili í Skagafirði, sem fyrst- ur hreyfði þessari hugmynd á hrútasýningum, sem hann mætti á sl. haust. Síðan færði hann þetta í tal við Kristinn á Skarði í Lands- sveit. Svo höfum við Einar sam- band, töluðum við 1-2 bændur í hveri sýslu og þeir svo við aðra. Út úr þessu kom svo það, að boð- að var til undirbúningsstofnfund- ar að Hótel Sögu og þar munu hafa mætt einir 54 bændur, sem ákváðu að stofna samtökin. Nú, þarna var kosin bráða- birgðastjóm og samþykkt drög að lögum fyrir samtökin. í sumar, - Astæðan fyrir stofnun þessara samtaka er einkum sú, að mjólkurframleiðendur eiga mjög í vök að verjast hvað kjaramál áhrærir, sagði Sigurður Steinþórsson, bóndi á Hæli, en hann er einn þeirra bænda, sem forgöngu höfðu um stofnun Félags mjólkurframleiðenda á Suður- landi sl. vetur. - í sem styttstu máli má segja, að tilgangur okkar með þessari félagsstofnun sé sá, að vinna að bættum kjörum mjólkurfram- leiðenda, efla og auka með þeim samstöðu og styðja við bakið á félagasamtökum bænda: Búnað- arfélagi íslands og Stéttarsam- bandi bænda, sagði Sigurður Steinþórsson. - Því fer fjarri að félagsstofnun okkar miði að því að rýra þau eða veikja á nokkurn hátt, þvert á móti. Sigurður á Hæli sagði að fé- lagssvæðið væri hið sama og Mjólkurbús Flóamanna. Á stofn- fundinum á Hvoli í vetur gekk á verjast þriðja hundrað manns í félagið og margir hafa bæst við síðan. Ekki kvaðst Sigurður vita til þess að í aðsigi væri stofnun landssambands líkt og hjá sauðfjárbændum, þótt vel mætti vera að þróunin yrði sú. Hinsveg- ar hefði hann heyrt, að mjólkur- framleiðendur á Vesturlandi hugleiddu félagsstofnun. Ifélagi Sunnlendinga geta allir þeir bændur verið sem framleiða mjólk, enda þótt þeir stundi jafn- framt aðra búvöruframleiðslu. Hrossabœndur Afskiptur og vanmetinn búskapur Séra Halldór Gunnarsson í Holti undír Eyjafjöllum er í for- ystusveit Hagsmunafélags hrossabænda og formaður markaðsnefndar þess. Hann sagði blaðinu að samtök hrossabænda hefðu orðið til með þeim hætti, að fyrst var stofnað einskonar undirbún- ingsfélag. í kjölfar þess komu svo deildir víðsvegar um land og síðan var boðað til aðal- fundar, þar sem endanlega var gengið frá stofnun samtak- anna. Á aðalfundi mæta 3-5 fulltrúar frá hverri deild eftir fjölmenni deildanna, en allir félagsmenn geta mætt þar með málfrelsi og tillögurétt. Félagsmenn eru nú um 300 og er Einar E. Gíslason bóndi á Syðra-Skörðugili í Skaga- firði formaður samtakanna. í fé- laginu er að sjálfsögðu þeir fáu bændur, sem búa eingöngu við hross og svo aðrir þeir, sem eiga hross að einhverju ráði og hafa því hagsmuna að gæta. Ástæðan til þess að hrossa- bændur efndu til þessara samtaka var einkum sú, að þeir töldu hrossabúskapinn afskiptan og vanmetinn að því er snertir verðlags- og sölumál. Hrossin voru einskonar utangarðsbú- grein. Því vildum við ekki una, sagði Sr. Halldór Gunnarsson. Málin þróuðust svo þannig, að við tókum upp samvinnu við Framleiðsluráð og Stéttarsam- bandið um verðlagninguna og höfum áheyrnarfulltrúa á fund- um samtakanna, sem fylgjast með því, sem þar gerist og túlka málstað okkar svo sem með þarf. Á okkar vegum starfaði mark- aðsnefnd árið um kring. Sinnir hún markaðsmálum bæði að því er lýtur að innanlandssölu og út- flutningi. Hún fylgist með verð- lagningu og samningum og gerir athugasemdir, ef henni þykir ástæða til. Fyrir tilstilli félagsins hefur hafist útflutningur á lifandi sláturhrossum og einnig á kjöti af hrossum, sem slátrað er hér inn- anlands. Verðið á þessum afurð- um er mun hagstæðara en á öðr- um þeim búvörum, sem út eru fluttar. Við teljum því, að sam- tökin hafi ótvírætt sannað tiiver- urétt sinn og að starf þeirra hafi orðið til stórmikilla hagsbóta fyrir hrossabændur. -mhg. Kartöflubœndur Stefnum að því að yfirtaka rekstur Grœn- metis- verslunar- innar - Félög kartöflubænda voru til að byrja með aðeins tvö: á Suðurlandi og í Eyjafirði. Síð- an voru einnig mynduð félög í Hornafirði, Öræfum og Múla- sýslum. Þessi félög stofnuðu svo með sér samband. Þetta eru að sjálfsögðu hagsmuna- samtök kartöflubænda. Þenn- an fróðleik fengum við hjá for- manni Landssambands kart- öflubænda, Magnúsi Sigurðs- syni í Birtingaholti. - Samkvæmt Framleiðsluráðs- lögunum annast Grænmetisversl- un landbúnaðarins og svo afur- ðasölufélög bænda heima fyrir sölu á kartöflunum, hélt Magnús áfram máli sínu. Þetta breyttist á sl. ári þegar einstakar verslanir fóru að flytja inn kartöflur á eigin vegum og síðan að kaupa kart- öflur beint af framleiðendum. Við þetta skapaðist ósamræmi f sölunni. Sumir framleiðendur losnuðu við allt sitt á tiltölulega skömmum tíma meðan hinir, sem standa vildu vörð um sölusam- tökin, sitja eftir með mikið af sinni framleiðslu. Slíkt skipulags- leysi er óviðunandi, bæði fjár- hagslega og félagslega. Mark- miðið með sölusamtökunum er hinsvegar það, að salan gengi jafnt yfir framleiðendur og allir sitji við sama borð. - Nú er það í farvatninu að breyting verði á rekstri Græn- metisverslunarinnar. - Já. Upphaflega hét fyrirtækið Grænmetisverslun ríkisins. Síðan tók Framleiðsluráð við rekstrin- um og breyttist þá nafnið í Græn- metisverslun landbúnaðarins. Stefna okkar hefur frá upphafi verið sú, að taka beinan þátt í rekstri Grænmetisverslunarinn- ar. Barátta okkar bar þann ár- angur, að við fengum fyrst 2 menn inn í stjórnina og svo aðra 2 um síðustu áramót. Síðan eru 3 frá Framleiðsluráði. Ósk okkar um aukin ítök í stjórninni byggð- ist m.a. á því, að geta dreift stjórnarmönnum um landið. - Nú er að því stefnt að við tökum reksturinn alfarið að okk- ur. Það eru þó viss ljón í vegi. í frumvarpi því til nýrra Fram- leiðsluráðslaga, sem nú eru í burðarliðunum segir, að land- búnaðarráðherra sé heimilt að selja samtökum framleiðenda kartaflna og grænmetis eða hlutafélagi í eigu þessara aðila eignir Grænmetisverslunarinnar aðrar en fasteignir en leigja þær sömu aðilum. Við erum ósáttir við þetta. í fyrsta lagi eru nú ekki allir á eitt sáttir um hver eigi þess- ar eignir. í annan stað sýnist það ekki þurfa að breyta neinu þótt bændur taki beint við rekstrinum í stað þess að þeir hafi hann óbeint með höndum gegnum Framleiðsluráðs. Er þessi sölu- mennska þeim mun óeðlilegri þar sem bændur hafa sjálfir hlaupið undir bagga með fyrirtækinu þeg- ar það hefur átt í fjárhagserfið- leikum. -mhg. Sunnudagur 5. mai 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.