Þjóðviljinn - 09.05.1985, Side 10
GARÐAR OG GRÓÐUR
GARDENA
gerir garðinn frœgan
Nú er tími
garðrœktar og voranna
í GARÐHORNINU
hjó okkur kennir margra grasa
Allskonar slöngutengi, úðarar, slöngur, slöngustativ, slönguvagnar.
Margvísleg garðyrkjuóhöld, þar sem m.a. að einu skafti fellur fjöldi
áhalda.Kant- og limgerðisklippur, rafknúnar handsláttuvélar
Skóflur - Gafflar - Hrífur. í garðs
horninu hjá okkur kennir margra
grasa. Lítið inn.
Gunnar Ásgeirsson taf.
StJÖurlandsbraut 16 Sími 91352ÖÖ
Akurvík. Akurevri
ÚRYAL AF GARÐHÚSGÖGNUM
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN1 Fimmtudagur 9. maí 1985
«
i
Ódýru, vinsælu furuhúsgögnin
komin í miklu úrvali
SEGLAGERÐIN ÆGIR hf.
Eyjargötu 7, Reýkjavík - Pósthólf Ó59
Símar 14093 - 13320 - Heimasími 34511
Þannig lítur dúkurinn út frá sjónarhóli salatsins. Laufléttur og eins og gatasigti
en einangrar samt vel!
Nýtt undraefni
Garðadúkur
úr trefjum
Það veitir svo sannarlega
ekki af því að reyna að lengja
íslenska sumarið í annan
hvorn endann eða báða, þegar
grænmetis- eða kartöflurækt-
unin er annars vegar. Allir
garðeigendur þekkja gamla
góða garðaplastið sem enn
stendur fyrir sínu. Trúlega
verður það þó sjaldgæfari sjón
á næstu árum, því komið er á
markaðinn nýtt undraefni,
„Akryl P-17“ dúkur sem hefur
marga kosti umfram plastið
þar sem hann „andar“, þe.
hleypir í gegnum sig bæði lofti
og raka.
Akryl P-17 fæst hjá Sölufélagi
garðyrkjumanna og er lítið dýr-
ara en garðaplastið. Það fæst í
þremur breiddum, 2,20,4 og 6,50
metrum. Dúkurinn er líkari
tusku en pappír eða plasti. Hann
er gerður úr ótal trefjaþráðum og
er gegndreypur. Þar með tryggir
hann jöfn loftskipti og rakaskipti
sem er mjög mikilvægt fyrir
ungplöntur. Dúkurinn var
reyndur víða um land í fyrra og
þótti alls staðar gefa góða raun
við gulrótar- og kartöflurækt sem
og kálrækt.
Dúkurinn er hvítleitur og
hleypir um 75% ljóssins í gegn.
Hann er mjög léttur, aðeins 17
grömm hver fermetri, sem þýðir
að plantan lyftir honum auðveld-
lega um leið og hún vex. Hann
slæst heldur ekki til í vindi en
slátturinn í plastinu brýtur oft
viðkvæma stilkana. Og síðast en
ekki síst: hann má auðvitað nota
aftur og aftur.
Akryl-dúkurinn er lagður yfir
beðin og þess gætt að hafa góðan
slaka á honum, þannig að plantan
nái að lyfta honum upp. Jaðrarnir
eru festir niður með steinvölum.
Dúkurinn er svo tekinn af nokkr-
um vikum fyrir uppskeru, en það
þarf að gerast að kvöldi til og í
kyrru veðri, svo plönturnar þorni
ekki af skyndilegri sól og vindi.
Þegar haustar og hætta verður á
næturfrosti er dúkurinn aftur tek-
inn fram og honum einfaldlega
hent lausum yfir beðin. Hann
kemur í veg fyrir hitatap frá jörð-
inni og hlífir plöntunum þannig
fyrir 3-4ra gráða frosti. Það þýðir
trúlega hálfsmánaðar vaxtartíma
í viðbót fyrir kartöflurnar og
veitir áreiðanlega ekki af.
Frostnóttum hér syðra a.m.k.
fylgir oftast logn og því er lítil
hætta á að dúkurinn fjúki út í
buskann þó hann sé lagður yfir
grösin. Hann er síðan látinn
þorna, brotinn saman og
geymdur fram á næsta vor! - ÁI.
Þessi danski bóndi plantar salatinu í apríl og ver það gegn næturfrosti með
garðadúknum...
... f júní eru salatplönturnar orðnar bústnar og sællegar enda hefur þeim liðið
vel undir dúknum.