Þjóðviljinn - 09.05.1985, Síða 17
GARÐAR OG GRÓÐUR
Gömul og
góð tré
eiga fullan
rétt á sér
Þó íslenska sumarið sé stutt og
kalt, þrífst og sprettur ýmislegt í
görðum landsins. Sumir garð-
eigendur eiga við það vandamál
að glíma að í görðum þeirra eru
risastór tré sem skyggja á sólina
og valda hálfrökkri í húsum inni
allt árið um kring. En það er ekki
bara að taka sér öxi í hönd og
höggva ófétið. Samkvæmt upp-
lýsingum garðyrkjustjóra
Reykjavíkurborgar eru í bygg-
ingarsamþykkt ákvæði um það
að tré sem eru 40 ára gömul og
yfír 4 metra á hæð má ekki fella
nema með sérstöku leyfi.
Þeir sem endilega vilja losna
viö trén verða aö tala við bygg-
ingarfulltrúa síns bæjarfélags.
Hús og lóð eru einn eignarhluti
og falla bæði undir byggingar-
samþykkt. Garðyrkjustjóri eða
garðyrkjumenn eru síðan fengnir
til að líta á ástandið, vega það og
meta. Þeir gefa úrskurð sem
byggingarfulltrúar fara oftast
eftir. Síðan er það hvers og eins
að ákveða hvernig að verður
staðið ef leyfi fæst fyrir niðurfell-
ingu.
Falleg tré
Með þessu ákvæði í bygging-
arsamþykkt er verið að hindra að
fólk felli tré sem setja svip á borg
eða bæjarhluta, gera umhverfið
gróskulegra. Einkum þegar um
er að ræða falleg tré sem eiga fyrir
sér langa ævi. Þá er og verið að
hamla gegn því að gengið sé á
trjástofna. Þeim trjám sem eru
farin að syngja sitt síðasta vegna
aldurs er sjaldan hlíft - það vill
enginn hafa morkna lurka í garð-
inum hjá sér. Eins eru til dæmi
um það að tré standi svo þétt að
þau sem eru talin lítils virði hamli
eðlilegum vexti fallegra trjáa svo
sem eins og hlyns. Þá taldi garð-
yrkjustjóri það vera útí hött að á
litlum lóðum yxi stór skógur t.d.
grenitrjáa.
Sumsé aðstæður á hverjum
stað skera úr um hvort samþykki
fæst eða neitun. Menn ættu að
geta verið sammála um að falleg
tré eins og hlynur, álmur eða
reynitré, sem enn eiga mörg ár
eftir ólifuð, lífga upp á umhverfi
sitt og gera það búsældarlegra
eiga sinn tilverurétt.
- aró.
SigríðurHjartarvaraformaðurGarðyrkjufélagsíslands:Þaðersitthvaðsemvið störfum að. Ljósm.-E.ÓI.
Garðyrkjufélag
íslands 100 ára
Félagsskapur áhugamanna um garðrækt, leikra sem lærðra
Áhugasvið okkar félags spann-
ar yfir bæði matjurta- og skrúð-
garðarækt, sagði Sigríður Hjart-
ar, varaformaður Garðyrkjufé-
lags íslands. Félagið verður 100
ára 26. maí næstkomandi og í til-
efni afmælisársins verður starf-
semin efld til muna. Það eru ckki
mörg félög sem ná svona háum
aldri. Garðyrkjufélagið er félags-
skapur allra áhugamanna um
garðrækt bæði lærðra og leikra.
Félagsmenn eru um 6 þúsund
svo þetta eru ekki bara ófáir sér-
vitringar sem í félaginu eru. Við
erum með 16 deildir út um allt
land og starfsemin víðast hvar
mjög blómleg núna enda er það
meiningin að afmælið sé haldið
hátíðlegt ekki bara í Reykjavík
heldur líka út um allt land.
Sjálfboðavinna
Við gefum út ársrit sem hefur
komið út nokkurn veginn sam-
fleytt frá 1920. í ár verður ritið
um 300 síður og prýtt fjölda ljós-
mynda bæði í lit og svart/hvítu.
Það eru margir sem skrifa í ritið
bæði fræðilegar og léttar greinar.
Þá eru í ritinu ýmsar gamansögur
úr garðyrkjunni, við fáum og les-
endabréf sem við svörum. Rit-
stjóri er Ólafur Björn Guð-
mundsson en auk hans sitja 2
menn aðrir í ritnefnd. Allt starf í
sambandi við útgáfuna er unnið í
sjálfboðavinnu og þeir sem senda
okkur greinar eru allt áhuga-
menn og þiggja ekki laun fyrir.
Félagið heldur fræðslufundi
um það bil 4 sinnum á ári. Efni
fundanna er mjög breytilegt, yfir-
leitt allt það sem viðvíkur garð-
yrkju svo sem eins og klippingar á
trjám, varnir gegn skordýrum, al-
mennt skipulag, tilraunastarf-
semi með nýjar plöntur og svo
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
mætti lengi telja. í Reykjavík
hafa verið haldnir 3 fræðslufundir
nú þegar, fundir verða í haust og
á hvítasunnudag 26. maí verður
afmælisfundur á Hótel Sögu.
Þá fara félagsmenn í árvissa
blómaskoðun. Einhverja helgi
um miðjan júlí verður farið í
sumargarðaskoðun. Þá opna
nokkrir félagsmenn garða sína og
sýna öðrum hvað þeir hafa verið
að fást við. Einnig verður farið í
vorgarðaskoðun í fyrsta skipti.
Okkur dreymir um að Reykja-
víkurdeildin fari í skoðunarferð í
nágrannabyggðirnar og það er
líka draumur að halda blómasýn-
ingu þar sem félagsmenn sýna
það sem hver og einn er að dunda
við í sínu horni.
Garðurinn
Við gefum út fréttablaðið
„Garðurinn" 4 til 8 sinnum á ári
eftir efnum og ástæðum. Þar í eru
tilkynningar um fundi og ýmiss
konar fréttir sem félagið vill
koma til félagsmanna. í blaðinu
eru líka listar yfir vor- og haust-
lauka. Listinn er einkum ætlaður
til þess að gefa fólki úti á landi
tækifæri til að panta lauka sem
erfitt er að nálgast á annan hátt.
Við erum líka með fræskipti.
Fólk safnar fræjum í görðum sín-
um eða úti í haga og senda til
félagsins. Listi yfir fræin er birtur
í „Garðinum" og við sendum fræ
til þeirra sem panta. Við fáum
líka alltaf smáfræ úr erlendum
görðum.
{ Reykjavík erum við með
skrifstofu á Amtmannsstíg 6 sem
er opin mánudaga og
fimmtudaga frá kl. 2 - 6 og 8 -10 á
fimmtudagskvöldum. Þar höfum
við komið upp bókasafni og vísi
að myndasafni. Myndasafnið er
sérstaklega hugsað fyrir deildirn-
ar úti á landi. Við erum að vinna
að því núna að auka fjölbreytnina
í myndasafninu. Svo það er sitt-
hvað sem við störfum að. - aró
Fimm tegundir út-
sæðis á markaðnum
Má byrja að setja niður strax og frost er farið úr jörðu
Það má byrja að setja niður
kartöflur strax og frost er farið úr
jörðu, sagði Gunnlaugur Björns-
son, forstjóri Grænmetisverslun-
ar landbúnaðarins.
Við byrjuðum að selja útsæði
um og fyrir páska. Á markaðnum
eru 5 tegundir útsæðis. Við selj-
um eingöngu útsæði frá stofnút-
sæðisræktendum, þe. valið út-
sæði ræktað undir eftirliti. Við
höfum gert samning við 17 til 19
ræktendur í Eyjafirði og kaupum
allt útsæði af þeim. Það skemm-
dist útsæði í flutningum en up-
skeran á síðasta ári var svo mikil
að það hefur ekki komið að sök.
Tegundirnar 5 eru rauðar, ís-
lenskar, gullauga, helga, bintje
og premiere sem er eina erlenda
útsæðið. Það er sama verð á
öllum tegundum og kílóið kostar
30 krónur í heildsölu. í ár höfum
við tekið upp það nýmæli að selja
3>/2 kíló í kössum sem hægt er að
nota líka til að láta spíra í. Þessir
kassar kosta 130 krónur.
Það er því fyrst og fremst
smekksatriði hvaða tegund fólk
kaupir. íslensku tegundirnar eru
seinsprottnar en í góðu ári og við
svipuð skilyrði spretta þær allar
jafnvel. Premiere er ívið fljót-
þroskaðri en hinar tegundirnar,
það tekur hana 70 til 75 daga á
móti þeim ca. 90 sem eru sprettu-
tími hinna. Að jafnaði er mest
keypt af gullauga. Premiere er
enn óþekkt meðal almennings
enda ný á markaðnum.
Við höfum enga hugmynd um
hvað er keypt mikið af útsæði en
uppskeran úr heimilis- og bak-
görðum er talin samsvara árs-
fjórðungsneyslu eða 20 til 30% af
kartöfluneyslunni. - aró.