Þjóðviljinn - 09.05.1985, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 09.05.1985, Qupperneq 23
ÍÞRÓTT1R England Metjöfnun hjá Everton Mountfield með tvö gegn West Ham Framarar áttu sigursveitioa í flokkasvigi á Mullersmótinu sem fram fór fyrir skömmu. Þeim voru afhent sigurlaunin við hátíotega athöfn í bækistöðvum Skíðafélags Reykjavíkur að Amtmannsstíg 2 og tók E.ÓI. þá þessa mynd af sigursveitinni. Hana skipuðu, frá vinstri, Eiríkur Haraldsson, Guðmundur Gunnlaugsson þjálfari, Þorvaldur Sigurðsson og Guðjón Þ. Gunnarsson. Á myndina vantar Sigurð Jónsson og Hafþór Júlíusson. Everton fékk afhentan sigur- skjöld ensku deildarkeppninn- ar fyrir leik sinn gegn West Ham í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar í gærkvöldi. Þrátt fyrir að meistaratitillinn sé þegar í höfn hjá þessu sterka liði sýndi það fallbaráttuliði West Ham enga miskunn og sigraði 3-0. Þar með hefur Ev- erton jafnað stigamet Liver- pool í 1. deild, 87 stig, og á enn fjóra leiki eftir. Andy Gray og Derek Mount- fieid skölluðu inn sínu markinu hvor í fyrri hálfleik en leikurinn var alls ekki ójafn - West Ham fékk fimm mjög góð færi í hálf- leiknum. Rétt fyrir leikslok skoraði svo varnarmaðurinn Frakkland Bordeaux öruggt Bordeaux er öruggt með meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á Strasbourg í fyrra- kvöld. Á meðan gerði Nantes jafntefli við Toulouse á heima- velli, 2-2. Þegar þjár umferðir eru eftir er Bordeaux með 56 stig en Nantes 50 en markatala Borde- aux gerir það að verkum að sigur- inn er í höfn að öllu leyti nema tölfræðilega. -VS Knattspyrna Stóri bikar- inn til ÍK ÍK tryggði sér sigur í Stóru bikarkeppninni í knattspyrnu í fyrrakvöld með því að sigra Sel- foss 3-1. Áður hafði Kópavog- sliðið sigrað Víði Garði 3-1 og gert markalaust jafntefli við Aftureldingu og fékk því 5 stig. Víðir vann Selfoss 6-2 og Aftur- eldingu 4-2 og hlaut 4 stig, Selfoss vann Aftureldingu 5-2 og fékk 2 stig en Afturelding rak lestina með 1 stig. Frjálsar Karate Ami tíundi á Evrópumeistaramótinu ísland með í fyrsta sinn. Tekið inní EKU Árni Einarsson náði 10. sæti í kata-seifa á Evrópumeistaramót- inu í karate sem fram fór í Osló um síðustu helgi. Keppendur í greininni voru 27 og komst Árni fyrst í 16 manna úrslit og var síð- an aðeins 0,2 stigum frá því að komast í 8 manna úrslit. Atli Er- lendsson keppti í sömu grein og varð í 18. sæti. Árni og Atli kepptu einnig í kumite, en féllu út í 1. umferð. Árni tapaði 1:2 fyrir ítalanum Al- bieri og Atli 1:6 fyrir Frakkanum Valle sem síðan hlaut bronsverð- launin. Ævar Þorsteinsson keppti líka í kumite. í opna flokknum mætti hann sterkasta manni Norð- manna, Arild Engh, og tapaði 4:3. Norskur dómari í þeirri viðureign var Ævari mjög óhag- stæður. í þyngdarflokki tapaði Ævar fyrir Italanum Guazzaroni í 1. umferð en sá fékk síðan brons- ið. Jónína Olesen keppti í kata kvenna og komst ekki í úrslit. Landsliðsþjálfari íslands, Olafur Wallevik, vakti talsverða athygli í sérstöku sýningaratriði þar sem hann var í aðalhlutverki. Spánverjar náðu bestum ár- angri á mótinu og áttu 4 af 11 Evrópumeisturunum en 18 þjóð- ir tóku þátt. Norðmenn og Svíar áttu einn Evrópumeistara hvorir en Finnar og Danir náðu svipuð- um árangri og íslendingar. Þetta er í fyrsta sinn sem ísland á keppendur á Evrópu- meistaramóti. Þing Evrópusam- bands karatemanna, EKU, var haldið á meðan mótið stóð yfir og þar hlaut ísland inngöngu í sam- bandið. Ekki er hægt að segja annað en þessi frumraun okkar manna á Evrópumeistaramóti hafi tekist bærilega og hún sýnir að íslendingar ættu að geta náð langt á alþjóðamótum í þessari íþróttagrein í framtíðinni. - VS Mountfield aftur, hans 14. mark í vetur, og rétt á eftir lét hann sig ekki muna um að bjarga á eigin marklínu frá Paul Goddard. Chelsea á möguleika á sæti í UEFA-bikarnum eftir 2-0 sigur á Luton. Chelsea er í 7. sæti 1. deildarinnar. Millwall vann Bor- unemouth 2-1 á útivelli í 3. deild og þarf aðeins eitt stig úr síðustu tveimur lgikjunum til að tryggja sér 2. deildarsæti. - VS Danmörk Simonsen frábær Danir unnu stórsigur á Austur- Þjóðverjum, 4-1, í vináttulands- leik í knattspyrnu á Idrætsparken í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Danska liðið undirbýr sig af kappi fyrir HM-leikinn gegn So- vétmönnum þann 5. júní. Beðið var með eftirvæntingu eftir frammistöðunni gegn A.Þjóð- verjum þar sem þeir leika svipaða knattspyrnu og Sovétmenn. Danir tóku fljótlega öll völd og léku á als oddi. Michael Laudrup skoraði á 7. mínútu eftir glæsi- legan undirbúning Allans Sim- onsen og snemma í seinni hálfleik skoraði hann aftur, glæsimark með skalla eftir fyrirgjöf Jespers Olsen. John Lauridsen, með fal- legu langskoti, og Klaus Bergg- ren bættu við mörkum - Danir óðu í færum en A.Þjóðverjar áttu lokaorðið í leiknum. Snillingur- inn Simonsen lék þarna sinn 50. landsleik og sýndi oft glæsileg til- þrif. Knattspyrna Grasið er grænt í Eyjum Vormót ÍR eftir viku Hið árlega vormót ÍR í frjáls- um íþróttum fer fram á frjálsí- þróttavellinum í Laugardal á fímmtudaginn kemur, uppstign- ingardag, 16. maí. Keppni hefst kl. 14. Keppt verður í 100 m hlaupi, 400 m hlaupi, 3000 m hlaupi (Kaldalsh- laupið), 110 m grind, 4x100 m boð- hlaupi, hástökki, stangarstökki, spjótkasti og kringlukasti í karla- flokki og í 400 m hlaupi, 800 m hlaupi, 4x100 m hlaupi, langstökki og kringlukasti í kvennaflokki og í 100 m hlaupi í meyjaflokki. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 10. maí til Jóhanns Björgvinssonar, Unufelli 33, á þar til gerðum spjöldum. Þátttökugjald er kr. 100 á grein en kr. 200 fyrir boð- hlaupssveit. Aðstæður hjá knattspyrnu- mönnum í Vestmannaeyjum eru orðnar eins og best verður á kos- ið. Grasvellirnir í Eyjum eru til- búnir til notkunar og 2. deildarlið ÍBV er þegar byrjað að æfa á grasi og fyrsti æfingarleikurinn við slíkar aðstæður verður vænt- anlega um næstu helgi. Tryggt er að fyrsti heimaleikur ÍBV í 2. deild, gegn Breiðabliki 19. maí, verði leikinn á grasi. - JR/Eyjum Samningur Víðir og Lýsi hf. Knattspyrnufclagið Víðir úr Garði sem leikur í fyrsta sinn í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar hefur gert auglýsingasamning tii eins árs við Lýsi hf. Víðir mun heimila Lýsi hf. að kynna fyrirtækið og framleiðslu- vörur þess í starfsemi Víðis eins og best verður við komið. Nýir félagsbúningar Víðis hafa þegar fengið merki Lýsis hf. en samningurinn var kynntur og undirritaður þann 25. apríl sl. Knattspyrna Real öruggt með UEFA-bikarinn 3-0 í Ungverjalandi. Fyrstifrá 1966. Real Madrid er öruggt með sinn fyrsta sigur í Evrópukeppni í 19 ár eftir yfírburðasigur, 3-0, gegn Videoton í Ungverjalandi i gærkvöldi. Þetta var fyrri leikur liðanna i úrslitum UEFA- bikarsins í knattspyrnu og síðari leikurinn, sem fer fram í Madrid, er nú nánast formsatriði. Það var Miguel sem skoraði fyrsta mark leiksins og hinn gam- alreyndi Santillana skallaði síðan lagleg't í mark Ungverjanna. Valdano hefur svo líklegt tryggt Real UEFA-bikarinn með þriðja markinu, tveimur mínútum fyrir leikslok. - VS Knattspyrna Fimmtán dæma í 1. deild Magnús byrjar á KR-vellinum á mánudagskvöldið Fimmtán dómarar munu dæma leiki 1. deildarkeppninnar í knattspyrnu í sumar. Alls eru leiknir 90 leikir í deildinni og þeir munu því dæma sex leiki hver. Magnús Theódórsson mætir fyrstur til starfa, hann dæmir leik KR og Þróttar á mánudagskvöld- ið en línudómarar (nýja heitið) verða Friðjón Eðvarðsson og Ragnar Örn Pétursson. Fimmtánmenningarnir eru eftirtaldir: Baldur Scheving, Fram Eyjólfur Ólafsson, Víkingi Eysteinn Guðmundsson, Þrótti Friðgeir Hallgrímsson, KR Friðjón Eðvarðsson, lA Gísli Guðmundsson, Val Guðmundur Haraldsson, KR Kjartan Ólafsson, KR Kjartan Tómasson, Þór A. Magnús Theódórsson, Víkingi Óli P. Ólsen, Þrótti Ragnar Órn Pétursson, Val Sveinn Sveinsson, Fram Þorvarður Björnsson, Þrótti Þóroddur Hjaltalín, Þór A. Þeir Sveinn og Eyjólfur eru nýir í A-hópnum en þeir stóðu sig best í B-hópnum í fyrra. Dómar- ar úr B-hópi taka einnig þátt í dómgæslunni, sem línudómarar. - VS Valur-Próttur Færður fram Leik Vals og Þróttar í 1. deildinni í knattspyrnu sem fara átti fram laugardaginn 18. maí hefur verið flýtt framá föstudagskvöldið 17. maí kl. 20. Þetta er vegna beinu útsendingar- innar frá leik Everton og Manchester United. Ekki er Ijóst hvort leikið verð- ur að Hliðarenda eða á Valbjarnar- velli. Fímmtudagur 9. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.