Þjóðviljinn - 09.05.1985, Side 24

Þjóðviljinn - 09.05.1985, Side 24
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MÖDVIUINN Fimmtudagur 9. maí 1985 103. tölublað 50. árgangur Útvarpslögin Fellur tillaga Friðriks? Kratar buðu stuðning gegn ákveðnum skilyrðum. íhaldið: nei takk. Framsókn hótar að stöðva afgreiðslu málsins í efri deild verði tillaga Friðriks samþykkt í dag Menning Sendiherra þýðir Ijóð Út er komin hjá Iceland Review bókin Three Modern Icelandic Po- ets og hefur að geyma enskar þýð- ingar Marshalls Brement á Ijóð- um eftir Stein Steinarr, Jón úr Vör og Mattías Johanncscn. Þýð- andi ritar einnig inngang. Brement hefur í þrjú ár gegnt störfum sendiherra Bandaríkj- anna í Reykjavík, lagt stund á íslensku þann tíma og lestur góðra bóka. _ m Ef þingmenn krata standa við yfírlýsingar formanns síns á alþingi þegar útvarpslagafrum- varpið kemur þar til afgreiðslu í dag, þá er tillaga Friðriks Sófus- sonar um auglýsingarnar failin. Ef kratar ganga hins vegar á bak orða formannsins verður tillagan samþykkt með þeirra atkvæðum í neðri deild. Þá hótar Framsókn að stöðva málið í heild í þeirri efri! Línur skýrðust mjög í umræð- um í neðri deild síðdegis í gær um útvarpslagafrumvarpið. Grunnt var á því góða milli talsmanna stjórnarflokkanna og gengu brigslyrðin um svik á milli. Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því yfir að Alþýðuflokkurinn væri nú reiðubúinn til að styðja tillöguna um auglýsingaútvarpið að tveimur skilyrðum uppfylltum. Þau eru að gjaldskrá fyrir auglýs- ingarnar verði undir verðlagseft- irliti og að boðveitur kapalker- fanna verði í eigu sveitarfélag- anna. Lagði Jón fram breyting- artillögur um þessi atriði, og sagðist reiða sig á stuðning margra Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn fjölluðu um tilboð hans á þingflokksfundi í gær og samkvæmt heimildum Þjóðviljans munu þeir ekki ganga að því, og styður Jón þá ekki til- lögu þeirra um auglýsingarnar. Atkvæði krata eru hins vegar nauðsynleg til að hún nái fram að ganga og fari svo að þeir gangi bak orða formannsins frá í gær, mun Framsókn grípa til sinna ráða. Bæði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og helsti talsmaður flokksins í mál- inu og Ólafur Þ. Þórðarson lýstu því óbeint yfir í gær að verði auglýsingaákvæðið samþykkt í neðri deild, þá verði málið stöðv- að í þeirri efri. Ólafur Þ. Þórðar- son kallaði tilboð Jóns „hrossa- kaup” og sagði að málinu öllu yrði teflt í tvísýnu ef auglýsing- arnar yrðu samþykktar. Efri deild þyrfti þá eðlilega að athuga það gaumgæfilega og taka til þess góðan tíma! Framsókn myndi þar reyna að breyta því aftur. Það var Svavar Gestsson sem píndi fram þessar yfirlýsingai Jóns Baldvins og Ólafs Þ. um kvöldmatarleytið í gær. Hann sagði Sjálfstæðismönnum jafn- framt að þeir skyldu ekki láta séi detta í hug annað en Framsókn myndi stoppa málið. Þá reynslu hefði hann af setu með þeim i ríkisstjórn að hann vissi að þeii myndu ekki una öðru! _ÁI. HJL N N Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður með „Boðskap um herlög" frá yfirmanni breska herliðsins á Islandi. Mvnd: E.ÓI. Friður í Evrópu Fertug innrásarskjöl í dagsljósið Dreifibréfvegna þýskrar innrásar laus úr skylduleynd á Þjóðskjalasafni. Tilkynningar um herlög, - og hvatning ríkisstjórnarinnar um hlýðni og aðstoð ér með er svo fyrir mælt, að allir á íslandi, menn og kon- ur, íslenzkir sem erlendir ríkis- borgarar, skuli háðir hcrlögum, og er samkvæmt þeim hægt að rannsaka mál þeirra fyrir her- rétti, án áfrýjunarheimildar til borgaralegra dómstóla. Jafn- framt getur yfirherforinginn á Is- landi ráðstafað öllum mönnum og eignum þeirra. Þannig hefst „Boðskapur um herlög“ frá H.O. Curtis, yfir- manni breska herliðsins á íslandi. Þessi boðskapur kom aldrei fyrir almenningssjónir, enda gafst ekki tilefnið: þýsk innrás á styrj- aldarárunum. Á fjörutíu ára afmæli friðar í Evrópu í gær opnaði Ólafur Ás- geirsson þjóðskjalavörður bögg- ul sem hingaðtil hefur verið ó- heimilt að hreyfa við. í honum voru nokkur dreifibréf sem senda átti út ef til þýskrar innrásar kæmi, ofannefnt dreifibréf breska herforingjans, svipað dreifibréf frá „Wm. Key, yfir- herforingja Bandaríkjaliðsins á íslandi", reglugerð um þau „hernaðarlög" og bréf „Til ís- lenzku þjóðarinnar" frá Birni Þórðarsyni forsætisráðherra (des. 1942 - okt. 1944). í dreifibréfum Bandaríkjahers og forsætisráðherra, sem greini- lega eru prentuð á svipuðum tíma, segir að „alvarleg árás með vopnavaldi" sé yfirvofandi. í bréfi Björns „leggur ríkisstjórnin fyrir íslenzku þjóðina og alla embættismenn íslenzka ríkisins að veita yfirherforingja Banda- ríkjaliðsins alla aðstoð, og að hlýða boðskap þeim, fyrirskipun- um og reglum, er hann kann að setja“. Þegar Þjóðviljinn bar efni skjalanna undir Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor sagði Gunnar að sér kæmi þetta kannski ekki á óvart, en að lítt athuguðu máli þætti sér þó sæta tíðindum að ríkisstjórnin skuli á sínum tíma hafa undirbúið að afsala sér lög- regluvöldum til Bandaríkjahers. Dreifibréfaböggullin var fyrst varðveittur í utanríkisráðuneyt- inu en barst þaðan til Þjóð- skjalasafns árið 1965 með fyrir- mælum um tuttugu ára leynd. í gær voru einnig opnaðir skjala- bögglar úr einkaeign Jónasar frá Hriflu sem ekki skyldu opinberir fyrr en á 100 ára afmæli hans. í bögglunum voru einkabréf og skeyti, þar á meðal stuðningsyfir- lýsingar við Jónas í deilum hans við Kleppslækni og starfsbræður hans (málin kringum Stóru-bombuna). i Skip Rákust saman Togarinn Ýmir og vélbáturinn Þuríður Halldórsdóttir rákust saman í gær, 40 mílur vestur af Vestmannaeyjum. Alllöng rifa kom á bakborða Þuríðar en þó ekki stærri en svo að dælur höfðu vel undan. Kom báturinn til Eyja um kl. 17 í gær og er ætlunin að taka hann í skipalyftuna til frek- ari skoðunar og viðgerða. Togar- inn Ýmir var í söluferð og hélt hann áfram ferð sinni enda kom aðeins dæld í byrðing hans. Tóbaksinnflutningur Neysla mun stóraukast Þorsteinn Blöndal lœknir: Telþað fullkomið andvaraleysi að afnema hömlur á innflutningi Frumvarp tjármálaráðherra um að afnema einkasölu ríkisins á tóbaki mætir nú vaxandi and- stöðu, ekki síst hjá læknum og öðru starfsfólki í heilbrigðisþjón- ustunni. Þorsteinn Blöndal lækn- ir á lyflækningadeild Landspítal- ans sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann teldi það fullkomið andvaraleysi að ætla að gefa innf- lutning á tóbaki frjálsan. Með því móti væri verið aðstuðla að verðsamkeppni bæði hjá heildsölum og smásölum sem myndi leiða til þess að verð á tób- aki lækkaði og neysia, einkum hjá unglingum, myndi margfaldast. Þorsteinn benti á að það hefði verið skref aftur á bak í barátt- unni gegn tóbaksreykingum þeg- ar upp var tekið breytilegt verð á sígarettum hér á landi 1983. ís- land er eina landið á Norður- löndum þar sem þetta er gert. Hér kosta sígarettur, sem eru 5/6 hlutar alls tóbaks sem selt er, 53- 78 krónur pakkinn. í Finnlandi kostar pakkinn 60-63 kr., í Sví- þjóð 68 krónur, í Danmörku 88- 90 krónur og í Noregi 101 krónu. Þorsteinn sagðist telja mikilvægt að hafa sama verð á öllum síga- rettutegundum til að stýra neyslunni. Þá benti hann á að héraðslækn- ar landsins hefðu þingað fyrir nokkru og samþykkt einróma að mótmæla því að tóbaksinnflutn- ingur yrði gefinn frjáls og það sama hefði læknaráð Landspítal- ans gert nýlega og sagðist hann vita til þess að á leiðinni væru hörð mótmæli 'gegn þessu víðar úr heilbrigðiskerfinu. Sagðist hann vona að ráðamenn sæju að sér í málinu. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.