Þjóðviljinn - 12.05.1985, Qupperneq 4
Á BEININU
Mér hefur
verið hótað...
Ólafur Þ. Þórðarson
tekinn á beinið um mútur
og mútuþægni
Ummæli Olafs Þ. Þórðar-
sonar alþingismanns í bjórum-
ræðunni þess efnis hvort
hugsanlegt væri að frétta-
menn, einkum ríkisfjölmiðla,
þiggi mútur og að flytjendur
bjórfrumvarpsins hafi náð sér í
bjórumboð erlendis. Vissu-
lega stór orð og alvarlegar á-
sakanir. Vegna þessara um-
mæla var Olafur spurður að
því hvað hann hefði fyrirsér í
þessu máli.
- Ég sagði vissulega eitt og
annað í ræðu minni á Alþingi í
gær, sem mér er fært að segja úr
ræðustól vegna þess að það sem
ég segi þarf ég fyrst og fremst að
hafa sannfæringu fyrir. Aftur á
móti þarf ég ekki að standa
frammi fyrir því að þurfa að hafa
tvö vitni, sem staðfesta hvert orð
sem ég er að segja. í okkar
þjóðfélagi búum við við mjög
stranga löggjöf gagnvart
meiðyrðum og öðru slíku. Stund-
um er sú löggjöf skerðing á tján-
ingarfrelsi en aftur á móti er fullt
tjáningarfrelsi í þingsölum. Þar
geta menn sagt það sem þeir sjálf-
ir telia að sé rétt.
- Ég sagði í minni ræðu að
áfengisauðvaldið á íslandi kynni
að vinna sér lönd og þegna, ef
þannig mætti komast að orði.
Vinnubrögð þess væru að nálgast
það sem maður vissi um að tíðk-
aðist í útlöndum. Ég vil í þessu
sambandi minna á að þegar
myndaflokkurinn „Rætur“ var
sýndur hér í sjónvarpinu, þá kom
það fram í viðtali við höfund
„Róta“ að honum hefði verið
boðið meira fé fyrir að koma
fram í einni áfengisauglýsingu en
hann fékk í ritlaun og annan af-
rakstur er hann hafði af þættinum
„Rætur“. Það er alveg ljóst að
miklu fjármagni er eytt til að
vinna að aukinni áfengisneyslu.
Hér á landi eru auglýsingar á
áfengi bannaðar. Því vaknar sú
spurning hvort reynt er eftir öðr-
um leiðum að vinna því brautar-
gengi.
Hefurðu eitthvað fyrir þér í
þessu?
- Þú biður um sannanir. Ég
mun ekki setja svo mikið sem
flugufót fyrir þessu inní blaðavið-
tal, vegna þess sem ég sagði í upp-
hafi viðtalsins. Ég vakti athygli á
því í minni ræðu að mér þótti
undarlega staðið að fréttaflutn-
ingi sjónvarpsins í Bjórsam-
lagsmálinu.
Þú settir fram spurningar um
það hvort hugsanlegt væri að
flutningsmenn bjórfrumvarpsins
hefðu bjórumboð hér á landi, hef-
urðu eitthvað fyrir þér í því?
- Af sömu ástæðu og ég gat um
hér áðan varðandi málfrelsi í
landinu tel ég rétt af mér að ræða
þessi mál úr ræðustól á Alþingi,
en ekki í blaðaviðtali. Ég vil þó
bæta því við til að fyrirbyggja
misskilning, að það er fullkom-
lega löglegt að hafa umboð fyrir
áfengi, sömuleiðis væri það
fullkomlega löglegt að þiggja um-
boðslaun fyrir bjór. Þú getur sest
niður og reiknað út hver ágóða-
hlutur ríkisins er af áfengissölu og
hugsanlega bjórsölu. Sömuleiðis
geturðu þá reiknað út hver hlutur
umboðsmanna er og þú munt
komast að því að þar er svo sann-
arlega um fjármuni að tefla.
Ólafur, hefur verið reynt að
bera fé á þig sem alþingismann,
hefur verið reynt að múta þér?
(Hér varð mjög löng þögn, en
síðan sagði Ólafur):
- Það hefur aldrei verið borið
fé á mig sem alþingismann, en
það hefur gerst að mér hefur ver-
ið hótað. Mér var hótað illu ef ég
tæki það sem viðkomandi kallaði
rangar ákvarðanir.
Telur þú að mútur viðgangist í
hinum svokallaða opinbera geira
hjá okkur? Heldurðu að opinber-
um embættismönnum, sem taka
ákvarðanir um eitt og annað þar
sem miklir fjármunir eru í húfi, sé
mútað?
- Við notumst við nákvæmlega
sama kerfi og er erlendis á sviði
viðskipta. Við erum með opið
fjármálakerfi og það er ekki þörf
á því fyrir menn að taka fé inní
landið, það er hægt að nota það
erlendis. Og þegar við skoðum
viðskiptalífið í kringum okkur,
hljótum við stundum að spyrja
okkur þeirrar spurningar: Fæst
það staðist að sömu menn, sem
eru að selja vöru og bera fé á
erlenda aðila, geri það aldrei
gagnvart fslendingum? Við hljót-
um að spyrja okkur þeirrar
spurningar. Gerist það aldrei
hér?, eins og sagt var forðum.
Svo er það önnur spurning hvort
íslendingar standist slíkt, eða
standast þeir það ekki? Ég hef
mikla trú á íslensku embættis-
mannakerfi og ég hef þá trú að á
Norðurlöndum búi þjóðir sem
hafi sterkari bein gagnvart
mútum en annars staðar í heimin-
um.
Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra sagði í útvarpsviðtali á
dögunum að hann hafl farið til
Sviss í boði Alusuisse og að það
hafi fleiri iðnaðarráðherrar og
jafnvel alþingismenn gert. Eru
þessi boð mútur, býr eitthvað á
bak við þessi boð?
- Menn muna eflaust eftir
sjónvarpsþættinum finnska á
dögunum, þar sem fjallað var um
mútur. Það er stundum ákaflega
erfitt að draga línu á milli þess
sem er mútur og ekki mútur. Það
liggur við að hægt sé að segja að
ef sá, sem hefur mikil fjárráð og
þiggur eitthvað, það séu ekki
mútur, vegna þess að allir vita að
hann hefur næg fjárráð til að
leika sér að þessu sjálfur. Ég tel
að það sé alls staðar í heiminum
eins, að þegar menn hafa tekið
við mútum, þá er reynt að fela
það. Því flokka ég það trauðla
undir mútur þótt iðnaðarráð-
herra þiggi svona boð. Honum
væri í lófa lagið að skrifa ferð sem
þessa á reikning iðnaðarráðun-
eytisins, svo frjálsa útskrift hefur
hann í þessum efnum. Það blasir
við í þessu dæmi.
Margir halda því fram að Alu-
suisse noti mútur óspart. Á svip-
uðum tíma og Guðmundur G.
Þórarinsson þáverandi alþingis-
maður snerist öndverður gegn
Hjörleifi Guttormssyni iðnaðar-
ráðherra og öðrum nefndar-
mönnum í samnínganefnd íslands
við Svisslendingana, þá fékk fyr-
irtæki, sem hann á hlut í og mun
vera stjórnarformaður fyrir, um-
boð fyrir heimsfrægt svissneskt
sælgæti. Telur þú hugsanlegt að
þarna séu tengsl á milli?
- Ég held að þeir hafi ekki
beitt mútum, þeir höfðu svo
sterka vígstöðu þá vegna þess að
gamli samningurinn sem við þá
var gerður og er þeim mjög hag-
stæður var ekki og er ekki runn-
inn út. Það hefur oft verið vitnað
til Grikklands í þessu sambandi.
En sá er munur þar á að samning-
urinn í Grikklandi var útrunninn
og því varð að semja uppá nýtt.
Þess vegna var staða Grikkja svo
sterk. Og sem betur fer dregur að
því að við komumst í þá stöðu. Ég
var sammála Hjörleifi á sinni tíð
þegar hann var að afla allra gagna
í álmálinu, svo sem um verðið í
Ástralíu og fleira. En ég tel að
hann hafi ekki haft lagni til að ná
fram samningum. Vegna þess
hvernig upprunalegi samningur-
inn við Alusuisse er, áttum við
ekki sterkari leik í stöðunni en
leikinn var, þó öll mín réttlætis-
kennd segði, ég vil fá meira. Og
einmitt vegna þessarar sterku
stöðu Svisslendinganna held ég
að þeir hafi ekki beitt mútum í
þessu máli.
Nú er umræðunni um bjór-
frumvarpið ekki lokið í Neðri
deild, og þú munt eflaust taka til
máls í þeirri umræðu aftur,
megum við eiga von á annarri
bombu?
- Ég veit það ekki, það fer eftir
ýmsu, en ég mun taka til máls
aftur.
S.dór
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Sunnudagur 12. maí 1985