Þjóðviljinn - 12.05.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 12.05.1985, Side 13
Þœgilegasta kynlífið? Hugrenninga- syndir mið- aldra kvenna Hófsemi og varúð í kyn- lífsmálum er aftur í tísku og ber margt til - m.a. ótti við skelfilegan sjúkdóm. Og það er kannski tímanna tákn að í Bandaríkjunum verður bók sem geymir frá- sagnir kvenna af ímynduðu ástarfari að metsölubók - eftir að markaðurinn hafði lengi verið á þönum eftir „sönnun lífsreynslu- sögum“ bæði af sviði kyn- lífs og af öðrum sviðum. í ríkmannlegu hverfi í Berkel- ey í Kaliforníu starfar sérstæður klúbbur tíu kvenna á aldrinum 43-57 ára. Þessar konur koma saman einu sinni í mánjjði, fá sér vín og sætindi og skiptast á hug- arflugssögum um ástarfar. Ein þeirra segir sem vo um þessa sér- stæðu iðju: „ímyndað ástarævintýri er betra en raunverulegt. Maður getur látið allt vera að eigin vild, meira að segja skipt um mublur og látið karlmanninn passa við þær. Það eru engin takmörk fyrir því hvað manni dettur í hug og samt hefur maður tök á öllu“. Önnur klúbbkvennanna segir: „Svona kvöld með karlafars- draumum er eins og hátíð. Hvfld frá hvunndagsleikanum. Og mér finnst ég svo kát og kynfús. Og þegar maður skrifar niður ímynd- anir sínar og les þær fyrir aðra, þá er eins og þær eignist sjálfstætt líf.“ Konurnar ákváðu, eftir all- langar innbyrðis deildur, að safna úrvali kynlífssagna sinna saman í bök og gefa út. Erfitt reyndist að fá útgefanda í fyrstu, en eftir að bókin, sem heitir „Heimakynlíf kvenna“ (Ladies Home Erotica), kom út fór hún að seljast eins og heitar lummur. Sögurnar í bókinni greina frá samförum við páfann og garð- yrkjumann og vörubílstjóra og fangavörð, frá allskonar undar- legum aðstæðum til kynlífs og enn furðulegri forleikjum - eins og til dæmis að tyggja súrkál eða háma í sig spergil og tómata. Konurnar tíu hafa ekki frið fyrir blaðamönnum og sjónvarps- mönnum sem vilja eiga við þær viðtöl - og koma þær þá fram með grímur til að þekkjast ekki. Tattóveraður í bak og fyrir Englendingur nokkur er tattó- veraðasti maður í heimi. Þar sem hann var fremur óánægður með að 4% af húðinni (ytra byrðinu) var óskreytt lét hann tattóvera sig á kinnunum innanverðum, tung- unni og augnbrúnunum. Það varíþá tíð Fyrst var sótt um einkaleyfi fyrir fallhlíf árið 1802 (í októ- bermánuði nánar tiltekið). Upp- finningamaðurinn var franskur Jac Garnenin að nafni. Og þær taka það skýrt fram að þeim detti ekki í hug að hrinda hugrenningasyndum sínum í framkvæmd. Konurnar tíu með sköpunarverk sitt - safn kynlífssynda sem aðeins hafa gerst í samtölum þeirra í milli. GULLVÆGT TÆKIFÆRI FYRIRUNGA USTAMENN Samkeppni um gerð veggspjalda Makmiðið er: Hreint loft og heilbrigði árið 2000. í tilefni af „Ári æskunnar“ efnir Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin (WHO) til Evrópu-samkeppni um gerð veggpjalda gegn reykingum. Veggspjöldin eiga að fjalla um hversu eðlilegt og sjálfsagt sé að reykja ekki. Með öðrum orðum: Ekki er ætlast til að lögð sé áhersla á skaðleg áhrif reykinga á heilsu þeirra sem reykja, heldur hið jákvæða við það að reykja ekki svo sem: • að stefna nútímamannsins sé að reykja ekki • tillitssemina gagnvart þeim sem ekki reykja þ.e. vinum, fjölskyldu, börnum og vinnufélögum • ábyrga og sjálfsagða hegðun gagnvart ófæddum börnum í móðurkviði • hreinlætis- og fegurðarsjónarmið • betri möguleika til að njóta lífsins Þátttökuskilyrði 1. ' Þátttakendur skulu vera á aldrinum 16-35 ára. 2. Tillögur skulu vera í stærðinni 40,6 cm x 57,4 cm og tilbúnar til eftirtöku 3. Tillögur skal senda til Tóbaksvarnanefndar, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík, merktar dulnefni, en rétt nafn og heimilsfang skal fylgja í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni. 4. Skilafrestur er til 5. júní, 1985. Dómnefnd skipa fulltrúar frá: Félagi íslenskra teiknara, F.I.T. (tveir). Félagi íslenskra myndlistarmanna, F.I.M. Landlæknisembættinu. Tóbaksvarnanefnd. Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun kr. 50.000.- 2. verðlaun kr. 30.000.- 3. verðlaun kr. 10.000.- Birting verðlaunatillagna Verðlaunatillögur hvers lands verða síðan sendar Evrópudeild WHO til umfjöllunar og sýndar í Dyflini á 12. alþjóðlegu ráðstefnunni um heilbrigðismál, í september 1985. WHO mun einnig sjá til þess að sem flestar verðlauna- tillagnanna verði birtar í fjölmiðlum, m.a. í tímaritinu „World Health“. Þrenn verðlaun verða veitt af alþjóðlegri dómnefnd: 1. verðlaun 500 Bandaríkjadalir 2. verðlaun 250 Bandaríkjadalir 3. verðlaun 125 Bandaríkjadalir Þeir sem hlutskarpastir verða í alþjóðlegu keppninni munu auk þess vinna til einnar viku dvalar í Dyflini, Osló eða Dresden Nánari upplýsingar eru veittar í síma 621414. T óbaks vamanefnd

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.