Þjóðviljinn - 12.05.1985, Qupperneq 20
ÓSA
Krafðist
vaxtahækkunar
Á dögunum héldu Framsókn-
armenn í Reykjavík fund um
vextina sem ætla flesta aö
drepa. Þá brá svo við að vara-
þingmaðurinn Björn Líndal
setti á tölu um að hann væri
þeirrar skoðunar að það sem
þyrfti í íslensku efnahagslífi
væri að hækka vextina. Hinn
almenni Framsóknarmaður
vissi ekki hvaðan sig stóð
veðrið en þeir Björn Líndal og
Þórður Ingvi Guðmundsson
eru stundum nefndir frjáls-
hyggjugaurarnir í Framsókn-
arfélaginu í Reykjavík.a
Elli mjöðm
var indjáni
Söngguðinn Elvis Presley
sem stundum var á engilsax-
nesku kallaður Elvis the pel-
vis (Elías mjaðmagrind)
sökum geysilegra hæfileika til
mjaðmasveiflu er samkvæmt
nýjum ættfræðirannsóknum
vestra eins konar allra þjóða
kvikindi. Telja fræðimenn lík-
legt að þjóðernagrauturinn í
genum Elvisar hafi lagt hon-
um til þau lyndiseinkenni sem
síðar gerðu hann að stjörnu.
En í Elvis blandast enskt,
franskt og írskt blóð við gyð-
inglegt einsog var raunar vit-
að. En elsti þekkti ái Ella
mjaðmar, var þó af allt öðrum
uppruna: langa-langamma
hans var nefnilega hreinrækt-
aður Cherokee indjáni og
þaðan hefur hann vangasvip-
inn, blessaður, og sveifl-
una...*.
Fátt um fínan
Það er vandlifað, sagði Þjóð-
viljaskáldið, þegar það sá
fyrirsögnina Landlæknir var-
ar við lauslæti vegna AIDS.
Allt er hættulegt; góður matur
veldur hjartveiki, brennivínið
drepur heilasellurnar, tóbaks-
reykingar valda krabbameini
- og nú síðast segir að ástar-
leikir valdi AIDS. Þjóðvilja-
skáldið varð þungbúið um
stund undir þessari þulu og
kvað svo við raust:
Enginn brátt mun hafa hátt,
heldur grátt á kvöldum,
orðið fátt um fínan drátt,
fyrir máttarvöldum. ■
RENAULT11
AST VIÐ FYRSTU KYNNI
Renault 11 hefur fengið margar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun og fjöðrunin er engu lík. Rými og þægindi koma öilum
í gott skap. Komdu og reyndu hann, pað verður ást vfð fyrstu kynni. Þú getur reftt pig á Renauit
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633
f
í
1
í
■ DORINT- SUMARHUSA
ÞORPIDI ÞÝSKAIJ^M
Nýjasti áfangastaður Flugleiða og fjölskyldufólks á leið í sumarfrí er Dorint-sumarhúsaþorpið í nágrenni
Winterberg I Þýskalandi. Þetta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí í skógivöxnu og hæðóttu
umhverfi IV/níeróerigereinnig ævintýri líkast. f grenndinni er Rínardalurinn og fjölmargar spennandi
borgir: Marburg, Kassel, Dusseldorf, Köln, Bonn, Koblenz, Mainz og Frankfurt. í Dorint-sumar-
húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. Á svæðinu eru góð veitingahús, krá,
verslun, barnaheimili, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far-
þegar á leið í Dorint-sumarhúsaþorpið í Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið-
um til Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferðir til Winterberg. Aðeins
160 km akstursleið. Bílaleigubílar í boði, en þeir fást einnig afhentir í Winterberg.
Luxemborg: Þar eru bílaleigubílar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl-
breytt og skemmtileg. Dæmi um verö: Heildarverð fyrir 4 manna fjöl-
skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir frá og til Frankf) er kr. 72.608.-
en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára)
kr. 12.800.- Verðið samtals er kr. 59.808.- , eða kr. 14.952.-
á mann. Flugvallar-
Fjölskyldustemmning fnkSrnnr ekki
dsöguslóðum
Grimmscevintýra
Frekari
upplýslngar
um Dorlnt-
sumarhúsaþorpið
1 Winterberg velta
söluskrifstofur
Fluglelða,
umboösmenn og
ferðaskrifstofurnar