Þjóðviljinn - 18.05.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.05.1985, Blaðsíða 1
111. tölublað 50. örgangur SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING Hjarta- og œðasjúkdómar Dánartíðnin fer lækkandi Frá 1970 hefur dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúk- dóma lækkað um 8% meðal ís- lenskra karla og 15% meðal ís- lenskra kvenna. Sjúkdómur þessi, sem var nánast óþekktur um aldamótin síðustu, orsakar engu að síður um helming allra dauðsfalla hér á landi. En dánar- tíðnin virðist hafa náð hámarki í kringum 1970, og vera síðan á niðurleið. Sömu þróunar hefur orðið vart í mörgum iðnríkjum. Þannig lækkaði dánartíðnin með- al bandarískra karla á aldrinum 40-69 ára um nálægt 25% á árun- um 1968-1977. í samtali við Nikulás Sigfússon sérfræðing hjá Hjartavernd, sem birt er í Þjóðviljanum í dag, kem- ur fram að skýringarinnar á lækk- aðri dánartíðni geti verið að leita í bættum lækningaaðferöum og í áhrifamætti þess fyrirbyggjandi starfs sem unnið hefur verið með áróðri gegn reykingum, hárri blóðfitu og háum blóðþrýstingi, sem eru helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma. A veg- um Hjartaverndar er nú unnið að víðtækri rannsókn á kransæða- sjúkdómum hér á landi í sam- vinnu við Alþjóða heilbrigðis- stofnunina. -ólg. Sjá Sunnudagsblað bls. 8. Verð- sprenging í laxveiði Verðlag í laxveiði hérlendis er orðið slíkt að útlendum veiði- mönnum sem sótt hafa hingað í stórum stíl blöskrar og íslenskum veiðimönnum mun að öllum lík- indum stórfækka á bökkum lax- ánna í sumar. f Þjóðviljanum í dag eru þessi mál skoðuð nánar og sagt frá „verðsprengingu ævintýra- manna” sem stærstu „laxakóng- arnir” eru ekki beint hressir með. -íg- Sjá bls. 2. AIDS Nánast faraldur í Afrfloi 10% landsmanna íZaire taldir bera veiruna. Fimmtungur Ugandamanna. 80% vœndiskvennaí Rúanda sýktar Hinn banvæni sjúkdómur AIDS breiðist nú út í Mið- og Austur-Afríku meðal fólks sem hneigist að gagnstæðu kyni með svipuðum hraða og meðal homma og eiturlyfjaneytenda í Evrópu og Ameríku. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu í Ka- író sem haldin var fyrr í mánuðin- um. Aður hefur einkum verið litið á AIDS sem eins konar hommasj úkdóm. í sumum ríkja í þessum hluta Afríku er AIDS nánast orðinn að faraldri. Tíu prósent landsmanna í Zaire eru talin bera veiruna sem orsakar AIDS í blóði sér. Fimmtungur Úgandamanna sem athugaðir voru sýndu sömuleiðis merki um veiruna, samkvæmt mótefnamælingum. Konur eru sýktar í sama mæli og karlar. Sérstakt hættumerki er talið fólgið í þeirri staðreynd að meðal vændiskvenna er sýkingarhlut- fallið mjög hátt. í úrtaki vændis- kvenna í Rúanda voru þannig 80 prósent með veiruna, samkvæmt mótefnamælingum. Þetta er talið valda hraðari útbreiðslu veikinn- ar, enda er nú sýnt, að smitið berst ekki síður milli karla og kvenna en milli karla eingöngu. f Kinshasa, höfuðborg Zaire er nú vitað um rösklega 2000 AIDS tilfelli. Rétt er að taka fram, að ýmsir vísindamenn telja varhugavert að ætla, að órannsökuðu máli, að sjúkdómurinn muni breiðast jafn Heimsmeistaraein vígi Karpov og Kasparov í haust Nýjustu fréttir úr skákheimin- um herma að heimsmeistarinn Karpov og áskorandinn Kaspar- ov muni heyja einvígi sitt í Mars- eilles í Frakklandi í haust. Máske er nær að tala um framhald ein- vígis, þarsem klippt var á einvígið með heldur snautlegum hætti í Moskvu á sínum tíma. hratt út í öðrum heimshlutum. næring og óhreinlæti gæti valdið hlutum veraldar. að nothæft bóluefni verði til. Þeir telja að hlutir einsog van- hinni háu smittíðni í þessum Taliðeraðfimmárminnstséuí -ÖS Skúli Halldórsson tónskáld og skrifstofustjóri fyrir framan Strætó í gær, á síðasta vinnudegi sínum hjá SVR í 51 ár. - Einar Olason. HÆTTIR EFTIR HÁIFA ÖU) Skúli Halldórsson tónskáld og skrifstofustjóri var með píanó á skrifstofunni hjá Strœtó. Oneitanlega hefur stundum verið togstreita milli skrif- stofumannsins og listamannsins. Ég væri kannski búinn að kom- pónera meira ef ég hefði ekki unn- ið hér en lífið sjálft er líka inspir- erandi, sagði Skúli Halldórsson tónskáld og skrifstofustjóri Strætisvagna Reykjavíkur en Skúli lætur nú af störfum eftir 51 ár í þágu SVR. Ég byrjaði hérna 1. mars 1934. Þá var þetta hlutafélag, Strætis- vagnar Reykjavíkur h.f. Borgin keypti þetta svo í ágúst 1944 og þá var ég gerður að skrifstofustjóra og hef verið það í 41 ár. Þetta hefur gengið vel allt sam- an. Ég hefhaftgóða vinnuhérna, það góða að ég gat verið í Tónlist- arskólanum með vinnunni í ein 8 eða 9 ár. Auðvitað var það erfitt en það gekk. Nú, hvað tekur við? Mitt aðal- starf hefur verið bókhald og fjármálastjórn. Nú er það að bæði er ég kominn á aldurinn eins og sagt er og svo er bókhaldið allt komið inn á tölvu. Eftirmaður minn verður Hörður Gíslason. - Já, það er rétt, ég er með píanó hérna inni á skrifstofunni hjá mér. Sennilega eini maðurinn í heiminum. Píanóið er hér með leyfi borgarstjóra. Það hefur bara gengið nokkuð vel þó stundum þegar ég hef verið að vinna í stóru verki sem átti hug minn allan gat vinnan farið í taugarnar á mér. En allir listamenn þurfa að kasta sér útí hringiðu lífsins. Þar fá þeir hugmyndir en ekki með því að sitja bara á rassinum heima. Ég er sem sagt að hætta og flytja heim í heiðardalinn sem er vestast í Vesturbænum á Bakk- astíg og píanóið flytur auðvitað með mér. Ætli ég fari ekki að vinna að útgáfu á verkum mín- um. Svo er ég að vinna í ýmsum verkum fyrir tónlistina og kann- ski fer ég í kennslu í haust. Eitthvað verður maður að gera, maður má ekki einangrast. - Sumum finnst gott að hætta, aðrir kvíða því. Það fer líka eftir heilsufari en ég get ekki sagt að ég finni til aldursins. En þegar maður er búinn að vera lengi á sama vinnustað eins og ég, 51 ár saknar maður auðvitað vinnufé- laganna. Það ertöluverð breyting að þurfa bara að vakna til þess að vinna fyrir sjálfan sig. En má ekki segja að þetta sé góður endir á langri skáldsögu og allt er gott þá endirinn er góður. -aró

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.