Þjóðviljinn - 18.05.1985, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 18.05.1985, Qupperneq 4
LEIÐARI Á Degi Ijóðsins í dag er haldiö upp á Dag Ijóösins með upp- lestri og fleiri tildragelsum í tveim höfuðborgum landsins. Og í því sambandi hefur veriö um þaö talað, að Ijóðið fari heldur halloka í samtíðinni, sé jafnvel í kreppu. Það er rétt, að í þeirri hávaðasömu og sund- urvirku ómenningu, sem veður uppi í fjölmiðlum samtímans, versna lífsskilyrði miðils eins og Ijóðsins, sem biður um aðrar bylgjulengdir í við- takendum sínum, gerir aðrar og meiri kröfur um áhuga og athygli. Vandi Ijóðsins getur líka verið pólitískur og efnahagslegur í þeim skilningi, að þegar gróðinn á öllu að ráða, þá þrengir að Ijóðinu og jafnvel sjálfum möguleikum þess að komast á prent. Að sumra dómi er kreppan í skáldskapnum sjálfum. Víst er það rétt, að ekki verður auðveld- ara að yrkja eftir því sem fram í sækir og þeim skáldum fjölgar í sögunni, sem hafa um flest ort og um margt vel. Hitt er víst, að það er enginn uppgjafarsvipur á íslenskum Ijóðskáldum. Það er ástæða til að minna á það hér, að tvisvar hafa íslenskir höfundar fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, - og þá einmitt fyrir Ijóð, fyrir skáldskap sem byggir á endurnýjun hefðar, sem verið hefur einn sterkasti aflgjafi íslenskrar menningar. Hver og einn gæti nefnt skáld til viðbótar sem væru svipaðrar viðurkenningar maklegir. Og þessi ágætu skáld eru ekki stakir tindar. Allt í kringum þá sprettur Ijóðagróður á mörgum hæðum. Og enn í dag reynist það furðu auðvelt að fá unglinga í skólum til að færa það sem með þeim hrærist í Ijóðform eða vísu. í nýrri Ijóðabók Þorsteins skálds frá Hamri segir „Ljóðið ratar til sinna”. Vonandi er það rétt. En það ætti samt ekki að skaða, að sem flestir legðu sitt af mörkum til að bæta þær samgönguleiðir, sem Ijóðið ratar eftir. Hvenær sem gott Ijóð og lesandi finnast, hefur íslensk menning eflst og eitthvað hefur bæst við heim- inn, sem ekki var þar áður. Náttúrufræðasafn Flestar menntaðar þjóðir eiga sér náttúru- fræðisafn. Slík söfn gegna afar þýðingarmiklu hlutverki í menntakerfi þjóðanna, þau veita mikilvæga fræðslu um náttúru viðkomandi landa og ekki síst um náttúruvernd. Þannig er það víða mikilvægur liður í uppfræðslu skóla- barna að senda þau í reglubundnar kynnisferðir á náttúrufræðisöfn til að safna í sjóði reynslu og þekkingar. Á íslandi er staða þessa máls hins vegar þannig, að hún er okkur öllum til minnkunar. Náttúrufræðasafn íslands er ekki til, í Reykjavík er ekki einu sinni til náttúrufræðasafn sem stendur undir nafni. Nú hefur það loksins gerst að hópur manna hefur hrundið af stað herferð fyrir byggingu slíks safns, og þess má geta að á Alþingi er komin fram tillaga til þingsályktunar því til stuðnings. Þess má geta að á árinu 1942 heimilaði Há- skóli íslands að hús fyrir náttúrugripasafn risi á háskólalóðinni og vissulega væri það ánægju- legt ef slík almenningseign, sem náttúrufræða- safn í góðum gangi er, yrði til í tengslum við Háskólann. Þess má jafnframt geta, að í fyrstu fundargerð áhugahóps um stofnun náttúru- fræðasafns segir meðal annars, að með bygg- ingu slíks safns og þarmeð aukinni alþýðu- fræðslu um náttúrufræði yrði „hinum nýlátna náttúruvísindamanni og ástsæla alþýðufræð- ara Sigurði Þórarinssyni reistur minnisvarði við hæfi.” Þetta eru orð að sönnu, og hví ekki ein- mitt að stefna að byggingu safns sem yrði látið heita í höfuð þessa vinsæla vísindamanns, Sig- urðarsafn? Hitt er víst, að bygging Náttúrufræðasafns hefur dregist úr hömlu, og það er vel, að áhuga- hópur um það hefur nú brett upp ermar og hyggst minna þjóðina á nauðsyn þess með reglulegu millibili. Náttúrufræðidagurinn á morgun, sunnudaginn 19. maí, er virðingar- verður þáttur í þeirri vitundarherferð. Ó-ÁUT DJQÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbrelðslustjórl: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. AfgreiöslU8tjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Hú8mæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. maí 1985 Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.