Þjóðviljinn - 18.05.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.05.1985, Blaðsíða 12
MENNING Leikfélae Reykjavíkur sýnir ÁSTIN SIGRAR eftir Olaf Hauk Símonarsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd: Jón Þórisson Það eru ýmsir skemmtilegir sprettir í þessum gamanleik Ólafs Hauks og hann sýnir víða að hann er laginn við að skrifa skemmtileg tilsvör, einkum þegar hann er að skopast að ýmsum tískufyrirbær- um samtímans, svo sem vaxtar- rækt og heilsufæði, en sem heild er þetta verk ófullburða, enda tæpiega til þess stofnað af hendi höfundar að það yrði sýnt á þessu sviði. Hinn eiginlegi söguþráður er bæði ófrumlegur og heldur los- aralega spunninn, og höfundur grípur til þess ráðs að fylla uppí eyður hans með revíukenndum þáttum eins og vaxtarræktarþætti og atriði á austurlensku veitinga- húsi, sem eru ágætir sem slíkir en hanga einhvern veginn utan á verkinu. Uppgjörið í lokin er vandræðalega augljóst og tilraun- ir til að skopast að tilviljunum þeim sem löngu hafa tíðkast í svona gamanleikjum eru lítt fyndnar. Ólafur Haukur er verulega orðhagur höfundur og fyndinn, en honum hefur ekki tekist að skrifa gamanleik sem stendur fyrir sínu á sviði. Svo virðist reyndar sem Þórhallur Sigurðs- son hafi ekki treyst textanum sér- lega vel, því að hann setur verkið upp í afskaplega ýkjukenndum stíl sem víða snýst yfir í slappstikk og beitir hinum margvíslegustu leikbrögðum til að lífga uppá sýn- Valgerður Dan og Gísli Halldórsson í hlutverkum sínum í Ástin sigrar. Myndina tók Valdís á æfingu. Leiklist Skemmtilegir sprettir, inguna. Þetta er oft gert at mikilli hugkvæmni og næmu auga fyrir sviðshreyfingum, enda Þórhallur gamalreyndur meistari á þessu sviði. En ýkjustíllinn gengur víða of langt, verður innantómur og þreytandi. Upphafsatriðið er t.d. of langt og tætingslegt og hin sí- fellda grímunotkun Hermanns er bara fyndin rétt fyrst. En sum at- riðin takast ljómandi vel sem slík, t.d. atriðið á veitingahúsinu sem var verulega vel útfært og karate- höggið óborganlegt. Það verður að teljast meira en hæpið að velja Kjartan Bjarg- mundsson í hlutverk Hermanns. Kjartan getur aldrei orðið trú- verðugur sem tónskáld í miðald- urskrísu sem er að skilja eftir fimmtán ára hjónaband. Aldurs- munur hans og Valgerðar Dan er einfaldlega alltof mikill. Það hef- ur hins vegar verið freistandi að velja Kjartan vegna þess að hann er góður slappstikkleikari, og auk þess verður að segjast að það er ótrúlega lítið úrval karlleikara á aldrinum kringum 40 í landinu. Þótt Kjartan gerði margt vel var hann einfaldlega utangátta í hlut- verkinu af því að hann átti nánast enga möguleika á að passa inn í það. Gfsli Halldórsson féll hins veg- ar mjög vel að hlutverki Nóa tannlæknis og lék þennan út- smogna sjarmör af ísmeygilegri kímni. Gísli er farinn að gæta meir hófstillingar í gamanleik sín- um en hann átti stundum vanda til hér áður fyrr og fer það honum vel. Valgerður Dan fer rösklega með hlutverk Dóru og skilar til- svörum sínum mjög hnyttilega. Ása Svavarsdóttir lýsir grænmeti- sætunni og góðustúlkunni Kristínu af góðlátlegri kímni þannig að góðmennskan og ein- feldnin skín af henni. Jón Hjart- arson geislar af heilbrigði og heimsku sem vaxtarræktarmað- ur, en aulabrandarar hans verða einum of margir. Bríet Héðins- dóttir er í fremur vandræðalegu en... hlutverki sem aðstoðarstúlka tannlæknisins en notar vel þau tækifæri sem henni bjóðast. Mar- grét Ólafsdóttir er í öðru heldur klaufalegu hlutverki sem móðir Hermanns en býsna aðsópsmikill á stundum, þó að þáttur hennar í leiknum verði mestanpart utan- garna. Þá birtist Steindór Hjör- leifsson í ýmsum gervum, bestur dulbúinn sem kínverji. Um hlut- verk Helga Björnssonar er best að segja sem fæst, en hann á enga sök á því hvernig fer. Jón Þórisson hefur gert mjög haganlega og snotra leikmynd og skiptingar gengu einsog smurðar. Gamla, góða félagsraunsœið Kjartan sýnir í vestursal Kjarvalsstaða Kjartan Guðjónsson listmálari sýnir um þessar mundir á Kjarvalsstöðum. Þarmásjá 54 olíumálverk eftir hann og 17 vatnslitamyndir. Öll eru verkin gerð á undanförnum þremur árum og eru þau af- rakstur nýrrar sáningar að lokinni sýningunni 1981, en þá sýndi Kjartan einmitt verk sín að Kjarvalsstöðum. Sem fyrr er sjávarútvegurinn meginþema Kjartans, einkum fiskvinnslan. Málverk Kjartans eru eins konar framhald á mynd- um Schevings, í eiginlegum jafnt sem óeiginlegum skilningi. Við fáum að sjá hvað verður um aflann sem karlarnir hans Sche- vings voru að fiska fyrir aldar- fjórðungi. En þetta er ekki fisk- vinnsla með nútímalegu sniði, hausavélum, sjálfvirkum skel- plokkurum eða ljósaborðum til að röntgenskoða þorskinn, held- ur gamaldags aðferðir eins og þær gerðust á „gullöld" sjósóknarinn- ar. Það eru sfldarævintýri sem standa Kjartani fersk fyrir hug- skotssjónum, þau ævintýri sem Sigurður Ólafsson söng um svo listilega. Líkt og allar slíkar atvinnu- myndir eru málverk Kjartans trega blandin, vegna þess að þau fjalla um grósku og uppgang ein- hvern tíma í fortíðinni. Þetta eru m.ö.o. táknmyndir, eða öllu heldur safnmyndir um atvinnulíf, þar sem verkmennskan er hafin í hetjulegar hæðir og rómantískar. Þannig er inntakið í verkum Kjartans yfirleitt „sósíal- realískt", um leið og umgjörðin er „pseudo-kúbísk“. Scheving var einnig sósíal-realiskur og pseudo-kúbískur, en sjómenn hans voru meir af holdi og blóði en fiskverkafólk Kjartans. Sche- ving kunni einnig þá list að íðil- gera rétta hluti. Hann hóf upp mennina í sjóstökkunum og jók á hetjuásýnd þeirra með óvenju- legum sjónarhornum sem undir- strikuðu eilífa baráttu sjómanns- ins við óblíða náttúru. Kjartan íðilgerir ranga hluti, nefnilega umhverfi verkafólksins í stað þess sjálfs. Jafnvel múkkinn sest stilltur og montinn á stólpann við hlið beitingamannsins eins og hann vilji segja: „Sjáðu hvað við erum góðir saman. Svona bjarga ég nú myndbyggingunni þér til heiðurs.“ Þannig vinnur allt saman í myndum Kjartans: menn, baujur og málleysingjar. Allir eru stað- ráðnir í að gera myndina sem heillegasta og verður reyndar að ósk sinni: Allt er eitt allsherjar harmoní og engir endar eru lausir. Það er einmitt þetta pottþétta samræmi sem gerir myndir Kjart- ans svo saknaðarkenndar og um leið eilítið gamaldags eins og ósk- alagaþáttinn „Á frívaktinni." Þær minna einnig á þá tíð þegar listamönnum var sem mest í mun að finna málamiðlun milli per- sónulegrar tjáningar og opinberr- ar listþarfar, eða krafna um auð- skilda list. Þeir Stalín og Hriflu- Jónas vildu vita á hvað þeir voru að góna og þess vegna var gott fýrir listamennina að hafa eitthvað pottþétt og hetjulegt í handraðanum ef svo bar undir til að fela með of áberandi formal- isma. Seinna voru flestir listamenn dauðfegnir að losna undan þeirri kvöð sem fylgdi því að þurfa að gera myndir samkvæmt dyntum ráðamanna. En síðan Kjartan snéri aftur til hlutlægra frásagnar- hátta hefur hann einhverra hluta vegna kosið að endurvekja mark- visst þessar gömlu klisjur. Eflaust fær hann mörg hjörtu til að slá örar, því ef eitthvað er pottþétt þá er það kúnst sem er ákveðin fyrirfram og ekki þarf að pæla í eftir að hún er orðin sjálfrúllandi. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.