Þjóðviljinn - 18.05.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.05.1985, Blaðsíða 9
aveisla ^ina og Jean-Luc Godard lýkur henni Danielsson, les einnig upp úr verkum hennar. Guðmundur Ól- afsson leikari les upp úr Bróðir minn Ljónshjarta og Heimir Pálsson kennari úr Elsku Míó minn. Einnig verður hljóðfæra- leikur og söngur. Annar gestur hátíðarinnar er bandarískur blaðamaður og pró- fessor í kvikmyndafræðum, Ger- ald Peary. Hann fiytur fyrirlestur um ameríska vestrann í Menning- arstofnun Bandaríkjanna á mán- udagskvöldið kl. 20.30. Þar verð- ur einnig sýndur vestrinn The Man who shot Liberty Valance eftir John Ford með James Stew- art, Vera Miles, Lee Marvin og John Wayne í aðalhlutverkum. Loks verður dagskrá í Norræna húsinu á laugardaginn kemur kl. 16. Þar verður kynnt menning sama í norðanverðri Skandinavíu og sýnd heimildarmyndin Ógn við Samaland sem gerð var í Nor- egi og olli þar miklu fjaðrafoki, ma. neitaði norska sjónvarpið að sýna hana. Rúsínan í pylsuenda þessarar kvikmyndahátíðar verður svo á boðstólum (væntanlega) um hvít- asunnuna. Þá kemur franski kvikmyndaleikstjórinn Jean-Luc Godard í heimsókn. Nokkur óvissa ríkir um komu hans því ef hann dettur í lukkupottinn í Cannes og hreppir Gullpálmann gæti svo farið að hann yrði of upptekinn til að koma. En að öllu óbreyttu er von á honum föstu- daginn 24. maí. Fœrri myndir en síðast Það hefur gengið á ýmsu í rekstri kvikmyndahátíðar en hún var fyrst haldin árið 1978. Flestir hafa áhorfendur á hátíðinni orðið 22 þúsund en fæstir 15 þúsund í fyrra. Þá voru ýmsir hnökrar á skipulagi og mörgum þótti kvik- myndavalið heldur rýrt í roðinu. Geysilegur fjöldi mynda var þá á dagskránni, þær munu hafa verið 46 talsins. Þessi mikli fjöldi sætti talsverðn gagnrýni og tók hátíð- arnefndin í ár mið af henni. Enda hefur myndunum verið fækkað í 27. Samt þurfa kvikmynda- unnendur að halda vel á spöðun- um ef þeir ætla að sjá allt sem þeir vilja sjá næstu 11 dagana. Rekstur hátíðarinnar nýtur ýmissa styrkja og fyrirgreiðslu og ef hann fer allur úr böndunum taka ríki og borg á sig skellinn. Samkvæmt fjárhagsáætlun þurfa 16 þúsund manns að borga sig inn á hátíðina. Á blaðamannafundi sem hátíð- arnefndin hélt voru nefndarmenn hóflega bjartsýnir og ánægðir með kvikmyndavalið. Þeir sögðu þó að sumar myndir hefðu þeir ekki getað fengið vegna þess að íslensk kvikmyndahús voru höndum fyrri til að góma sýning- arréttinn. Vonandi merkir það að kvikmyndaunnendur megi eiga von á ýmsum góðum myndum í reykvískum bíóhúsum á næst- unni. -ÞH Jean-Luc Godard er að glíma við Gullpálmann í Cannes en kemur að því loknu til íslands. >rninu allir fremur framandlegir í þessu bjarta umhverfi. Þeim er komið fyrir í braggahverfum fyrir utan Sidney og eiga að vinna af sér skuldir sínar við ástralska ríkið á tveimur árum. Sophie Turkiewicz er sjálf pólskur innflytjandi og byggir myndina að einhverju leyti á eigin reynslu. Hún fjallar um unga stúlku og ástarævintýri hennar og gifts manns sem býr ásamt fjölskyldu sinni í sama inn- flytjendakampi. Loks um það, hvernig henni tekst að sniðganga fordóma og andstöðu engilsax- neskra, mennta sig og finna sér nýtt hlutverk - að vera Ástrali. Pólskir innflytjendur, og svo ít- alir á eftir þeim, og fleiri þjóðir, voru meðhöndlaðir á kerfisbund- inn og ópersónulegan hátt, sem lýsti sér meðal annars í því að fjölskyldum var skipt í tvennt, karlar sváfu allir í sér skálum og konur og börn sér. Opinberlega var þetta spurning um hagræð- ingu. Þessu og ýmsum smáatvik- um er lýst í myndinni, oft kími- lega. Áherslan liggur ekki á hin- um hversdagslega yfirgangi sem þeim er sýndur sem minna mega sín, heldur á því hvaða breytingar verða innra með fólki sem stend- ur á þröskuldi nýs lífs - í nýju landi. Þegnskylduvinna innflytj- endanna er ekki annað en for- leikur - að tveimur árum liðnum halda allir á vit lífsþægindanna í litlum kassahúsum í úthverfum Sidney. Þetta vita allir og þegar í kömpunum er kominn mikill los- arabragur á hefðbundna lífs- hætti. Hjónabandið, kirkjan, báðar þessar stofnanir er að daga upni. I nýja landinu ná þeir lengst sem fljótastir eru að gleyma. Svo eru einstaka eftirlegukindur, eins og Julian, sem aldrei losna við söknuðinn og efann - og sem er pólskan alltaf tamari en enskan. En þessi mynd er ekki bitur, a.m.k. er biturleikinn vandlega falinn. Hún einkennist af skiln- ingi og mildu hlutleysi öðru frem- ur. Mér er hinsvegar óskiljanlegt hvers vegna leikararnir (sem greinilega eru pólsk-ástralskir) eru látnir leika á ensku með sterkum pólskum hreim. Þetta á bæði að tákna það að fólk tali pólsku sín á milli og ensku við aðra - með sterkum pólskum hreim þá væntanlega. Þetta fiff minnir mig óstjórnlega á Apache indíánana og hefðbundið tungu- tak þeirra í fjölmörgum John Ford myndum. Carol Nielsen (sem áður nefndi sig Janis Carol) leikur nú í fyrsta sinn á fjölum Þjóðleikhússins og sóst hér ásamt Sigríði Þorvaldsdóttur og Margréti Guðmundsdóttur. Mynd: Valdís. Þjóðleikhúsið Chicago Bandarískur söngleikur um íðilfögur œvintýrakvendi frumsýndur d fimmtudaginn Einn kemur þá annar fer, geta þeir sagt meö sanni í Þjóðleikhúsinu. Nú eru þeir hættir aö sýna Gæja og þíur og á fimmtudaginn verður frumsýndur annar bandarísk- ur söngleikur. Chicago nefnist hann og er eftir Bob Fosse, Fred Ebb og John Kander en söngleikurinn byggir á leikriti eftir Maurice Dallas Watkins. Chicago byggir, þótt ótrúlegt megi virðast, á sannsögulegum atburðum sem urðu í þessari höf- uðborg undirheimanna á bannár- unum, nánar tiltekið árið 1924. Söguhetjurnar tvær Beulah Ann- an og Belva Gaerter kynntust í fangelsi þar sem þær sátu ákærð- ar fyrir samskonar glæp: að hafa skotið elskhuga sína til bana. Þær stöllur voru vel af guði gerðar og notfærðu sér það til hins ýtrasta. Með þeim árangri að kviðdómurinn, sem merkilegt nokk var allur skipaður ungum karlmönnum, sýknaði þær báðar þótt játningar og sannanir lægju fyrir. Mál þeirra vakti þjóðarat- hygli í Bandaríkjunum og fjöldi blaðamanna gerði sér mat úr því. Einn þeirra var Maurice Dallas Watkins. Hún fylgdist með rétt- arhöidunum allan tímann og að þeim loknum settist hún niður til að skrifa leikrit um það hvernig Beulah lék á réttvísina. Leikritið var frumsýnt í New York árið 1926 og hlaut einróma lof og góða aðsókn. Annað var uppi á ten- ingnum í Chicago, íbúar hennar voru lítt hrifnir af því að heima- borg þeirra væri skoðuð í svo óþægilegri birtu. Sýningin gekk aðeins í 9 vikur og höfðu viðtök- urnar þau áhrif á höfundinn að hún bannaði frekari sýningar á leikritinu meðan hún lifði. Þekktir höfundar Að Maurice Dallas Watkins látinni seldu erfingjar hennar sýningarréttinn í hendur þre- menningunum Bob Fosse, Ro- bert Fyer og Gwen Verdon en sú síðastnefnda var söngleikjast- jarna og eiginkona Fosses. Þau breyttu Chicago í söngleik sem var frumsýndur í New York fyrir réttum áratug og síðan hefur leikurinn verið gífurlega vinsæll og sýndur um allan heim. Höfundur leiksins, Bob Fosse, hóf feril sinn sem dansari 14 ára gamall og dansaði næstu árin í fjölmörgum söngleikjum. Árið 1954, þegar hann var 27 ára gam- all, samdi hann dansa við fyrsta söngleik sinn, Náttfatapartí, og síðan hefur hann samið dansa, söngleiki og kvikmyndahandrit, auk þess sem hann hefur leikstýrt fjölda söngleikja bæði á sviði og tjaldi. Frægustu verk hans fyrir hvíta tjaldið eru án efa verð- launamyndin Cabaret sem hann leikstýrði og samdi dansa við og All That Jazz sem er að hluta til byggð á ævi hans sjálfs. Fyrir þessar myndir hlaut hann marg- vísleg verðlaun, sú síðarnefnda halaði inn fern Óskarsverðlaun og sjálfan Gullpálmann í Cannes. Tónskáldið John Kander og textahöfundurinn Fred Ebb hafa átt langt og giftudrjúgt samstarf sem íslendingar hafa fengið að njóta. Meðal afreka þeirra má nefna söngvana við Zorba, Ca- baret og Chicago auk þess sem þeir sömdu söngva við kvik- myndir á borð við Funnu Lady og New York. Eins og Bob Fosse hafa þeir margoft verið verð- launaðir í bak og fyrir. Þrír bretar Við uppsetningu Chicago verður framhald á samstarfi þeirra Benedikts Árnasonar og bretans Kenn Oldfield en þeir leikstýrðu saman Gæjum og píum. Tveir aðrir bretar koma við sögu sýningarinnar, Terry Davies hefur útsett tónlistina og stjórnar hljómsveitinni sem telur 14 manns en Davies lék sama hlutverk í uppsetningu á Gæjum og píum. Sá þriðji er leikmynda- hönnuðurinn Robin Don sem gerði leikmynd við Hótel Paradís í Þjóðleikhúsinu fyrir fjórum árum. Þeir síðarnefndu hafa báð- ir íslenskar konur sér við hlið, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir sér um búninga og leikmynd ásamt Robin Don og Agnes Löve starfar með Davies í tónlistarmál- unum. Leikarar og dansarar í sýning- unni eru um 30 talsins en með stærstu hlutverk fara Sigríður Þorvaldsdóttir, Carol Nielsen, Róbert Arnfinnsson, Margrét Guðmundsdóttir, Pálmi Gests- son og Sigurður Sigurjónsson. Lýsingu annast Kristinn Daníels- son en þýðingin er á því kjarn- góða máli sem birtist reglulega á 2. síðu sunnudagsblaðs Þjóðvilj- ans því þar hefur Flosi Ólafsson um vélt. Frumsýningin er eins og áður segir á fimmtudaginn kemur og önnur sýning á annan í hvítas- unnu. Chicago verður sýnt til loka leikársins og ef vænta má tekið upp aftur með haustinu. -ÞH Pálmi Gestsson umvafinn fjöðrum og dansmeyjum. Mynd: Valdís. Laugardagur 18. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.