Þjóðviljinn - 18.05.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.05.1985, Blaðsíða 2
HVERNIG ENDAST LAUNIN? Signý Hermannsdóttir Aldrei verra „Það þarf ekki að spyrja svona, þetta gengur alls ekki, nema af því að við hjónin vinnum bæði fyrir heimilinu,” sagði Signý Hermannsdóttir húsmóðir með meiru. „Það er greinilegt að umsamdir taxtar eru ekki miðaðir við þarfir venjulegs fólks. Ég get sagt ykkur það að ég man ekki eftir öðrum eins tímum og nú, - þarsem allt vöruverð rýkur upp og launin haldast ekki að neinu leyti í hend- ur við vöruverðið.” -S.P. Sigurður R. Sigurðsson Þarf harðari baráttu „Mér gengur vægast sagt illa að lifa á laununum, ég velti skuldun- um á undan mér sem eru eins og snjóbolti sem hleður sífellt utan á sig,” sagði Sigurður R. Sigurðs- son kennari í sumarvinnu. „Ég þarf að vinna alla daga vikunnar. Það verður að hækka þá lægst- launuðu en það þarf mjög harða kjarabaráttu til þess að reyna að bremsa boltann.” Leifur Leópoldsson Lifi ekki af taxtanum „Taxtinn er svo lélegur að ég lifi ekki af honurn," sagði Leifur Leópoldsson garðyrkjunemi. „Það sem bj argar mér er að ég er í fríu fæði og húsnæði. Þegar ég verð búinn að læra ætla ég örugg- lega ekki að vinna hjá ríkinu, ég hef ekki efni á því. Ætli ég reyni ekki að vinna sjálfstætt því garð- yrkjan er þrælavinna og það er eins gott að þræla fyrir sjálfan sig heldur en aðra. -SP. FRETTIR Launamál Enginn lifir af fóstmlaunum að er útilokað að lifa af fóstru- laununum svo það er eðlilegt að fóstrur leiti fyrir sér um betur launuð störf hjá einkafyrirtækj- um, ekki síst þar sem slík störf eru einatt ábyrgðarminni en fóstrust- arfið, sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, formaður Fóstrufé- lags íslands, þegar blaðið leitaði álits hennar á flótta fóstra frá da g vistunarstofnunum. Ingibjörg benti á að fóstru- starfið væri mjög krefjandi. Auk þess sem það væri uppeldisstarf fæli það í sér mikil samskipti við foreldra og oft á tíðum væri nauðsynlegt að veita þeim drjúg- an stuðning. „En það eru ekki aðeins fóstr- ur sem eru illa launaðar á dag- vistarstofnunum, heldur líka ófaglært aðstoðarfólk,” sagði Ingibjörg. „Aðstoðarfólkið stendur stutt við í starfi af því hvað launin eru lág. Ör manna- skipti hafa hins vegar allt annað en góð áhrif á börnin svo að ofan á launaáhyggjur okkar, bætast nú nýjar áhyggjur af börnunum en það er jú fyrst af öllu velferð þeirra sem við hugsum um.” -bsk Hversvegna ekki að veiða lax- inn fyrir þá líka? Þá gætu þeir allavega sparað sér farið ! FRÉTTASKÝRING Laxveidiárnar „Ævintýramenn sprengja upp verðið” Útlendingum blöskrar. íslenskir veiðimenn gefast upp. „Laxakóngarnir” uggandi um sinn hag. Dýrustu dagarnir margföld mánaðarlaun. Hlunnindamatið stenst engan veginn. „Það er nær undantckninga- laust að Islendingar sem fara í Iaxveiði séu tveir saman um eina stöng. Hvað gera menn ekki, þeg- ar verðið er orðið þetta hátt. Næst verða þrír á stöng eða hvað?” spyr einn af „laxakóngun- um” sem hefur á leigu og selur veiðileyfi í tvær af dýrustu ám landsins. Leigusalar eru orðnir órólegir, þeir sjá fram á flótta bæði út- lenskra auðmanna og íslendinga úr veiðinni. Ástæðan? Aldrei áður eins dýrt að renna fyrir lax í betri ánum. Verðsprenging sem kom í kjölfar ævintýralegra yfir- boða í fyrrahaust eftir eitt léleg- asta laxveiðisumar í manna minnum. 40 þús. fyrir daginn Allar af bestu laxveiðiám landsins eru að meira eða minna leyti leigðar til útlendinga á besta veiðitíma. Verðið fyrir daginn í bestu ánum er komið hátt í 40 þús. krónur með ýmissi þjónustu, en meðalverðið er í kringum 25- 30 þúsund krónur. Þeir íslenskir veiðimenn sem fá leyfi næst á undan eða fyrst á eftir útlending- asveitunum borga allt uppí 25 þús. krónur fyrir daginn. Meðal- verðið á góðum tíma, ekki þeim besta, í betri ánum er á milli 15-20 þús. krónur. Alls staðar kveinað „Veiðimenn eru ekkert of æstir, það er alls staðar kveinað,” segir Jón Ólafsson í Steypustöð- inni h/f sem leigir út Þverá og Kjarrá í Borgarfirði. Lýður Björnsson í Merkúr sem leigir út Víðidalsá og áður Vatnsdalsá ásamt Sverri Sigfússyni í Hekiu segir að illa gangi að fá útlend- inga í sumar. „Verðið er of hátt. Prísinn fór upp en aflinn niður. Þetta þekkist hvergi nema á ís- landi. Það eru alls kyns ævintýra- menn að sprengja upp verðið.” Sambandsmenn í leiknum Það var einmitt í Vatnsdalnum sem verðsprengingin byrjaði sl. haust. Lýður og Sverrir hafa haft ána á leigu saman sl. 7 ár. Gagntilboð kom frá þeim Arna Gestssyni í Globus, tengdasyni hans Kristjáni Þórðarsyni bygg- ingameistara, og SÍS-for- stjórunum Hjalta Pálssyni og Vali Arnþórssyni. Rafvirkjameist- arinn Brynjólfur Markússon Reykjavík bauð þá yfir alla. Kristján gekk síðan inní tilboðið hjá Brynjólfi og Sambandsmenn létu sig hverfa. Verðið var komið hátt í 10 miljónir. „Þarna byrjaði sprengingm. Verðið rauk uppúr öllu valdi og síðan fylgdu hinar árnar á eftir,” segir einn „laxakóngurinn”. Páll Jónsson í Polaris einn af umfangsmeiri fjármálamönnum landsins bauð næst 10 miljónir í Norðurá sem Stangveiðifélag Reykjavíkur hefur haft á leigu í nærri 40 ár. SVFR gekk inní til- boðið og hélt ánni. „Við vorum sprengdir upp í Norðurá, en það var ekki um annað að ræða en halda ánni. Ég veit ekki hvað mönnum gekk til með þessum boðum og að hleypa verðinu upp,” segir Friðrik D. Stefánsson framkvæmdastjóri SVFR. „Ekkert apartheid” Páll í Polaris kvartar ekki þótt hann hafi misst af Norðurá. Hann heldur eftir Laxá í Kjós, dýrustu laxveiðiá landsins. Leigugjaldið var rúmar 12 miljónir. Þar fara líka dýrustu veiðileyfin hátt uppí 40 þúsund krónur. „Ég rek enga „apartheidstefnu”, það eru líka lausir dagar fyrir íslendinga í ánni,” segirPáll. Hann segist eiga von á 100 útlendingum í ána í sumar og kvartar ekki. „Það gengur alls ekki illa að koma þessum leyfum út, þetta er aðal- lega sama fólkið ár eftir ár.” Útlendingasveitin að deyja út Hinir „laxakóngarnir” kvarta hins vegar yfir verðlagningu. „Það gengur illa að fá nýja menn í þetta. Þetta eru sömu út- lendingarnir ár eftir ár og þeir eru að týna tölunni smám saman. Yngri menn fást ekki í þetta og hinn venjulegi íslenski veiðimað- ur er að gefast upp,” segir Lýður Björnsson. „Það er alveg ljóst að útlendingarnir borga ekki hærra verð en nú er komið. Það eru ör- fáir sem fara eitthvað yfir 600 dollara yfir daginn. Verðið er komið í topp, þetta getur ekki gengið lengra,” segir Jón Olafs- son. Friðrik hjá SVFR tekur í sama streng. „Það er greinilega minni áhugi hjá útlendingum en áður. Þeir höfðu í fyrra 12 daga í Norðurá en ná líkast til ekki nema viku í sumar.” Útlendingasveitin í íslensku ánum er því greinilega smám saman að hverfa. Gömlu menn- irnir týna tölunni og öðrum of- býður verðlagið. Undarlegt hlunnindamat En hver er þá afkoman? Varla er það hugsjónastarf að leigja út laxveiðiár eða hvað. Halda mætti að skatturinn teldi svo vera. Hlunnindamat á síðasta ári á landinu öllu var talið vera 611 miljónir og 866 þúsund krónur. Guðrún Agnarsdóttir vakti at- hygli á þessum tölum á Alþingi á dögunum er hún spurðist fyrir um innheimtu hlunnindaskatts. Þessi tala þýðir að tekjur af öllum hlunnindum eru metnar á tæpar 62 miljónir. „í meðallaxveiðiá eins og t.d. Grímsá í Borgarfirði kostar stöngin 7.200 kr. á dag, utan besta tíma. Þar eru leyfðar 10 stangir sem þýðir 72 þúsund krónur á dag eða um 7.2 miljónir yfir sumarið,” segir Guðrún. „Til að ná þessum 62 miljónum sem koma í tekjur af öllum hlunnind- um í landinu, þarftu ekki nema 10 góðar laxveiðiár. Þetta er mjög hófsamlega reiknað en dæmið gengur bara alls ekki upp. Hlunn- indin eru mjög vanmetin svo ekki sé meira sagt,” bendir Guðrún réttilega á. Sumir kvarta ekki Til að ljúka við reikningsdæm- ið að sinni þá er rétt að hafa í hug.a að fyrir fullnýttan bestan tímann í Laxá í Kjós sem stendur í 5 vikur fást hvorki meira né niinna en hátt í 10 miljónir. Það þarf því ekki að undrast þótt sumir hafi ekki ástæðu til að kvarta. Eftir stendur að aldrei áður hefur verið eins dýrt að veiða lax á íslandi, aldrei áður hafa eins margir orðið að hætta við, bæði útlendir og erlendir, og aldrei áður hafa menn reiknað út eins mikinn gróða af laxveiðiánum sínum. _ig. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.