Þjóðviljinn - 18.05.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.05.1985, Blaðsíða 15
Helga Ingibjörg Halldórsdóttir frá Kjalvararstöðum — /ædd 31. 8.1895 - dáin 9. 5. ms Helga Ingibjörg Halldórsdóttir fæddist 31. ágúst 1895. Hún dó núna 9. maí á spítalanum á Akra- nesi og átti því fárra mánaða vant í nírætt. Hún bjó við góða heilsu alla sína ævi þar til síðustu vik- urnar áður en hún lést. Þar var við banabeð Helgu dóttir hennar elsta, Ástrún. Hygg ég fá dæmi þess að dóttir hafi fylgt móður af jafnmikilli einlægni allt sitt líf og Ástrún hefur gert. Átti það ekki síst við á þeim stundum þegar vandamál steðjuðu að, sem oft var, þó í heild verði amma mín, Helga Ingibjörg, að teljast gæfu- söm kona. Helga fæddist á Kjalvararstöð- um í Reykholtsdal og var elst barna hjónanna Halldórs Þórðar- sonar, f. 4.8. 1867, d. 5.5.1961 og Guðnýjar Þorsteinsdóttur, f. 15.9. 1870 d. 2.3. 1951. Halldór var af þeirri ætt sem nú er oft kennd við Deildartungu og Guðný átti ættir að telja í Reykholtsdal og Borgarfirði. Þau Guðný og Halldór áttu 10 börn - þrjú þeirra lifa, Guðríður, þriðja elst, og yngstu synirnir Aðalgeir og Helgi Jósep. Helga var í foreldrahúsum, mest, fram að árinu 1925 er hún hóf búskap á Hermundarstöðum með manni sínum Valdimar Da- víðssyni, f. 11.11 1899, d. 5.9. 1974. Þau bjuggu í eitt ár á Her- mundarstöðum en fluttu þaðan að Guðnabakka í Stafholtstung- um. Þar bjuggu þau til ársins 1951, er þau fluttu á eignarjörð, Hamra í Hraunhreppi. Þau létu af búskap 1966, fluttu þá í Borg- arnes. Bjuggu þar uns Valdimar afi minn dó, 1974. Þar bjó Helga síðan ásamt elsta syni þeirra Þórði, sem hafði verið stoð og stytta búskaparins í Hömrum og áður á Guðnabakka. Helga bjó síðar á þriðja ár hjá Ástrúnu dótt- ur sinni og eiginmanni hennar Aðalsteini Sigurðssyni. Þá fór Helga á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Þar var hún allt fram undir það að yfir lauk á spítalan- um á Akranesi. Þegar þau Helga og Valdimar fluttu að Hermundarstöðum voru þeim fæddar tvær dætur, Ástrún og Guðrún, á Hermund- arstöðum fæddist Þórður, en á Guðnabakka fæddust fjögur börn: Valdís, Halldór, Þorsteinn og Guðbjörg. Börnin urðu því alls sjö talsins. Barnabörn Helgu og Valdimars eru orðin margir tugir. Verður sá ættbogi ekki rak- inn hér sem þó væri vert á þessum degi þegar Helga er til grafar bor- in frá Borgarneskirkju. En þar sem málið er mér skylt nefni ég það til fróðleiks að Helga átti kost á því að sjá fjórða ættliðinn nú á þessum vetri. Þar hittust til myndatöku fimm ættliðir; þar eru þau hvort á sínum enda Helga, áttatíu og níu ára, og Oddur, fárra vikna. Það er góð mynd sem við eigum lengi. Hvað ætli hafi helst einkennt Helgu Halldórsdóttur ömmu mína? Þegar ég var spurður þess- arar spurningar um daginn hafði ég aldrei velt þessu fyrir mér og vissi ekki hverju ég átti að svara og veit það ekki ennþá, satt best að segja. Það sem mér finnst standa upp úr er það hvað hún varævinlega söm ogjöfn. Ég man ekki eftir að hún léti sér bregða við smátt eða stórt. Þó kann vel að vera að þetta sé rangt hjá mér vegna þess að ég eigi aðra mynd af henni í mínum huga en allir aðrir menn. Fyrst og fremst vegna þess að ég var svo lengi hjá henni sem ungbarn nánast með litlum hléum þar til ég var vel á þriðja ári og síðan í sveit ársþriðj- ung ár hvert fram til ársins 1952. En þetta var sú mynd sem hún sýndi mér og ég hygg að fleiri eigi þá minningu einnig um þessa konu. Hún hafði þrek til þess að taka á erfiðleikum eins og þeir komu fyrir; henni datt ekki í hug að vera að velta sér upp úr vand- amálum. Ég heyrði hana aldrei kvarta né sífra. Margur maðurinn hefði þó borið sjálfan sig á torg af minni vandamálum en mörgum þeim sem hún amma mín mátti takast á við. Á ótal ferðum mínum vestur á land á undanförnum árum kom ég nokkrum sinnum, en of sjald- an, við hjá henni á dvalarheimil- inu í Borgarnesi og þar áttum við stundir saman ein í friði. Þá sagði hún mér dálítið frá og ég spurði hana oft í þaula eins og leðinlegir blaðamenn gera stundum. Hún svaraði öllu greiðlega og ég hafði á tilfinningunni að hún tæki þess- um spurningum, oft áleitnum hvorki vel eða illa, heldur rétt eins og hverju öðru sem hún mætti um dagana. En þetta voru góðar stundir og fróðlegar, og koma mér einum og henni einni við. Það var sunnudaginn 5. maí sem ég hitti hana síðast. Það var sólskin og hiti á Akranesi og hún sat uppi á stól í spítalaherberg- inu. Mér bauð í grun að kannski væri ég að sjá hana í síðasta sinn. En við eyddum ekki augnabliki í vandamál hennar á þeirri stundu þó hún væri sárþjáð. Hún hafði ekkert um spítaladvölina að segja annað en að fólkið á spítalanum, starfsliðið, væri gott fólk og eins taldi hún þetta eitt fallegasta vor sem hún hefði séð lengi. Ég spurði hana dálítið úr Reykholts- dalnum og hún gat sagt okkur Nínu frá kvíaánum á Kjalvarar- stöðum. Þær voru oft óþekkar, einkum tvævetlurnar. Og vand- ræði að mjólka þær. Hún sagði okkur því hvernig rjómanum var fleytt ofan af, frá rjómabúinu í Reykholtsdal og frá manninum sem sótti rjómann. Hann hét Sig- urður og sótti rjómann í brúsum sem hann hengdi á klyfjahesta. Síðan eru liðin 80 ár og allt þetta horfið á snöggu augabragði hrað- fara aldar. Ég spurði hana að því hvort hún myndi nokkuð sérstakt eftir aldamótunum, en á alda- mótadeginum, 1. janúar 1901, var hún aðeins liðlega fimm ára. Hún mundi ekkert eftir þeim degi sérstaklega en hugur hennar hvarflaði látlaust heim að Kjal- vararstöðum. Beðaslétturnar þar voru henni í minni og hún sagði okkur frá ræktunarákafa Hall- dórs föður síns. Svo kvaddi ég ömmu mína í síðasta sinn í sólinni á Skaga. Þær eru margar íslenskar kon- ur sem hafa unnið dagsverk langt og oftar vanþakklátt rétt eins og Helga Ingibjörg Halldórsdóttir. Fáir meta það starf nokkurs og síst hraðfleygum tryllingi neyslukapphlaupsins. En þessari kynslóð eigum við skuld að gjalda og það er ömurlegt að á sama tíma og stórfelld auðævi blasa við sums staðar í samfé- laginu að þá skuli einmitt þessi kynslóð gleymast. Á dánardægri Helgu Halldórsdóttur þykir mér vænt um að fá að minna á þetta fólk og þá siðferðilegu skyldu sem við eigum við það. Það er líka í bestu samræmi við þá alúð sem hún sýndi öllu umhverfi sínu. Svavar Gestsson Sumarbúðir á vegum Alþýðubandalagsins Ertu með á Laugarvatn í sumar? Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandalgið til orlofsdvalar á Laugarvatni síðustu tvær vikurnar í júlí. Mikil þátttaka hefur verið í þessari sumardvöl á Laugar- vatni enda er þar gott að dvelja í glöðum hópi og margt við að vera. Rúm er fyrir um 80 manns hvora vikuna. Að þessu sinni hefur Alþýðubandalagið til umráða 2 vikur í júlí á Laugarvatni: Mánudagur 22. júlí til sunnudags 28. júlí. Mánudag 29. júlí til sunnudags 4. ágúst. Kostnaður við vikudvö! er sem hér segir: Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 800. Fyrir börn 6-11 ára kr. 3000. Fyrir 12 ára og eldri kr. 5000. Innifalið í verðinu er fullt fæði alla dagana - morgun- verður, hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður, gisting í 2ja og 3ja manna herbergjum, barnagæsla fyrir yngstu börnin, tvær ferðir í sund og gufubað, þátttaka í fræðslu og skemmtistarfi og skipulögðum göngu- og útivistarferðum. íþróttasvæði, bátaleiga, hestaleiga silungsveiði og fleira er við höndina í næsta nágrenni Héraðsskólans á Laugarvatni. Alþýðubandalagið. Sumardvölin á Laugarvatni hefur reynst góð afslöpp- un fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna, í áhyggjulausu og öruggu umhverfi, þar sem fólk hvílir sig á öllum hú- sverkum, en leggur alla áherslu á að skemmta sér sam- an í sumarfríi og samveru. Dragið ekki aö festa ykkur vikudvöl á Laugarvatni í sumar. Komið eða hringið á skrifstofu Alþýðubandalags- ins að Hverfisgötu 105, Rvík. Síminn er 17500. Panta þarf fyrir fyrsta júní og greiða kr. 1500 í staðfestingar- gjald. Guðrún Helgadóttir les fyrir börnin í Laugarvatnsdvöl á vegum Alþýðubandalagsins. ■ miðstöð sumardval arinnar. Laugardagur 18. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.