Þjóðviljinn - 18.05.1985, Page 5

Þjóðviljinn - 18.05.1985, Page 5
INN SÝN Brettum upp eimamar Vinstrimenn geta unnið borgarstjórnarkosningar, en til þess þarf að starfa saman af heilundum Það er óþarfi að vera hræddur við Davíð. Við felldum hann fjórum sinn- um í kosningum í Háskólan- um hér á árunum, og ef við vinnum saman getum við Ifka fellt hann úr borgar- stjórninni. Guðmundur Ólafsson lauk fundi félagshyggjufólks um borg- armál á þriðjudaginn með þess- um orðum, og sagðist bjartsýnn, - þetta væri í fyrsta skipti í hálfa öld sem íhaldsandstæðingar í borginni ræddu saman á opnum fundi, „og ég er hissa á að ágreiningurinn skuli ekki vera meiri“. Það voru ekki allir jafn bjart- sýnir og Guðmundur að loknum fundinum á Hótel Hofi. Sam- starfið milli minnihlutaflokkanna í borgarstjórninni nú virðist ekki ýkja merkilegt (Gerður Steinþórsdóttir: „mjög sundrað- ur og leiðinlegur minnihluti"), og vilji til samvinnu kannski af skornum skammti vegna þess að sumir þurfa að sanna sérstöðu sína og aðrir að passa uppá borg- arstjórnarsætið sitt. En, einsog Adda Bára sagði: við erum í meg- indráttum sammála um borgar- mál. Og fyrsta skrefið hlýtur að vera að tala saman. Einn listi? Sameiginlegur listi gegn íhald- inu í næstu borgarstjórnarkosn- ingum? Það vill til dæmis Svanur Kristjánsson: „við verðum að hugsa stórt, - við erum í pólitík til að ná árangri." Aðrir voru ekki jafn vissir. Til dæmis taldi Sigurð- ur E. Guðmundsson slíkan lista ekki hafa sigurlíkur. f pólitíkinni eru fleiri litir en svart og hvítt, og borgarfulltrúi krata telur að kjós- endur á „gráa svæðinu" muni fælast frá sameiginlegum vinstri- lista, yfirá íhaldið. Hann sagði líka að kratar hefðu vonda reynslu af sameiginlegum listum; framboð þeirra og hannibalista til borgarstjórnar fyrir áratug fór útí veður og vind. Lýðræði Magnús Ólafsson ritstjóri taldi einsog Sigurður óvíst um stuðn- ing Alþýðu- og Framsóknar- flokkskjósenda við sameiginleg- an lista, og minnti þaraðauki á að slíkt samstarfsform hlyti að byggjast á málamiðlunum og aft- ur málamiðlunum, enda óhjá- kvæmilega í miðjumoði. Sem aft- ur leiddi til þess að frjóar raddir hættu að heyrast og nýtt blóð yrði útilokað. Tæknilegur vandi við sam- eiginlegan framboðslista er leysanlegur. Annaðhvort kæmu samstarfsaðilar sér saman um röðun á listann og valdahlutföll að unnum sigri, eða, - einsog Adda Bára stakk uppá á fundin- um -, vinstriöflin gætu boðað til opins prófkjörs um sæti á listan- um og hegðað sér eftirá í sam- ræmi við þau úrslit. Gallinn mesti við svona lista: spurningar um lýðræði. Sam- komulag um valdahlutföll og listaröðun bæri alltaf keim af hrossakaupum. Eina hugsanlega viðmiðunin yrði styrkur flokk- anna í síðustu kosningum,- en þau hlutföll eru ekki ævarandi. Samkomulag á grundvelli síðustu kosninga tekur að auki ekkert til- lit til frammistöðu borgarstjórn- arliðanna á núverandi keppnis- tímabili og kemur í veg fyrir þátt- töku nýrra afla. Við opið prófkjör eru líka ýms- ir lýðræðislegir vankantar. Það er til dæmis ekkert víst að fulltrúi krata næði inná lista sem valinn væri á þann hátt. Væri hægt að biðja um stuðning kjósenda Al- þýðuflokksins við lista án krata? Og jafnvel þótt opið prófkjör væri bundið einhverskonar kvóta fylgir sá böggull skammrifi að fulltrúar hvers hóps yrðu valdir af fólki úr öðrum hópum. Bandalag NT-ritstjórinn fráfarandi lagði reyndar fram athyglisverða hug- mynd um að breyta kosninga- lögum til að sníða af þessa van- kanta. Sú hugmynd er norskætt- uð, og gerir ráð fyrir að flokkarn- ir bjóði fram eigin lista, en geri bandalag sín á milli þannig að „dauðu“ atkvæðin nýttust þeim bandalagsmanni sem ætti á mesta heimting. Umframatkvæði bandalagslistanna legðust þá öll á þann þeirra sem ætti stysta leið að viðbótarmanni. Og norska kerfið gerir ráð fyrir að kjósendur geti neitað að vera með í bandalaginu með exi í þartilgerðan reit; þau atkvæði nýttust aðeins hinum kosna lista en væru ekki reiknuð með sameiginlegum umframat- kvæðum. Þetta er alls óvitlaust, en svona breyting á lögum umsveitar- stjórnarkosningar þyrfti gegnum alþingi. Þar er íhaldið reyndar í minnihluta, en hinsvegar í prýði- legri stjórnaraðstöðu til að stöðva málið. Og í áróðri væri kjörið fyrir Davíð og kó að saka andstæðingana um að beita þingstyrk utanaf landi til að skipta sér af málefnum reykvík- inga. Upphaf máls: samstarf strax En bollaleggingar um sam- eiginlegt framboð, kosninga- bandalag eða borgarstjóraefni er aðeins hljómandi málmur og hvellandi bjalla ef engin er undir- staðan. Hún Adda Bára talaði ekki mikið um sameiginlegan lista. Það er óvarlegt að byggja hús sitt á sandi,- áður en menn fara að fást við tæknilegan vanda þarf að hyggja að öðru: málefnalegri samstöðu og raunverulegri sam- vinnu við stefnumótun og tillögu- flutning. í næstu kosningum á íhaldið enn þann leik að benda á smásmyglið og bera það saman við sjálft sig stórt og sterkt, - nema íhaldsandstæðingar hafi gert sjálfa sig að stórum samstæð- um hópi, og þar skiptir fjöldi lista minnstu máli. Fyrsti áfangi væri að núverandi minnihlutaflokkar í borgarstjórn færu að vinna sam- an, og prófsteinn slíkrar sam- vinnu gæti til dæmis orðið fjár- hagsáætlun fyrir næsta ár. „Þegar ég hlustaði á Öddu Báru skildi ég hversvegna ég var ellefu ár í Alþýðubandalaginu“ sagði Svanur Kristjánsson í um- ræðunum á eftir. Er eitthvað að í Kvennó? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hæfur stjórnmálamaður og hefur heyrst nefnd sem borgarstjóra- efni vinstrimanna. En það var ekki mikill samstöðukeimur af framsögn hennar á Hótel Hofi. - Við lítum á okkur sem kvenna- pólitískt afl, ekki borgarstjórnar- flokk, sagði Sólrún, og taldi síðan upp málaflokka sem yrðu að hafa forgang í nær óhugsanlegu sam- starfi Kvennaframboðsins við aðra borgarstjórnarflokka. Þessi ræða féll ekki í sem best- an jarðveg hjá öðrum minnihlut- afulltrúum, Gerði Steinþórs, Öddu Báru og Sigurði E. Þau sögðu leit Kvennaframboðsins að sérstöðu standa í vegi fyrir sam- vinnu minnihlutaflokkanna. Það vildi vera sér á báti, fortíðarlaust og flekklaust, og í framsögu Sól- rúnar hefði ekki örlað á sam- starfsvilja. Áður en lauk kom til hnipp- inga milli Kvennaframboðsins og hinna, - hnippinga sem voru áheyrendum að því leyti lær- dómsríkar að borgarstjórnar- menn minnihlutans virðist meira að segja skorta vettvang til að ríf- ast á. Að takast á um einstök deilucfni og stærri stefnumál er auðvitað fyrsta forsenda sam- vinnu, - hreinlega að kynnast hver öðrum. Þetta vilja menn eðlilega ekki gera á fundum borg- arstjórnar, það væri að skemmta skrattanum Davíð, - en finniði ykkur þá til þess einhvern annan stað, mín elskulegu! Fortíðin Vinstrimeirihlutinn 1978-1982 er óhjákvæmilegt umræðuefni á spjallfundum einsog þeim á Hót- el Hofi. Kvennaframboðsfólk þreytist seint á að þylja syndalist- ann úr þeirri borgarstjórn, og þeir sem þátt tóku verjast eftir bestu getu. Auðvitað var vinstri- meirihlutinn ekki sú íðilfagra mannkynsfrelsun sem menn áttu von á í bjartsýniskasti kosninga- næturinnar í maí 1978. Óheilindi í samstarfinu áttu sinn þátt, hug- leysi líka, vond fjármálastaða, kerfistrú, reynsluleysi, klaufa- skapur, ófullkomin áróðurs- tækni... Helsti ljóðurinn á ráði vinstrimeirihlutans var svo auðvitað sá að hann var ósköp lítill vinstri meirihluti. Manni sýnist samt að enginn þurfi að skammast sín verulega (nema Sjöfn Sigurbjörnsdóttir). Á þessum tíma var sú kenning afsönnuð að öðrum en íhaldinu væri ekki treystandi fyrir stjórn borgarmála, og þótt vissulega séu aðfinnslur ýmislegar er afreka- skráin líka töluverð. Sífelld gagnrýni Kvennafram- boðsins á hendur fyrri meirihluta er auðvitað meðfram sprottin af því að hið nýja borgarstjórnarafl þarf að sanna tilverurétt sinn. Hinsvegar hafa meirihlutaflokk- arnir fyrrverandi aldrei gert heiðarlega upp við samstarf sitt: hvað fór úrskeiðis? hvað tókst vel? hvernig eigum við að nýta okkur reynsluna frá 1978-82 þeg- ar við tökum næst við stjórn borg- arinnar? Lýst eftir verkalýðshreyfingu Á Hótel Hofi var komið enn víðar við. Sigurður E. Guð- mundsson taldi til dæmis að magnleysi borgarstjórnarminni- hlutans væri ekki bara honum sjálfum og Davíð að kenna. - Hvar voru stéttarfélögin í Reykjavík þegar við í minnihlut- anum stóðum saman og reyndum að hamla gegn síauknum álögum hjá borginni á þeim tímum að fólki var bannað með lögum að bæta kjör sín? Þá sátu stéttarfé- lögin í Reykjavík með hendur f skauti og höfðust ekki að! Sigurður taldi líka að dagblöð tengd borgarstjórnaröflum ættu sinn hlut að máli og ættu að fjalla um störf annarra en „sinna“ manna af meiri sanngirni. Nokk- uð til í því, hinsvegar hefur frétta- flutningur bæði NT og Þjóðvilja úr borgarstjórn sveigst mjög í sanngirnisátt undanfarið, og Sig- urður E. Guðmundsson borgar- fulltrúi má heldur ekki gleyma því að á dagblöðum ræður sjálf- stætt fréttamat. Alþýðuflokkur- inn er ekki áberandi í borgarfrétt- um, - það er flestum þráðum vegna þess að Alþýðuflokkurinn er nánast ekki til í borgarstjórn- inni. Samvinna, - hvernig? Flestir ræðumenn á Hótel Hofi voru á einu máli um að ef borg- arpólitíkin festist í núverandi fari spryttu engin blóm í haga vinstri- manna í kosningunum á næsta ári. Og það kemur ekki bara við íbúum í höfuðborginni, - þegar illa gengur í Reykjavík leggur nályktina um landið, sagði hafn- firðingurinn Guðmundur Árni Stefánsson. Samvinna og sam- starf er eina svarið. En hvernig samvinna? Hvaða samstarf? Leggjum hugmyndir um sameiginlegan framboðslista til hliðar í bili og líturn á sam- starfstillögur sprottnar í og af um- ræðunum á Hofi: - Samráðsfundir borgarfull- trúa minnihlutaflokkanna fyrir borgarstjórnarfundi, þarsem menn reyndu að ná einni afstöðu þegar hægt er og fengju á hreint hvar greinir á. Ámóta samráð í nefndum borgarinnar. - Samvinna um tengsl við borg- arbúa. Sameiginlegar viðræður við íbúasamtök, stéttarfélög og hagsmunaaðila. Samauglýstir viðtalstímar fyrir almenning. Sameiginlegir hverfafundir. - Sameiginlegir fundir bak- nefnda borgarfulltrúanna, borg- armálaráðanna, og samráð með- al sérfræðinga þeirra. - Eina stefnuskrá um þau mál sem menn eru sammála um fyrir næstu kosningar. Og verði vinstrimenn á mörgum listum í þeim kosningum verður að mynda traust milli listanna, kveða niður glundroðakenning- una og búa til borgarstjórnarafl gegn íhaldinu. Skýjaborgir? Kannski. En verði ekki brettar upp ermarnar má búast við að Davíð og félagar ríki í Reykjavík allar götur. Mörður Laugardagur 18. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.