Þjóðviljinn - 18.05.1985, Blaðsíða 13
MENNING
Góður hópur með ferskar hugmyndir
„Glerbrot" á Kjarvalsstöðum
Björg Örvar sýnir um þessar
mundir málverk í Nýlistasafn-
inu við Vatnsstíg. Björg Örvar
kvað sér hljóðs með ein-
þrykksmyndum í Gallerí Borg,
síðastliðið haust og lenti þá
eins og fleiri listamenn illa út
úrverkfallinu. Þvífórsúsýn-
ing fram hjá mörgum.
Hvað er ég að reyna að tjá?
Ef það er liturinn, en málverk
Bjargar cru óhlutkennd, þá
skortir hann einhvern meiri safa.
Ef það er formspil, þá er fyrir
lítilli festu að fara hjá Björgu í
þeim efnum. Ef það er hins vegar
könnun á þeim þáttum sem al-
mennt iúta að möguleikum mál-
verksins, þá nýtir Björg sér ekki
Nú kveður Björg sér aftur
hljóðs með olíulitum og stendur
sýningin til 19. þessa mánaðar.
Málverk Bjargar eru að mörgu
leyti opin og fela í sér mikla
möguleika, en um leið eru þau
vandræðaleg og nokkuð stefnu-
laus. Það vantar í þau þá krefj-
andi spurningu sem hlýtur að
liggja til grundvallar allri list:
Hvers vegna er ég að þessu?
tækifærin sem miðillinn býður
upp á.
Málverk Bjargar skortir
m.ö.o. afgerandi stefnumið.
Hvort sem slík stefna er fólgin í
stefnuleysi, eða einhverju öðru,
þá standa þessi málverk ekki ein
og sér án einhvers markmiðs. Þau
segja einfaldlega of lítið þar sem
þau hanga á veggjum Nýlistas-
afnsins. Þetta táknar samt ekki
að Björgu Örvar skorti hæfileika.
Hitt er nær sanni að hún er ekki
búin að átta sig á því hvað hún
þarf að gera list sinni til fram-
dráttar.
Vissuiega hafí verið til málarar
sem voru lengi að átta sig á mögu-
leikum sínum, þótt þeir hafi haft
pata af innri tjáþörf sinni. Það er
ekki allt unnið með því að vita
Þreyta
Norrœntglerí
kjallara Norrœna
hússins
„Nordiskglas ’85“ erönnur
glersýningin sem sett er upp í
Reykjavík, þessa dagana, en
hún er í kjallara Norræna
hússins og hefur að geyma
verk eftir 54 listamenn frá
öllum „stóru“ Norðurland-
anna. Flestir eru frá Dan-
mörku, en þar virðist glerlistin
hafa náð mikilli fótfestu og
varanlegri. Fjölmargireru
einnig frá Svíþjóð, en færri frá
Noregi og Finnlandi. Við ís-
lenska hópinn hafa þær bæst,
Halla Haraldsdóttir, Svafa B.
Einarsdóttirog Ingunn Bene-
diktsdóttir, en þær sýna ekki á
„Glerbrot”, glersýningunni að
Kjarvalsstöðum. Þær
Steinunn Þórarinsdóttirog
Rúrí eru ekki með á sýning-
unni í Norræna húsinu og Pía
Rakel Sverrisdóttir sýnir undir
merkjum Dana. Að öðru leyti
eru það sömu listamennirnir
sem sýna fyrir hönd íslands á
báðum sýningum og er það
góðurhópurmeðferskverkí .
pokahorninu.
Sýningin í kjallara Norræna
hússins er yfirgripsmikil og stór,
e. t. v. einum of stór fyrir salinn og
of samanþjöppuð til að verka
hvers listamanns fyrir sig njóti sín
til fullnustu. Einhvern veginn
verður þetta kraðak sem erfitt er
að átta sig á og ekki hjálpar skort-
urinn á sýningarskrá, en hana
vantar tilfinnanlega á svona fjöl-
ættaðri sýningu. Það eina sem
fylgir er einblöðungur með
nöfnum listamanna og niður-
röðun þeirra eftir þjóðlöndum.
Hvort sem um má kenna slæ-
legum undirbúningi eða ein-
hverju öðru, þá grípur þessi sýn-
ing mann ekki. Ýmislegt er þó vel
gert þegar betur er að gáð, en
hcildarstemmningu vantar. Það
er engu líkara en norræn glerlist
sé víðast hvar í kreppu, eða skorti
eitthvert nýtt afl til að losa sig
undan klafa ofurfágunar, en það
virðast vera einkenni hennar nú á
tímum. Einhvern veginn finnst
manni sem norræn glerlist megi
muna fífil sinn fegurri. í hana er
komin einhver þreyta sem svekk-
ir tjáningarmátt þessara muna.
Of mikið er af tækifærislausnum
og yfirborðsfrumleik sem eru ein-
kenni ákveðins „manierisma", án
þess að bera með sér nýjan vaxt-
arbrodd.
E.t.v. er hans að leita í íslensku
glerlistinni. Án þess að flíka
þjóðrembulegum sjónarmiðum,
virðist sem hin unga glerlist sem
mætir okkur á Kjarvalsstöðum,
hafi eitthvað það að geyma sem
hina eldri og reyndari glerlist í
kjallara Norræna hússins skortir.
Vissulega eru undantekningar,
s.s. frá Danmörku og Noregi. En
frísklegir munir Tshai Munch og
Ullu-Mari Brandtenberg ná ekki
að lyfta upp sýningunni í heild,
þótt framlag þeirra sé hrífandi.
Fólk er þó hvatt til að fara í
Norræna húsið eins og á Kjar-
valsstaði og athuga báðar glers-
ýningarnar. Þótt ekki séu gangar
Kjarvalsstaða ákjósanlegir til
sýningahalds, ná íslensku gler-
listamennirnir að yfirvinna grám-
ann sem þar ríkir. Það er meira
en frændum okkar tekst í kjallara
Norræna hússins. Þó svo birtan
vinni þar með þeim, auðnast
þeim ekki að hefja sýninguna upp
úr viðjum meðalmennskunnar.
HBR
upp á hár hvað það er sem manni
liggur á hjarta. Samt er mér ekki
örgrannt um að þessi sýning hefði
mátt bíða ögn svo hún yrði
meistara sínum til meiri fram-
dráttar.
Það er reyndar svo með fleiri
sýningar í Nýlistasafninu að und-
anförnu, að þær skortir einhvern
sannferðugan þunga og alvöru.
Ekki veit undirritaður af hverju
þetta stafar en mál er að taka upp
festulegri sýningaraðferðir því
salarkynni bjóða upp á mun
meira en flestir aðrir salir á höf-
uðborgarsvæðinu. Því segi ég:
Burt með þennan leiðindadrunga
úr safninu og upp með móralinn.
Til alls er að vinna.
HBR
Betur mó
ef duga skal
Björg Örvar í Nýlistasafninu
Gler er efni okkar tíma; fínlegt,
stökkt, viðkvæmt, brothættog
hættulegt ef maður sker sig á
því eða ef það stingst í mann.
Það er einnig gagnsætt og
hægðarleikur er að breyta því
í spegil. Upp á síðkastið hefur
glerið öðlast slíkar vinsældir
að ekki dugir annað en tvo
stóra sýningarsali til að seðja
hungur borgarbúa í þetta
óræða og dularfulla efni.
Glerbrot ’85 heitir sýningin á
göngum Kjarvalsstaða og standa
að henni 9 glerlistamenn. Það eru
þau Brynhildur Þorgeirsdóttir,
Leifur Breiðfjörð, Lisbet
Sveinsdóttir, Pía Rakel Sverris-
dóttir, Rúrí, Sigríður Ás-
geirsdóttir, Sigrún Olöf Einars-
dóttir, Steinunn Þórarinsdóttir
og Sören Staunsager Larsen. Öll
hafa þau misjafna afstöðu til
glersins og beita það margvísleg-
ustu brögðum til að aga undir
myndhugsun sína. Sum nota gler-
ið kalt en önnur heitt. f sumum
tilfellum er notað í verk unnin
samkvæmt pöntun eða nytja-
hluti, en í annan stað er um frjáls-
an og óháðan miðil að ræða.
Það er gleðilegt að sjá hve gler-
listamenn íslenskir eru leitandi
og lausir við að elta hvern annan.
Það er ekkert sem bendir til þess
að eitt sé þeim hjartfólgnara en
annað. E.t.v. stafar þetta af ólíku
upplagi og stefnu í námi og síðar
vinnu. T.a.m. er Leifur
Breiðfjörð fyrst og fremst gler-
skurðarmaður og hefur hingað til
unnið við steinda glugga. Sig-
riður Ásgeirsdóttir hefur hlotið
svipaða menntun og haslar sér nú
völl í þess háttar gluggagerð,
meðan Leifur fetar sig í átt til ým-
issa afbrigða og útúrdúra eins og
sjá má á dreka hans sem væntan-
lega mun prýða kaffistofu Kjar-
valsstaða í framtíðinni. Báðir eru
þessir listamenn á líkum miðum
en ólíkt skapferli þeirra vísar
þeim í gagnstæðar áttir.
Svipað má segja um Lísbet
Sveinsdóttur sem einnig notar
gler sem gagnsæjan og hálfgagn-
sæjan ljósgleypi (eða er réttara
að tala um ljósmiðil?). Samt eru
verk hennar gjörólík verkum
hinna tveggja. Sigrún Ó. Einars-
dóttir og eiginmaður hennar Sö-
ren S. Larsen vinna að glermun-
um sínum á sama verkstæði og
við sömu skilyrði, í nánum tengs-
lum verklega sem hugmynda-
lega. Þrátt fyrir það eru verk
þeirra af gagnstæðum meiði,
reyndar eins og svart og hvítt á
mælikvarða glerblástursins. Pía
Rakel Sverrisdóttir umbreytir
glerinu einnig með hjálp hita og
kemst að ákveðnum, persónu-
legum niðurstöðum.
Þá nota Brynhildur Þor-
geirsdóttir, Rúrí og Steinunn
Þórarinsdóttir glerið fyrst og
fremst sem efnivið til högg-
myndagerðar. Útkoman er
margslungin og fjölbreytt. Svo
virðist sem þessir þrír glerlista-
menn leiti hver í sína átt og finni
óskyldar lausnir sem hverjar um
sig eru þó góðar og gildar og
víkka út svið íslenskrar glerlistar.
Það má með sanni segja að
glerlistin leitist við að taka fólk
með trompi og láti íslenskir lista-
menn nú kné fylgja kviði með
heilsteyptri og fjölbreyttri sam-
sýningu. Hér er á ferðinni góður
hópur með ferskar hugmyndir.
-HBR
L
LANDSVIRKJUN
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í stækkun starfs-
priannahúss við Hrauneyjarfossvirkjun í samræmi við
útboðsgögn 1401.
Verkið felur í sér gröft, fyllingu, uppsteypu og
fullnaðarfrágang utanhúss og innan.
Helstu magntölur eru áætlaðar:
Gröftur 700 m3
Steypa 270 m3
Mót 1250 m3
Bendistál 780 kg
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík frá og með
fimmtudeginum 23. maí 1985 gegn óafturkræfu gjaldi
að upphæð kr. 1.000.-.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í
Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudaginn 7. júní 1985, en
sama dag kl. 14.00 verða þau opnuð að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Reykjavík, 17. maí 1985.
Laugardagur 18. maf 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13